Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 39

Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 ✝ Kristján Guð-mundsson var fæddur í Nesi við Stykkishólm 30. mars 1928. Hann andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni aðfaranótt 30. desember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Finnsson, f. 1888, d. 1971, bóndi og verkamaður, og Hall- dóra Ísleifsdóttir, f. 1900, d. 1991, húsmóðir. Systkini Krist- jáns eru Lára Guðmundsdóttir, f. 1929, Finnur Guðmundsson f. 1933, d. 1935, Sighvatur Guð- mundsson, f. 1936, d. 1957 og Marta Magnúsdóttir uppeld- issystir, f. 1938. Kristján kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Hjálmtýsdóttur, húsmóður, f. 1925 í Villingadal í Haukadals- hreppi, Dalasýslu, árið 1959. Börn Kristjáns og Ragnheið- prófum 1953. Hann byrjaði ung- ur að vinna til sjós og lands, að- eins 10 ára gamall fékk hann að vinna með afa sínum við breiðslu á saltfiski til þurrkunar. Kristján stundaði sjómennsku á sínum yngri árum, var háseti, stýrimaður og skipstjóri á hin- um ýmsu bátum og togurum. Árið 1954 ákveður Kristján smíði á nýjum bát frá skipa- smíðastöð í Esbjerg í Dan- mörku. Hann kemur með nýja bátinn Tjald SH heim til Íslands 1956, byrjar að gera út frá Stykkishólmi en flyst svo út í Rif árið 1959 og gerir út þaðan. Hann stofnar fiskverkun á Rifi og rekur fiskverkun og útgerð þar í 40 ár, eða þar til hann hættir störfum og synir hans taka við. Kristján og Ragnheiður voru meðal þeirra fyrstu sem byggðu sér hús og hófu búskap á Rifi, hann var hreppstjóri í Nes- hreppi utan Ennis í 30 ár, einnig var hann lóðs við Rifshöfn, um- boðsmaður Eimskipafélags Ís- lands og tók þátt í félagsstarfi Lions. Útför Kristjáns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. janúar 2012, og hefst at- höfnin kl. 13. ar eru: 1) Hjálmar Þór, f. 1958, kvænt- ur Lydíu Rafnsdótt- ur, f. 1960, synir þeirra eru Fannar, f. 1983 og Daði, f. 1986. Fannar er kvæntur Guðnýju Ösp Ragn- arsdóttur, f. 1983, og eiga þau Þiðrik, f. 2009 og stúlku, f. 2012. Daði er í sam- búð með Sigrúnu Erlu Sveins- dóttur, f. 1986, og eiga þau Hjálmar Þór, f. 2011. 2) Guð- mundur, f. 1960, var kvæntur Rakel Steinarsdóttur, f. 1965, börn þeirra eru Agnes, f. 1990, Rebekka, f. 1992 og Kristján, f. 1999. 3) Sigurrós, f. 1962, í sam- búð með Ingvari J. Baldurssyni, f. 1961. Kristján gekk í barnaskóla Stykkishólms og lauk þaðan unglingaprófi 14 ára, fór síðar í Skipstjóra- og stýrimannaskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan Minning mín um minn föður er góð. Hann var rólegur og yfirveg- aður maður, fór hægt yfir en örugglega. Oft fékk ég að fara með honum og Leifi hafnarstjóra á Rifi á litla lóðsbátnum þegar hann þurfti að fara út í flutninga- skip sem voru að koma í Rifshöfn. Ég fékk oft í magann þegar hann þurfti að stökkva í lóðsstigann sem hékk utan á þessum stóru skipum, en alltaf gekk þetta vel hjá þessum öruggu mönnum. Skipunum var siglt af öryggi inn í höfnina og við komnir á undan í land til að taka við spottanum. Vinnan var alltaf númer eitt hjá pabba. Hann var með útgerð og fiskvinnslu á Rifi, hann var um- boðsmaður Eimskips, hafnarlóðs, hreppstjóri og neitaði aldrei nein- um um greiða ef hann var beðinn. Það var kosið á okkar heimili í ut- ankjörstaðaatkvæðagreiðslum, hann gerði skattaskýrslur fyrir þá sem báðu hann um það. Á neðri hæðinni heima var oft mikið um aðkomusjómenn á vertíð og hugs- uðu þau bæði mamma og pabbi vel um þá. Okkur systkinunum var fljótt kennt að við ættum að hjálpa til og var það góð kennsla og lífsreynsla fyrir okkur sem nýttist okkur vel seinna á lífsleið- inni. Pabbi var orðheldinn maður og vildu menn eiga viðskipti við hann. Hans orð stóðu alltaf, orð og handaband, samningur kom- inn á og þetta vissu allir. Sjávar- útvegur var líf hans og yndi. Ég spurði hann nokkrum árum eftir að ég kom heim úr námi hvernig honum hefði dottið í hug að sam- þykkja kvótakerfi. „Við sáum bara enga aðra leið.“ Þetta var pabbi. Skýrmæltur og ekkert að flækja málið. Hann sagði mér oft sögur af mikilli sóun í sjávarút- vegi, hann var á síðutogurunum við Grænland, síldinni í Hvalfirði og fyrir norðan land. Hann sá að með skynsamlegu fiskiveiði- stjórnarkerfi var hægt að búa til mikil verðmæti fyrir land og þjóð. Hann sagði mér sögur af aðbún- aði sjómanna þegar hann var að byrja til sjós og hvað það var orð- in mikil breyting til batnaðar núna á síðustu árum. Hann var alltaf stoltur af góðum og nýleg- um skipum, hann vissi hvað það var mikilvægt fyrir sjómennina og fyrirtækið. Hann þekkti veð- urfar og sjólag hér við land og vissi vel hvað það er þýðingarmik- ið að við sem þjóð eigum góð og örugg skip. Pabbi var með salt- fiskverkun í áratugi og eftir að hann fór að fara í söluferðir til okkar saltfisklanda þá lagði hann enn meiri áherslu á að við værum alltaf með mestu gæði af fiski sem völ væri á. Núna á seinni árum var hann oft farinn að hrista hausinn yfir hvernig margir aðilar í þjóð- félaginu töluðu um sjávarútveg- inn. Í kringum árin 1990 breyttist tónninn í garðs útvegsmanna og það bitnaði ekki síst á mönnum eins og pabba sem höfðu unnið alla sína ævi í sjávarútvegi, voru stálheiðarlegir og ráku sín litlu fjölskyldufyrirtæki af kostgæfni og natni. Allt í einu voru einhverj- ir aðilar í Reykjavík sem höfðu aldrei komið nálægt sjávarútvegi farnir að uppnefna þessa menn. Núna síðustu árin bjuggu þau pabbi og mamma hér í Reykjavík og var pabbi alltaf tilbúinn að hjálpa mínum börnum, hvenær sem var. Var það mikil gæfa fyrir börnin að fá að kynnast afa sínum svona vel. Erum við öll þakklát fyrir það. Mamma var hans stoð og stytta í lífinu og hún og Sig- urrós systir hugsuðu vel um hann eftir að hann varð lasinn. Eftir stendur minning um góðan og traustan föður. Guðmundur Kristjánsson. Elsku Kiddi. Ósköp verða orðin mín eitthvað lítils virði. Þó hugsa ég, bróðir, hlýtt til þín héðan úr Skagafirði. Margt í æsku á móti blés en mitt var lánið stóra. Að send ég ung var út í Nes þar enginn lærði að slóra. Það er fátt sem Guð minn góður gerði betra fyrir mig. Að eignast slíkan afbragðs bróður, elsku Kiddi, eins og þig. Snemma fór að laða og lokka og lengi vel, ég að því bjó. Að fá hjá honum Kidda að kokka og kynnast lífinu á sjó. Ég held við munum meðan lifi margar ferðir út á Nes. Gott var þá að gista í Rifi er golan hlý af Jökli blés. Við kveðjum, vinur, klökk ég segi hvað sem lífið færir mér. Ég tæpast held að aðrir eigi annan betri á landi hér. (Benedikt Benediktsson) Elsku Ragna mín, Hjálmar, Gummi, Sigurrós og fjölskyldur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar frá fjölskyldunni á Stóra Vatnsskarði. Þín fóstursystir, Marta. „Hann Kiddi frændi dó í nótt.“ Þannig hljóðaði andlátsfregnin, sem í reynd kom ekki á óvart. Kristján Guðmundsson var sonur Halldóru föðursystur minnar og Guðmundar bónda í Nesi, Stykk- ishólmi. Við vorum sem sagt systkinasynir og heimili foreldra okkar náin og í sama húsi á annan áratug eftir að Halldóra og Guð- mundur fluttu úr Nesi. Kristján varð ungur skipstjóri og útgerðarmaður og lét um miðj- an sjötta áratug síðustu aldar smíða fyrir sig bát í Danmörku, tæplega sextíu tonna bát sem hann nefndi Tjald. Ég á í huga mínum skýra mynd af Kristjáni þar sem hann situr við borð í her- bergi sem hann hafði til afnota í íbúð foreldra minna. Fyrstu vetr- arvertíð hans á Tjaldinum var lok- ið og komið að uppgjöri við skips- höfnina. Þarna sat hann og taldi peninga í umslög hvers skipverj- ans á fætur öðrum. Seðlahaugur- inn í upphafi var svo stór í mínum augum að ég spurði hvort hann hefði flutt þá í hjólbörum úr spari- sjóðnum. Um leið og hann svaraði mér kom þetta sérstaka bros, höf- uðið hallaði fram og til hægri. Þetta hef ég margoft séð síðan og fundið hve mjög hann þá líktist föður sínum Guðmundi í Nesi. Á þessum árum var ekki mikið um peninga á heimilum daglauna- manna, jafnvel dæmi um að vinnuveitandinn notaði eigin seðla eða launþegar tækju út megin- hluta launa sinna í versluninni. Því var þetta mér mikil upplifun að sjá hjólbörufarm af peningum á borðinu fyrir framan frænda minn og færði mér sannleikann um hvaðan peningarnir komu á Íslandi. Hefur nokkur breyting orðið á því? En Kristján gerði ekki lengi út frá Stykkishólmi því hann flutti út í Rif og gerði Tjaldinn út þaðan og hóf að verka sinn fisk sjálfur í eig- in fiskhúsi auk þess að kaupa fisk af öðrum til verkunar. Enn gerir fjölskyldan út bát frá Rifi með nafninu Tjaldur. Næsta kynslóð hefur tekið við keflinu, Hjálmar í Rifi með útgerð og verkun, Guð- mundur og Sigurrós í Reykjavík þaðan sem gerð eru út vinnslu- skip. Eftir að Kristján var fluttur út í Rif stofnaði hann heimili með eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ragn- heiði Hjálmtýsdóttur. Eftir starfslok þeirra fyrir vestan bjuggu þau sér heimili við Skúla- götuna í Reykjavík. Um leið og ég kveð frænda minn Kristján og bið honum blessunar á nýjum miðum send- um við Jonný okkar innilegustu samúðarkveðjur til Ragnheiðar og barna, tengdabarna og afkom- enda allra. Finnur Jónsson. Kristján Guðmundsson einn af fyrstu landnemunum í Rifi er fall- inn frá. Hann flutti hingað með fjölskyldu sína 1959 og byggði eitt af fyrstu íbúðarhúsunum hér. Á þessum árum var útgerð og upp- bygging að hefjast í Rifi. Kristján kom frá Stykkishólmi en þar hafði hann hafið útgerð á Tjaldi SH 175 sem hann var skipstjóri á. Honum var ljóst að hér gæti hann átt framtíð fyrir sér. Miklu munaði að frá Rifi var miklu styttra á hin gjöfulu fiskimið Breiðafjarðar en frá Stykkishólmi. Ekki var þess langt að bíða að Kristján byggði upp fiskverkun jafnhliða því að út- gerð hans styrktist stöðugt. Til fjölda ára komu á vertíðar bátar frá Hrísey og öðrum útgerðar- stöðum, aðallega norðanlands, sem lögðu upp afla sinn hjá Krist- jáni enda var hann orðlagður fyrir orðheldni og traust viðskipti. Fyrirtæki Kristjáns óx og dafnaði í gegnum árin. Verkunar- húsin stækkuðu og bátaflotinn einnig. Hér var á ferð maður sem naut trausts og nýtti afl sitt og getu til farsællar uppbyggingar og lagði um leið grunn að tilveru fyrirtækja sem eru í dag meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja á landinu. Kristján átti því láni að fagna að börnin hans tóku þátt í uppbyggingunni og stýra þessum fyrirtækjum í dag og halda þann- ig á vissan hátt merki hans á lofti. Það fer ekki hjá því þegar traustur og efnilegur ungur mað- ur kemur í byggðarlag eins og Neshreppur utan Ennis var á þessum tíma að honum eru falin ýmis trúnaðarstörf. Kristján var hreppstjóri um ára bil, sat í sveit- arstjórn og sinnti, eins og áður sagði, ýmsum trúnaðarstörfum í sveitarfélaginu og fór það vel úr hendi. Kristján var einn af stofnend- um Lionsklúbbs Nesþinga, sem var stofnaður 1970, gegndi þar stjórnunarstörfum og var ötull og góður félagi. Þar áttum við Krist- ján gott samstarf frá upphafi og eru störf hans þar hér með þökk- uð. Ég átti því láni að fagna að eiga mikil og góð samskipti við Krist- ján. Hann fól mér að sjá um bygg- ingu á fiskverkunarhúsunum sín- um og árið 1974 nýju íbúðarhúsi að Háarifi 53. Einnig þurfti í þá daga oft á smið að halda um borð í bátunum þegar skipt var um veið- arfæri á vetrarvertíðum. Þegar við fjölskyldan eignuðumst hand- færabát var aflanum landað hjá Fiskverkun Kristjáns Guðmunds- sonar. Í öllum okkar viðskiptum bar aldrei skugga á og erum við fjölskyldan þakklát fyrir það. Að leiðarlokum viljum við þakka Kristjáni samfylgdina og hans mikla uppbyggingarstarf hér í sveitarfélaginu. Ragnheiði og börnum þeirra hjóna Hjálmari, Guðmundi, Sig- urrósu og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Smári og Auður. Á tímamótum rifjast upp minn- ingar. Þær eru góðar sem tengj- ast þér og þær hef ég og mun varðveita í huga mínum. Ekki kynntist ég stráknum Kidda í Nesi sem ólst upp í Stykk- ishólmi á kreppuárunum, eða sjó- manninum, skipstjóranum fyrst á skipum annarra og síðar á eigin bát (Tjaldinum), útgerðamannin- um og fiskverkandanum. Okkar kynni hófust þegar þú varst að draga þig út úr daglegum rekstri sjávarútvegsfyrirtækis sem þú hafðir byggt upp með dugnaði ásamt konu þinni og börnum. Þar kynntist ég góðum manni. Við kveðjum í dag hina hljóðu hvunndagshetju, sem lagði sitt af mörkum til að byggja upp sam- félagið. Ef við hefðum fleiri eins og þig og konu þína Ragnheiði þá væri okkar þjóð stödd á öðrum stað en hún er um þessar mundir. Þess vegna kemur upp í hugann texti dægurlags: „Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig …“. Það eru margir sem vinna verk sín af alúð og í hljóði án athygli fjölmiðla eða viðurkenn- ingar frá samfélaginu. Þetta finnst mér vera hvunndagshetjur, þú varst ein af þeim. Stundum sárnar manni, fyrir þína hönd, hvernig samfélagið tal- ar og metur mann eins og þig. Hvernig starfsstéttir þínar, sjó- menn og útgerðarmenn, eru tal- aðar niður. Þegar við ættum frek- ar að líta upp til þeirra. Þú lagðir stund á sjóinn og byggðir upp far- sælt sjávarútvegsfyrirtæki þar sem drifkraftur var lífsbjörgin en ekki gróðavon. Skólinn sem þú gekkst í, Stýrimannaskólinn í Reykjavík, er ekki lengur til, hann sameinaðist öðrum skóla og fékk nýtt nafn án tengingar við sjóinn. Þetta er ein birtingar- mynd á virðingu eða öllu heldur virðingarleysi sem við sýnum þeim sem stunda sjóinn. Virðing gagnvart fiskveiðum og störfum tengdum þeim mætti vera meiri í þjóðfélaginu. Umræður á Alþingi um nýtingu auðlindarinnar virð- ast mér stuðla að óeiningu meðal þjóðarinnar og í einhverjum til- vikum er farið léttúðugum orðum um þetta mikilvæga fjöregg Ís- lendinga. Þessu þarf af breyta. Megi þingmenn bera gæfu til að finna farsæla lausn á stjórn fisk- veiða í framtíðinni. Iðjusemi var ein af dyggðum þínum, væntanlega í blóð borin. Minnisstætt var að sjá ykkur hjónin hnýta öngla á tauma við eldhúsborðið ykkar á Rifi, þegar þið voruð komin á aldur sem við nefnum ellilífeyrisaldur. Hvötin að leggja sitt af mörkum var alltaf til staðar. Lyktin af bókunum sem þið gáfuð mér mun minna mig á þessa dyggð. Úrræðasemi þín sást einnig í berjabrekkunum, þegar við sem höfðum úthald gengum upp brekkurnar í von um að finna stærri ber undir þú hag þínum við góða berjaþúfu og þeg- ar upp var staðið var þinn fengur drjúgur og ekki síðri en okkar sem þeystumst um berjasvæðið. Það var friðsæld yfir þér þegar þú kvaddir þennan heim. Mér finnst að þú hafir verið sáttur við farinn veg. Eftir að hafa kynnst heilbrigðiskerfinu síðustu ár í gegnum veikindi þín, þá sá ég með eigin augum hvað við eigum mikið af góðu og færu starfsfólki, þótt starfsskilyrði séu stundum erfið og kom mér í einhverjum tilvikum spánskt fyrir sjónir. Mannkosti þína sé ég í börnum þínum og væntanlega hafa þau lært af þér með því að umgangast þig og starfa með þér. Ég mun minnast þín sem góðs manns, þú talaðir vel um fólk, hafðir gaman af að segja sögur og varst þá stundum sposkur og glettinn á svip. Þú lést verkin tala en sleppt- ir dægurþrasi um pólitík og trú- mál. Vonandi hef ég lært af þér. Þakka þér fyrir allt. Ingvar J. Baldursson. Kristján Guðmundsson var au- fúsugestur á skrifstofu Brims hvort sem hann leit við í miklum önnum eða þegar rólegra var. Það birti yfir á einhvern hóglegan hátt. Hann kom til að spjalla um hin ýmsu skip sem hann sá í höfn- inni, lesa nýjustu blöð tengd út- gerð og sjósókn og rifja upp gamla tíð tengda sjónum og salt- fisknum. Þekking hans var örugg og samhengið við afkomubaráttu fólksins þekkti hann einnig vel og talaði um af virðingu þess sem hana þekkir vel. Þetta gerði Kristján reglulega þar til heilsan tók af honum völdin og lokaði dyr- unum að þeirri þekku ánægju sem fylgdi nærveru hans. Umfram allt var áhugi hans á viðmælendum hans og ljúflyndi hans í garð þeirra hin óhagganlega birta. Hann deildi sjálfum sér og sögu sinni af þeim þokka sem ljúflynt og reynt fólk gerir öðrum betur. Nærvera hans var eins og góðilm- ur sem skynjunin festir í geymd sinni, gleymir aldrei þó ekki rati hún á orðin sem gætu dregið upp verðskuldaða mynd af manninum. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Kristjáns Guð- mundssonar og líkna þeim sem lifa hann og næst honum standa um leið og við þökkum hlut hans og framlag til daglegra starfa okkar og starfsanda. Fyrir hönd starfsfólks á skrif- stofu Brims, Gunnbjörg Óladóttir. Kristján Guðmundsson ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STURLA JÓNSSON, Tungusíðu 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar þriðjudaginn 18. desember. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 4. janúar kl. 13.30. Anna Soffía Þorsteinsdóttir, Drífa Björk Sturludóttir, Steingrímur Benediktsson, Atli Þór Sturluson, Júlíanna Þöll og Benedikt Sturla. ✝ Foreldrar okkar og tengdaforeldrar, JÓN M. JÓNSSON og ÁSTA HELGADÓTTIR, Hvítanesi, Vestur-Landeyjum, sem létust á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 16. og 19. desember, verða jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugar- daginn 5. janúar kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast þeirra láti Dvalarheimilið Lund eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Elín Jónsdóttir, Sigurður Sigmundsson, Margrét Helga Jónsdóttir, Ingimundur Vilhjálmsson, Vilborg Alda Jónsdóttir, Barbára Jónsdóttir Hlíðdal, Örn Þór Hlíðdal, Sigrún Margrét Jónsdóttir, Árni Þorgilsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.