Morgunblaðið - 03.01.2013, Síða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2013
Mýs og menn fjallar með-al annars um það aðhve miklu marki viðeigum að taka ábyrgð
hvert á öðru, mikilvægi þess að eiga
sér draum og lýsir einnig margs
kyns fordómum og átökum í mann-
legu samfélagi á þann hátt að manni
finnst verkið jafn ungt í dag og þeg-
ar það var skrifað.
Við kynnumst í upphafsatriði far-
andverkamönnunum Lennie og
George sem eru að byrja á nýjum
vinnustað. Lennie er heljarmenni að
burðum en barnslega einfaldur.
George er minni og skynsamari og
hefur tekið Lennie að sér. Lennie er
eins og stórt barn, fullur af gleði en
einnig gjarn á að strjúka öllu mjúku,
jafnvel með banvænum afleiðingum.
George er þreyttur á að vera með
Lennie á sínum herðum en getur þó
ekki skilið hann eftir og kannski fær
hann einnig sitt út úr sambandinu.
Saman eiga þeir draum um betra líf
sem kemur fram í skýjaborgum sem
George reisir reglulega fyrir sig og
félaga sinn.
Þegar þeir koma til starfa kemur í
ljós að á búinu ríkir ójafnvægi. Cur-
ley, sem er sonur bústjórans, er í
baráttu við umhverfi sitt, sjúklega
hræddur um konu sína sem gefur
sig talsvert að verkamönnunum. Þá
hefur hann sterka tilhneigingu til að
abbast upp á stóra og sterka menn.
Samskipti verkamannanna eru ekki
óvinsamleg en einkennast af hörku.
Hver verður að sjá um sig og það er
fáheyrt að einhver taki að sér að
annast annan mann eins og George
hefur gert.
Sviðsmyndin í þessari uppfærslu
setur verkið inn samtímann en er þó
nokkuð tímalaus. Fatnaður og gervi
verkamannanna er fátæklegt, larfar
er besta orðið til að lýsa klæðum
þeirra. Staðurinn þar sem þeir fé-
lagar staldra við í upphafi er hlaði af
stórum plastsekkjum eða böllum
sem mynda hæð eða hól og í baksýn
má sjá himininn – nokkuð falleg
mynd. Hringsviðið er svo nýtt til að
færa okkur í svefnrými verkamann-
anna og í hýbýli „útlendingsins“
Crooks. Tónlistin er áhrifamikil og
undirstrikar með djúpum tónum að
eitthvað er í aðsigi.
Ólafur Darri leikur hinn barns-
lega Lennie og tekur hlutverkið
snilldartökum. Það er skemmtilegur
leikur í honum eins og þegar hann
stikar á milli ballanna eða risastórra
pokanna og svo reiðir hann sig á
George eins og barn. Ólafur Darri
nær bæði að sýna hve aðlaðandi
Lennie getur verið og hve barns-
legur. Hilmar Guðjónsson leikur
George, sem er skynsamur og jarð-
bundinn, einnig afar vel og er sam-
leikur þeirra mjög góður. Theodór
Júlíusson túlkar hinn fatlaða Candy
af öryggi. Þegar Candy missir
hundinn fer hann að gráta og hann
grætur einn. Það er enginn til að
hugga hann. Val Frey tekst einnig
mjög vel að búa til skýra persónu úr
Slim. Sömu sögu er að segja um
Kjartan Guðjónsson sem hinn hár-
sleikta Karlsson, Halldór Gylfason
sem Whit og Þröst Leó sem bústjór-
ann. Hinn afbrýðissami og stríði
Curley er eins og hann á að vera í
meðförum Þóris Sæmundssonar og
Sigurður Þór Óskarsson er mjög
góður í hlutverki Crooks. Hund-
urinn Máni var stilltur vel á frum-
sýningunni, fatlaður eins og Candy,
eigandinn. Örlög hans kallast bæði á
við örlög eigandans og Lennie. Álf-
rún Örnólfsdóttir leikur konu Cur-
leys. Maður á von á að áhersla sé
lögð á kynþokka persónunnar en
hér er hún sett fram meira sem
venjuleg einmana stúlka sem er að
leita að félagsskap. Það er skyn-
samleg nálgun í nútíma uppfærslu.
Álfrún gerir þessu hlutverki prýði-
leg skil.
Þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðs-
sonar, sem er á vönduðu íslensku
máli, fer vel í munni leikaranna. Nú-
tíma vendingum bregður fyrir í tal-
anda Lennie. Þær eru sparlega not-
aðar og skemmtilegar. Í þessari
uppfærslu er brugðið út frá því sem
maður á að venjast í lokaatriði
verksins. Mér líkaði það persónu-
lega vel. Endirinn verður ekki eins
tilfinningalegur og jafnvel væminn
heldur nokkuð lunkinn og ég sé ekk-
ert athugavert við að leikstjóri leyfi
sér þetta tilbrigði og komi áhorfand-
anum jafnframt á óvart.
Þessi uppfærsla Músa og manna
er í stuttu máli frábærlega vel
heppnuð. Góð vinna fagfólksins sem
að henni kemur rennur saman í afar
sterka heild og ber vott um öfluga
leikstjórn leikstjóra sem hefur góð-
an skilning og snjalla sýn.
Afburða tök á sígildu efni
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Frábær „Ólafur Darri nær bæði að sýna hve aðlaðandi Lennie getur verið
og hve barnslegur. Hilmar Guðjónsson leikur George, sem er skynsamur og
jarðbundinn, einnig afar vel og er samleikur þeirra mjög góður,“ segir m.a.
um jólasýningu Borgarleikhússins, Mýs og menn, sem gagnrýnandi telur
frábærlega vel heppnaða og gefur fullt hús stiga.
Borgarleikhúsið
Mýs og menn bbbbb
Mýs og menn eftir John Steinbeck
Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson. Ný
og endurbætt útgáfa Jóns Atla Jón-
assonar og Jóns Páls Eyjólfssonar.
Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Hilmar
Guðjónsson, Theodór Júlíusson, Þröst-
ur Leó Gunnarsson, Þórir Sæmundsson,
Álfrún Örnólfsdóttir, Valur Freyr Ein-
arsson, Kjartan Guðjónsson, Halldór
Gylfason og Sigurður Þór Óskarsson.
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir, bún-
ingar: Ilmur Stefánsdóttir og Anna Kol-
finna Kuran, lýsing: Björn Bergsteinn
Guðmundsson, tónlist: Davíð Þór Jóns-
son, hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson, leik-
gervi: Margrét Benediktsdóttir, aðstoð-
arleikstjóri: Jón Atli Jónasson.
Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Frumsýning 29. desember á stóra sviði
Borgarleikhússins
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKLIST
Í áramótakveðju til gesta frá Gall-
eríi Ágúst við Baldursgötu kemur
fram að galleríið muni ekki halda
starfseminni áfram á nýju ári.
„Starfsárin sem orðin eru ríflega
fimm, hafa verið skemmtileg og
lærdómsrík, ekki síst vegna sam-
skipta við ykkur öll,“ skrifar Sig-
rún Sandra Ólafsdóttir galleristi og
bætir við að ef spurningar vakni hjá
fyrrverandi viðskiptavinum um
myndlist, hvort sem um er að ræða
listamenn, listaverk, val, kaup eða
hvaðeina, sé hjartanlega velkomið
að hafa samband.
Gallerí Ágúst var rekið af metn-
aði þessi ár en meðal þeirra sem
þar sýndu eru Steingrímur Eyfjörð,
Guðrún Kristjánsdóttir, Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson, Andrea Maack
og nú síðast Hugsteypan.
Gallerí Ágúst
lokaði við áramót
Hætt Sigrún Sandra í galleríinu.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hinn gam-
alreyndi, banda-
ríski leikari
Dustin Hoffman
hefur nú leik-
stýrt sinni fyrstu
kvikmynd og
nefnist hún Quar-
tet. Hoffmann er
orðinn 75 ára en
slær ekki slöku
við, eins og sjá
má. Kvikmyndin segir af fjórum
fyrrverandi óperusöngvurum sem
komnir eru á eftirlaunaaldur og
búa á dvaldarheimili fyrir aldraða.
Meðal helstu leikara í myndinni eru
Michael Gambon, Tom Courtenay,
Billy Connolly, Pauline Collins og
Maggie Smith.
Quartet var frumsýnd í Bretlandi
á nýársdag.
Hoffman leikstýrir
í fyrsta sinn
Dustin Hoffman
Bíólistinn 28. desember-30. desember 2012
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
The Hobbit: An Unexpected Journey 3D
Life of Pi
The Impossible
Rise Of The Guardians
Sammy 2
Niko 2: Bræðurnir fljúgandi
Red Dawn
Cloud Atlas
Skyfall
Silver Linings Playbook
Ný
1
3
2
Ný
8
5
14
4
9
1
3
2
4
1
6
3
8
10
6
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
The Hobbit: An Unexpected Journey
er sú kvikmynd sem mestum miða-
sölutekjum skilaði í kvikmynda-
húsum yfir helgina, sú fyrsta í þrí-
leik leikstjórans Peters Jacksons.
Önnur jólamynd bíóhúsanna, Life of
Pi, er sú næsttekjuhæsta en í þriðja
sæti er kvikmynd sem frumsýnd
var skömmu fyrir jól, The Imposs-
ible. Í henni segir af fjölskyldu sem
lenti í flóðbylgjunni miklu sem
myndaðist við jarðskjálfta á botni
Indlandshafs og skall á fjórum
löndum á annan dag jóla árið 2004.
Yfir 230 þúsund manns létu lífið í
þeim hamförum.
Bíóaðsókn helgarinnar
Ævintýri
Hobbitans
lokkandi
Ferðalag Úr Hobbitanum sem fjöl-
margir sáu um síðustu helgi.
Skráning hafin á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
ER ÞITT HJARTA
Í ÖRUGGUM HÖNDUM?
Nýtt námskeið í Heilsuborg
Hentar einstaklingum sem hafa fleiri en einn
áhættuþátt hjartasjúkdóma, eru með kransæða-
þrengingu eða hafa fengið hjartaáfall og vilja gera
reglulega þjálfun að lífsstíl til frambúðar
Hefst 15. janúar•
Þri og fim kl. 07:00 eða 10:00•
Þjálfun, fræðsla og einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing•
Frjáls aðgangur í heilsurækt á æfingatímabilinu•
Verð í 8 vikur kr. 33.800 (16.900 kr. pr. mán.)•
Þjálfari: Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari•