Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 11
Tvö jarðarber Sálufélagar og bestu vinkonur, hvor úr sinni heimsálfu, Halla og Nitya við Bláa lónið árið 2011.
Þurfti leyfi frá foreldrum
Árið 2009 fór Halla og heimsótti
Nityu til Delhí og var með henni í
tvær vikur af þeim fimm sem hún
dvaldi á Indlandi. „Svo kom hún og
heimsótti mig til Íslands sumarið 2011
og ljóðabókin er í raun ferðasaga okk-
ar Nityu um Ísland. Þessi heimsókn
hennar hafði verið í undirbúningi frá
því árið 2006, því það tók tíma að fá
foreldrana til að samþykkja ferðina og
undirbúa allt sem þarf að undirbúa
þegar fólk utan EES kemur til lands-
ins. Þegar ég kynntist henni í Ástralíu
lá það fyrir að hún ætti að gifta sig
helst strax og hún sneri aftur heim til
foreldra sinna. Það er hálfpartinn
menningarleg skylda pabba hennar að
leita að manni fyrir hana og það er
mikil pressa. En hún hefur samt frelsi
til að hafna þeim mönnum sem hann
kynnir fyrir henni og hún getur leitað
sér maka sjálf, en hann verður að
koma úr réttri stétt og vera af réttu
þjóðerni. Þegar Nitya kom til Íslands
lá fyrir bónorð og í ljóðabókinni er ég
meðal annars að velta því fyrir mér
hvernig hún veltir þeirri stöðu fyrir
sér.“
Á Íslandsflakkinu flökkuðu þær
vinkonurnar um Suður- og Austur-
land og var það mikið ævintýr. „Það
þekkja það allir sem hafa þvælst með
útlendinga um landið hvernig maður
fer að líta náttúru og menningu
öðrum augum. Ég horfði með hennar
augum. Nitya var að koma í fyrsta
sinn til Evrópu og henni fannst þögn-
in á Íslandi yfirþyrmandi. Við keyrð-
um alla suðurströndina og ég sýndi
henni alla fossana og lét hana labba
miklu meira en hún var vön. Við gist-
um fyrstu nóttina í tjaldi uppi við
jökul í Skaftafelli. Svo fórum við til
Hafnar í Hornafirði, komum við á
Borgarfirði eystri, þaðan fórum við í
Loðmundarfjörð og gistum í eyðifirð-
inum Húsavík á Víknaslóðum. Það
var mikil upplifun fyrir mig að fylgj-
ast með vinkonu minni upplifa þá
miklu kyrrð sem þar ríkir.“
Bollywoodhátíð á Íslandi
Þær vinkonurnar höfðu ekki set-
ið lengi á bæjarbarnum á Borgarfirði
eystra þegar vertinum í Fjarðarborg
datt í hug að halda Bollywoodhátíð.
„Fyrst það var Indverji í bænum var
ekkert annað að gera! Við brugðum
okkur til Seyðisfjarðar en fljótlega
byrjuðu símtölin að berast, því þá var
búið að auglýsa Bollywoodhátíðina og
fimmtíu manns búnir að skrá sig. Ég
átti að elda indverskan mat ofan í
gestina, því ég hafði gloprað því út úr
mér við vertinn að ég kynni að elda
indverskan mat, sem ég kann þó tæp-
ast, en Nitya kann það alls ekki,“ seg-
ir Halla og hlær. En það var vaðið í
verkið og þær komu með indversk
klæði með sér frá Seyðisfirði fyrir há-
tíðarhaldara. Hátíðin heppnaðist afar
vel, þótt misvel hafi gengið að nálgast
allt indverska kryddið og hið ind-
verska baunadahl var gert úr klass-
ískum gulum baunum frá Danmörku.
„Nitya sá um að kenna Bolly-
wooddansa og þetta var stórkost-
legt.“ Nú hafa þær Nitya og Halla
hist þrisvar sinnum í þremur heims-
álfum og Halla stefnir að því að hitta
hana í fjórðu heimsálfunni. „Sameig-
inleg vinkona okkar mun gifta sig í
Mexíkó í sumar og ég ætla að leggja
hart að Nityu að koma þangað. Það
er svalt að hafa hist fjórum sinnum í
fjórum heimsálfum.“
Ljósmynd/Hafþór S. Helgason
Vertar í Fjarðarborg Ásgrímur Ingi
Arngrímsson og Skúli Sveinsson.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Stjórnsemi hefðanna
í stéttskiptu
karllægu
samfélagi
má sín lítils
andspænis stjórnseminni í mér
þegar ég klæði hana í ull
og meiri ull
pakka henni ofan í dúnpoka
segi frá börnum
sem sofa úti í vögnum
renni upp
góða nótt
á morgun
sérðu jökulinn
hann er hér
og hann skríður.
Hún liggur vakandi lengi
eftir að ég sofna
og hlustar á þögnina
ærandi þögnina.
Ferðasaga
LJÓÐABÓKIN
Heill heimur
af ævintýrum
Fossaleyni 2, Grafarvogi, sími 586 1000
husgogn.is