Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Um tíu bifreiðar skemmdust mikið þegar snjór féll
af þaki fjölbýlishúss í Arahólum í Breiðholti í fyrri-
nótt og á bílana sem stóðu fyrir neðan.
Í samtali við mbl.is í gær sagði Kristinn Eiðsson,
íbúi í Arahólum 4, bifreið sína gjörónýta en þak
hennar og framrúða féllu saman undan snjófarginu.
Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem snjór fellur af
þakinu þannig að skemmdir hljótast af en bílaeig-
endurnir töldu líklegt að tryggingar myndu bæta
tjónið.
Tíu bílar skemmdust
Morgunblaðið/Hallur
Blautur og þungur snjór veldur tjóni í Breiðholti
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Beint tjón Landsnets vegna ítrek-
aðra óveðra á síðasta ári gæti numið
300-500 milljónum króna, að mati
Guðlaugs Sigurgeirssonar, deildar-
stjóra netrekstrar Landsnets. End-
anleg upphæð liggur ekki fyrir enda
er enn verið að gera við raflínur sem
skemmdust í óveðrinu í lok ársins.
Þá er ótalinn kostnaður sem aðrir en
Landsnet urðu fyrir vegna raf-
magnsleysis.
Miklar rafmagnstruflanir urðu
víða um land 10. og 11. janúar 2012.
Selta og ísing ollu bilun og eldsvoða í
tengivirki Landsnets á Brennimel í
Hvalfirði. Stóriðjuverin á Grundar-
tanga urðu m.a. rafmagnslaus vegna
bilunarinnar. Kostnaður Landsnets
vegna tjónsins á Brennimel og fleiri
tjóna sem tengjast því er talinn
hlaupa á 70-100 milljónum króna.
Óveður olli gríðarlega miklum
skemmdum á flutningskerfi raforku
á Norðausturlandi í fyrrihluta sept-
ember. Kostnaður vegna þess
óveðurstjóns eins er kominn yfir 100
milljónir.
Rafstrengur til Vestmannaeyja
bilaði einnig í september. Það tjón er
talið geta kostað 30-40 milljónir.
Þá ollu óveður einnig miklum
truflunum á raforkuflutningum og
rekstraróhagræði í nóvember. Enn
er verið að gera við raflínur sem
skemmdust í illviðrinu sem gekk yfir
Vestur- og Norðurland í lok síðasta
árs. Talið er að tjónið sem varð nú í
árslok gæti slagað upp í um 100
milljónir króna.
Breytingar á gjaldskrám
Breytingar urðu á gjaldskrám
Landsnets 1. janúar 2013. Flutnings-
gjöld vegna stóriðju hækkuðu um
20% og afhendingargjöld hækkuðu
um 9%. Gjaldskrá fyrir kerfisþjón-
ustu hækkaði um 27% en gjaldskrá
fyrir flutningstöp lækkaði um 6,8%.
Landsnet hafði gert tillögu um
hækkun á flutningsgjöldum vegna
almennra notenda um 9% en Orku-
stofnun (OS) samþykkti hana ekki.
Guðmundur Ingi Ásmundsson, að-
stoðarforstjóri Landsnets, sagði að
Landsnet hefði sent tillögur sínar
um gjaldskrárbreytingar til um-
sagnar OS sex vikum fyrir áramót.
OS hefði haft þrjár vikur til að gera
athugasemdir en ekki gert þær fyrr
en 21. desember, eða tveimur vikum
eftir að fresti lauk.
„Þeir gerðu athugasemd við
hækkun á flutningsgjöldum til al-
mennra notenda á grundvelli úr-
skurðar þeirra frá 19. desember,“
sagði Guðmundur.
Hann sagði að OS og Landsnet
hefðu deilt um túlkun arðsemis-
krafna samkvæmt raforkulögum.
Landsnet muni líklega kæra úrskurð
OS frá 19. desember enda taki hann
ekki neitt tillit til sjónarmiða Lands-
nets varðandi leyfða arðsemi, að
mati Guðmundar.
Tjónið er 300-500 milljónir
Óveður ollu ítrekað tjóni á flutningskerfi Landsnets á nýliðnu ári Viðgerðir
eftir síðasta tjón standa enn yfir Breytingar urðu á gjaldskrám um áramótin
Beint tjón Landsnets
gæti numið 300-500
milljónum
Guðlaugur Sigurgeirsson
Það er mat hagfræðinganna Þórs
Sigfússonar og Hauks Más Gests-
sonar að fyrirtæki í íslenskum sjávar-
útvegi og tengdum greinum geti auk-
ið veltu sína um allt að 250 milljarða á
næstu tíu árum. Til að ná því mark-
miði segja þeir að fjárfestingar í ný-
sköpun þurfi að aukast umtalsvert en
augljósasta leiðin til þess að auka ný-
sköpun í sjávarklasanum, þ.e. sjávar-
útvegi og tengdum greinum, sé að
bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum að
greiða umtalsvert lægra veiðileyfa-
gjald ef þau fjárfesta í nýsköpun og
tækni.
Í greiningu Sjávarklasans sem
kom út í gær eru nefndar til sögunnar
átta leiðir til að auka verðmæti í iðn-
aðinum. Er m.a. lagt til að fiskimjöli
verði í auknum mæli breytt í fæðu-
bótarefni, að fjármagn verði lagt til
rannsókna á nýtingu sjávarfangs, að
háþróuð slógvinnsla verði efld, að
tæknivæðing verði aukin, að staða Ís-
lands sem svæðis fyrir þjónustuhöfn
á Norður-Atlantshafi verði tryggð, að
íslensk sjávarútvegsfyrirtæki komi í
auknum mæli að ráðgjöf erlendis, að
fiskeldi verði eflt og að grunnfjárfest-
ingar í greininni verði auknar.
„Líklegt er að fjárfestingar í ný-
sköpun og tækni í sjávarklasanum
þurfi að nema um 8-10% af tekjum til
þess að þau markmið náist sem hér
eru kynnt,“ segir í grein hagfræðing-
anna. „Það þýðir með öðrum orðum
að fjárfestingar í sjávarklasanum
þyrftu að vera 20-30 milljarðar á ári á
næstu árum.“
Í fyrsta lagi þurfi fjárfestingar í
grunnatvinnuveginum að aukast en í
öðru lagi sé „þörf á umtalsverðu
áhættufjármagni í ýmsan iðnað sem
hefur mesta vaxtarmöguleika, eins og
líftækni, fullvinnsla, tækniþróun
o.fl.“.
Miklir
möguleikar
í útvegi
Hægt að auka velt-
una um 250 milljarða
Morgunblaðið/RAX
Aukning Það felast mörg tækifæri í
afurðum íslensks sjávarútvegs.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Það er ekki komin nánari útfærsla í
smáatriðum, þetta eru eiginlega
ennþá hugmyndir sem er eftir að
finna farveg fyrir. Ég mun eiga fund
með forstjóra Landspítalans á næstu
dögum, og með nokkrum fleiri, og þá
skýrist þetta,“ segir Agnes M. Sig-
urðardóttir, biskup Íslands, spurð út
í fyrirhugaða söfnun til tækjakaupa
fyrir Landspítalann.
Í nýársprédikun sinni í Dómkirkj-
unni ræddi Agnes um mikilvægi þess
að búa vel að Landspítala Íslands
sem býr við bágborinn tækjakost og
sagði kirkjuna vilja vera leiðandi í
söfnun til tækjakaupa fyrir spítalann
í samráði við stjórnendur hans.
„Landspítali er fyrir okkur öll sem
búum í þessu landi. Þjóðkirkjan er
líka fyrir okkur öll sem búum í þessu
landi. Þess vegna vill kirkjan taka
þeirri áskorun að vera leiðandi í
söfnun til tækjakaupa á Landspít-
alanum í samráði við stjórnendur
spítalans. Samtakamáttur þjóð-
arinnar hefur einatt skilað miklum
árangri,“ sagði Agnes m.a. í prédik-
un sinni.
Hún segir stefnt að því að fast-
móta útfærsluna að söfnuninni í
þessum mánuði. „Hvað kirkjuna
varðar myndum við hefja söfnunina í
messum sunnudagsins, fylgja henni
eftir í vikunni og enda í stórri og
mikilli landssöfnun laugardaginn á
eftir. Þannig að þetta verður um viku
ferli,“ segir Agnes um helstu hug-
myndina. Söfnunin mun fara fram
fyrrihluta þessa árs.
Agnes hefur fengið mjög góð við-
brögð við hugmyndinni að söfnun.
„Ég hef hitt fólk og fengið tölvupósta
og símtöl frá fólki sem ég þekki og ég
þekki ekki. Það hefur viljað láta mig
heyra að því líst vel á hugmyndina.“
Unnið að útfærslu tækjasöfnunar
Morgunblaðið/Golli
Safna Agnes M. Sigurðardóttir biskup vill búa vel að Landspítalanum.
Biskup hittir forstjóra Landspítalans næstu daga Landssöfnun til tækjakaupa fyrir spítalann að til-
stuðlan kirkjunnar fer fram fyrrihluta þessa árs Biskup hefur fengið góð viðbrögð við hugmyndinni
Á síðasta ári bárust stöðugar
fréttir af úr sér gengnum tækj-
um á Landspítalanum, t.d
biluðu bæði geislatæki spítal-
ans í sumar. Björn Zoëga, for-
stjóri Landspítalans, hefur sagt
að spítalinn þurfi minnst 860
milljónir á næsta ári til að geta
endurnýjað það allra nauðsyn-
legasta. Milljarður á ári næstu
þrjú árin væri þó raunhæfara til
að gera spítalann sæmilega sjó-
færan á nýjan leik.
Þarf milljarð
LANDSPÍTALINN
Lögreglan á
Suðurnesjum
handtók í fyrra-
kvöld tæplega
tvítugan karl-
mann vegna
gruns um fíkni-
efnaakstur og
sölu fíkniefna.
Sýnatökur á lög-
reglustöð staðfestu neyslu manns-
ins á kannabis, amfetamíni og
metamfetamíni. Við húsleit á
heimili mannsins fannst talsvert af
fíkniefnum, bæði kannabis og
meint amfetamín. Einnig tól og
tæki til neyslu fíkniefna.
Lögreglan hafði áður handtekið
þrjá ökumenn sem einnig voru
grunaðir um fíkniefnaakstur.
Sýnatökur staðfestu að þeir höfðu
neytt kannabisefna. Þá hafði einn
þeirra verið sviptur ökuréttindum.
Grunaður um sölu
og neyslu fíkniefna
Talsverður erill hefur verið hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu í
gær og komu m.a. inn á borð henn-
ar mál sem varða þjófnaði, slys og
ágreining á milli einstaklinga.
Skömmu fyrir klukkan þrjú var
lögreglan kölluð að slysadeildinni í
Fossvogi þar sem bifreið hafði
bakkað á fótgangandi vegfaranda,
sem mun hafa orðið fyrir ein-
hverjum meiðslum.
Bakkað á vegfar-
anda við slysadeild