Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.01.2013, Qupperneq 22
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Yfirmenn nokkurra minni fjármála- fyrirtækja sem Morgunblaðið ræddi við kvarta yfir því að stóru viðskipta- bankarnir þrír noti ítök sín yfir skuldsettum fyrirtækjum til að tryggja fyrirtækjaráðgjöfum sínum verkefni. Þóknanir af fyrirtækjaráð- gjöf geta verið háar. Málið er til rann- sóknar hjá Samkeppniseftirlitinu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í sam- tali við Morgunblaðið að hann vonist til þess að lokið verði við skýrslu seinni partinn í janúar um það hvort ítök viðskiptabankanna í skuldsett- um fyrirtækjum hafi leitt til skekktr- ar samkeppnisstöðu í fyrirtækjaráð- gjöf. Finnst þetta ósanngjarnt Starfsmenn fjármálafyrirtækja segja í samtali við Morgunblaðið að yfirskuldsett fyrirtæki þurfi á endur- skipulagningu lána að halda. En til að fá lánin endurskipulögð, semji við- skiptabankinn, þ.e. aðalánveitandinn, um að hann muni sinna ýmsum ráð- gjafarverkefnum fyrir fyrirtækið, t.d. skuldabréfaútboð, selja fyrirtæk- ið, einingar þess eða annast skrán- ingu á hlutabréfamarkað. Bankarnir séu þarna með óeðlilega stöðu gagn- vart sínum viðskiptavinum, sem eigi ekki margra kosta völ. Viðmælandi blaðsins segir að það hljóti að vera hagsmunir hluthafa þessara fyrir- tækja, sem verið sé að endurskipu- leggja, að fá að bjóða út þessi dýru ráðgjafarverkefni, þ.e. að viðskipta- bankarnir séu ekki einir um hituna. Annar viðmælandi nefnir að Landsbankinn hafi nýtt sér sinn stóra efnahagsreikning og sölutryggt skuldabréfaútgáfu Hörpu og sölu á hlutabréfum TM fyrir Stoðir (áður FL Group). Stóru viðskiptabankarn- ir séu þeir einu sem geti sölutryggt slík verkefni. Stóru bankarnir þrír séu auk þess markaðsráðandi á við- skiptabankamarkaði. Og geti því samhliða tilboðum fyrirtækjaráðgjöf lagt fram heildstæð tilboð í banka- þjónustu, þ.e. með lánafyrir- greiðslum og öðru slíku. Minni fjár- málafyrirtæki sinni ekki hefðbundinni viðskiptabankaþjón- ustu og geti því ekki keppt á þeim vettvangi. Það er þó ekkert nýtt að viðskipta- bankarnir bjóði upp á heildstæða pakka. Í uppsveiflunni, þegar mikið var um skuldsettar yfirtökur á fyr- irtækjum, var þetta gert í enn meira mæli en nú. Viðmælandi blaðsins seg- ir að það sem hafi breyst, sé að nú séu mun fleiri fyrirtæki sem bjóði upp á fyrirtækjaráðgjöf, en það hafi áður hafi það fyrst og fremst verið á hendi viðskiptabankanna. Minni keppinautar ósáttir við bankana  Samkeppniseftirlitið lýkur rannsókn í lok mánaðarins Baráttan um viðskiptin » Minni fyrirtækjum þykir bar- áttan við stóru bankana ósann- gjörn. Yfirskuldsett fyrirtæki semji við viðskiptabankann sinn um önnur ráðgjafarverk- efni. » Samkeppniseftirlitið stefnir á að birta skýrslu í lok janúar um hvort ítök viðskiptabank- anna í skuldsettum fyr- irtækjum hafi leitt til skekktrar samkeppnisstöðu í ráðgjöf. Morgunblaðið/Golli Háar fjárhæðir Fyrirtækjaráðgjöf getur verið dýr. Stjórnendur minni fjár- málafyrirtækja eru margir hverjir ósáttir við stóru bankana. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Tekjur spilavíta í Macau í Kína jukust um 19,6% sé horft til desember síð- astliðins og veltan borin saman við sama mánuð fyrir ári. Tekjurnar námu 3,5 milljörðum doll- ara sem er met. Það gerir um 448 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Milli ára jókst veltan í Macua um 13,5% í 38 milljarða dollara fyrir árið 2012. Macau er mekka spilavíta, það er eini staðurinn í Kína þar sem spilavíti eru lögleg og er starfsemin þar mun um- fangsmeiri en í Las Vegas í Bandaríkj- unum. Ekki eru til tölur yfir spilagleðina í Las Vegas fyrir desembermánuð, en sé horft til síðastliðins októbermánaðar námu tekjurnar þar 980 milljónum dollara en þær námu 3,45 milljörðum í Macau á sama tíma. Tekjur aukast í spilavítum Macau í Kína Menn að spila fjár- hættuspil í Macau. Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyr- ir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Þetta er í fyrsta skipti sem hann beitir inngripum á markaði síðan 6. mars í fyrra. Krón- an hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár. Þetta kom fram í frétt Stöðv- ar 2 í gær. Á dögunum milli jóla og nýárs voru lífleg viðskipti á milli- bankamarkaði, sem leiddu til þess að krónan veiktist um tæplega 3%á fimm viðskiptadögum á fyrrnefndu tímabili. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir við Stöð 2 að ákveðið hafi verið að eiga þessi við- skipti þar sem um skammtíma- aðstæður á markaði hafi verið að ræða. Hann segir krónuna vera und- ir þrýstingi vegna gjalddaga á lán- um fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki geti endurfjármagnað skuldir í erlendri mynt og þurfi því að greiða upp háa gjalddaga. Sú staða muni vara eitthvað áfram, en erfitt sé að segja til um hvort krónan muni styrkja eða veikjast á næstunni. Morgunblaðið/Kristinn Krónan lækkaði Seðlabankastjóri greip til sinna ráða við gengisfall. Seðlabank- inn greip inn í viðskipti  Gerðist síðast í mars í fyrra                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-.,- ,/-.01 +,1./2 ,,.233 ,4.//0 +1.-+ +41.0 +.05+4 +12.1, +53.24 +,-.2- ,/-.11 +,1.04 ,,.520 ,4./-, +1.-53 +41.-1 +.0525 +15.2 +51 ,4+.5545 +,-.3- ,/3.01 +,1.3+ ,,.-, ,4.+0 +1.3,5 +0/.+3 +.0511 +1-./3 +51.0- Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldin hjá Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 14., 15. og 16. janúar 2013. Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Neytendastofu, www.neytendastofa.is, undir hlekknum „Skráning á námskeið “ (ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræði- svið. Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslensku- kunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á íslensku - það gildir einnig um skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim. Löggildingar vigtarmanna gilda í 10 ár frá útgáfu skírteina. Allar nánari upplýsingar, svo og aðstoð við skráningu þátttakenda, eru á heimasíðu Neytendastofu og í síma 510 1100. Borgartúni 21 · 105 Reykjavik · Sími 510 1100 · Bréfasími 510 1101 postur@neytendastofa.is · www.neytendastofa.is VIGTARMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.