Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 44

Morgunblaðið - 03.01.2013, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til löngunar til þess að koma miklu í verk í náinni framtíð. Reyndu að koma því þannig fyrir að þú hafir fullt fram að færa og líka margt að þiggja. 20. apríl - 20. maí  Naut Himintunglin líta til þín með velþóknun. Margt gott blasir við á árinu. Þú átt eftir að höndla hamingjuna innan fárra mánaða. Ein- hver útlendingur er í spilinu hjá þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú vilt sjá árangur erfiðis þíns og þá er ekki við neinn annan að tala en sjálfa/n þig. Vertu óhrædd/ur og leggðu þitt af mörk- um til að styðja gott málefni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á aðra segja sögur sínar. Einhver þér nákominn er kominn að því að ljóstra upp leyndarmáli aldarinnar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu alla sektarkennd lönd og leið þótt reynt sé að kenna þér um hvernig komið er í viðkvæmu vandamáli. Hvernig væri að taka fram dansskóna? Þú þarft ekki einu sinni að hafa neinn til að dansa við. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn getur orðið mjög skemmti- legur. En hálfnað er verk þá hafið er og vilji er allt sem þarf til þess að þú náir árangri. Njóttu listrænnar iðju. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að reyna að komast eitthvað af- síðis og njóta kyrrðar um sinn. Nýttu þér þína eigin orku betur og hvíldu þig nóg. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Alvarlegar samræður við maka og nána vini koma hugsanlega lagi á eitthvað sem á þér brennur. Ferðalög eru inni í mynd- inni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekkert að því að aðstoða samstarfsfólk sitt. Vertu bara róleg/ur og sannaðu til að þú munt komast að hinu sanna fyrr en seinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er tíminn til þess að koma fjár- málunum á hreint. Veistu hvar þú geymir mikilvæga pappíra, svo skipt sé um umræðu- efni? Ef ekki farðu þá að leita. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að velta fyrir þér hver þú ert. Taktu þér tíma því að flas er ekki til fagn- aðar. Sýndu öðrum samúð. Þú ert heppin/n í ástum þessa mánuðina. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu enga áhættu að sinni. Ef þú tak- markar þig ekki er hætta á því að þú farir út af sporinu og að þér takist ekki það sem þú ætlar þér. Sumarið mun verða mjög skemmtilegt. Í klípu „SUMIR STJÓRNENDUR VILJA HAFA HENDURNAR Í ÖLLU. EN ÉG SAGÐI HONUM AÐ HÆTTA AÐ KÁFA Á MÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EF HANN Á EKKI PANTAÐAN TÍMA ÞÁ GET ÉG EKKERT GERT FYRIR HANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar varir ykkar mætast. EINHVERNTÍMA MUNU MÝS STJÓRNA HEIMINUM. HVAÐ GERIST ÞÁ? ÞÁ MUNUM VIÐ BÚA Í HÚSUM FÓLKS OG BORÐA OST! ÞÚ SEGIR EKKI. ÉG ÆTLA AÐ FÁ RÓTSTERKT, RAMMFALSKT, TÁRAHVETJANDI, ELDSPÚANDI, HÁLSÞRENGJANDI OG MAGAEYÐANDI SJÓRÆNINGJAROMM! JÁ, ÉG ÆTLA AÐ FÁ ÞAÐ SAMA, NEMA MEÐ MJÓLK Í STAÐINN FYRIR SJÓRÆNINGJAROMMIÐ. Víkverji fygldist að venju dolfall-inn með stórskotahríðinni á gamlárskvöld. Hann er ekki góður í flugeldasamanburðarfræðum og á því erfitt með að bera gamlárskvöld að þessu sinni saman við fyrri gaml- árskvöld, en telur að fullyrða megi að þó nokkurt púður hafi farið í hina óskipulögðu flugeldasýningu ís- lenskra heimila að þessu sinni. x x x Þótt Víkverji sé hrifnæmur verðurhann að viðurkenna að honum stendur aldrei alveg á sama þegar skothríðin hefst. Hann er líka alltaf jafn hissa á því að hann skuli ekki verða var við prikaregnið þegar prikin úr skoteldunum skila sér aft- ur til jarðar. Miðað við flugeldafjöld- ann ætti að vera útilokað að forðast prikin og nóg var um þau á nýárs- dagsmorgun. Flugelda verður að umgangast af varkárni og hætt er við slysum. Þessi áramót voru ekki slysalaus frekar en fyrri og þó að þessi aðvörunarorð birtist ekki fyrr en að áramótum liðnum eru þau ekki ástæðulaus því að þrettándinn er eftir og þá má búast við að afgangar af flugeldum verði hreinsaðir út. x x x Landkynning er eftirsótt. Í ferða-þjónustu þykir mikilvægt að kynna landið út á við því auðvitað kemur enginn til lands, sem hann veit ekki að er til. Þó er ekki sama af hvaða toga landkynningin er. Marg- ir óttuðust að gosið í Eyjafjallajökli yrði til þess að stöðva ferða- mannastraum til landsins eins og skrúfað hefði verið fyrir krana. Eftir á að hyggja virðist þetta gos hafa orðið til þess að auka strauminn. Í gærkvöldi átti sér stað landkynning í Bandaríkjunum. Þá voru sýndir tveir sjónvarpsþættir þar og eftir lýsingum að dæma kom fram að Ís- land væri ólgandi suðupottur við það að springa með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir heimsbyggðina. Í umfjöllun um þá sagði að Ísland ætti heima á kvíðavog ársins 2013. Vík- verji veit ekki hvaða áhrif þessir þættir munu hafa á ferðamanna- strauminn til landsins, en eftir áhrif- um gossins í Eyjafjallajökli að dæma er óþarfi að hafa áhyggjur. Ferða- menn eru óttalausir. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kærleik- urinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.) Vantar þig heimasíðu? Snjallvefir sem aðlaga sig að öllum skjástærðum. Verð frá 14.900 kr. + vsk Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Sími 553 0401 www.tonaflod.is Ingólfur Ómar Ármannsson laum-ar að óhátíðlegri vísu: Ég hef gengið grýtta slóð gegnum svarkið flotið; drukkið stíft og faðmað fljóð freistinganna notið. Á óðfræðivefnum Braga má finna vísu um Hjört Laxdal, rakara á Sauðárkróki (1908-1946), sem átti sama afmælisdag og Stalín eða 21. desember, en það var opinber af- mælisdagur einræðisherrans í Sov- étinu. Góður kunningi Hjartar var Ludvik Kemp, vegavinnuverkstjóri í Skagafirði, sem átti til þýðverskra að telja og var af sumum talinn hliðhollur Þjóðverjum. Friðardag- inn 1. maí árið 1945 þegar sigur bandamanna var í höfn og Hitler dauður, sá Hjörtur ástæðu til að fagna eins og fleiri. Þá kastaði Kemp fram þessari vísu: Sveiflað er fánum og sungið er lag sefur nú enginn sem frjáls verður talinn: blindfullir eru þeir báðir í dag bartskeri Hjörtur og félagi Stalín. Ekki líkaði Hirti vísan en treysti sér ekki til að svara sjálfur. Skömmu seinna hitti hann Stefán Vagnsson og bað hann að bjarga sér. Stefán spurði hvar Kemp væri og taldi Hjörtur að hann væri í vegagerð norður í Fljótum og ef- laust þar á fylliríi. Orti þá Stefán: Hitler er dauður og horfinn sem pest, Himler tók eitur og dysjast í gjótum, Quisling þeir hengja sem kött fyrir rest en Kemp liggur blindfullur norður í Fljótum. Taldi Hjörtur þá vísuna um sig fullborgaða enda mun það mála sannast að fáar svarvísur hafi verið ortar beittari. Bragi Jónsson, Hof- túnum í Staðarsveit, títt nefndur Refur bóndi, orti líka um Hitler: Illt hann gerði af sér nóg öllum heimsins þjóðum. Hitler sínum djöfli dó og dansar á vítisglóðum. Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum orti um Stalín: Jónas gamli fúll og forn fallinn er í valinn. Brennimerktur á bæði horn bræðrunum Kölska og Stalín. Og Björn Ingólfsson telur Stalín vel brúklegan í limru: Í ritarastarfi hjá Stalín var stúlka sem kölluð var Malín og gaf undir fót þeim grálynda þrjót og hí- klæddist alltaf í alín. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af freistingunum, kölska, Hitler og Stalín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.