Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 28

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 28
Fyrir 25 árum lét Vegagerðin vinna að frumathugunum á að- stæðum til jarðgangagerðar á Austurlandi. Fimm árum síðar var skip- uð nefnd sem átti að vinna að framgangi samgöngubóta í formi jarðganga í fjórðungnum og gera tillögur um leiðir til fjármögnunar. Fram kom í þess- um tillögum sem nefndin skilaði árið 1993 að í fyrsta áfanga skyldi grafa veggöng sem leystu vetr- areinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og í öðrum áfanga göng milli Vopnafjarðar og Hér- aðs. Hugmyndir um jarðgöng und- ir Hellisheiði voru lauslega skoð- aðar vegna umræðna um málið fyrir einum áratug. Án þess að athuganir hafi verið gerðar á svæðinu eru jarð- fræðilegar aðstæður ekki alls staðar taldar hagstæðar. Þarna koma 2 km löng veggöng í 400 m hæð aldrei til greina. Tenging Vopnafjarðar við Egilsstaði og Hérað yrði öruggari verði grafin 6,3 km löng jarðgöng úr Frökku- dal eða Böðvarsdal í 120 m hæð undir Hlíðarfjöll sem kæmu út í gegn ofan við Torfastaði í 70 m.y.s. Milli Vopnafjarðarkauptúns og Egilsstaða um Hellisheiði er leiðin 92 km löng. Líkurnar á því að þar sé hægt að byggja öruggan heilsársveg í 600 til 700 m hæð eru einn á móti milljón vegna ill- viðris og mikilla snjóþyngsla. Um göngin undir Hlíðarfjöll yrði leiðin 84 km. Ekki er útilokað að hægt sé að stytta þessa leið enn meir ef ráð- ist er strax í þær end- urbætur sem hefði átt að ákveða fyrir löngu. Fyrr fá heimamenn búsettir norðan Hellisheiðar aldrei örugga heilsársteng- ingu við Egilsstaði, Austur-Hérað, Fjarðabyggð, Fljóts- dalshérað og Jökuldal þegar nýja leiðin um Háreksstaðaháls verð- ur alltof illviðrasöm. Eftir að jarð- gangaáætlun Vega- gerðarinnar var kynnt sem eitt forgangsverkefni fyrir Vestfirði, Norður- og Austurland í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra hafa fyrrver- andi sveitarstjórnir Vopnafjarðar árangurslaust barist fyrir því að heimamenn á Norðausturhorninu fái öruggari tengingu við sveit- irnar sunnan Hlíðarfjalla og Hellisheiðar þegar þeir vilja stytta vegalengdina milli Vopnafjarðarkauptúns og Egils- staða um 40 til 50 km í stað þess að keyra 135 km um Háreks- staðaleið. Milli Þórshafnar og Vopnafjarðar eru vegirnir um Brekknaheiði og Sandvíkurheiði ekki öruggir fyrir blindbyl og mikilli snjódýpt. Engar hug- myndir eru til í langtímaáætlun um hvort til greina komi að grafa vegina á báðum heiðunum niður í jörð líkt og Norðmenn hafa gert á þeim svæðum þar sem jarð- fræðilegar aðstæður eru óhag- stæðar. Með því að grafa vegina á Sandvíkur- og Brekknaheiði niður í jörð áður en vegskálar eru steyptir yfir þá og fyllingarefnum síðan mokað ofan á klárast dæmið strax þegar stór hluti Norðaust- urhornsins fær öruggari heils- árstengingu við allt svæðið sunn- an Hlíðarfjalla ef gerð verða 6,3 km löng veggöng undir fjöllin vestan Hellisheiðar. Með upp- byggðum vegum yfir heiðarnar heldur það áfram og stoppar hvergi. Þetta hafa allt of margir landsbyggðarþingmenn aldrei kynnt sér. Á undanförnum árum hefur Vegagerðin skoðað mögu- leika á að byggja göng úr stáli, þ.e. yfirbyggingar á hefðbundna vegi. Þetta snýst um hvort tækni- legar lausnir geti verið fyrir hendi og hvort þær geti verið ódýrari en jarðgöng. Við fjallvegi hér á landi getur snjósöfnun verið afmörkuð við ákveðna staði. Það lengir þann tíma sem vegurinn er opinn og sparar vetrarþjónustu. Hér er um ræða yfirbyggingar til að verjast skafrenningi og snjósöfnun. Á snjóflóðasvæðum hafa slík mann- virki verið byggð í Noregi, þar er fyllt yfir rörin með jarðvegi áður en þau eru felld inn í landslagið. Í langtímaáætlun í vegagerð 1999- 2011 voru fjárveitingar til að byggja upp vegi á nokkrum þeirra staða sem verið hafa á fram- angreindum lista yfir jarðgöng til skoðunar. Hvergi í Jarðganga- áætlun Vegagerðarinnar sem út kom í janúar árið 2000 er fullyrt að veggöng sem fyrrverandi sveit- arstjórar Vopnafjarðar hafa barist fyrir komi aldrei til álita fyrr en eftir 30 ár í fyrsta lagi. Jarðgöng vestan Hellisheiðar eystri Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Á undanförnum ár- um hefur Vegagerð- in skoðað möguleika á að byggja göng úr stáli, þ.e. yfirbyggingar á hefðbundna vegi. Höfundur er farandverkamaður. 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Í fyrri grein (Mbl. 24. des.) skoraði ég á þig, Jóhanna, og Steingrím J. auk ann- arra, að afnema verð- tryggingu lána, með einfaldri lagabreyt- ingu. Hér er nánari rökstuðningur. Grundvallar- spurning Hvort er betra fyr- ir Ísland að breyta „kerfinu“, eða að fólk flýi kerfið með flutningi til landa með eðlilegt kerfi, þar sem lán lækkar við hverja greiðslu? Ýmsir punktar Tvö verðtryggingarmarkmiða al- þingis í upphafi hafa ekki náðst: 1. Verðtryggingarjöfnuður er ekki, verðtryggð innlán eru aðeins brot af verðtryggðum útlánum. Við fráfall verðtryggingar er því ástæðulaust að hætta verðtrygg- ingu innlána, snúum ójöfnuðinum við. Fyrstu örfáu árin voru laun verðtryggð. Fasteignir eru ekki verðtryggðar. Bara lánin. 2. Vextir verðtryggðra húsnæð- islána eru ekki lágir, eins og til stóð, heldur mun hærri en vextir danskra húsnæðislána, sem eru óverðtryggð eins og víðast er. Seðlabankastjóri og fleiri segja mögulega evruaðild lækka vexti á Íslandi, en ólíklegt að þeir verði jafnlágir og í evru-kjarnalöndum. Við losnum ekki við verðtrygg- ingu nema með evru, segja ESB- talsmenn. Þetta er tálbeita, jafnvel tækifærismennska til að afla ESB- aðild meðbyrs. Fjöldi óuppfylltra skilyrða og allt of mörg ár væru í evruna til að lifa af þá þrauta- göngu með sísvanga verðtrygg- ingu sem étur upp eignirnar. Verðtrygging fellur heldur ekki sjálfkrafa út við evruaðild, nema með lagabreytingu. Gerum það strax, Jóhanna! Verðtrygging er víða erlendis, er sagt. Þar er hún á lengri lánum ríkis og fagfjárfesta, ekki ein- staklinga. Hér er verðtrygging minnst hjá ríkinu, en ríkið heldur hinni flóknu verðtryggingu að ís- lenskum almenningi. Lífeyrissjóðir hvorki standa né falla með verðtryggingu, stór hluti tekna þeirra er af óverðtryggðum eignum. Þurfi verðtryggða fjárfesting- arkosti stendur næst ríkinu að skapa þá með sínum lántökum. En minnstur hluti ríkisskulda er verð- tryggður! Íbúðalánasjóður hefur loksins heimild til að lána óverðtryggt. Til þess þarf hann að geta fjármagnað sig óverðtryggt, hjá lífeyr- issjóðum. Fastir vextir, til 5-7 ára í senn eða út lánstímann. Sjóðurinn þarf líka, með eða án milligöngu ríkisins, að skipta nú- verandi verðtryggðri fjármögnun og lánum viðskiptavina í óverð- tryggð. Þannig styrkist lánasafn hans, því eignabruni heimila hætt- ir og greiðslugeta þeirra styrkist til framtíðar. Þessa þarf, fyrir báða aðila. Verðtryggt jafngreiðslulán er flókið og ógegnsætt. Lántaki veit ekki heildarkostnað, fjárhæð næstu greiðslu né þróun eft- irstöðva og er því ofurseldur út- reikningi lánveitanda á afborgun og eftirstöðvum. Lánið hækkar við hvern gjald- daga meiri hluta lánstímans. Slík samningsákvæði geta ekki sam- rýmst lagaákvæði um sanngirni í samningum, þetta er allt andstætt ákvæðum og anda laga um neyt- endavernd og lánin óhæf neytendum. Verðtryggingin er meingölluð og allt of umfangsmikil, sagði Steingrímur J. á opn- um fundi nýlega, og mögulegt er að af- nema, setja þak á eða tengja hana vísitölum neyslu og launa og láta lægri vísitöluna hverju sinni gilda. Nefndir Alþingis hafa fjallað um verð- tryggingu. Niðurstaða hefur ekki náðst og betur má ef duga skal. Þetta er afleiða, en þessi afleiða er lögleg, sagði ráðuneytismaður um verðtryggingu lána. Lögmæti verðtryggingar, út frá Evrópurétti var skoðað af Elviru Mendez Pinedo, doktor í Evrópu- rétti við HÍ. Elvira segir verð- trygginguna ekki standast þá skoðun. Hún gerði opinberum að- ilum grein fyrir niðurstöðunni og sendir bréf um málið til eftirlits- stofnunar EFTA. Verðtrygging fyrir dóm. Við lántöku á heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar að liggja fyrir, ekkert óvíst. Verð- tryggð lán uppfylla þetta ekki. Og sem afleiða er verðtryggt lán bara fyrir sérfræðing, ekki leikmann. Dóma virðist þurfa til alvöru- breytinga lána hér, því sum lög Alþingis og leiðbeinandi tilmæli Seðlabanka og Fjármálaeftirlits standast ekki stjórnarskrá. Vitleysa. Minni uppskera vegna skógarelda, olíubrask og fleira er- lent hækkar húsnæðislán á Sel- fossi. Grundvöllur og útreikningur verðbóta er sagður rangur og að verðtryggingin sjálf geti aukið verðbólgu. Ríkið hækkar oft skatta og álögur, sem 1) auka tekjur rík- isins beint, 2) hækka verðlag og vísitölu, sem 3) hækkar greiðslu- byrði og höfuðstól verðtryggðra lána, sem 4) ríkið sjálft á stundum sjálft, sem eigandi banka. Þetta getur ekki verið í anda eignarréttarákvæða stjórn- arskrár. Við afnám verðtryggingar verða sameiginlegir hagsmunir að halda verðbólgu niðri, mikilvæg breyt- ing. Í boði verða fjölbreytt óverð- tryggð lán með með „einföldum“ og sýnilegum vöxtum, virkari lánasamkeppni og þrýstingur á lægri vexti. Endurtekin áskorun Jóhanna Sigurðardóttir, ég ítreka áskorun um að banna verð- tryggingu lána einstaklinga og fyrirtækja. Og líka á alla að styðja þetta þjóðþrifamál. Nokkurra mánaða fyrirvari og markaðurinn útfærir nánar, með lagaramma og eftirlit í bakgrunni. Tryggið leiðir lántaka til að breyta núverandi lánum í óverð- tryggð. Og snúið um leið til baka meirihluta verðbótahækkunar lána. Gerum Ísland betra, saman. Afnám verðtrygg- ingar núna Jóhanna – Rökstuðningur Eftir Arinbjörn Sigurgeirsson » Jóhanna Sigurð- ardóttir, ég ítreka áskorun um að banna verðtryggingu lána einstaklinga og fyr- irtækja. Og líka á alla að styðja þetta þjóðþrifamál. Arinbjörn Sigurgeirsson Höfundur er frá Bjargi – andstæð- ingur verðtryggingar. Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.