Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 2.000 kr. stykkið PÚÐAVER Á TILBOÐI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Borgið 2 fáið 3 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Öflugasta hitabylgja í manna minn- um og sterkir vindar herja enn í suð- austurhluta Ástralíu, þegar hafa þúsundir hektara af gróðurlendi brunnið. Engin dauðsföll hafa verið staðfest. Enn er þó saknað um 100 manna á eynni Tasmaníu þar sem víða logar en talið er að fólkið sé flest eða allt ferðamenn sem séu fyr- ir löngu farnir af svæðinu. Gefin hefur verið út viðvörun fyrir New South Wales, fjölmennasta sambandsríki Ástralíu, og fólki sagt að vera vel á verði. Aðeins höfðu í gær borist fregnir af einu húsi sem hafði brunnið í ríkinu. En horfurnar voru ekki góðar og slökkviliðsmenn bjuggu sig í gær undir langa nótt. „Aðstæður geta ekki verið verri en þetta, við erum við hamfarastig,“ sagði Shane Fitzsimmons, einn af yfirmönnum slökkviliðsmála í millj- ónaborginni Sydney. Kaldara loft væri að vísu á leiðinni úr suðri en það færðist hægt inn yfir landið. „Enn verða aðstæður mjög slæmar í marga klukkutíma [í New South Wales]. Þá er ég aðeins að tala um næstu nótt.“ Þúsundir slökkviliðsmanna eru í viðbragðsstöðu og um 70 flugvélar sem notaðar eru m.a. til að varpa vatni á eldana til að reyna að hefta útbreiðsluna. Fjögur svæði í New South Wales hafa verið lýst ham- farasvæði sem þýðir að ekki sé hægt að ráða við eldana sem breiðast þar hratt út vegna þess hve vindur er mikill, íbúar verða að flýja heimili sín. Borgarstjórinn í Shoalhaven, einu af úthverfum Sydney og vin- sælum strandbæ, sagði að svæðið allt væri eins og „púðurtunna“. Í Victoria-ríki hafa um 7.000 hekt- arar skógræktarsvæðis eyðilagst í eldi sem nú ógnar þéttbýli. Vitað var um tvö hús sem höfðu brunnið. Á Tasmaníu brenna enn tugir kjarr- elda. Um 20 þúsund hektarar hafa þar brunnið og um 100 hús eyði- lagst. Ekkert lát á hitabylgjunni í Ástralíu  Svæði við Sydney líkt við púðurtunnu AFP Ógn Reykur stígur upp frá kjarreldum við Green Point í New South Wales, fjölmennasta sambandsríkinu í Ástralíu, í gær. Yfir 40 gráðu hiti » Meðalhitinn í Ástralíu hef- ur verið yfir 39 gráðum á Cel- síus síðustu daga og fór yfir 40 gráður í Sydney. Spáð er 43 gráðu hita næstu daga. » Fólki á hættusvæðum hef- ur verið skipað að yfirgefa heimili sín. » Julia Gillard forsætisráð- herra hefur heimsótt verst leiknu svæðin. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tveir af fimm Indverjum sem nú eru fyrir rétti í Nýju-Delí, sak- aðir um að nauðga fyrir þrem vikum ungri konu í strætisvagni og misþyrma henni svo að hún lést, ætla að vísa öll- um ákærum á bug, að sögn lög- manna þeirra í gær. Sjötti maðurinn er sennilega sautján ára og verður fjallað um mál hans hjá sérstökum dómstóli fyrir unglinga, að sögn AFP-fréttastofunnar. Málið hefur valdið mikilli ólgu í landinu og ýtt undir kröfur um að lögreglan taki fast á nauðgurum. Ummæli þekktra karla hafa enn aukið reiðina. Asharam, þekktur trúarleiðtogi hindúa, segir að unga konan sem lést hefði getað komið í veg fyrir glæpinn með því að biðjast vægðar. Ábyrgðin liggi ekki síður hjá henni en nauðgurunum. Asha- ram, sem einnig gengur undir nafn- inu Bapu (faðir), á sér marga fylg- ismenn. „Þessi harmleikur hefði ekki orðið ef hún hefði kallað nafn guðs og fleygt sér fyrir fætur árásar- mannanna. Það voru ekki bara þeir sem breyttu rangt,“ sagði Asharam. Menning „sem líður ofbeldi“ Fleiri áhrifamenn hafa tekið upp hanskann fyrir nauðgarana. Til dæmis sagði þingmaðurinn Abhijit Mukherjee í desember að konur sem tækju þátt í mótmælum gegn hópnauðguninni væru eins og gaml- ir bílar sem hefðu farið margoft í viðgerð. Dagblaðið The Hindu fordæmdi í gær þessi ummæli í leiðara. Stjórn- málamenn frá bæði stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu voru sagðir hafa látið í ljós kvenfyrirlitningu í tengslum við málið og með þeirri áherslu sem báðir flokkar hafa lagt á að konur starfi ekki utan heimilis. „Hugmyndir þeirra um ákjós- anlegt samfélag virðast eiga rætur sínar í sömu fordómum og hafa fætt af sér menningu sem líður ofbeldi gagnvart konum. Atvikið í Nýju- Delí er nýjasta birtingarmynd þess.“ Karlremba og margvíslegur hrottaskapur í garð kvenna eru afar útbreidd í landinu að sögn margra heimildarmanna en fram til þessa hefur lítið verið fjallað um vandann opinberlega. Ungar konur í stór- borgum eru yfirleitt mjög smeykar við að ganga einar á götum úti enda hópnauðganir afar algengar og sjaldgæft að óbótamönnunum sé refsað. En opinberar tölur sýna að skráðum nauðgunum fjölgaði úr 2.487 fyrir um fjörutíu árum í 24.206 árið 2011.  Þekktur trúarleiðtogi hindúa segir konu sem nauðgað var í Nýju-Delí hafa átt að biðja árásarmenn um miskunn AFP Mótmæli Indverjar við minningarreit um fórnarlamb nauðgara sem hópur manna réðst á í strætisvagni í desember og misþyrmdi svo illa að konan lést síðar af sárum sínum. Margir krefjast þess nú að óbótamennirnir verði hengdir. Áhrifamenn kenna fórn- arlömbum um nauðganir Mótmæli víðar » Undanfarnar vikur hafa verið mótmæli í Nepal þar sem þess er krafist að stjórnvöld bregðist við ofbeldinu. Nýlega var fullyrt að lögreglumaður hefði nauðgað erlendri konu. » Ætlunin er að húðstrýkja 15 ára stúlku á Maldíveyjum fyrir að hafa átt samræði við karlmann. Áður hefur komið fram að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni margsinnis. Asharam Lögreglan í Chi- cago hefur hafið morðrannsókn vegna andláts Urooj Khans, 46 ára gamals manns, í fyrra en skömmu áður hafði hann unnið milljón dollara, nær 130 milljónir króna, í lottó. Nú er komið í ljós að Khan dó úr blá- sýrueitrun. Khan, sem var kvæntur og átti dóttur, rak nokkrar efnalaugar. Hann ákvað að taka alla fjárhæðina út strax og var um að ræða 425 þús- und dollara eftir skatt. Er hann lést 20. júlí var talið að ástæðan væri æðasjúkdómur en samt kannað hvort hann hefði neytt eiturlyfja eða dáið af völdum kolmónoxíðs - en ekki blásýru. kjon@mbl.is Var lottóvinnings- hafinn Khan myrtur með blásýru? Urooj Khan BANDARÍKIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.