Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t æ k n i . i s
Njóttu þess að heyra betur
með ósýnilegu heyrnartæki!
Intigai eru fyrstu ósýnilegu heyrnartækin frá Oticon. Intigai eru sérsmíðuð og liggja svo djúpt
í eyrnagöngunum að enginn mun sjá þau eða átta sig á því að þú sért með heyrnartæki.
Intigai eru fullkomlega sjálfvirk og aðlaga sig að því hljóðumhverfi sem þú ert í hverju sinni.
Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880
og fáðu heyrnartæki til prufu í vikutímaStærð á Intigai í samanburði
við kaffibaunir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það var ansi lítið sofið, bara vakað
yfir þessu. Ég náði að halla mér tvo
tíma annan sólarhringinn og þá var
hinn maðurinn hérna og svo öfugt,“
segir Sigurður Þ. Gunnarsson sem
með félaga sínum hélt dísilvélunum
á Þingeyri gangandi fyrir og um
áramótin þegar grípa þurfti til va-
rafls víða á Vestfjörðum.
Orkubú Vestfjarða er með tvær
dísilvélar á Þingeyri. Samband við
virkjanir og raforkukerfi landsins
rofnaði í óveðrinu sem gekk yfir
landið. Sigurður þurfi að ræsa fyrri
vélina klukkan rúmlega hálf átta á
laugardagsmorgni og vélarnar tvær
voru til klukkan tíu á gamlárskvöld.
„Við reyndum að halda þessu í botn-
keyrslu svo að sem flestir fengju
rafmagn. Það er þó ekki alltaf hægt
því þá fer allt á yfirhitun og slær út.
Við héldum annarri vélinni þó í 700
kílóvöttum mestallan tímann, keyrð-
um hana sólarhringinn út, greyið,“
segir Sigurður.
Til þess að skammta rafmagn
þurftu Sigurður og samstarfsmaður
hans að hlaupa reglulega út í
spennistöðvar til að taka út lág-
spennurofa fyrir hluta af götum og
fara svo aftur eftir tvo tíma til að
setja þær inn aftur og taka aðrar
götur út á móti.
Margir nota rafmagn til kynd-
ingar á Þingeyri og því mikilvægt
að taka rafmagnið ekki af lengi í
einu. Þá segir hann að ekki hafi ver-
ið miklir kuldar og það hafi hjálpað
mikið til.
Sigurður telur að keyrsla dísil-
rafstöðvanna á Þingeyri hafi gengið
nokkuð vel, miðað við aðstæður. Um
tíma, þegar best gekk, sáu dísilvél-
arnar á Þingeyri öllu þorpinu fyrir
rafmagni auk sveitanna í Dýrafirði
og Önundarfirði og Hrafnseyri og
fleiri bæjum í Arnarfirði. „Maður er
farinn að læra þetta, eftir tæp fjöru-
tíu ár,“ segir Sigurður.
Sigmundur Þórðarson húsasmíða-
meistari segir að Þingeyringar hafi
átt góð áramót. „Veðrið var ekkert
verra en oft í gamla daga. Norð-
austanáttarinnar gætir ekki eins
mikið hér og í hinum bæjunum,“
segir Sigmundur og tekur fram að
lífið hafi gengið sinn vanagang.
Jólaball hafi verið haldið á milli jóla
og nýárs og brenna á gamlárskvöld.
Sundlaugin lokuð
Hann segir að starfsmenn Orku-
búsins hafi staðið vaktina vel svo
jólaljósin hafi lýst upp þorpið og
verktakar sem annast snjóruðning
hafi sömuleiðis séð til þess að allar
götur voru hreinsaðar. Aðeins hafi
verið ófærð einn dag. Ekki hafi ver-
ið vit í að aka um vegna þess hversu
mikið snjóaði.
„Það eina sem vantaði var að
komast í sund en ekki var um það
að ræða því sundlaugin er hituð með
varaafli,“ segir Sigmundur.
Dísilvélarnar keyrðar í botni
Þeir sem sjá um dísilstöðvarnar fara í spennistöðvar á tveggja tíma fresti til að skammta rafmagn
Maður er farinn að læra þetta eftir tæp fjörutíu ár, segir Sigurður Þ. Gunnarsson á Þingeyri
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Snjór Óveður með snjókomu setti líf margra Vestfirðinga úr skorðum.
„Fólk sem er fætt og uppalið á þess-
um stöðum, eða hefur búið hér lengi,
þekkir mikla snjóavetur. Við erum
róleg yfir þessu. Það þýðir ekki að
kvarta og kveina, við ráðum ekki við
veðrið. Allt hefst þetta að lokum,“
segir Kolbrún Benediktsdóttir,
þjónustufulltrúi hjá upplýsingaþjón-
ustu Vegagerðarinnar, 1777, á Ísa-
firði.
Mikið hefur verið að gera hjá
starfsfólki upplýsingaþjónustunnar
frá því fyrir áramót, vegna óveðurs
og ófærðar, sérstaklega á Vest-
fjörðum og Norðurlandi. Kolbrún
segir að aðalverkefnið hafi verið að
svara í upplýsingasímann, 1777, og
veita vegfarendum upplýsingar.
Einnig að koma sem réttustum upp-
lýsingum um færð og veður á vegum
landsins til fjölmiðla.
Í gær var búið að opna flesta vegi
á Norðurlandi og á milli helstu þétt-
býlisstaða á Vestfjörðum og unnið
við að moka aðalleiðir sem tengja
Vestfirði við þjóðvegakerfið. Mikið
verk er að moka veginn um Ísafjarð-
ardjúp en Kolbrún taldi að hann
myndi opnast fyrir kvöldið. Verra
útlit var með Vestfjarðaveg um
Barðastrandarsýslur. Þar bilaði
moksturstæki og dró það úr fram-
gangi verksins. Baldur sigldi í gær
tvær ferðir á milli Brjánslækjar og
Stykkishólms.
Vegna snjóflóða á Hvilftarhlíð var
Flateyri án vegarsambands frá
föstudagskvöldi og fram á nýársdag.
Björn R. Gunnarsson, formaður
björgunarsveitarinnar Sæbjargar,
segir að í nógu hafi verið að snúast
hjá sveitarmönnunum við að aðstoða
fólk. Snjó hafi verið mokað af þökum
húsa og frá dyrum.
Þeir sem þurftu að fara til Ísa-
fjarðar á gamlársdag fengu far með
fiskibáti sem sigldi frá Flateyri að
bryggjunni í Holti í Önundarfirði.
Raunar stóð björgunarsveitin fyrir
þremur ferðum því einnig var siglt
með sjúkling í veg fyrir sjúkrabíl
sem beið í Holti og með rafstöð.
Þá var mikil ófærð innanbæjar á
Flateyri en byrjað að moka á gaml-
ársdag. „Það fór bara vel um okkur
og ég var raunar mestallan tímann
úti að vinna í einhverjum málum,“
segir Björn. helgi@mbl.is
Þýðir ekki að kvarta
og kveina yfir veðri
Vegir opnaðir á Vestfjörðum
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar ákvað
undir kvöldmat í gær að rýma reit 9 á
Ísafirði og bæina Veðrará og Fremri
Breiðadal í Önundarfirði.
„Þetta er með langvinnari snjó-
flóðahrinum en þetta gerist alltaf á
nokkurra ára fresti. Veðrið gekk ekki
almennilega niður til að hægt væri að
aflétta rýmingunum. Við ákváðum að
bíða eftir að það hlýnaði áður en við
afléttum rýmingum af síðustu húsun-
um,“ segir Harpa Grímsdóttir, úti-
bússtjóri Snjóflóðaseturs Veðurstof-
unnar. Í gærmorgun var ákveðið að
aflétta hættustigi vegna snjóflóða á
nokkrum stöðum á Vestfjörðum.
Hættustigi var fyrst lýst yfir
fimmtudagsmorguninn 27. desember.
Í heildina þurftu um áttatíu manns að
yfirgefa heimili sín, langflestir á Pat-
reksfirði, eða um fimmtíu manns. Alls
þurfti að rýma tæplega þrjátíu hús.
Harpa segir ómögulegt að segja til
um hversu mörg snjóflóð hafi fallið
frá því hættustiginu var lýst yfir. Það
sé þó ljóst að tugir eða hundruð flóða
hafi fallið.
„Við eigum aldrei eftir að vita um
öll flóðin sem féllu. Mörg féllu utan
byggða og það eru lítil eða engin um-
merki eftir flóðin sem féllu snemma,“
segir hún. Ekki urðu miklar skemmd-
ir vegna snjóflóðanna. Að sögn Hörpu
skemmdust girðingar einhvers stað-
ar, dráttarvél valt og annað hreyfði
gám. Mörg fóru yfir vegi en það olli
yfirleitt ekki skemmdum á þeim.
Tjónið felist í því að vegirnir lokist og
það geti verið erfitt og seinvirkt að
moka í gegnum þykk flóð.
Harpa beindi því til þeirra sem
hyggja á ferðir á fjöll að fara að öllu
með gát. Snjórinn sé enn ekki orðinn
stöðugur og geta þeir sem eru þar á
ferð sett snjóflóð af stað.
Litlar skemmdir af
völdum snjóflóðanna
Morgunblaðið/Halldór Sveinbj.
Fönn Lýst var yfir hættustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum á fimmtudag
fyrir viku en þar snjóaði mikið auk þess sem ofviðri gerði um helgina.
Hús voru rýmd
á Ísafirði og í
Önundarfirði