Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.2013, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Roland A. Mores Vestfirðir Roland er heillaður af birtunni, litunum, fólkinu og náttúrunni á Íslandi. bílnum, ég gat næstum ekki trúað því sem ég sá. Ég komst ekki á Vestfirðina í þessari fyrstu ferð en ég var staðráðinn í að fara þangað í þeirri næstu, sem ég og gerði, sex vikum síðar. Þá keyrði ég beint til Hótel Djúpavíkur, sem ég hafði les- ið um í erlendum blöðum, og þar dvaldi ég í góðu yfirlæti hjá stað- arhöldurum, Evu og Ása. Ég ferð- aðist um Vestfirði og varð ástfang- inn af þessu landi.“ Vill vinna með höndunum Roland segir að hann hafi æv- inlega viljað fara til Parísar og ann- arra stórborga til að týnast í mann- mergð, og því hafi það komið honum á óvart hversu fámennið á Strönd- um og nálægðin við fólkið höfðaði til hans. „Ég hef ekki farið til Parísar, New York eða annarra uppáhalds- borga síðan ég kynntist Íslandi. Ef ég heillast af stað, þá er ekki nóg fyrir mig að koma þangað einu sinni, ég verð að koma oft og kynn- ast honum betur,“ segir Roland og bætir við að hann hafi heimsótt Finnbogastaðaskóla þar sem Elín Agla Briem var þá skólastjóri og nemendur voru aðeins þrír. „Mér sem kennara fannst þetta afar áhugavert, í skólanum þar sem ég kenni eru 250 nemendur. Mér fannst til dæmis ógleymanlegt hvað börnin voru spennt að fá banana og epli í ávaxtastundinni. Á Ströndum geta börn ekki hlaupið út í sjoppu og fengið hvað sem er, þau eru sem betur fer laus við áreiti neyslubrjál- æðisins sem sífellt versnar í hinum vestræna heimi. Sjálfur er ég heill- aður af því að fólk viti hvað það borðar, að maturinn komi beint frá býli án viðbættra efna,“ segir Rol- and sem fer á hverju hausti til Ítalíu og hjálpar þar vinafjölskyldu sinni við uppskeruna. „Þau eru með 200 ólífutré og í nóvember ár hvert þarf að handtína ólívur af öllum trjánum og einnig þarf að tína berin af vín- viðnum. Þau nota engar vélar og við hjálpumst öll að og þetta er afar gefandi tími. Það á vel við mig að vinna með höndunum. Ég reyndi líka að gera gagn á Djúpavík þegar ég var þar, skipti um glugga þar sem þess þurfti og annað slíkt.“ Lærði ljósmyndun Roland segir ekki auðvelt að koma því í orð hvað það sé sem heilli hann við Ísland. „Vissulega er hér mikil náttúrufegurð, en það er líka eitthvað annað og meira, til dæmis fólkið. Ég kann afar vel við Íslendinga, þeir eru einlægir og hlý- ir. Nú finnst mér ég vera orðinn hálfgerður Íslendingur og gaf ég mér því til gamans íslenska nafnið Róland Ásgrímur Móresson. Birtan og litirnir á Íslandi eru líka afar heillandi fyrir ljósmyndara,“ segir Roland sem er áhugaljósmyndari og hefur tekið ótal myndir hér á landi. „Ég ætlaði reyndar að verða ljós- myndari á mínum yngri árum og lærði það í eitt ár. En svo kynntist ég konu og við eignuðumst dreng og til að sjá fyrir okkur var kenn- arastarfið heppilegra. Sonur minn er orðinn 37 ára og ég eignaðist mitt fyrsta barnabarn núna þann frá- bæra dag 12.12. 12. Ég tek myndir fyrst og fremst fyrir sjálfan mig, ég vil fanga birtuna og stemninguna. Ég er heillaður af Íslandi á sama hátt og ég heillaðist eitt sinn af yf- irgefinni stórri byggingu á Ítalíu sem heitir Hotel Angst. Ég fór þangað sjö sinnum, til að kynnast því betur, reyna að finna eitthvað út um sögu þess og taka myndir. Feg- urðin í yfirgefnum byggingum í nið- urníðslu getur verið afar hrífandi. Ég get ekki tjáð þessa fegurð í orð- um, en ég reyni það með myndunum mínum,“ segir Roland sem mun halda ljósmyndasýningu í Síldaver- verksmiðjunni í Djúpavík í sumar. Flickr-myndasíða Rolands: a.more.sDjúpavík Friður var yfir þvottinum sem Roland rakst á við kletta. Finnbogastaðaskóli Þórey og Ásta. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.