Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.12.2012, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.12. 2012
S
ir Alex Ferguson, sigursælasti
þjálfari í sögu ensku knattspyrn-
unnar, hefur stýrt Manchester
United til 12 Englandsmeist-
aratitla á rösklega aldarfjórðungi.
Tvisvar hefur liðið orðið Evrópumeistari, fimm
sinnum enskur bikarmeistari og fleira mætti
nefna.
En sá gamli er ekki aðeins kænn í að þjálfa
upp liðsheildir sigurvegara heldur öllum öðr-
um fremri í sálfræðistríðinu sem háð er nánast
dag hvern í knattspyrnuheiminum núorðið.
Hann hefur ekki náð að vinna hverja orr-
ustu, en oftast fer Ferguson sigri hrósandi úr
stríðinu. Skotinn hefur eldað grátt silfur við
Arsene Wenger hjá Arsenal, José Mourinho
hjá Chelsea, að ekki sé minnst á Rafa Benitez á
meðan hann stýrði Liverpool. Þar gneistaði
gjarnan á milli. Eitt eftirminnilegasta stríðið
er þó það sem Ferguson háði við Kevin Keeg-
an, þáverandi þjálfara Newcastle, vorið 1996.
Ferguson seldi þrjá reynslubolta og lykil-
menn fyrir tímabilið 1995-96 og ungir heim-
alningar tóku við keflinu. Franski „kóngurinn“
Cantona var í banni í fyrstu sjö leikjunum og
liðið byrjaði ekki vel.
Nálægt áramótum höfðu Keegan og hans
menn afgerandi forystu í deildarkeppninni.
Voru 12 stigum á undan United, léku stór-
skemmtilegan sóknarleik þar sem Frakkinn
David Ginola var í aðalhlutverki, en munurinn
minnkaði hægt og rólega og á endanum kom-
ust Rauðu djöflarnir fram úr Newcastle og
hömpuðu Englandsbikarnum. Drengir Keeg-
ans urðu í öðru sæti, fjórum stigum á eftir
United. Ungstirnin – Beckham, Scholes, Butt,
Neville-bræður og Ryan Giggs – sönnuðu sig
með Cantona sem bakhjarl. Hann fór hrein-
lega hamförum.
Þegar kapphlaupið um Englandsmeistara-
titilinn stóð sem hæst undir vor varpaði Fergu-
son frægri sálfræðisprengju. Kvaðst efast um
að mótherjar Newcastle legðu sig almennilega
fram, og síður en gegn United; gaf í skyn að
leikmenn í deildinni vildu frekar að sveinar
Keegans yrðu meistarar en hans lið.
Mörgum þótti ummælin lúaleg en þau höfðu
e.t.v. áhrif. Ekki að slíkt þurfi alla jafna í Eng-
landi; þar berjast menn alltaf eins og ljón,
sama hver andstæðingurinn er, en hugsanlega
hafa mótherjar Newcastle lagt sig fram sem
aldrei fyrr til að sýna fram á hve fjarstæðu-
kennd yfirlýsing Fergusons var! Og þess
vegna hafi ummælin svínvirkað …
Taugastríðið hafði staðið lengi en loks eftir
næstsíðasta leik Newcastle, 1:1 jafntefli gegn
Nottingham Forest á útivelli fimmtudaginn 2.
maí, gerði Keegan lýðnum ljóst að hann hafði
gengið í gildru Fergusons. Skoski sálfræði-
herforinginn hefur án efa brosað út í annað
fyrir framan sjónvarpið, fullviss um að stríðið
væri unnið.
Með sigri hefði Newcastle náð United en var
tveimur stigum á eftir fyrir lokaumferðina
vegna jafnteflisins.
„Ég hef verið þögull fram að þessu en ég get
sagt þér það; hann setti mjög ofan að mínu
mati með þessum ummælum. Við höfum ekki
gefist upp. Þið getið sagt honum að við munum
berjast allt til loka. Hann verður að fara til
Middlesbrough og fá eitthvað út úr þeim leik,“
sagði Keegan í beinni sjónvarpsútsendingu og
augun skutu gneistum.
Fleyg eru ummæli Keegans í lokin – þau
sem í fyrra voru valin áhugaverðustu ummæli í
20 ára sögu Úrvalsdeildarinnar: „Ég skal segja
þér, í fullri hreinskilni; það myndi gleðja mig
ósegjanlega mikið ef við næðum að komast upp
fyrir þá og vinna deildina. Ósegjanlega mikið.“
United vann síðasta leikinn en Newcastle
gerði jafntefli. Liðin mætast á öðrum degi jóla
og er vissulega tilhlökkunarefni en dráttur í
Meistaradeildinni á fimmtudaginn hefur ugg-
laust glatt áhugamenn um sálfræðihernað enn
meira. Manchester United dróst gegn Real
Madrid; Ferguson mætir Mourinho.
AFP
Sálfræðihershöfðingi
Keegan í viðtalinu fræga. Þá féllu „áhugaverð-
ustu ummælin“ í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
* „Hann er eini maðurinn sem ég er sannfærðurum að gæti komið af stað rifrildi við sjálfan sig.“Þjálfarinn Sir Bobby Robson um leikmanninn Craig BellamyBoltinnSKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
* Freddie Shephard, þáverandi
stjórnarformaður Newcastle sem
réð Bobby Robson sem knatt-
spyrnustjóra 1999, upplýsti seinna
hvern Robson hefði viljað ráða sem
aðstoðarmann sinn 2001: José Mour-
inho, sem hafði starfað með hinum
sigursæla þjálfara hjá Sporting Lissa-
bon, Porto og Barcelona.
* „Ég hafði aldrei heyrt um þennan
náunga þegar Bobby vildi ráða hann.
Hver veit hvað hefði gerst, ef hann
hefði komið til okkar? En Bobby var
þegar með aðstoðarmann, auk þess
sem Mourinho talaði ekki ensku með
hreim okkar hér norður frá!“ sagði
Shephard í léttum dúr.
* Mourinho tók við liði Leiria í
Portúgal 2001, fór þaðan til Porto
sem varð Evrópumeistari, síðan til
Chelsea sem varð yfirburðalið á Eng-
landi, næst til Internazionale á Ítalíu
sem hann gerði að Evrópumeistara
* Shephard hefur líka sagt frá því að
þegar Kevin Keegan hætti með New-
castle 1997 hafi félagið reynt að fá
Alex Ferguson í staðinn!
* „Hann átti þá í viðræðum við Man-
chester United um nýjan samning,
við ræddum við ráðgjafa hans en ekk-
ert varð úr.“ Ekki verður þó annað
sagt en forkólfar Newcastle hafi sýnt
mikinn metnað.
* Alan Pardew, núverandi knatt-
spyrnustjóri Newcastle, er sá 12.
sem gegnir starfinu síðan Bobby
gamli Robson var rekinn fyrir átta ár-
um, haustið 2004.
José Mourino þjálfar Real Madrid og fv.
aðstoðarmaður Bobby gamla Robson.
HVAÐ EF JOSÉ HEFÐI
KOMIÐ MEÐ ROBSON?
Engum líkur! Sir Alex Ferguson er
sannkallaður leikstjóri á Old Trafford;
Leikhúsi draumanna eins og heima-
völlur Manchester United er kallaður.
* „Það myndi gleðja migósegjanlega mikið efvið næðum að komast upp
fyrir þá og vinna deildina.
Ósegjanlega mikið.“