Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fólk trúir mér ekki þegarég segi að ég sé ekki aðeltast við konu á Íslandi,það skilur ekki hvers vegna ég fer í öllum mínum fríum hingað til þessarar köldu eyju lengst í norðri,“ segir Roland A. Mores, kennari frá Sviss, sem er svo heillaður af Íslandi að hann hefur komið hingað ellefu sinnum und- anfarin fjögur ár. „Helst af öllu vil ég vera á Ströndum, þar líður mér vel og þar hef ég eignast góða vini. Ég ætlaði að verja áramótunum í Djúpavík í Reykjarfirði en því mið- ur var alveg ófært. Allt fór þetta þó vel því hún Eva Sigurbjörnsdóttir, vinkona mín og hótelstjóri í Djúpa- vík, kom suður til Reykjavíkur um áramótin til að taka við Fálkaorðu, og hún bauð mér til áramótaveislu með sínu fólki, sem var mjög gam- an.“ Trúði vart því sem hann sá Roland segir það hafa verið al- gera tilviljun að hann kom til Ís- lands fyrsta sinni fyrir fjórum árum. „Ég fór á ferðaskrifstofu til að kaupa mér farseðil til New York, sem er ein af mínum uppáhalds- borgum, en þá vildi svo til að upp- selt var í flugið. Ég spurði hvort flug væri til Skotlands, Írlands eða jafnvel Íslands, því þangað hefði mig lengi langað og ástæðan var tónlistarkonan Björk. Laust var í flug til Íslands og ég keypti ferð sem innihélt tíu daga hringferð á bíl um landið. Þetta var að sumarlagi og ég varð algerlega heillaður. Ég var alltaf að stoppa til að fara út úr Meira en lítið ást- fanginn af Íslandi Hann hefur komið ellefu sinnum til Íslands frá því hann kom hingað fyrst fyrir aðeins fjórum árum. Helst vill hann vera norður á Ströndum í fámenninu. Hann segir erfitt að koma í orð hvað það er sem heillar, en myndirnar hans tjá það og þær ætlar hann að sýna í sumar í síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Morgunblaðið/Ómar Vinir Roland með vinkonu sinni Elínu Öglu Briem sem var skólastjóri Finnbogastaðaskóla þegar hann kom þangað fyrst í heimsókn. Kyrrð Þessa mynd tók Roland að ferð sinni við Mývatn. Það er enginn sem segir að nóg sé komið af bakstri þó helsta bakst- urshátíðin sé nú að baki. Eftir mikil veisluhöld og kræsingar er fínt að baka nú eitthvað dálítið öðruvísi en fyrir jólin og kannski ekki alveg jafn sykrað. Trappa sig þannig smám saman niður. Góðar múffur eru alltaf góðar nýbakaðar á helgarmorgnum þegar hægt er að taka því rólega með te- eða kaffibolla. Appelsínu- og gul- rótarmúffur eru t.d. tilvaldar sem slíkur bakstur og má finna uppskrift að slíku á uppskriftasíðu sem ber það skemmtilega heiti www.bak- ingobsession.com. Einnig má þar finna uppskrift að grófu focaccia brauði með ólífumauki. Skemmtileg vefsíða fyrir bakarastubba á öllum aldri sem vantar nýjar og spennandi hugmyndir fyrir bökunarástríðuna. Vefsíðan www.bakingobsession.com Múffa Gott er að breyta til og prófa nýjungar í múffubakstrinum við og við. Bökunarástríðan í hámarki Yfir jól og áramót er nóg að gera hjá flestum og samverustundir með vin- um og ættingjum mikilvægastar. Nú þegar heldur er farið að róast er til- valið að skella sér í bíó. Af nógu er að taka þessa dagana í bíóhúsunum og fínt að trappa sig dálítið niður eftir veisluhöldin. Enda langar mann oft að gera eitthvað skemmtilegt og af- slappað á þessum fyrstu dögum árs- ins. Hvort heldur sem þig langar til að sjá listræna, franska ræmu eða Hollywood-stórmynd ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi í bíóhús- unum. Popp og kók og bíó er heilög þrenning sem klikkar ekki. Endilega… …kíkið í bíóhúsin AFP Stórmynd Hobbitinn er vinsæll. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Eva hótelstýra í Djúpavík hefur lengi suðað í Roland um að hann setji upp ljósmyndasýningu í gömlu síldarverksmiðjunni þar. Nú hefur hann loks sagt já og vinnur hann að sýningunni sem verður í sumar. Sýning í síldarverksmiðju LJÓSMYNDIR ROLANDS Í DJÚPAVÍK Í SUMAR Gjögur Roland tók þessa mynd af litla þorpinu norður á Ströndum. • Góðir tekjumöguleikar • Þekkt vörumerki • Sveigjanlegur vinnutími Allar nánari upplýsingar á www.avon.is 577 2150 Við leitum af sölufulltrúum um land allt maog í sí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.