Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 14

Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Fitulítil og próteinrík . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA arskrárbreytingar. Ólafur telur það rétta stefnu, þ.e. að hafa færri en fleiri ákvæði um kosningakerfi í stjórn- arskrá. Ekki efnisleg rök fyrir að kjósa þvert á stjórnmálaflokka Í máli sínu á fundinum nefndi Ólaf- ur að í tillögum stjórnlagaráðs væri opnað á persónuval án kjördæma, möguleika á að kjósa frambjóðendur úr mismunandi flokkum. Ólafur sagð- ist á sínum tíma hafa bent stjórnlaga- ráði á að hann sæi ekki efnisleg rök fyrir slíkri tillögu. Þá væri um óvenju- legt fyrirkomulag að ræða, það væri nær óþekkt en væri hins vegar notað á Írlandi. Meðal raka stjórnlagaráðsliða hefði verið að það væri réttur kjós- enda að fá að velja frambjóðendur óháð flokkum. Á móti sagðist Ólafur hafa bent á að nær engin þingræð- iskerfi hefðu séð ástæðu til að taka slíkt kerfi upp. Morgunblaðið/Styrmir Kári Umræða Ólafur Þ. Harðarson ræddi 39. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Löngu tímabært  Prófessor í stjórnmálafræði segir það kall tímans að jafna vægi atkvæða  Þinginu látin eftir nánari útfærsla á kosningakerfi Kosningar Ólafur minnti á að ÖSE hefði í úttekt sinni eftir kosningarnar árið 2009 gert athugasemdir við hversu mikið misvægi atkvæða væri hér á landi. SVIÐSLJÓS Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Ákvæði um jafnt vægi atkvæða í al- þingiskosningum er jafnvel róttækasta breytingin sem felst í tillögum stjórn- lagaráðs varðandi breytingar á kosn- ingakerfinu. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmála- fræði og forseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Ólafur kom á fund eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Al- þingis í gærmorgun, þar sem kallað var eftir hugrenningum hans um ákvæði 39. gr. í frumvarpi til stjórn- skipunarlaga en greinin fjallar um kosningar til Alþingis. Kerfisbundið misvægi atkvæða Á fundinum fór Ólafur í gegnum misvægi atkvæða hér á landi og greindi frá því að í samanburði við mörg Evrópulönd væri misvægi at- kvæða miklu meira og kerfisbundnara hér á landi en annars staðar. Þá benti Ólafur á að í úttekt ÖSE eftir alþing- iskosningar árið 2009 hefði sérstaklega verið gerð athugasemd við misvægi at- kvæða. Í úttektinni hefðu jafnframt fal- ist ráðleggingar um að endurskoða lagagreinar til að tryggja grundvall- arreglu um jafnan atkvæðisrétt. „Ég held að þetta sé með mikilvægustu ákvæðunum, að jafna atkvæðisvægið,“ sagði Ólafur og bætti við að hann teldi slíkt kall tímans og löngu tímabært. Ólafur segir sér sýnast á öllu að sú lína sé tekin í frumvarpi stjórnlagaráðs að hafa frekar færri en fleiri ákvæði um kosningakerfið í stjórnarskránni sjálfri og þar með sé þinginu látið eftir að ákveða í raun marga mikilvæga þætti í útfærslunni. Hugsunin virðist að einhverju leyti vera sú að auðveld- ara sé að laga minniháttar þætti kerf- isins án þess að þurfa að fara í stjórn- Kosningakerfið » Misvægi atkvæða hefur löngum verið umdeilt hér á landi. » Ólafur Þ. Harðarson segir ákvæðið um jafnt vægi at- kvæða gríðarlega mikilvægt. » ÖSE (Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu) hefur gert athugasemdir við misvægi atkvæða hér á landi. » Í 39. gr. frumvarps til stjórn- skipunarlaga segir: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.“ » Einnig segir þar að úthluta skuli þingsætum út frá at- kvæðastyrk. Menntamálaráðuneytið samþykkti nýja menntastefnu fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla árið 2011. Hún mun taka gildi að fullu árið 2015. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið í samstarfi við Náms- gagnastofnun gaf út í desember sl. þemahefti um grunnþætti í menntun til að greiða götu innleiðingarinnar. Framhaldsskólar vinna nú að innleið- ingarferlinu. „Síðustu mánuði höfum við verið að uppfæra áfanga og kennsluáætlanir miðað við nýtt einingakerfi. Sú vinna hefur gengið vel,“ segir Soffía Waag Árnadóttir, forstöðumaður há- skólabrúar Keilis. „Það er öllum kerfum hollt að vera endurnýjuð og uppfærð og það á ekki síst við um menntakerfið. Með því gefst tækifæri til þess að endurhugsa kennslu og kennsluaðferðir sem er mikilvægt,“ segir Soffía og bendir á að þetta tóni vel við nýja kennslu- hætti sem Keilir hefur innleitt, svo- kallaða speglaða kennsluhætti. Þeir byggjast m.a. á því að færa fyrirlestr- ana heim og virknina inn í skólann. „Með þessum hætti náum við að virkja nemendur og hlutverk kenn- arans verður meira leiðbeinandi. Fyrstu önninni sem við notuðumst við þessa kennsluaðferð er lokið. Reynslan af nýrri kennsluaðferð hef- ur verið áhrifarík og ánægjuleg bæði frá sjónarhóli nemenda og kennara,“ segir Soffía að lokum. Má ekki bitna á kennslunni „Þetta gefur góða raun. Í kennsl- unni hef ég verið að fara í nýju nám- skrána sem liggur til grundvallar öllu starfi. Ég hef verið að innleiða hópa- starf í dönsku og hef t.d. tekið ákveðið þema inn, eins og mannréttindi, tján- ingafrelsi, kvenréttindi, jafnrétti og þar fram eftir götunum. Þetta skilar tvímælalaust árangri,“ segir Brynja Stefánsdóttir, dönskukennari í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Henni líst vel á grunnþættina en bendir á að „grunnþættirnir mega ekki verða þannig að nemarnir læri ekkert í dönsku,“ segir hún. Brynja bendir á að oft og tíðum eigi nemendur erfitt með að leysa verkefni sem felst í því að ekki eitt rétt svar er við tiltekinni spurningu. „Þeim þykir þetta ekki þægilegt því þau hafa ekki leyst mörg slík verk- efni,“ segir Brynja og bendir á að þessu viðhorfi þurfi að breyta. Það þurfi að gerast mun fyrr, t.d. í grunn- skóla. thorunn@mbl.is Almenn ánægja með nýja menntastefnu  Unnið af kappi við innleiðinguna Morgunblaðið/Kristinn Menntun Ný menntastefna fyrir framhaldsskóla tekur fullt gildi 2015. Meginmarkmið nýju menntastefnunnar er að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissam- félagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun, sem er nýlunda. Þá er notast við lykilhæfni sem er nýtt við skipulagningu námsbrauta, gerð áfangalýsinga auk þess sem horft er til hennar við námsmat og umsögn um nemendur. Þetta stendur í aðalnámskrá framhaldsskóla. Í lögum 92/2008 um framhaldsskóla er kveðið á að leggja niður núverandi einingakerfi framhaldsskólans og taka þess í stað upp svokallaðar fram- haldsskólaeiningar (oftast stytt í feiningar). Þessar nýju feiningar byggjast á því að miða við vinnu nemandans, þannig að hver feining endurspegli þriggja daga fulla vinnu hans. Kerfið samsvarar á þann hátt evrópsku háskóla- einingakerfi (ECTS). „Feiningar“ og lykilhæfni SEX GRUNNÞÆTTIR KJARNI MENNTASTEFNUNNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.