Morgunblaðið - 09.01.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013
✝ Svanlaugfæddist á
heimili sínu, Þórs-
götu 4, í Reykja-
vík, 20. júní 1923.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut á að-
fangadag jóla.
Foreldrar hennar
voru Guðlaug
Ragnhildur Árna-
dóttir húsmóðir,
fædd 4. maí 1891, látin 21.
nóvember 1947 og Sigurjón
Jónsson bóksali, fæddur 27.
júní 1882, látinn 10. nóvember
1957. Systkini hennar voru
Gunnar, Árni, Þorbjörg Hólm-
fríður og Jóna, sem öll eru lát-
in.
Svanlaug giftist Heiðari
Haraldssyni árið 1947, f. 21.
apríl 1924, d. 7. október 2010.
Svanlaug og Heiðar eignuðust
þrjú börn. 1) Sigurjón, f. 1951,
maki Kristín Tryggvadóttir, f.
1951. Börn þeirra eru a) Svana
Kristín, f. 1973, í sambúð með
Sigurði Jörgenssyni, f. 1971.
Börn þeirra eru þrjú. b) Árni,
f. 1978, í sambúð með Rebekku
Bettý Gunnarsdóttur, f. 1985.
Börn þeirra eru
tvö. 2) Haraldur, f.
1956, en hann lést
aðeins þriggja
vikna gamall. 3)
Ólöf Inga, f. 1960,
maki Magnús Jón
Smith, f. 1959.
Börn þeirra eru a)
Heiðar, f. 1988 og
b) Íris Kristín, f.
1994.
Svanlaug fékkst
lengst af við húsmóður- og
umönnunarstörf. Hún starfaði
við ýmis verslunarstörf og rak
verslun við Öldugötu um nokk-
urra ára skeið. Þá starfaði hún
við þjónustustörf við íbúðir
aldraðra við Dalbraut. Svan-
laug var virkur þátttakandi
innan KFUM og KFUK og
Kristniboðssambandsins. Hún
var þekkt fyrir fallega söng-
rödd og söng um árabil með
Dómkórnum. Þá söng hún oft
einsöng og tvísöng með Árna
bróður sínum við undirleik
Gunnars bróður þeirra.
Útför Svanlaugar fer fram
frá Háteigskirkju í dag, 9. jan-
úar 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Á aðfangadag jóla, rétt áður
en jólahátíðin gekk í garð, lést
tengdamóðir mín Svanlaug Sig-
urjónsdóttir. Svana, eins og hún
var alltaf kölluð, var yngst fimm
systkina og ólst upp á Þórsgötu 4
í Reykjavík. Svana giftist Heiðari
Haraldssyni árið 1947. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast þeim hjónum, Svönu og
Heiðari, fyrir um þrjátíu árum og
naut þeirra forréttinda að búa
með þeim í sama húsi undanfarin
10 ár. Svana var einstök mann-
eskja, mannkærleikur og um-
hyggja voru henni í blóð borin
þannig að eftir var tekið. Aldrei
hallmælti hún nokkrum manni og
trúði aðeins á hið góða í mann-
inum, sama hvað gekk á. Helst að
hún segði „hvað gengur þeim
til?“ Kristin trú var stór hluti af
lífi hennar og sóttu þau hjónin
mikið samkomur í KFUM og K.
Þá var Svana frá unga aldri félagi
í Kristniboðsfélagi kvenna.
Fréttir af góðum árangri kristni-
boðsins glöddu ávallt hjarta
hennar. Tónlist var stór hluti í lífi
Svönu og söng hún með Dóm-
kórnum um árabil. Hún spilaði
listavel á gítar og tóneyra hennar
var mjög næmt, gat hún greint
falskan tón hvort sem hann kom
frá einum söngvara í kór eða
hljóðfæri í hljómsveit. Fólk kom
til hennar og bað hana að stilla
gítara eða til þess að fá ráð hjá
henni um val á hljóðfæri. Svana
var hin fullkomna amma sem
barnabörnin hændust að og var
þeim sú besta fyrirmynd sem
hugsast gat. Hún hvatti þau
áfram hvort sem var í tónlist,
námi eða íþróttum og umhyggja
hennar og hrós var þeim vega-
nesti út í lífið. Nægjusemi og já-
kvæðni voru einstakar náðargjaf-
ir Svönu og aldrei kvartaði hún
þrátt fyrir mikið heilsuleysi síð-
ustu árin. Sjón og heyrn voru að
mestu leyti farin og líkamleg
heilsa orðin mjög léleg. Þrátt fyr-
ir það hélt hún sinni léttu lund og
gantaðist með heilsufarið og
blinduna á sinn einstaka hátt. Nú
þegar Svana er meðal engla þá er
ljóst að glæsilegt fas hennar og
kærleikur sómir sér vel í þeim
hópi.
Magnús.
Elsku besta amma mín. Mikið
er sárt að horfa á eftir þér en ég
ylja mér við allar yndislegu minn-
ingarnar sem ég á um þig og afa
sem kvaddi okkur fyrir 2 árum.
Afi kom og sótti þig á aðfanga-
degi jóla þar sem þú kvaddir okk-
ur eftir stutt veikindi. Þú varst
með allt klárt fyrir jólin og ætl-
aðir að eyða þeim með okkur.
Minningarnar hrannast upp.
Þau voru ófá skiptin sem ég
hringdi í ykkur sjálf sem lítil
stelpa til að fá að gista hjá ykkur.
Það var alltaf svo notalegt og gott
að vera hjá ykkur. Þá fékk ég að
sitja í ruggustólnum með teppi
og þú sast við hliðina á mér og
skrældir og skarst epli ofan í mig.
Svo þegar ég vaknaði um morg-
uninn sníkti ég sunnudagsgöngu-
túrinn með afa og við fórum hönd
í hönd og gengum um hverfið.
Göngutúrinn endaði alltaf í ein-
hverri sjoppunni í hverfinu þar
sem ég mátti velja mér eitthvað
gotterí.
Þið afi voruð gift í rúm 60 ár og
betri hjón er ekki hægt að hugsa
sér. Virðingin sem þið báruð
hvort fyrir öðru var óendanleg og
hjá afa varst þú í guðatölu. Tón-
listin var líf þitt og yndi og þú
söngst sjálf svo fallega. Ég fékk
oft að fara með þér á aðfangadag
þar sem þú söngst í Dómkirkj-
unni, þá fékk ég að fara með þér
upp á efri hæðina í kirkjunni og
vera með kórnum, þetta fannst
mér toppurinn. Ég var svo hepp-
in að fá að búa í nokkur ár í hús-
inu ykkar í litlu íbúðinni og á
þeim tíma eignaðist ég Árna Geir
sem hélt svo mikið uppá „ömmu
namm namm“ og „afa skafa“. Það
var svo notalegt að geta rölt yfir
með litla ungann í kaffi til afa og
ömmu þar sem dekrað var við
mann. Maður kom ekki til þín án
þess að þiggja einhverjar veiting-
ar, það þýddi ekkert að segja nei
takk ég er södd. Enda var ekki
komið að tómum kofanum hjá
þér, þvílíkur listakokkur sem þú
varst, eggjagrauturinn, banana-
kakan, konungsættin, súpurnar,
sósurnar og lambakjötið, þetta
toppar enginn.
Þið afi voruð alltaf í keppni
hvort ykkar þekkti söngvarann
sem söng síðasta lagið fyrir há-
degisfréttir Ríkisútvarpsins, það
heyrði til undantekninga ef þið
höfðuð ekki rétt fyrir ykkur. Svo
núna í seinni tíð, þegar ég og þú
borðuðum saman hádegismat í
hverri viku, tókst mér að giska á
réttan söngvara nokkrum sinn-
um þér til mikillar gleði. Þú varst
alltaf svo fín og vel tilhöfð og
tókst alltaf eftir því ef ég var í
einhverju nýju. Þú varst svo mik-
il félagsvera og hafðir gaman af
veislum og samkomum hverskon-
ar. Við vorum leikhús- og tón-
leikavinkonur, fórum saman á
skemmtilegar leiksýningar og
fjölda tónleika. Þú varst ekki
bara amma mín heldur líka góð
vinkona mín. Spjallið okkar í
gegnum tíðina er ómetanlegt og
þakka ég þér ráðin sem þú hefur
gefið mér og allt sem þú deildir
með mér og ég með þér. Hlýju
hendurnar þínar og elskulegheit-
in alltaf, betri ömmu er ekki hægt
að hugsa sér.
Það er sárt að kveðja þig en ég
veit að þú ert núna hjá afa og litla
drengnum ykkar, Haraldi. Afi
hefur tekið á móti þér með bros á
vör, það veit ég því þið voruð eitt
og hann var örugglega farið að
lengja eftir þér.
Guð blessi minningu þína,
elsku amma Svana og afi Heiðar
og við sjáumst seinna.
Svana.
Elsku amma mín, Svanlaug
Sigurjónsdóttir, lést á Landspít-
alanum þann 24. desember síð-
astliðinn. Ég held að hún hefði
ekki getað valið fallegri dag til
þess að fara frá okkur. Þessi
kona var besta og yndislegasta
manneskja sem ég hef kynnst og
mun ég ávallt sakna hennar. Hún
kenndi mér svo sannarlega á lífið,
hún er flottasta fyrirmynd sem
ég hef átt og að alast upp á heim-
ili þar sem hún og afi Heiðar voru
til staðar var það besta sem fyrir
mig gat komið. Alltaf var gaman
hjá þeim og man ég einhverju
sinni þegar ég læddist yfir til
þeirra, sátu þau saman við borð-
stofuborðið og skemmtu sér við
það að giska á hver var að syngja
lagið í útvarpinu. Amma Svana
var góð við alla, hvert sem hún
fór geislaði af henni góðmennsk-
an og allir sem fengu að kynnast
henni voru sammála um að hún
væri besta og yndislegasta kona
sem þeir hefðu kynnst. Við áttum
margar skemmtilegar stundir
saman og mun ég sakna þess að
fá ekki að eiga þær fleiri. Ég á
endalausar góðar minningar,
eins og þegar hún kenndi mér á
gítar og við sungum saman, spil-
uðum á spil og svo margt fleira.
Hún naut þess að hlusta á mig
spila og þegar ég vildi leika eitt-
hvað nýtt á hljóðfærið fannst
henni það alltaf jafn fallegt. Ég
vil þakka henni allar þær góðu
stundir sem við áttum saman og
ég veit að hún hvílir nú í friði með
afa mínum Heiðari sem ég sakna
svo mikið. Guð blessi þau og
varðveiti.
Þitt orð er lampi fóta minna
og ljós á vegum mínum. (Sálm.
119, 105.)
Íris Kristín Smith.
Amma Svana eins og hún var
alla tíð kölluð kvaddi okkur á að-
fangadag jóla, 24. desember. Hún
var besta og hjartahreinasta
manneskja sem ég hef kynnst,
hún var alveg einstök kona hún
amma mín. Við vorum alltaf
perluvinir frá því að ég man fyrst
eftir mér og studdi hún mig í öllu
sem ég gerði í lífinu. Hún var allt-
af svo jákvæð og áhugasöm um
allt sem ég gerði, sama hvort það
var í námi, vinnu, tónlistarnámi
eða bara almennt í lífinu. Ég mun
muna það svo lengi sem ég lifi
hvað hún var góð manneskja og
hvað var æðislega gaman að fara
til ömmu og afa á Háaleitisbraut
um helgar og gista hjá þeim. Það
var komið fram við mig eins og
prins og endalaust stjanað við
mig þegar ég mætti í heimsókn til
þeirra heiðurshjóna á Háaleitis-
brautinni. Ég var vakinn á laug-
ardags- eða sunnudagsmorgnum
og fékk að horfa á teiknimyndir
hjá ömmu og afa og hún kom með
morgunmat á bakka til mín og
hún kunni sko að búa til góðan
mat. En það er svo margt sem
mig langar að tala um sem myndi
komast fyrir í heilli bók.
Mér er nú samt alltaf minn-
isstætt hversu góð hún var við
allt og alla í kringum sig og sér-
staklega fjölskylduna sína. Ég
veit ekki hversu oft hún kallaði
mig „uppáhalds“ og „bestan“.
Einnig er mér minnisstætt þegar
ég var að spila á fiðlu fyrir hana
uppáhaldslagið hennar Lítill fugl
Svanlaug
Sigurjónsdóttir
Jón Valgeir
Guðmundsson
✝ Jón ValgeirGuðmundsson
fæddist í Folafæti
í Súðavíkurhreppi
í Norður-
Ísafjarðarsýslu 3.
apríl 1929. Hann
lést á Sjúkraskýl-
inu í Bolungarvík
19. desember
2012.
Útför Jóns Val-
geirs var gerð frá
Hólskirkju í Bolungarvík 29.
desember 2012.
legu frétt. Ég brast
í grát þegar ég átt-
aði mig á að ynd-
islegi langafi minn
hafdi látist.
Ég treysti mér
ekki til að fara í
skólann þar sem ég
átti að fara upp á
svið og syngja með
kórnum mínum og
einsöng með einni
bestu vinkonu
minni.
Mamma sagði mér að langafi
minn væri leiður með að ég væri
bara heima að gráta og myndi
frekar vilja að ég myndi fara í
skólann og gera hann stoltan.
Ég fór í skólann en þar brast ég
þrisvar í grát þegar ég sagði vin-
konum mínum og kennaranum
mínum að hann langafi minn
Elsku besti langafi minn.
Ég vaknaði við þessa sorglegu
frétt 19. desember að afi minn
væri látinn. Vaknaði ég í her-
berginu mínu eins og vanalega.
Mamma mín settist við rúmið
mitt og færði mér þessa sorg-
hefði látist. Þú fékkst mig svo
oft til þess að brosa og hlæja.
Mér fannst þú yndislegur og
hjartgóður við alla. Þú varst allt-
af svo hress og mér fannst þú
alltaf svo ungur í anda. Ég sem
langafabarn þitt elska ég þig alla
leið frá Kópavogi út í geim og
hana langömmu mína líka. Ég
sakna þín ótrúlega mikið og ég
hefði viljað geta kvatt þig en er
mjög ánægð að hafa hitt þig í
sumar. Hvíldu í friði og guð
blessi þig.
Því þar getur hann vakið yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt,
hann mun ávallt okkur vernda,
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma,
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú,
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth.)
Þitt langafabarn að eilífu.
Alma Dís.
Elsku fallegi fað-
ir okkar, tengdafað-
ir og afi er farinn frá okkur. Þú
varst mikill og einstaklega ljúfur
maður, við vorum svo stolt að
eiga þig að. Ég man fyrsta
skiptið sem við hittumst, fyrir 3
Róbert Maitsland
✝ Róbert Maits-land fæddist 3.
september 1943.
Hann lést 14. des-
ember 2012.
Útför Róberts
var gerð frá Hellig
Kors Kirke í Kaup-
mannahöfn 21. des-
ember 2012.
árum, þegar þú,
Elma og Sara syst-
ur okkar komuð til
Íslands, þá var það
alveg eins og að við
hefðm alltaf þekkst
og þegar Heiðdís
systir kom frá Ak-
ureyri og við loks-
ins sameinuðumst,
það var besti dag-
urinn sem við höf-
um upplifað.
Þú varst í miklu uppáhaldi hjá
afastelpunum þínum, þær voru
mjög hrifnar af þér og hún Ást-
hildur Ben hafði svo gaman af
að segja þér frá öllum áhuga-
málunum sínum, því þú varst
svo áhugasamur og stoltur að
eiga svona duglega afastelpu.
Það var alltaf svo gaman að
senda þér myndir og skrifa þér í
tölvupóstum því þú varst svo
glaður og þú skrifaðir svo
skemmtilega til baka. Það var
alltaf svo gaman að hlusta á all-
ar sögurnar af öllum þínum æv-
intýrum því þú sagðir svo
skemmtilega frá.
Við erum svo hamingjusöm að
hafa fengið að kynnast þér á
þessum stutta tíma og allar góðu
minningarnar um þig munum
við varðveita í hjarta okkar um
ókomna tíð og við munum ávallt
elska þig.
Þín tengdadóttir, synir og
afastelpur.
Svala Birna Sæbjörnsdóttir.
✝ Sigurður Þór-ir Guðmunds-
son fæddist 17.
janúar 1934 í
Reykjavík. Hann
lést á krabba-
meinsdeild Land-
spítalans við
Hringbraut þann
26. desember síð-
astliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður Þór-
hildur Tómasdóttir, fædd í
Reykjavík 4. júlí 1899, dáin 8.
maí 1990, og Guðmundur Frið-
rik Guðmundsson, veit-
ingaþjónn frá Vindási í Grund-
arfirði, fæddur 12. júlí 1901,
dáinn 29. október 1960. Fóst-
urfaðir Sigurðar var Þórarinn
Lýðsson frá Bakkaseli í
Bæjarhreppi Strandasýslu,
fæddur 24. ágúst, dáinn 13.
september 1974. Sigurður ólst
upp á Borðeyri við Hrútafjörð
til 8 ára aldurs en þá flutti
fjölskyldan í Kópavog.
júní 1987. Hún á 2 börn. c.
Emil Ivar, fæddur 25. feb.
1990. d. Rebekka Lydia, fædd
9. ágúst 1991. 4. Hildur, fædd
11. des. 1974, hennar maður
er Jón Rafn Valdimarsson og
eiga þau 2 börn. a. Áróra,
fædd 9. sept. 2004. b. Rökkvi,
fæddur 22. okt. 2009.
Lengst af bjuggu þau í
Hamratúni 4 í Mosfellsbæ, sem
þau byggðu og bjuggu þau þar
í 33 ár.
Sigurður vann við hljóð-
færaleik frá 18 ára aldri og
spilaði með mörgum þekktum
hljómsveitum, t.d. Orion kvin-
tett og fór með honum til
Þýskalands og Marokkó að
spila 1956. Síðar spilaði hann
með Hljómsveit Svavars Gests,
Hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar og mörgum fleirum.
Einnig var hann með eigin
hljómsveit í Þjóðleikhúskjall-
aranum. Lengst af spilaði
hann dinnertónlist á Loftleiða-
hótelinu, í allt um 40 ár. Alltaf
vann hann dagvinnu með mús-
íkinni hjá Kristjáni Skagfjörð
og hjá Steinavör hf.
Útför Sigurðar fer fram frá
Lágafellskirkju i dag, 9 janúar
2013, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Sigurður kvænt-
ist þann 12. júlí
1958 Þóru Svan-
þórsdóttur, fædd í
Reykjavík 19. júní
1936, og áttu þau
4 börn. 1. Þórir,
fæddur 11. nóv.
1958, hans kona
er Aðalheiður E.
Gunnarsdóttir.
Hans synir með
fyrri konu sinni,
Svölu Sigtryggsdóttur: a. Sig-
urður Þórir, fæddur 20. sept.
1981, og á hann 3 börn. b.
Magnús Þór, fæddur 16. okt.
1983, hann á einn son. c. Sig-
tryggur Þór, fæddur 20. maí
1989. d. Arnar Þór, fóst-
ursonur Þóris, sonur Svölu,
fæddur 18. ágúst 1977, hann á
2 börn. 2. Örn, fæddur 2. maí
1960, hans kona er Lyn Sig-
urðsson. 3. Heimir, fæddur 26.
mars 1963. Hann á 4 börn. a.
Ole Marius, fæddur 25. nóv.
1985. b. Tara Sif, fædd 25.
Í dag er til grafar borinn vin-
ur okkar, mágur og svili Sig-
urður Þ. Guðmundsson, hljóð-
færaleikari, sem lést 26.
desember sl. Andlát hans kom
ekki á óvart því að hann hafði
barist við illvígan sjúkdóm um
margra mánaða skeið. Dauðinn
virðist hins vegar alltaf koma
manni í opna skjöldu og eftir sit-
ur ófyllt tómarúm, í þetta sinn
eftir góðan vin okkar í meira en
hálfa öld.
Sigurður hóf tónlistarnám
ungur að árum, og aðeins átján
ára gamall tók hann að leika á
píanó með danshljómsveitum
bæði í Reykjavík og víða um
land. Það varð síðar aðalævistarf
hans. Síðustu æviárin lék hann
þó mest einn við ýmis tækifæri.
Sigurður var mikill vinnuþjarkur
og vann fulla vinnu auk tónlist-
arinnar meðan heilsan leyfði.
Vorið 1964 hófu þau hjón, Sig-
urður og Þóra Svanþórsdóttir,
að byggja myndarlegt einbýlis-
hús í Hamratúni í Mosfellssveit.
Við það verk nutu þau dyggi-
legrar hjálpar stjúpföður hans,
Þórarins Lýðssonar smiðs, og
tengdaföður hans, Svanþórs
Jónssonar múrarameistara.
Betri hjálp var eðlilega ekki
hægt að fá, enda fluttu þau Sig-
urður og Þóra inn í nýbyggt
húsið tæpu ári seinna. Þau
bjuggu þar til fjölda ára. Gest-
risni og félagslyndi þeirra hjóna
var annálað og alla tíð var þar
mikill gestagangur. Heimilið
varð eins konar félagsheimili
fjölskyldu þeirra, vina og sam-
starfsmanna og húsið iðaði oftar
en ekki af lífi og fjöri. Síðar var
byggð þar sundlaug og ekki dró
hún úr aðsókninni.
Sigurður var einstaklega ljúf-
ur og skemmtilegur maður og
við sem þessi orð skrifum áttum
með honum og fjölskyldu hans
ótalmargar, ógleymanlegar sam-
verustundir innanlands sem ut-
an.
Við vottum Þóru og aðstand-
endum þeirra Sigurðar innileg-
ustu hluttekningu. Minningarn-
ar um hann gleymast okkur
aldrei.
Einar Egilsson.
Sigurður Þórir
Guðmundsson