Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 16
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Eigendur Striksins ætla að opna nýjan veitingastað í bænum ein- hvern tíma fyrir páska. Hann verð- ur til húsa við Strandgötuna þar sem skemmtistaðurinn 600 var til húsa og þar áður Vélsmiðjan og Pollurinn.    Stefnt er að því að þetta verði fjölskylduveitingastaður, eins og það er kallað; þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hann verður opinn alla sjö daga vikunnar.    Eigendur Striksins eru Sig- urður Jóhannsson, Heba Finns- dóttir og Róbert Häsler. Þau eiga einnig pitsustaðinn Bryggjuna og ekki er loku fyrir það skotið að hann flytjist úr miðbænum í Gránu- félagshúsin við Strandgötu, þar sem nýi staðurinn verður. Rétt er að taka fram að Strikið verður að sjálfsögðu rekið áfram í óbreyttri mynd.    Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Hamborgarafabrikkan opni brátt veitingahús á Akureyri en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Eigendurnir eru þó að hugsa mál- ið …    Mikið verður um dýrðir í KA- heimilinu laugardagskvöldið 12. jan-úar. Þá verður haldið upp á 85 ára afmæli Knattspyrnufélags Ak- ureyrar með veglegri veislu. Af- mælið er þriðjudaginn 8. jan. Vert er að geta þess að ræðumaður kvöldsins verður Logi Már Ein- arsson, arkitekt og dansari í þeirri merku hljómsveit Skriðjöklunum.    Aðstæður gerast varla betri í Hlíðarfjalli en skíðamönnum stóð til boða í gær; logn, frábært færi og hitastigið við frostmark. Opið var til klukkan 19 eins og alla virka daga. Töluverður fjöldi fólks var á skíðum eða brettum en pláss fyrir talsvert fleiri …    Þrettándagleði íþróttafélags- ins Þórs og Akureyrarstofu verður að þessu sinni á planinu við Hamar, félagsheimili Þórs. Samkoman hefst kl. 16 á sunnudaginn, 6. janúar.    Fastagestir verða á sínum stað; jólasveinar, álfakóngur og drottn- ing hans, tröll og púkar. Þá syngur Óskar Pétursson nokkur lög, sem og Heimir Bjarni Ingimarsson og Móeiður Guðmundsdóttir. Ókeypis er inn á gleðina en heitt kakó, kaffi og vöfflur með rjóma verða seldar í Hamri.    Tvennir söngtónleikar verða í Hofi um næstu helgi. Á laugardags- kvöldið nýárstónleikar Garðars Thórs Cortes og Vínartónleikar kvennakórsins Emblu á sunnudag.    Gestir Garðars verða faðir hans og nafni, Valgerður Guðnadóttir og söngflokkurinn Norrington.    Vínartónleikar Emblu verða í Hömrum í Hofi, á sunnudaginn kl. 17.00. Einsöngvarar eru óperettu- söngvararnir Alda Ingibergsdóttir og Haukur Steinbergsson. Stjórn- andi kórsins er Roar Kvam. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dásemd Aðstæður voru góðar í Hlíðarfjalli í gær, frábært færi og blíðviðri. Myndin er tekin við Strýtu undir kvöld. Nýr veitingastaður og gamla, góða fjallið 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Sérsmíðaðar innréttingar Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar sérsmíði á innréttingum. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. „Við bíðum eftir því að fá nið- urstöðu frá dómkvöddum mats- manni varðandi það sem kemur fram í krufningarskýrslunni,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, spurður út í stöðu rannsóknar lögreglunnar á Selfossi á andláti karlmanns í fangaklefa í fangelsinu á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári. Að sögn Ólafs Helga barst lög- reglunni krufningarskýrslan rétt fyrir jól en hann vildi þó ekki tjá sig um efni hennar þegar blaðamaður hafði samband við hann í gær. Að- spurður segir Ólafur Helgi að málið sé ennþá rannsakað sem grunur um manndráp. Þann 17. maí síðastliðinn fannst Sigurður Hólm Sigurðarson látinn í fangaklefa í fangelsinu á Litla- Hrauni en hann hafði þá verið inn- an múra fangelsisins í einn sólar- hring. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar bentu til þess að Sig- urður, sem var 49 ára gamall, hefði látist vegna innvortis blæðinga. Tveir refsifangar eru grunaðir um að hafa veitt manninum áverka sem leiddu hann til dauða. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Litla-Hraun Þann 17. maí sl. fannst fangi látinn í fangaklefa á Litla-Hrauni. Bíða skýrslu dóm- kvadds matsmanns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.