Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 4

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Notkun SSRI-þunglyndislyfja á meðgöngu eykur ekki líkurnar á and- vana fæðingu eða ungbarnadauða. Kemur þetta fram í nýrri samnor- rænni rannsókn sem Ísland er þátttökuland að. Niðurstöður hennar voru birtar í gær í JAMA, Journal of American Medical Association. Rannsakaðar voru yfir 1,6 milljón- ir fæðinga á tímabilinu frá 1996 til 2007. Upplýsingum var safnað úr fæðingaskrám og frá útleystum lyfj- um í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þungaðar konur sem taka þunglynd- islyf úr SSRI-lyfjahópnum eru í auk- inni hættu á að fæða börn með fæð- ingargalla eða ungbarnasjúkdóma. Þær rannsóknir hafa sýnt að sum SSRI-lyf megi tengja við meðfædda hjartagalla og tímabundin vandamál eins og svefnerfiðleika ungbarns og erfiðleika við brjóstagjöf. Þrálátur lungnaháþrýstingur er einnig al- gengari hjá börnum mæðra sem hafa tekið SSRI-þunglyndislyf á með- göngu. Það hefur hins vegar ekki verið vit- að hingað til hvort andvana fæðingar og ungbarnadauði tengjast notkun SSRI-lyfja. Það voru vísindamenn við Karolinska Institutet í Svíþjóð sem leiddu norrænu rannsóknina. Í frétt á heimasíðu Karolinska Institu- tet segir að niðurstöðurnar sýni að 1,8% þeirra 1,6 milljóna þungaðra kvenna sem voru í rannsóknarhópn- um tóku út lyfseðil fyrir SSRI-þung- lyndislyf að minnsta kosti einu sinni á tímabilinu sem nær frá þremur mán- uðum áður en þær urðu þungaðar þar til þær fæddu. Algengara var að eldri konur og konur sem reyktu á með- göngunni tækju þessi lyf. Þarf að meðhöndla þunglyndi Rúmlega 6.000 andvana fæðingar urðu á rannsóknartímabilinu, en rúmlega 3.600 nýburar létust á fyrstu vikum lífsins. 1.500 létust á fyrsta aldursári. Dauðsföll voru nokkuð al- gengari meðal barna kvenna sem höfðu tekið SSRI-þunglyndislyf á meðgöngunni. En þegar tölurnar voru leiðréttar fyrir sögu um andlega heilsu mæðranna, aldri, reykingum og blóðþrýstingi var ekki lengur hægt að sjá tengingu á milli notkunar SSRI-lyfja og aukningar á andvana fæðingum eða ungbarnadauða. „Við höfum sýnt fram á að hætta á andvana fæðingum og ungbarna- dauða er ekki meiri þegar konan tek- ur SSRI-lyf við þunglyndi. Það er hins vegar hætta á alvarlegum auka- verkunum fyrir barnið. Á sama tíma er hætta fyrir hendi ef þunglyndi hjá þunguðum konum er ekki meðhöndl- að,“ segir Olof Stephansson, dósent við Karolinska Institutet. Má þar nefna hættuna á að þung- lyndið verði alvarlegt með tilheyr- andi hættu á sjálfsvígi móður á með- göngu og á tímabilinu eftir fæðingu. Það er líka vitað að vöxtur fóstursins gæti orðið verri og hættan á fæðingu fyrir tímann er meiri ef þunglyndið er látið ómeðhöndlað. „Það er mikilvægt að skoða hvert tilvik fyrir sig. Það þarf að vega og meta áhættuna fyrir móður og barn þegar ákveðið er hvort eigi að með- höndla barnshafandi konu með SSRI-lyfjum. Læknirinn þarf að end- urskoða lyfin reglulega til að velja rétta lyfið og skammtana. Það er líka mikilvægt að fylgja þessum konum vel eftir á meðgöngunni og brjósta- gjafatímabilinu,“ segir dr. Stephans- son. Áhrif þunglyndis- lyfja á meðgöngu  Auka ekki líkurnar á andvana fæðingu eða ungbarnadauða Morgunblaðið/Kristinn Þunglyndi Það þarf að vega og meta áhættuna í hverju tilviki fyrir sig. Unnur Valdimarsdóttir prófessor og Helga Zoëga, lektor í lýðheilsu- vísindum, sáu um hlut Íslands í rannsókninni. „Þetta er önnur rannsóknin í stærra rannsóknar- verkefni. Á nýliðnu ári birtum við niðurstöður um notkun sömu lyfja á meðgöngu en með lungnahá- þrýsting nýbura sem útkomu,“ segir Helga. „Rannsókninni verður haldið áfram með aðrar fæðingar- útkomur en sömu lyf. Næst skoð- um við líklega vansköpun.“ Gögnin sem þær öfluðu fyrir rannsóknina eru fyrst og fremst frá 2003 til 2007 að sögn Helgu. „Allar fæðingar á Íslandi frá 2003 til 2007 eru inni í þessari rann- sókn, fyrir utan fjölburafæðingar. Að öllu jöfnu fæðast um 4.000 til 4.500 börn á Íslandi ár hvert en í þessari grein horfum við á Norð- urlönd sem eina heild, en ekki SSRI-notkun og fæðingarútkomu í hverju landi fyrir sig,“ segir Helga og kveður rann- sóknina ein- staka. „Í fyrsta lagi er þetta gert á mjög stórum hópi kvenna, 1,6 milljónir fæð- inga. Það er í raun og veru hvergi annars staðar í heiminum hægt að framkvæma svona rann- sókn, þar sem við náum yfir þung- lyndislyfjanotkun allra ófrískra kvenna á Norðulöndum. Af því að andvana fæðingar og ungbarnadauði eru svo sjaldgæfar útkomur er ekki annað hægt en að skoða þetta í svona stórum hópi. Niðurstaðan er að það er ekkert afgerandi samband milli þess að hafa notað þunglyndislyf á með- göngu og að afkvæmi deyi í móð- urkviði, við fæðingu eða á fyrsta ári eftir fæðingu.“ Einstök rannsókn á heimsvísu ÍSLENSKI ÞÁTTURINN Helga Zoëga „Mér finnst það langmerkilegast af öllu saman að þessar gömlu hús- mæður skyldu hafa komist yfir það að þjóna öllu þessu fólki og lítið gert með það,“ sagði Auðbjörg Halldís Hrafnkelsdóttir, ein 16 barna hjónanna Hrafnkels Aðalsteins Elí- assonar og Láru Stefánsdóttur frá bænum Hallgeirsstöðum í Jökuls- árhlíð. Systkinin eru 15 eftirlifandi og er samanlagður aldur þeirra 981 ár. Þau eru fædd á árunum 1936 til 1959 og þrjú þeirra voru alin upp hjá kjörforeldrum. Eftir umfjöllun Morgunblaðsins um systkinin frá Kjóastöðum, 31. desember 2012, fékk blaðið ábend- ingar um tvo hópa sem væru sam- anlagt eldri í árum. Hinn hópurinn er uppalinn í Vestmannaeyjum. Auðbjörg segir alltaf hafa verið nóg að bíta og brenna og að á heim- ilinu hafi verið gestkvæmt. Hún segir þau hafa verið alin upp við að sýna hvert öðru tillitssemi. „Móðir mín var mikill sáttasemjari,“ sagði Auðbjörg. Hrafnkell og Lára brugðu búi árið 1980 eftir 45 ára búskap á Hallgeirs- stöðum og fluttu til Egilsstaða. Hann lést 1989 en hún 2009, 91 árs. Afkom- endur þeirra eru 142 í dag. Gyða Vigfúsdóttir er ein systk- inanna. Hún ólst upp hjá kjörfor- eldrum í sömu sveit en segir þau systkini ætíð hafa vitað hvert af öðru og haldin séu ættarmót reglulega. „Þær voru ofboðslega miklar vinkon- ur og enduðu á sömu stofu á elliheim- ilinu,“ sagði Gyða um mæður sínar. „Það var alltaf mjög mikill sam- gangur á milli,“ segir Gyða sem var í fóstri hjá frændfólki sínu. Eldri systkinahópur úr Eyjum Systkinin úr Eyjum voru 16 í allt, en tvö eru látin. Hin 14 telja sam- anlagt 992 ár í dag. Þau eru börn hjónanna Gíslnýjar Jóhannsdóttur og Þorsteins Ólafssonar sem voru bændur í Landeyjum en bjuggu svo í Eystri-Vesturhús í Vestmannaeyjum þar sem systkinin ólust öll saman upp. Þorsteinn lést 1967 og Gíslný 1993. Systkinin eru fædd á árunum 1930 til 1953 og geta náð samtals 1.000 ára aldri í maí í ár. Svanur Þorsteinsson segir að oft hafi verið þröngt á heimilinu og eina vertíðina í Eyjum hafi með vertíð- arfólki verið 23 í heimili, en húsið sem þau bjuggu í þá var um 60-80 fermetrar að grunnfleti. Afkom- endur Þorsteins og Gíslnýjar eru 136 talsins. ipg@mbl.is Ljósmynd/Benedikt Hrafnkelsson Hallgeirsstaðahópur Aftari röð f.v.: Benedikt, Orri, Auðun, Dvalinn, Helgi, Ómar, Þórarinn, Sigþór, Elís og Haraldur. Fremri röð f.v.: Ásta, Hulda, Stefanía, Lára, móðir þeirra, Gyða, Alda og Auðbjörg Halldís. Fleiri systkinahópar að nálgast 1.000 árin  Úr Jökulsárhlíð og Vestmannaeyjum Eystri-Vesturhúsahópur Aftast f.v.: Sigurvin, Reynir, Smári, Tryggvi, Trausti, Svanur og Birgir. Miðja f.v.: Halla, Guðrún, Ólafía, Vilborg, Sól- veig, Lilja og Jónína. Fremst f.v.: Sigurbjörg, móðirin Gíslný og Jóhanna. Togararnir streymdu á miðin í gær eftir hátíðirnar. Loðnuskipin voru einnig að tygja sig til veiða og leggja sum af stað í loðnuleit í dag. Ingimundur Ingimundarson, rekstrarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, sagði að uppsjáv- arskipin Faxi RE og Ingunn AK væru á Vopnafirði, en Lundey NS á Akranesi. Hann sagði að Faxi RE og Ingunn AK byrjuðu á að leita loðnu ásamt fleiri loðnuskipum frá öðrum útgerðum. Líklega taka sex loðnuskip þátt í loðnuleitinni. Hlutverk fiskiskipanna er e.t.v. fyrst og fremst að afmarka heppi- legan upphafspunkt fyrir loðnuleit rannsóknarskips Hafrann- sóknastofnunarinnar, að sögn Ingi- mundar. Hann taldi að HB Grandaskipin sem færu frá Vopnafirði mundu hefja leitina austur af landinu og leita norður með Austfjörðum. „Það er ágætis veðurútlit að minnsta kosti næstu tvo dagana,“ sagði Ingimundur í gærkvöldi. Togaraáhafnir HB Granda sem fóru til sjós í gær mættu ein af annarri á fundi í sjóminjasafninu Víkinni áður en haldið var út á miðin. Ingimundur sagði að á fund- unum hefði m.a. verið farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar starfsmanna til félagsins. Nið- urstöðurnar höfðu verið kynntar öllum öðrum starfsmönnum HB Granda og þótti hentugt að hafa kynningar fyrir togarasjómennina að loknu jólaleyfinu. gudni@mbl.is Fiskiskipin streymdu á miðin í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Á sjó Togarinn Ásbjörn RE var einn þeirra sem fóru til sjós í gær eftir landlegu um hátíðarnar.  Loðnuskip HB Granda hefja loðnuleit í dag  Nokkur loðnuskip leita að loðnu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.