Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 9

Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 9
FRÉTTIR 9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Innlent Skúli Hansen skulih@mbl.is Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur ákveðið að láta af þingmennsku og mun hún því ekki taka sæti á Alþingi þegar það kemur aftur saman 14. janúar næstkom- andi. Hún hefur verið formaður umhverfis- og samgöngunefnd- ar Alþingis frá því haustið 2011 en áður var hún formaður þing- flokks Vinstri grænna og for- maður félags- og tryggingamála- nefndar Alþingis. Þá hefur hún einnig setið í utanríkismálanefnd og allsherjar- og menntamála- nefnd þingsins. Bæjarfulltrúi sest á þing Í stað Guðfríðar Lilju kemur Ólafur Þór Gunnarsson, varaþing- maður Vinstri grænna og bæjar- fulltrúi fyrir V-lista í bæjarstjórn Kópavogs. Jafnframt mun Ólafur Þór skipa annað sæti framboðs- lista Vinstri grænna í Kraganum í vor en hann beið lægri hlut gegn Ögmundi Jónassyni í baráttunni um fyrsta sætið í forvali flokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fór 24. nóvember síðastliðinn. Í fréttatilkynningu sem Guðfríð- ur Lilja sendir frá sér á gaml- ársdag kemur fram að hún hafi sagt formlega af sér þingmennsku um hádegisbilið þann dag með bréfi til forseta Alþingis. Þá segir einnig í tilkynningunni að um leið og hún sagði af sér þingmennsku hafi Guðfríður Lilja óskað þing- heimi heilla á nýju ári. Rétt er að nefna að Guðfríður Lilja hafði áður lýst því yfir að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri í alþing- iskosningunum vor, þá gaf hún ekki kost á sér í forvölum Vinstri grænna vegna kosninganna. Guðfríður Lilja læt- ur af þingmennsku  Ólafur Þór sest á þing í hennar stað Hætt Guðfríður Lilja sagði af sér þingmennsku á gamlársdag. Ólafur Þór Gunnarsson VG nýtur 9,1% fylgis samkvæmt nýj- um Þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi frá því í september 2003 samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins í gærkvöldi og hafði tapað tveimur prósentustigum frá fyrra mánuði. Hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, mældist með 19,1% fylgi og hafði fylgi flokksins minnk- að um þrjú prósentustig frá fyrra mánuði. Björt framtíð mældist með 12,3% fylgi og heldur samkvæmt því áfram að auka fylgi sitt en fyrir mánuði mældist framboðið með 8% fylgi. Lítil breyting hafði orðið á fylgi annarra flokka frá fyrra mánuði, samkvæmt könnuninni. Sjálfstæð- isflokkurinn var með 36,3% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 13,1% fylgi. Dögun mældist hins vegar með 3% fylgi, Hægri grænir voru með 2,6%, Píratar með 2,5% og Sam- staða með 1,3% fylgi. Um 13% svarenda í könnuninni tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp. Um 10% ætluðu að skila auðu eða ekki að kjósa ef kosið væri nú til Alþingis. Ríkisstjórnarflokk- arnir tapa fylgi Laugavegi 82,á horni Barónsstígs, sími 551 4473 - www.lifstykkjabudin.is Vinsæli íþróttahaldarinn frá Abecita er á 20% afslætti út þessa viku Póstsendum út á land Þúsundir fjölskyldna þurfa mataraðstoð fyrir jólin. Vörumóttaka alla virka daga kl. 9-17 að Eskihlíð 2-4, 105 Reykjavík. Söfnunarreikningur 101 - 26 - 66090 Kt. 660903-2590 Fjölskylduhjálp Íslands Getur þú hjálpað fjölskyldum í neyð á Íslandi? Útsalan er hafin v/Laugalæk • sími 553 3755 Jakkaföt Stakir jakkar Stakar buxur Kakí- og flauelsbuxur Frakkar Vetrarúlpur 30% afsláttur ÚTSALAN ER HAFIN 50% afsláttur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.