Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 27

Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 27
una, vera óhræddur við að prófa nýja hluti, koma fram við alla af sömu virðingu og margt, margt fleira. Sárast þykir mér þó að amma fái ekki að hitta fyrsta lang- ömmubarnið sitt. Ég mun aldrei gleyma gleðinni og fagnaðaróp- unum þegar ég sagði henni frétt- irnar. Eina sem ég get gert er að halda minningu hennar á lofti og kenna áfram þau gildi sem ég lærði hjá henni til næstu kyn- slóða. Gildi sem eiga alltaf við og hafa gert okkur öll að betri manneskjum. Takk fyrir allt, amma mín. Ólafur Páll Johnson. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til ömmu Dúru. Amma var alltaf vel tilhöfð, fór reglu- lega í lagningu, með vel lakkaðar neglur og ilmvatnslyktina hennar þekktum við langar leiðir. Ráðin hennar ömmu voru gulls ígildi og hún kenndi okkur margt sem mun nýtast okkur vel í lífinu. Hún var falleg, hjartahlý og góð kona sem hafði gaman af því að gleðja aðra. Amma Dúra var gestgjafi af guðs náð og lumaði alltaf á einhverju góðgæti handa okkur. Þau voru ófá skiptin sem við frændsystkinin fengum að gista hjá ömmu og afa á Neshaganum. Ömmu var mjög annt um okkur og hafði fyrir sið að gefa okkur eitthvað fallegt í hvert skipti sem hún kom frá útlöndum. Hjá ömmu átti hvert barnabarn sín eigin náttföt, sinn eigin tann- bursta og þar fram eftir götun- um. Við skemmtum okkur ávallt konunglega og fórum í ýmsa leiki með skartgripina og veskin hennar ömmu í stóra fataher- berginu hennar. Sumarbústaðurinn á Þingvöll- um var eins og annað heimili fyr- ir ömmu á sumrin. Hún hafði gaman af því að hugsa um blómin sín og dáðist að náttúrunni og líf- ríkinu í kring, þá sérstaklega himbrimanum sem söng svo fal- lega. Skemmtilegast var þegar Johnson-fjölskyldan kom saman í heild sinni á Þingvöllum og amma hugsaði vel um allt og alla. Amma Dúra mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar barnabarnanna og í lífi allra sem hún snerti. Við kveðjum elsku ömmu og vitum að nú eru fagn- aðarfundir með henni og afa. Guð geymi þig, amma Dúra. Auður, Guðrún og Guðrún María. Kynslóðir koma, kynslóðir fara Þessar ljóðlínur Matthíasar Jochumssonar komu mér í hug þegar ég heyrði af fráfalli Dúru. Hún var í hópi þeirra síðustu af „kynslóð“ foreldra minna til að falla frá. Hún var að vísu töluvert yngri en þau en í huga mér eru þau af sömu kynslóð þar sem hún var gift föðurbróður mínum, Ólafi Ó. Johnson. Þau voru glæsi- leg hjón, svo glæsileg að eftir var tekið og oft um rætt. Aðallega var þó rætt um hve ljúfir og góðir einstaklingar þau voru, traustir vinir vina sinna. Dúra var fremur hávaxin, grönn, með fínlega andlitsdrætti, hlýtt bros og einstaka glaðværð í augunum. Hlýjan og glaðværðin voru þó ekki aðeins í útlitinu, þau voru í persónunni allri. Þær eru margar minningarnar sem ég á um þau hjón í heimsókn á æsku- heimili mínu. Gleðin var mikil, aldrei dauð stund. Þótt ég muni eftir Dúru og Óla í mörgum sam- kvæmum á æskuheimili mínu, þá voru þau mun fleiri boðin sem ég man eftir á heimili þeirra hjóna. Þau voru dugleg að halda boð. Þær eru lánsamar fjölskyldurnar sem eiga slíkt fólk, fólk sem er duglegt að halda í strengina í fjölskyldunum og tengja þá sam- an á tímamótum eða jafnvel al- veg að tilefnislausu. Þannig kona var Dúra, hún hafði yndi af því að tengja unga og aldna saman. Fyrir þann dugnað þakka ég nú enda eigum við Bobba mjög góða vini í fjölskyldu hennar. Dúra og Óli frændi voru ein- stök. Þau lögðu sig fram um að kynnast yngri hlutanum í fjöl- skyldunni, ekki aðeins sem börn- um heldur einnig sem fullorðnum einstaklingum. Þannig eigum við hjón ógleymanlegar minningar úr veiðiferð sem þau buðu okkur í í Laxá í Aðaldal. Veiðin var ágæt en það er þó ekki það sem eft- irminnilegast er. Skemmtilegu stundirnar við spjall á árbakkan- um og í veiðihúsinu eru það sem upp úr stendur. Þar var okkur tekið sem jafningjum og þar eignuðumst við vini sem aldrei gleymast. Við Bobba vottum fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning um ynd- islega konu. Ólafur Haukur. Dúru fylgja fallegar minning- ar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hlý útgeislun og glæsi- leiki. Dúra var falleg og hlý í samskiptum og einstaklega barn- góð – það sá maður ætíð þegar barnabörnin voru nálæg. Börnin okkar nutu einnig góðvildar hennar og minnast með væntum- þykju. Sjálfur minnist ég góðra stunda í æsku og barngæsku Dúru og er þakklátur fyrir um- hyggju sem hún sýndi mér og mínu fólki. Dúra var sjarmerandi, hafði góðar gáfur, var lagin í samskipt- um, hlý og með ákveðnar skoð- anir. Aldrei heyrðist hún hall- mæla neinum. Kímnigáfa hennar og geislandi blítt bros gat brætt hvern sem var. Alltaf var gott að koma að Neshaga 8, þar sem Óli og Dúra bjuggu lengst af. Hvort sem var að koma í glæsilegar veislur eða að fá matarbita þegar foreldrar mínir voru fjarri heimahögum og ammna naut ekki lengur við. Bræðurnir Ólafur og Hannes, faðir minn, voru mjög samhentir. Dúra og Sirrý, móðir mín, voru góðar vinkonur. Helga, systir þeirra bræðra, syrgir mágkonu og er nú ein eftir af stórum systk- inahópi. Það var einstök vinátta á milli Helgu og þeirra sem nú eru öll horfin á braut. Margar góðar samverustundir áttu sér stað hér og erlendis, og símtöl á milli landa voru ófá. Það skapaðist snemma hefð að fjölskyldur Ólafs og Hannesar komu saman á jólum. Frá því um 1960 hittist hópurinn annan dag jóla á Neshaga og svo aftur á gamlárskvöldi úti á Nesi þar sem áramótabrennan blasti við æsku- heimili mínu á Valhúsahæð. Fljótlega fundum við börnin hve mikil tilhlökkunarefni þessi fjöl- skylduboð voru sem byggðust á einstakri vináttu. Enn er hefðin við lýði og fjölskyldurnar, næstu kynslóðir, hittust á Neshaga nú um síðustu áramót þegar gamla árið var kvatt og Dúru var minnst. Við erum þakklát fyrir þá traustu vináttu sem ræktuð hefur verið í gegnum tíðina. Við kveðjum kærleiksríka og einstaka konu í dag. Guð blessi minningu Dúru. Agnar H. Johnson og fjölskylda. Tímavél veraldarinnar var stillt á annan fasa árið 1975 þeg- ar ég hitti Dúru fyrst, tilveran snerist á 33 snúningum og heim- urinn var margfalt stærri og meira lagskiptur. Viðreisnarárin að baki og nútíminn um það bil að fara að tengja sig við okkur. Það voru til blæjubílar, leistar og kjötbúðingur, og ríkisútvarpið hélt þjóðinni siðferðislega og málfræðilega í skefjum. Við mamma nýfluttar á Rauðarár- stíginn en Hornafjörður sat í blóðinu. Heimilin voru ólík, Þjóðviljinn heima, kakósúpa og saltkjöt og baunir – túkall. Raktar ættir og bæir. Kaffi fyrir lífstíð. Á Neshaganum var Mogginn, verslun og viðskipti, Ameríka, dollarar og pund, sérrí fyrir mat- inn, en líka hrogn og lifur og soðning. Okkar símanúmer var 28989, þau voru með 11818, ólíkt en samt eitthvað svo náskylt. Dúra var húsmóðir á sínu heimili, meginyfirráðasvæðið var eldhúsið og borðstofan, og þar var reglufesta, allt straujað og kvöldmatur á réttum tíma. Lagt á borðstofuborðið daginn fyrir Þorláksmessu og jólagjafir til- búnar löngu fyrr og ríflega það. Ísskápurinn sneisafullur og í búrinu snyrtilegir staflar af dós- um og nammi. Heimilið var gnægtabú og stóð opið fyrir fjöl- skyldu og vini. Þarna ríkti mikil hlýja og samkennd og gáski og þessu öllu stýrði Dúra. Hún sneri hjólum heimilislífsins, stórum og smáum, með auga á hverjum fingri. Amma Dúra átti hondu sem hún lét barnabörnum sínum í té á seinni árum, hún ók sjálf teinrétt við stýrið, dömulega og hratt og örugglega. Þessa eiginleika virt- ist hún ljá bílnum því aldrei kom neitt fyrir geitur þótt þær væru að sigla um á hondunni í öllum veðrum. Hondan var dáldið eins og góðhestur, skilaði sínum þegj- andi og hljóðalaust heilum heim en þurfti auðvitað stundum að fara lengri og strangari leið en til stóð. Ingibjörg og Guðrún voru frá fyrstu tíð afar hændar að ömmu sinni, hún júblaði yfir hverju góðu skrefi þeirra, lánaði þeim gamla kjóla, skó og fylgihluti fyr- ir ofurskutlur og sagði þeim leyndarmál um allt milli himins og jarðar. Hún var aðalstjarnan í útskriftarboði Ingibjargar í vor og þannig er gott að minnast hennar: hvorki með víl né vol, í sínum bleika jakka með bros á vör og slegið hár, á svölunum okkar í miklu sólskini að blanda geði við veislugesti háa og lága. Ég votta fjölskyldunni inni- lega samúð mína og þakka Dúru samfylgd, ástúð og tryggð frá fyrstu tíð. Védís Skarphéðinsdóttir. Við hrifumst allir af henni. Og aldrei skynjuðum við annað en væntumþykju af hennar hálfu í okkar garð eftir að við strákarnir tókum að venja komur okkar á Nesveginn (Neshagann). Þar átt- um við erindi við Gulla, næstelsta soninn og vin okkar. Þangað var gott að koma og ávallt tekið vel á móti okkur, aldrei amast við okk- ur. Vorum við þó örugglega ekki alltaf til fyrirmyndar. Oftast var Dúra heima. Þannig varð hún um árabil órjúfanlegur partur af lífi okkar. Iðulega gaf hún sér tíma til að spjalla og þá ræddi hún við okkur sem jafningja. Á heimilinu ríkti góður andi og okkur leið vel í návist hennar. Þetta kunnum við að meta og erum þakklátir fyrir nú þegar við minnumst hennar. Dúra var falleg kona og fáguð í framkomu. Hún var líka glaðlynd og einstaklega hlý í viðmóti. Ekki duldist okkur af hve mikilli ástúð hún sinnti uppeldi barnanna. Á seinni árum sáum við hana ekki oft en þegar það gerðist urðu fagnaðarfundir. Það var eins og að hitta gamlan vin. Viðmótið hafði ekkert breyst frá því að við vorum fastagestir á heimili henn- ar fyrr á árum. Aldrei skorti um- ræðuefni en oftast barst talið að börnum hennar og barnabörnum eða fjölskylduhögum okkar. Það er dýrmætt að hafa á barns- og unglingsárum notið kynna við slíka konu sem Dúra var. Við vottum Gulla, Fiffa, Óla og Helgu Guðrúnu, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum samúð okkar. Gunnar Þór Bjarnason, Hilmar Oddsson, Jóhann Haukur Sigurðsson og Sturla Sigurjónsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 ✝ Ásgeir Pálssonfæddist að Hjálmsstöðum í Laugardal 25. sept- ember 1928. Hann lést 27. desember sl. á Hrafnistu í Kópa- vogi. Foreldrar Ásgeirs voru Páll Guðmunds- son bóndi á Hjálms- stöðum, f. 14.2. 1872, d. 11.9. 1958, og Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 22.10. 1888, d. 10.12. 1971. Alsystkini Ásgeirs voru: Þór- dís, f. 27.10. 1916, d. 10.10. 2007, Sigurður, f. 21.1. 1918, d. 19.7. 1967, Andrés, f. 7.6. 1919, d. 12.7. 1999, Hilmar, f. 8.5. 1922, d. 5.1. 2004, Guðmundur, f. 14.3. 1924, d. 30.8. 1976, Eyjólfur, f. 5.1. 1930, d. 27.5. 1967. Hálfsystkini lands og útskrifaðist Ásgeir það- an vorið 1953. Það haust hóf Ás- geir störf við Barnaskóla Akureyrar þar sem hann kenndi í þrjá vetur. Árið 1956 réðst Ás- geir til Breiðagerðisskóla og kenndi þar til ársins 1979. Eftir það starfaði hann við Seljaskóla sem almennur kennari fyrsta veturinn en tók síðan við stöðu yfirkennara árið eftir og gegndi því starfi uns hann lét af störfum árið 1998. Á árum áður fékkst Ásgeir við ýmis störf á sumrin samhliða kennslunni, m.a. á þungavinnu- vélum við að reisa flugskýlin á Keflavíkurflugvelli, við heyskap hjá bræðrum sínum Andrési og Guðmundi og við grenjaleit. Ás- geir gegndi formennsku í Íþróttakennarafélagi Íslands um tveggja ára skeið. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í Reykjavík í dag, 9. jan- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Ásgeirs samfeðra voru Oddný, Guð- mundur, Hildur, Grímur, Gróa, Tryggvi, Erlendur og Pálmi. Eiginkona Ás- geirs var Guðlaug Jónsdóttir kennari, f. 23.8. 1948, d. 3.2. 1999. Þau giftu sig 27.9. 1975 og eign- uðust tvö börn, Jón Pál, f. 29.3. 1976, og Rósu, f. 10.7. 1978. Maki Rósu er Björn Gunn- laugsson, f. 3.2. 1969, og eiga þau tvö börn, Guðlaugu Helgu, f. 30.4. 2008, og Pétur, f. 24.2. 2012. Að loknu landsprófi hóf Ás- geir nám við Íþróttakenn- araskóla Íslands þaðan sem hann lauk íþróttakennaraprófi. Að því loknu lá leiðin í Kennaraskóla Ís- „Það er ekkert með það“ að Ásgeir Pálsson föðurbróðir minn var allra manna skemmtilegast- ur. Frásagnarsnilld hans og skopskyn skemmti jafnt börnum sem fullorðnum hvar sem hann kom. Hann var lengi piparsveinn og nutum við systkinabörn hans þess ríkulega að hann hafði bæði áhuga og tíma til að sinna okkur. Ég dansaði við hann Rasmus í Bala af mikilli kátínu hvenær sem færi gafst, trúði því að hann væri göldróttur og mér varð snemma ljóst að hann kunni á ýmsu lag. Hann var kennari og við fórum saman í okkar fínasta pússi á litlu jólin í Breiðagerðisskóla og ég fylltist stolti yfir að vera frænka þessa fallega og vinsæla manns. Þegar ég seinna hóf skólagöngu vissi hann uppá hár hvað ég var að fást við og studdi mig og hvatti. Geiri átti ríkan þátt í uppvexti mínum í blokkinni góðu sem hann byggði ásamt föður mínum, Eyj- ólfi bróður þeirra og frændum frá Snorrastöðum í samvinnu við vini og kunningja á Laugarnesvegin- um. Þarna var samankominn frændgarður sem deildi sorg og gleði og samskipti tíð. Hann bjó í kálfinum og átti jeppa sem komst yfir holt og hæðir hvernig sem viðraði. Ég fór ófáar ferðirnar með honum austur að Hjálms- stöðum sem mér þótti skemmti- legasti staður í heimi. Þar bjó amma með Andrési og Pálmi sem átti marga káta krakka. Á leið- inni spjölluðum við um alla heima og geima. Við vorum sammála um margt við Geiri. „Við erum svo lík,“ sagði hann oft. Það þótti mér gott þegar ég var krakki, ólíklegt þegar ég stálpaðist en skildi eftir að ég varð fullorðin. Veit að hann átti ekki við þá spekt og umburðarlyndi sem ég dáðist að í fari hans. Á vetrum fór Geiri austur á laugardögum og suður á sunnu- dögum. Allir velkomnir að fljóta með. Oft voru margir með í för og stundum komumst við í hann krappan í blindbyljum og ófærð. Einu sinni þurfti að skilja bílinn eftir í Gurrýjarbrekku og halda áfram fótgangandi. Á sumrum dvaldi hann á Hjálmsstöðum svo vikum skipti. Tjaldaði úti í garði, vann bústörf og lá á grenjum. Kom heim með gaggandi grimma yrðlinga að sýna okkur krökkun- um. Á kvöldin kom íþróttakenn- arinn upp í honum og hann kenndi okkur að kasta kringlu og kúlu og reyna okkur í hópíþrótt- um eða hljóp í skarðið með okkur. Allra vinur var hann. Sú vinátta hefur verið dýrmæt í áranna rás. Við áttum börn á sama reki sem nutu tilverunnar í sælureitnum sem hann ásamt foreldrum mínum og fleirum kom upp í túnjaðrinum á Hjálmsstöð- um. Hann sýndi mér eindæma al- úð og ræktarsemi meðan ég bjó erlendis um margra ára skeið og glímdi við vanda og heilsuleysi. Þegar ég komst aftur heim var Geiri nýfluttur á elliheimili, far- inn að kröftum en geðprýði hans og gamansemi óbiluð og enn röbbuðum við um alla heima og geima. Hann kvartaði ekki, dáð- ist að útsýninu en sagðist hafa of mikinn tíma. Á jóladag var mikið af honum dregið en blikið í bláum augunum var á sínum stað. Ég las fyrir hann jólakort sem borist höfðu og þó ég skildi fæst af því sem hann sagði skildi ég að hann var glaður og hrærður yfir þakklæti og góð- um kveðjum sem honum voru sendar. Blessuð sé minningin um góð- an frænda. Árný Birna Hilmarsdóttir. Ásgeir föðurbróðir okkar er látinn. Hann fékk hægt andlát á heimili sínu 27. desember sl. Hann er síðastur til að kveðja þessa jarðvist af börnum afa okk- ar, Páls Guðmundssonar frá Hjálmsstöðum, sem fæddur var 1873. Börn Páls á Hjálmsstöðum voru fimmtán, faðir okkar Eyjólf- ur var yngstur og Ásgeir sá næst- yngsti, fæddur 1928. Um leið markar andlát Ásgeirs ákveðin greinaskil eða krossgötur fyrir okkur hin sem eftir stöndum. Gamla fólkið er orðið við sjálf, næsta kynslóðin. Geiri var þeirri náttúru gædd- ur að safna myndum. Fyrir okkur var það mikil uppgötvun að finna hjá honum gamlar slides-myndir sem gáfu okkur lifandi upplýsing- ar um fyrri tíma. Nú er ástæða til að fara í gegnum myndirnar og koma minningum hans til skila. Okkur er minnisstætt þegar við brugðum fyrir okkur öxi og hjuggum skóginn upp í Skott til að gera veg fyrir fyrirhugaðan bústað þar. Seinna byggðu hann og Gulla sinn bústað og höfum við verið nágrannar þar allar götur síðan. Ef við á einhverjum tímum verðum staðnir að því að segja ýkjusögur þá er sökin hjá Geira því hann var sérfræðingur í þeirri sagnalist og gerði það betur en nokkur annar. Margar þeirra eru ekki prenthæfar en við brosum út í annað við upprifjunina. Geiri átti alltaf jeppa og nutum við góðs af því þar sem hann tók okkur oft með í sveitina þegar þannig stóð á. Við fórum m.a. með honum þá leið sem var þá ný, þ.e. frá Þingvöllum til Hjálms- staða um Hlöðuvelli. Ásgeir tók þátt í byggingu fjöl- býlishússins að Laugarnesvegi 88-94 ásamt bræðrum sínum Hilmari og Eyjólfi, og var þess vegna í nokkurs konar sambúð með þeim frændum sínum sem þar bjuggu, um nokkurt skeið. Þegar við heimsóttum Geira á sínu nýja heimili í Kópavogi var hann ánægður og sáttur við allt og alla. Hann vissi hvað framund- an var og leit björtum augum til framtíðar. Þar verða fagnaðarfundir. Við vottum Jóni Páli, Rósu og þeirra fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Gaukur, Stefán, Páll. Ásgeir Pálsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURBERGS HELGA ELENTÍNUSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun. Sara Jóhannsdóttir, Guðbrandur Sigurbergsson, Þórdís Geirsdóttir, Jóhann Sigurbergsson, Aldís Drífa Þórðardóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Bóas Jónsson, Björgvin Sigurbergsson, Heiðrún Jóhannsdóttir, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Bjarki Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Skúlagötu 40b, Reykjavík, sem lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 1. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, símar 543 3022 og 543 3025. Ólafur Guðjónsson, Gísli Ólafsson, Elísabet Solveig Pétursdóttir, Viðar Ólafsson, Birna Björnsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Sveinn Ingi Ólafsson, Gyða Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.