Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 31

Morgunblaðið - 03.01.2013, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 ✝ Auðunn Blön-dal fæddist á Sauðárkróki í Skagafirði 24. nóv- ember 1936. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 21. desember 2012. Foreldrar hans voru Valgard Blön- dal, f. 2.7. 1902, d. 2.11. 1965, og Jó- hanna Árnadóttir Blöndal, f. 18.9. 1903, d. 29.6. 1988. Systkini hans voru: 1) Kristján Þórður Blöndal, f. 9.9. 1927, d. 22.9. 1956. 2) Árni Á. Blöndal, f. 31.5. 1929, kvæntur Maríu Kristínu S. Gísladóttur, f. 4.8. 1932. 3) Hildur Sólveig Blöndal, f. 27.8. 1932, d. 22.11. 1981, gift Stefáni Magnússyni, börn þeirra eru Valgarð Stef- dís Anja Gunnarsdóttir og Kar- ítas Eva Gunnarsdóttir. 2) Auð- unn Blöndal, f. 8.7. 1980. 3) Dagbjört Blöndal, f. 7.2. 1985. Valgarð Blöndal á tvö börn: 1) Ólu Sveinbjörgu Blöndal, f. 12.6. 1996, með fyrrverandi maka sín- um Regínu Ólafsdóttur, f. 10.4. 1963. 2) Val Blöndal, f. 14.9. 2004, með fyrrverandi eig- inkonu sinni Anong Suliman, f. 18.12. 1977. Auðunn giftist Guð- rúnu Jónu Sigurjónsdóttur, f. 16.10. 1936, leiðir þeirra skildu. Góð vinkona Auðuns sem reynd- ist honum afar vel er Valgerður Valdimarsdóttir, f. 29.8. 1932. Dóttir hennar Hjördís Hilm- arsdóttir, f. 17.1. 1963, reyndist Auðuni einnig mjög vel sem og dóttir Hjördísar, Íris Valsdóttir, f. 4.3. 1992, en Auðunn leit ávallt á Írisi sem eitt af barna- börnum sínum. Útför Auðuns fór fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 2. janúar 2013. ánsson, Magnús Þór Stefánsson, Þröstur Stefánsson og Jóhanna Stef- ánsdóttir. 4) Álfheiður Boucher- Laufer, f. 12.5. 1934. Auðunn kvæntist Ólu Sveinbjörgu Jónsdóttur, leiðir þeirra skildu. Sam- an eignuðust þau tvo syni: 1) Kristján Blöndal, f. 1.1. 1957, maki Hjördís Sig- urjónsdóttir, f. 26.4. 1957. 2) Valgarð Blöndal, f. 14.1. 1960. Kristján Blöndal á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Hafdísi Sveinsdóttur, f. 1.6. 1958: 1) María Blöndal, f. 20.5. 1976, gift Gunnari Árnasyni, f. 20.1. 1970. Börn þeirra eru Haf- Mikið er sárt að kveðja hann elsku afa minn. Ég held að honum sé best lýst með einmitt þessu orði „afi“. Hann reyndist mér svo ótrú- lega vel þegar ég var lítil stelpa, var eins og klettur sem ávallt var hægt að treysta á. Það var alltaf jafn gaman að vera hjá ömmu og afa, þar var ekkert sjónvarp, eng- inn sími, engin leikföng, bara við þrjú og jú ekki má gleyma hund- inum Krulla sem afi sagði alltaf að hefði verið einstakur hundur. Þar var alltaf nóg að gera, við sungum mikið en hann afi gat, að því er virtist, spilað á öll hljóðfæri. Hann sagði líka bestu sögurnar og það jafnaðist fátt á við að liggja hjá afa og hlusta á hann skálda sögurnar án fyrirhafnar. Fram- haldssagan um Línu entist í mörg ár og var uppáhalds sagan mín. Það voru smíðaðar kirkjur úr klemmum, biblían lesin og beðið til Guðs, rúntað um landið á „Rúbbanum“ og plattar seldir, sem var algjört ævintýri fyrir litla stúlku. Það var farið á Kotmót í Kirkjulækjarkoti sem ekki var minna ævintýri og farið á sam- komur og stundum tekið lagið fyr- ir söfnuðinn en þá sungum við og afi spilaði á gítar og samdi jafnvel lagið. Þegar afi og amma heimsóttu okkur fjölskylduna var farið út í fótbolta en það var mikið sport enda ekki margir krakkar sem gátu státað af því að eiga svona hressa afa og ömmu. Afi var líka lunkinn á skautum og ég man svo vel eftir því þegar hann fór fyrir mig í flikk flakk, það vakti ekki litla aðdáun. Já honum afa mínum var ýmislegt til lista lagt enda var ég sannfærð um það að hann gæti allt. Hann reyndist líka yndislegur langafi, enda með eindæmum barngóður og mikið munum við sakna þess að fá hann í heimsókn hingað til okkar. Það var sama hvað við buðum honum upp á, allt- af var það mesta veisla sem hann hafði komið í, já það þurfti ekki mikið til að gleðja hann afa minn. Veikindunum tók hann af ótrúlegu æðruleysi. Ég heyrði hann aldrei kvarta, hann sagði alltaf að honum liði vel og fyndi ekkert til en tók það jafnframt fram að hann væri tilbúinn að fara þegar þar að kæmi og hann óskaði þess að það yrði ekki sorgarstund heldur gleði þar sem góður Guð hefði lofað honum að ná þessum aldri með allgóða heilsu til þessa. Það er erfitt að verða við þeirri bón þar sem hans er sárt saknað en minningarnar um yndislegan afa og langafa lifa. Fallið lauf undir fótum mér. Minningin dauf er það sem óttast ég ég lýt höfði er ég hugsa þýtt um þig. Og líkt og fallið lauf færist kuldinn um mig. Minning þín stendur eftir hér. Er vindur hvín finnst ég heyr’í þér. Það er sárt að kveðja elsku hjartans vinur minn en með þungum harm ég kveð þig um sinn. Ég hugs’um þig og ég sé minningar sem elska ég og sama hvert ég mun fara veit ég að þú vakir yfir mér, þú vakir yfir mér. Fallið lauf er fokið burt það þögnina rauf þó svo smátt og þurrt en það mun skilja sporin eftir sig þegar fellur lauf, þegar fellur lauf, þegar fellur lauf sé ég þig. (Sverrir Bergmann.) Hvíldu í friði, elsku afi minn, ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti þér. Saknaðarkveðja, þín María (Maja). Hverfulleiki tilverunnar birtist í hinum ýmsu myndum og á stundu sem þessari, hugsum við um tilurð alls. Fyrir tæpum tveim- ur áratugum kynntumst við Auð- uni Blöndal. Hann kom inn í fjöl- skylduna okkar eins og boðberi hins góða af himnum ofan. Börnin okkar voru lítil þegar afi þeirra í Garðabæ dó langt um aldur fram. Amma Valla kynntist Auðuni fá- einum árum síðar og hann tók það hlutverk að sér að verða afi barnanna okkar. Söng sig inn í hjörtu þeirra með gleði og ljúfum tónum. Gítarinn aldrei fjarri og söngtextarnir oftast úr eigin smiðju. Samleiðin var einstök upplifun og gifturík. Hann kenndi okkur margt í trúnni sinni á Guð almátt- ugan og ekki síður í samskiptum okkar hvert við annað. Ljúf- mennskan allsráðandi og þakk- lætið í fyrirrúmi. Yngsta dóttir okkar tók ástfóstri við nýja afann sinn og býr enn að kærleiksríku uppeldi og samverustundum með honum. Kóngurinn ávallt reiðubú- inn til þess að spila á gítarinn sinn á meðan litla prinsessan söng og dansaði. Einnig skrifaði hann ófá- ar bækurnar sem gagn var að. Barna-biblían í miklu uppáhaldi og eiguleg. Fór blessunarlega inn á mörg heimili. Afrakstri hennar að hluta til varið til Barnaspítala Hringsins. Góður hugur ávallt í fararbroddi þegar Auðunn tók sig til við eitthvað. Við munum sakna breiða faðm- lagsins og hjartahlýjunnar sem fylgdi honum ávallt í heimsóknum til okkar og án nokkurs efa höfum við lært ýmislegt til eftirbreytni á vegferðinni okkar um landsins drauma og lindir. Minningin um góðmennsku og góðan vilja mun lifa með okkur um aldur og ævi. Valur Ketilsson og Hjördís Hilmarsdóttir. Það er eins og það hafi gerst í gær. Litla ljóshærða skottan og afinn. Eins og vanalega eitthvað að bralla eða ræða um guð og menn. Bestu vinir í öllum heim- inum. Alltaf saman en aldrei að- gerðarlaus. Það voru ófáar stund- irnar sem afi tók upp gítarinn. Þó er mér eftirminnilegast þegar við stóðum úti á túni hjá ömmu og sungum fyrir allt fólkið í blokk- inni. Hann var sko alveg með það á hreinu að sú litla yrði stjarna. Allt tekið upp á kassettu með við- eigandi stjörnustælum og hurða- skellum hjá stjörnunni. Söng svo lögin sín á kvöldin þar til orka þeirrar litlu var á þrotum. Til- hlökkunin fyrir morgundeginum samt aðeins farin að kitla. Viss um að morgninum yrði eytt með afa uppi á skrifstofu. Afi upp með lyft- unni og litlan hljóp upp stigann. Svo lyftuhrædd. En það var allt í lagi. Gerðum það að morgun- keppni. Svo tók vinnan við. Afi að búa til bækur og litlan tók á móti blöðunum í prentaranum. Létum eins og við ynnum á alvöru skrif- stofu. Samstarfsfélagar með meiru. En svo varð líka að taka pásur á milli til að lesa úr Biblí- unni og eiga létt spjall við hann Guð vin okkar. Hann átti að blessa alla. Hvern einn og einasta úr fjöl- skyldunni. Þá var tími til að fara í sund. Afinn og skottan ýmist í rennibrautinni, köfunarkeppni eða að synda ferðir. Hún fékk að hanga á bakinu á honum á meðan. Ekki alveg orðin synd enda bara 5 ára. Oftar en ekki tekinn einn Laugavegsrúntur eftir á að skoða skrítið fólk og svo stolist á Pizza Hut á Sprengisandi. Amma mátti ekki vita af öllu dekrinu. Þótti samt skrítið að hún var alltaf tilbú- in með eftirréttinn þegar við kom- um heim. Bláber með rjóma og púðursykri. En svo komu líka dag- ar þar sem litlan kom óróleg til ömmu og afa. Sár missir heimilis- páfagauks eða frænda, ja eða bara einn af þeim erfiðleikum sem hrjáði þá 5 ára skottu. Þá var kveikt á kertum í stofunni og bæn- irnar hennar ömmu þuldar. Amma, afi og ég. Litla fjölskyldan. Litla þríeykið. Talað og grátið þar til sú litla áttaði sig á því að þetta var ekki svo slæmt. Guð passaði okkur öll. Ómetanlegar stundir. Svo voru líka tímar þar sem litlan sat heima og beið. Með söknuð í hjarta. Amma og afi skroppin í sólina. En afi passaði upp á litluna sína. Vikulega eða oftar kom send- ing. Póstkort eða spólur sem hann hafði tekið upp. Söngur, sögur og ævintýri, að ógleymdum bænun- um. Stytti biðina. Afi væri alveg að koma. Svo ótrúlega dýrmætar minningar. Eitthvað sem mun fylgja mér alla ævi. Þangað til við sjáumst aftur. Tilhlökkunin jafn mikil og áður að fá að bralla meira saman. Óendanlega þakklát guði fyrir að hafa sent mér þennan besta vin. Þennan vin sem ekki bara kynnti mig fyrir trúnni, guði og góðmennsku heldur fékk mig til að trúa líka á sjálfa mig. Gráttu ekki vinur guð mun gæta þín þú valdir þann sem líkna kann konung eilífan. Láttu aftur augun ljós þitt logar skært ljómi frelsis fagur þig yfir færist værð. (Auðunn Blöndal.) Þín vinkona, Íris Valsdóttir. Við eigum margar góðar minn- ingar um Auðun Blöndal. Við kynntumst honum fyrir meira en þremur áratugum. Þá var Auðunn kvæntur Ólu og starfaði sem sölu- maður hljómtækja. Hann var glaðvær og glæsilegur maður. Auðunn hafði átt í glímu við Bakk- us en leitaði hjálpar í trúnni á Jesú Krist. Auðunn, Óla og poodlehundur- inn Krulli bjuggu þá í notalegu húsi í Blesugrófinni. Á góðum stundum greip Auðunn í gítarinn og söng bæði eigin texta og ann- arra. Hann var lipur gítarleikari og góður söngvari og tókst að hrífa fólk með sér í söngnum. Eitt af uppáhaldslögunum hans var Bill Gaither lagið „Because He Li- ves“ við íslenska textann „Minn Jesús lifir“. Flutningur Auðuns á því lagi á fjölsóttu Kotmóti fyrir margt löngu er enn í minnum hafður. Við störfuðum saman um tíma við sölu og dreifingu kristilegra bóka. Þar sýndi Auðunn hve ótrú- lega mikill sölumaður hann var. Uppáhaldsbækur hans voru Perl- ur, flokkur litprentaðra barna- bóka, og svo Biblían sem kom út árið 1981. Auðunn og Óla fóru í söluferðir um landið með bílfarma af bókum og seldu. Hann gaf sjálf- ur út Biblíuna í myndum, bók í stóru broti með 230 teikningum eftir Gustave Doré og skýringar- textum úr Biblíunni. Einnig þýddi hann og gaf út Alþjóðlegu barna- sögu-Biblíuna auk fleiri barna- bóka. Þá skrifaði hann skáldsög- unna Ég drekk ekki í dag, sem byggð var á sönnum atburðum. Það var alltaf stutt í brosið hjá Auðuni þrátt fyrir að lífið væri ekki alltaf dans á rósum. Hin síð- ari ár glímdi hann við sjúkdóm sem um síðir lagði líkama hans að velli. Við leiðarlok viljum við þakka fyrir vinsemd Auðuns í okkar garð og fjölskyldu okkar og blessum minningu hans. Guðfinna Helgadóttir og Guðni Einarsson. Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Elsku Auðunn minn. Nú hefur þú kvatt þennan heim og sagt skilið við þjáningar og þrautir. Um huga minn streyma mörg minningabrot um okkar stundir saman. Það sem við skemmtum okkur! Við spiluðum og sungum, héldum söngvakeppn- ir (sem þú leyfðir mér að vinna), spiluðum og fórum í skemmtilega leiki eins og orðaleiki og spurn- ingaleiki. Umfram allt spjölluðum við mikið saman, ég lítil stelpa og þú vinur minn sem talaðir við mig af virðingu eins og fullorðin væri. Þótt mörg ár hafi verið á milli okk- ar skipti það engu máli fyrir vin- áttuna sem við áttum alltaf. Aldrei bar skugga á okkar samband. Við skemmtum okkur, það var alltaf svo gaman að vera með þér. Alltaf tókstu vel á móti mér fagnandi með breiða brosinu þínu, barst virðingu fyrir mér og mínum skoð- unum. Það var mikilvægara fyrir litla stelpu en orð mín geta lýst nú. Ég var hjálparinn þinn, þú réð- ir mig til vinnu til að pikka upp eft- ir þér á ritvélina. Þú kallaðir mig „litlu vinkonuna“ þína og þegar árin liðu var ég tryggðartröllið þitt eins og þú orðaðir það. Við héldum sambandi með þeim leið- um sem buðust, bréfaskriftum og töluðum og sungum inn á kass- ettur. Ég held að þú sért sá eini sem ég hef sungið fyrir inn á seg- ulband, ég vona að þú hafir tekið yfir það. Þú sagðir svo oft: „Von- andi tekurðu viljann fyrir verkið“ og söngst svo undurvel fyrir mig Sinatra-lög og fleiri góð. Ég tók sannarlega viljann fyrir verkið, nota þennan frasa oft og minnist þín. Þegar tölvupósturinn tók völdin notuðum við þá leið til að hafa samband og láta vita af okk- ur. Í síðasta póstinum frá þér var kveðjan á þessa leið: Þinn vinur ávallt. Það var sagt með sanni. Ég þakka þér allt. Þakka þér að sýna mér fölskvalausa virðingu, þakka þér öll fallegu orðin, þakka þér góðar kveðjur um áraraðir. Þakklæti fyrir að koma og vera við fermingu barnanna minna, ekki hafðir þú færri fallegri orð á þeim stundum. Þakka þér líka vináttu þína við pabba heitinn, þið voruð stórvinir og þjáningarbræður. Nú veit ég að hann tekur á móti þér með út- breiddan faðminn, þú mátt knúsa hann frá mér. Nú í desemberbyrj- un sá ég þig í hinsta sinn og það tók mig sárt að sjá hvernig veik- indin höfðu tekið yfirhöndina. Ég þakka samt þá stund sem við átt- um saman um leið og ég kveð þig með söknuði, stóri vinur minn. Hvíl í friði, þín „litla vinkona“ – ávallt, Sif Stefánsdóttir Auðunn Blöndal ✝ Sigurður Þor-steinn Birg- isson fæddist í Neskaupstað 2. júní 1954. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 26. desember 2012. Foreldrar hans eru: Guðríður Elísa Jóhannsdóttir, f. 14. mars 1932 og Birgir Sigurðsson, f. 21. októ- ber 1929. Þau eru búsett í Nes- kaupstað. Systkini Sigurðar eru: Karl Jóhann, f. 1950, hann er kvæntur Maríu Guðjóns- dóttur. Þau eru búsett í Nes- kaupstað, þau eiga þrjú börn. Helena Lind, f. 1956, gift Vil- helm Daða Kristjánssyni. Þau eru búsett á Seyðisfirði og eiga þrjú börn. Pétur Hafsteinn, f. 1960, kvæntur Sig- urborgu Kjart- ansdóttur. Þau eru búsett á Selfossi og eiga þau tvo syni. Sigurður kvæntist Berit Jensen 1982. Þau eignuðust saman þrjú börn: Tore, f. 1983. Sam- býliskona hans er Inger Helene Korbi og eiga þau einn son, Trym, f. 2008. Stein- ar, f. 1986 og Elín, f. 1989. Sig- urður og Berit bjuggu saman í Noregi til ársins 1996, er þau skildu. Eftir það bjó Sigurður og starfaði í Fjarðabyggð. Útför Sigurðar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 3. jan- úar 2013, kl. 14. Við kveðjum þig, kæri bróðir. Augun þín brosa ekki lengur og gullna hjartað slær ei meir. Söknuðurinn er mikill. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hér er minn staður, þar sem logn og sól leika dátt. Ég hef siglt um lífsins haf til móts við morgunsól á fiskimiði og kvöldsól er kom ég í höfn. Ég hef slegið mitt hinsta pútt. Ég tók langan hring, en stutt spil. Við mitt sólarlag er teigurinn hljóður. Ég horfi yfir sviðið að loknum leik. Nú fá kylfurnar hvíld. Sólarlag og morgunsól minna á lífið sjálft. Öllu er afmörkuð stund. (Sigurður Rúnar Ragnarsson) Kveðja. Karl Jóhann, Helena Lind, Pétur Hafsteinn og fjölskyldur. Sigurður Þ. Birgisson, vinur minn og golffélagi, er látinn langt um aldur fram, fimmtíu og átta ára að aldri. Samleið okkar Sigga Birgis, eins og hann var ætíð kallaður innan vinahópsins, hófst þegar hann fluttist heim frá Noregi eftir langa búsetu. Hann gekk þá strax í Golfklúbb Norðfjarðar þar sem ég sat sem formaður og hóf þar fljótlega störf í mótanefnd og for- gjafarnefnd. Og eftir að ég lét af formannsstarfinu áttum við áfram samstarf innan mótanefnd- ar sem allt var á eina leið, frá- bært. Og þótt ég væri inn og út úr nefndinni eftir aðstæðum var Siggi ætíð kletturinn sem á braut, mætti á samráðsfundi klúbbanna, setti upp mótin í golfkerfinu, sá um skipulagningu þeirra, stjórn- aði þeim, ræsti út og veitti verð- laun. Auðvitað hafði hann gott fólk sér við hlið en það var hann sem flest mæddi á og allir leituðu til þegar eitthvað bjátaði á. Undanfarin misseri hefur Siggi átt við vanheilsu að stríða sem hófst með slæmri matareitr- un, en greindist nú síðla hausts með krabbamein í maga. Og eftir harða baráttu lést hann á Lands- ítalanum aðfaranótt annars dags jóla. Sigga verður sárt saknað í hópi okkar GN-félaga og veit ég fyrir víst að oft eigum við eftir að minn- ast hans bæði í leik okkar á vell- inum og ekki síður í félagsstarf- inu sem hann var ætíð boðinn og búinn að leggja lið á allan hátt. Af samskiptum okkar Sigurðar var auðvelt að skynja að hann átti góða að og sem voru honum mjög kærir, frábæra foreldra sem hann lét sér mjög annt um og tal- aði ávallt um af nærgætni og ást- úð, mannvænleg þrjú börn sem maður fann að voru of langt í burtu en þau eru búsett í Noregi og fyrsta afabarnið var auga- steinninn. Systkinum sínum var Siggi bundinn sterkum böndum og voru þau honum afar kær. Öllu þessu góða fólki svo og öðrum ástvinum og vinum sendum við Nanna okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Hjörvar O. Jensson. Fallinn er frá góður félagi og vinur, Sigurður Þ. Birgisson. Eða eins og við kölluðum hann alltaf: Siggi Birgis. Siggi er fall- inn frá langt um aldur fram. Það voru mikil sorgartíðindi þegar við félagar Sigga í Golfklúbbi Norð- fjarðar fréttum að veikindi hans hefðu sigrað í baráttunni við lífið. Siggi Birgis var einn af máttar- stólpum GN, hann var í mörg ár formaður mótanefndar og jafn- framt sá hann um forgjafamál í klúbbnum. Allt sem sneri að tölv- um sá Siggi líka um. Það verður erfitt að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Siggi var góður félagi, alltaf tilbúinn að hjálpa þar sem þörf var á og það var alltaf fjör þar sem hann var, mikill galsi og hlegið hátt. Með þessum fáu orðum langar mig að þakka Sigga fyrir góð kynni og eins fyrir allt það sem hann gerði fyrir klúbbinn okkar. Góði vinur, far þú í friði. Ættingjum hans sendum við félagar í GN okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Ásgeir Karlsson, formaður GN. Sigurður Þorsteinn Birgisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.