Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 17
FRÉTTIR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
… Heilsurækt fyrir konur
Nýtt!
bjóðum
nú einnig
upp á tri
mform
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Nýr
lífstíll á nýju ári
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Innlent
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Þeir sem sækjast eftir að starfa með börnum innan
kirkjunnar þurfa að veita heimild til að yfirmenn hennar
afli upplýsinga um þá úr sakaskrá. Kveðið er á um þetta
í siðareglum þjóðkirkjunnar sem samþykktar voru árið
2009 og er það í samræmi við æskulýðslög frá 2007.
Ákvæðin ná einnig til sjálfboðaliða.
Samkvæmt þeim er óheimilt að ráða til starfa ein-
staklinga sem hafa hlotið refsidóm vegna kynferðisbrots.
Hið sama gildir um þá sem hafa á síðustu fimm árum
brotið lög um ávana- og fíkniefni.
Að sögn Árna Svans Daníelssonar, verkefnastjóra hjá
Biskupsstofu, er það Biskupsstofa sem fær heimildina til
að kanna sakaskrá umsækjenda. Komi eitthvað misjafnt
í ljós eru athugasemdir sendar yfirmanni sem tók við
umsókninni.
Í Kastljóssþætti á mánudagskvöld kom fram að Karl
Vignir Þorsteinsson, sem hefur játað að hafa beitt tugi
barna kynferðisofbeldi, hafi starfað sem sjálfboðaliði fyr-
ir Áskirkju til ársins 2007. Þá var honum vísað úr starfi
eftir að fjallað var um brot hans í fjölmiðlum.
Þó að siðareglur kirkjunnar hefðu verið í gildi á þeim
tíma þá virðist ekki hafa verið hægt að neita honum um
starf á grundvelli þeirra þar sem hann hefur ekki verið
dæmdur fyrir kynferðisbrot.
„Siðareglur kveða aðeins á um að upplýsinga sé leitað
í sakaskrá. Það eru hins vegar dæmi um að mönnum hafi
verið vísað úr starfi þó að ekki hafi fallið dómur yfir
þeim, eins og dæmið úr Áskirkju sýnir,“ segir Árni Svan-
ur.
Í samstarfi við Blátt áfram
Að sögn Helga Guðnasonar, aðstoðarforstöðumanns
Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, auglýsir kirkjan aldrei
eftir fólki í barnastarf heldur séu einstaklingar hand-
valdir í það. Þeir þurfi svo að veita leyfi fyrir því að
fulltrúar kirkjunnar skoði sakaskrá. Auk þess er lög-
reglu tilkynnt hverjir vinna með börnum ef einhver mál
skyldu koma upp í tengslum við þá einstaklinga.
Þá segir Helgi að kirkjan hafi átt í samstarfi við Blátt
áfram undanfarin 2-3 ár og gerð sé sú krafa til fólks sem
starfi með börnum innan hennar að það sæki námskeið á
þeirra vegum. Út frá þeim hafi verið mótaðar samræmd-
ar reglur um barnastarf fyrir alla Hvítasunnuhreyf-
inguna. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Helgi.
Fá heimild til að
skoða sakaskrá
Hvítasunnukirkjan lætur
lögreglu fá upplýsingar um
hverjir vinni með börnum
Forsvarsmenn Áskirkju sendu frá sér yfirlýsingu í
gær í tilefni af umfjöllun Kastljóss um kynferð-
isbrot Karls Vignis Þorsteinssonar á börnum. Þar
kom meðal annars fram að hann hefði starfað fyr-
ir kirkjuna sem sjálfboðaliði til 2007 og fengið við-
urkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf sín árið 2010.
Í yfirlýsingunni segir að Karl Vignir hafi aldrei
annast né komið á nokkurn hátt að starfi með
börnum og unglingum í Áskirkju. Þátttaka hans í
starfi sem sjálfboðaliði við Opið hús aldraðra hafi
hafist í kringum árið 2003 með aðstoð í eldhúsi.
Hann hafi síðar verið hluti af hópi sjálfboðaliða í
heimsóknaþjónustu í söfnuðinum.
Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2007 um
Karl Vigni, hafi hann verið leystur frá störfum sem
sjálfboðaliði og hafi síðan ekki gegnt neinum
trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna. Hvað varðar við-
urkenninguna sem hann hlaut árið 2010 segir: „Á
Evrópuári sjálfboðastarfs í kirkjunni 2011 var
þjóðkirkjusöfnuðum boðið að veita sjálfboðaliðum
viðurkenningu fyrir störf sín. Í Áskirkju voru 30
einstaklingum veittar slíkar viðurkenningar, og
var Karl Vignir í þeim hópi. Í ljósi þess sem fram
hefur komið í umfjöllun Kastljóss nú, og Karl Vign-
ir játaði þar á sig, er augljóst að sú ákvörðun var
röng.“
YFIRLÝSING Í KJÖLFAR UMFJÖLLUNAR
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Áskirkja Forsvarsmenn kirkjunnar sendu frá sér yfirlýs-
ingu í tilefni af umfjöllun Kastljóss.
Karl Vignir var ekki í
barnastarfi Áskirkju
Skannaðu kóðann
til að lesa um Karl
Vigni á mbl.is
Stjórn Blindrafélagsins ákvað í
gær, í kjölfar nýrra upplýsinga og í
ljósi þeirra afbrota sem Karl Vignir
Þorsteinsson hefur viðurkennt að
hafa framið á börnum, „að kanna
nánar meðal foreldra og barna sem
kynnu að hafa orðið á vegi Karls
Vignis á vettvangi félagsins þann
tíma sem hann var sjálfboðaliði á
þess vegum, hvort hann hafi brotið
gegn einhverjum börnum á þessum
tíma“.
Þá segir í yfirlýsingu frá stjórn-
inni að komi í ljós ábendingar um að
svo hafi verið verði lögreglu gert
aðvart.
Sat í skemmtinefnd og
tómstundanefnd félagsins
til 2006
Í yfirlýsingunni segir að Karl
hafi byrjað að vinna sem sjálf-
boðaliði fyrir Blindrafélagið á tí-
unda áratug síðustu aldar, sem
heimilishjálp fyrir einn íbúa í húsi
Blindrafélagsins í Hamrahlíð.
„Karl var viljugur til verka sem
sjálfboðaliði og var kosinn í nefndir
á vegum félagsins kringum árið
2000 og sat í skemmtinefnd og tóm-
stundanefnd félagsins meira og
minna fram til ársins 2006 eða þar
til Ragnar Bjarnason tónlist-
armaður hafði samband við fram-
kvæmdastjóra félagsins og sagði
honum frá ásökunum og alvarlegum
misgjörðum sem tengdust Karli.
Þessar upplýsingar komu starfsfólki
og stjórnarmönnum félagsins gjör-
samlega í opna skjöldu. Ákvörðun
var tekin um að kanna meðal fé-
lagsmanna sem helst höfðu unnið
með Karli hvort nokkuð grun-
samlegt hefði gerst kringum hann. Í
þeirri athugun var sérstaklega hug-
að að foreldrum blindra og sjón-
skertra barna.
Ekkert kom fram sem vakti grun-
semdir um að Karl hefði brotið gegn
einhverjum börnum á vettvangi fé-
lagsins, en þess skal getið að Karl
vann aldrei beint við ungmenna-,
barna- eða foreldrastarf Blindra-
félagsins,“ segir í yfirlýsingu stjórn-
arinnar.
Í framhaldi af þessu hafi Karli
Vigni verið tilkynnt að nærveru
hans í félagsstarfi Blindrafélagsins
væri ekki lengur óskað.
Kanna nánar hvort
brot hafi verið framin
Sat í nefndum Blindrafélagsins