Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Að sögn Stein-gríms J. Sig- fússonar er fjarri lagi að Ísland hafi tekið ákvörðun um að dæla upp olíu á Drekasvæðinu verði það talið hagkvæmur kostur. Sú olíu- leit sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa á svæðinu hefur að sögn Steingríms ekkert með vinnslu olíu að gera. Ákvörðun um að leyfa vinnslu hafi alls ekki verið tekin. Þetta er ekki síður trúverð- ug afstaða en sú sem Stein- grímur hefur kynnt til um- sóknarinnar um aðild að ESB. Hann stendur að umsókn um aðild Íslands að ESB en er að eigin sögn alls ekki með umsókninni að sækjast eftir að Ísland verði aðili að ESB. Auðvitað er ekki síður sjálf- sagt að leita að olíu sem mað- ur ætlar ekki að vinna en að sækja um aðild að félagsskap sem maður ætlar ekki vera í. Er ekki hægt að leggja í mik- inn kostnað við að undirbúa eitthvað fleira sem ætlunin er að láta ekki verða af? Málflutningur for- manns VG er allur jafntrúverðugur} Undirbúningur undir ekki neitt Atvinnuleysiæskufólks ávinnumark- aði á evrusvæðinu versnar sífellt. Og í sumum ríkjum þess er það orð- ið beinlínis óhugnanlegt. Á Spáni er atvinnuleysi þessa hóps komið yfir 57 %. Þetta unga fólk þarf ekki að „kíkja í pakka“ ESB og evrunnar. Það situr örvinglað á kassabotn- inum og kemst ekki upp úr honum. Hið almenna atvinnu- leysi á evrusvæðinu er nú um 12 prósent. Þrátt fyrir þetta ástand reyna Jóhanna, Steingrímur og aðrir ESB-sinnar að halda því að Íslendingum að þarna liggi þeirra framtíð. Seðlabanki evrunnar hefur prentað ógrynni fjár og dælt út til banka á sínu svæði til að koma í veg fyrir fall þeirra og hrun myntar bankans í kjölfar- ið. Þessar aðferðir hafa fram til þessa dugað til að afstýra full- komnu hruni. Grundvöllur gervimyntar- innar skiptir meira máli en til- verugrundvöllur þjóðanna sem búa enn við hana. En þessi öfl- uga prentun og björgunarbuna bankans hefur hins vegar ekki dugað til að koma verst stöddu evruþjóðunum á beinu braut- ina. Þær engjast sundur og saman. Allir vita um ólánsástandið á Grikklandi. Verjendur einnar myntar fyrir álfu Evrópu segja sem svo að grikklandsfárið sanni ekkert. Það land hafi log- ið sig inn í evruna í upphafi og því aðeins verið tímaspursmál hvenær upp úr syði þar. En Spánn? En Írland? En Slóven- ía? En Kýpur? En Ítalía? Var lygin einnig leiðangursstjóri þessara þjóða inn í evruna? Vitað er að lygin er drifkraftur íslensku umsóknarinnar að ESB, en það er önnur saga. Það er ekki aðeins að at- vinnuleysi ungs fólks á Spáni sé orðið 57%. Hið almenna atvinnu- leysi er komið upp í 27%. Hvernig þætti Gylfa og þeim í ASÍ ef um 50 þúsund manns gengju atvinnulausir á Íslandi? Og engin úrlausn væri í kortunum. Ætli verkalýðs- hreyfingin væri að velta fyrir sér kauphækkunum á Íslandi þá? Væri ekki rétt að hún kíkti í þann pakkann? Hvað myndi hið íslenska atvinnuleys- isbótakerfi standa lengi undir slíku atvinnuleysi hér á landi? Eða sveitarfélög í framhaldi af óhjákvæmilegri fjárþurrð þess sjóðs sem fjármagnar það kerfi? Hvernig væri að kíkja í þann pakka? Húsnæðisverð hefur hrapað á Spáni á undanförnum árum og því er spáð að það muni falla enn um 30 prósent á þessu ári og verðfall haldi svo áfram a.m.k. til ársins 2018. Á þriðja hundrað þúsund fjölskyldur eru nú bornar út úr íbúðum sín- um á ári. Þegar almennt at- vinnuleysi er komið í 27% og upp í 57% hjá þeirri kynslóð sem þarf helst að stofna til hús- næðiskaupa þá seljast engin hús. Spánski pesetinn hefur fallið um 50 prósent eða meir, svo er- lendir fjárfestar ættu að standa í biðröð til að kaupa fasteignir á Spáni. En spánski pesetinn er bara ekki til. Mynt Spánar er evra og verðgildi hennar miðast við þýskan efna- hag og þýskt fasteignaverð. Systurflokkarnir Samfylk- ing og Björt framtíð horfa sjálfsagt á ástandið á Spáni björtum augum. Enda bentu þau Össur og Sigríður Ingi- björg á að erfiðleikarnir á evrusvæðinu væru varla þess virði að nefna þá. Þeir væru eingöngu vaxtarverkir í hinu „dynamiska“ kerfi ESB, eins og þau orðuðu það svo spak- lega. Atvinnuleysi á evru- svæðinu vex enn}Er ógeð í pakkanum? S amkvæmt nýjustu skoðanakönnunum um fylgi flokka og framboðslista til komandi alþingiskosninga er það helst fréttnæmt að framboð Guð- mundar Steingrímssonar, Björt framtíð, nýtur nú um 12% stuðnings kjósenda. Það yrði með ólíkindum ef sprelliframboð Besta flokksins yrði endurtekið af samfylking- arspekúlöntum með þeim árangri sem þessar kannanir gefa til kynna. Framboð Besta flokksins í síðustu borgar- stjórnarkosningum var dæmigert undirskála- framboð Samfylkingarinnar. Það þarf enga sér- staka uppljóstrun á leynilegum plottfundum „frjálslyndra“ kaffihúsaspekinga til að átta sig á slíkri staðreynd. Framboðið hafði augljóslega það meginmarkmið að leiða Samfylkinguna til valda í Reykjavík, enda er stefnan hennar í einu og öllu. Besti flokkurinn verður varla dreginn til ábyrgðar fyrir það sem aflaga fer. Þau eru skemmtikraftar – ekki stjórnmálamenn. „Don’t Shoot Me I’m Only the Piano Pla- yer“ sagði Elton John og það á ekki síður við um Jón Gnarr. Eftir síðustu borgarstjórnarkosningar kom aldrei til álita að sá grátbroslegi uppistandari ræddi eitt einasta aukatekið orð við sjálfstæðismenn né vinstri-græna. Hann fór beint heim til föðurhúsanna þar sem Dagur B. Eggertsson fer sínu fram. Í tilfelli harmonikkuleikarans, Guðmundar Steingríms- sonar, er dæmið enn augljósara. Hann er fyrrverandi að- stoðarmaður vinar síns og samherja og fyrrverandi borg- arstjóra, Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og stýrir nú beitiskipinu. Annar leiðtogi þeirra bjartsýnismanna er Ró- bert Marshall, en hvaðan skyldi hann koma? Guðmundur er erfðaprins og mjög dæmi- gerður stjórnmálamaður í fremur hvimleiðum skilningi, sonur Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra, sem var sonur Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. Báðir voru þeir feðgar hinir mætustu menn en stóðu þó fyrst og síðast fyrir þær skoðanir og viðhorf sem þeir töldu sér sjálfum helst til framdráttar. Sama er að segja um harmonikkuleikarann. Hann er svo „frjálslyndur“ í afskaplega frjáls- um og víðtækum skilningi að hann sagðist reyndar búast við stuðningi úr öllum hinum flokkunum. Forgangsröðun um tilurð þessa framboðs segir reyndar allt sem segja þarf um pólitískt markmið þess: Fyrst var ákveðið að fara í framboð. Síðan velt vöngum yfir góðu nafni (eins og braskarar gera þegar þeir skipta um kennitölu) og síðan farið að huga að stefnu- málum sem á endanum urðu meira og minna merking- arlaus meðaltalssúpa. Þegar valdhafar gerast skjálfhentir er gott að hafa und- irskálar sem taka við þeim kjósendum sem skvettast upp úr bollanum. Eftir kosningar er svo hellt úr undirskál- unum aftur í bollann og ekkert fer til spillis. Svona „gerviframboð“ og óheilindi eru auðvitað mjög ólýðræðisleg. En hvað um það? Lýðræðishjal Samfylking- arinnar hefur hvort sem er ætíð verið fagurgali. kjartang@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill Undirskálaframboð Samfylkingar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ínýlegri úttekt Interpol kemurfram að vandasamara er fyrirkreditkortasvindlara aðhagnast á beinni notkun kreditkorta, þ.e. þegar kreditkortið er haft um hönd, en áður. Hafa þeir neyðst til þess að breyta aðferðum sínum og reyna nú frekar að nota kreditkortaupplýsingar til að afla sér fjár í gegnum netheima. T.a.m. með kaupum á vörum og þjónustu þar sem þess er ekki krafist að kreditkort sé við höndina. Fram kemur í skýrslunni að ör- yggi við notkun kreditkorta hafi vaxið mikið eftir að tekin var upp sú aðferð að láta kúnnana slá sjálfa inn pin-númer þegar verslað er. Jafn- framt hafi innleiðing örgjörva í kort- in gert það að verkum að ekki er lengur þörf á að notast við seg- ulröndina, en hana er auðveldara að afrita, eða skima. 1,5 milljörðum evra stolið Fram kemur að kred- itkortasvindlarar hafi stolið fyrir upphæð sem jafngildir 1,5 millj- örðum evra í Evrópu árið 2011. Þar af hafi um 900 milljónum evra verið stolið í glæpum þar sem ekki var notast við kortið sjálft við viðskiptin eins og á netinu. Í þeim tilvikum notast glæpamennirnir gjarnan við tölvubúnað á borð við vírus sem hef- ur það hlutverk að afrita persónu- legar upplýsingar eiganda kred- itkortanna. Segir í skýrslu Interpol að glæpagengi hafi náð kred- itkortaupplýsingum frá meira en milljón manns í Evrópu með þessum hætti árið 2011. Megnið af upplýs- ingunum er selt til aðila sem nýta sér þær með einum eða öðrum hætti. Vel skipulögð glæpasamtök Glæpasamtök sem koma að kreditkortasvindli eru alþjóðleg og vel skipulögð. Tiltölulega lítil áhætta er af þessari tegund glæpa. Helgast það af því að gjarnan er óljóst hvar ábyrgð þeirra sem eiga að framfylgja löggjöfinni liggur. Þannig getur ábyrgðin legið hjá efnahagsbrota- eða fjársvikadeild í einu landi en hjá tölvuglæpadeild í öðru. Slíkt geri samstarf erfiðara. Eins segir í skýrslunni að hvati til rannsókna sé gjarnan lítill þar sem oft sé um tiltölulega lágar upphæðir að ræða sem stolið er af hverju korti. Kallar Interpol eftir því í skýrslunni að Evrópusambandið beiti sér fyrir löggjöf um betra sam- ræmi og aukna samhæfingu þeirra landa sem eiga hagsmuna að gæta þegar kemur að kreditkortasvindli. Segir í skýrslunni að sökum þess að vandamálið sé alþjóðlegt og ekki bundið við ákveðið landsvæði geti kreditkortasvindlarar notað upplýsingar af stolnum kred- itkortum annars staðar í heiminum en þeirra er aflað. Erfiðleikar í sam- starfi landa á milli geri það að verk- um að erfitt sé að hafa hendur í hári slíkra glæpamanna. Örgjafar til öryggis Innleiðing örgjörva í kreditkort árið 2010 hefur reynst bylting gegn kreditkortaglæpum. Er nú svo komið að Interpol telur að glæp- ir þar sem óprúttnir ein- staklingar villa á sér heimildir með því að notast beint við kreditkort í verslunum séu svo til úr sögunni í Evrópu. Hafa Belgar t.a.m. lokað al- farið fyrir notkun segulrand- arinnar. Hana má þó virkja sérstaklega þegar farið er til útlanda. Örgjörvi bylting gegn kreditkortaglæpum Morgunblaðið/Árni Sæberg Aukið öryggi Örflaga í kreditkortum hefur gert það að verkum að kred- itkortaglæpum þar sem notast er við kort hefur fækkað. Bergþóra K. Ketilsdóttir for- stöðumaður viðskiptavers hjá Borgun segir að hingað til lands hafi menn komið gagn- gert til að afrita segulrönd kreditkorta. „Lögreglunni til hróss þá hafa þessir menn alltaf náðst,“ segir Bergþóra. „Þessi nýi örgjörvi gerir það að verkum að menn ná ekki seg- ulröndinni. Það gefur því auga leið að menn ættu ekki að sjá hag sinn í því að reyna að stela kreditkortaupplýsingum. Eins ætti árangur lögreglunnar hér á landi að vera öðrum mönnum sem hingað koma víti til varnaðar,“ segir Bergþóra. Hún bendir á að enn sé hætta til staðar. „Korthafi ferðast víða um lönd og þar geta óprúttnir aðilar enn náð upplýs- ingunum af segulrönd- inni,“ segir Berg- þóra. Allir svindl- arar náðst MIKILVÆGUR ÖRGJÖRVI Bergþóra K. Ketilsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.