Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.01.2013, Qupperneq 29
eftir Sigfús Halldórsson, og hvað henni þótti það gaman og líka hvað hún varð glöð þegar ég sagði henni að ég væri byrjaður að syngja með karlakórnum Fóstbræðrum, það fannst henni gaman. Þegar ég læt hugann reika og hugsa til hennar ömmu þá man ég hvað mér var alltaf hrósað mikið fyrir allt sem ég lagði fyrir mig og hún sýndi mik- inn áhuga á því sem ég var að gera. Hún var ofboðslega góð söngkona og með mjög gott tón- eyra. Einu sinni var ég að æfa mig hérna heima og hún sat inni hjá sér og ég sló feilnótu á fiðl- una mína og hún kallaði „nei nei nei, þetta var nú eitthvað vitlaust þarna hjá þér, elskan“, þetta var ein nóta í einhverju lagi sem ég var að spila. Hún var svo passa- söm með alla svona hluti. Síðan mun ég aldrei gleyma hversu falleg kona hún var. Ekki bara með fallega sál, heldur líka gullfalleg kona og hún lagði líka mikið uppúr því að vera fín og vel tilhöfð. Hún var alltaf svo fín og falleg og lagði sérstaka áherslu á hárið á sér, það varð að vera í lagi. Ég held að allir sem þekktu hana geti verið sammála mér um hvað hún var einstök og góð kona með gífurlega góðan húmor. Hún hallmælti aldrei neinum einasta manni og það voru allir góðir á einhvern hátt í hennar augum, sama hver það var. Líka er alveg ótrúlegt hversu jákvæð hún var gagnvart öllum hlutum og hún tók öllu með ró og yfirvegun. Þeim veikindum sem hún gekk í gegnum tók hún með fullkomnu æðruleysi og þegar ég spurði hana hvernig hún hefði það þá hafði hún það alltaf alveg ágætt og hún var dugleg að minna mig á það að það er alltaf einhver ann- ars staðar sem hefur það verra en þú sjálfur og það mun ég hafa í huga alla mína tíð. Heiðar Smith. Má ég segja þér, hve sælt er líf með Jesú? Hann er sonur Guðs, en kaus þó harmastig. Þótt hann ætti himins dýrð og dásemd ríka, vildi’ hann deyja hér á jörðu fyrir þig. Sjáðu kærleik Guðs í Kristi Jesú, sem er kominn til að frelsa oss, og við krossinn hans er frið og skjól að finna, frelsi, líf og sæluhnoss. (Magnús Runólfsson) Mig langar til að minnast Svanlaugar, eða Svönu mágkonu minnar, með nokkrum orðum. Þegar ég heyrði um andlát henn- ar á aðfangadag kom þessi sálm- ur úr söngbók KFUM og K, sem séra Magnús Runólfsson orti, upp í hugann. Svana tók mikinn þátt í starfi kristilegu félaganna, sérstaklega með söng sínum, allt frá barn- æsku. Guð hafði gefið henni fal- lega rödd og sérstaklega næmt tóneyra. Þessar náðargjafir not- aði hún til að vitna um drottin sinn og frelsara með söng. Hún þráði að vera í samfélagi trúaðra á meðan heilsan leyfði, bæði á fundum Aðaldeildar KFUK og í kristniboðsflokknum. Þegar hún fékk að velja söng til að syngja á fundum var það oftast þessi sálmur sem varð fyrir valinu. Laugardaginn áður en hún dó fór ég með Guðlaugi syni mínum í heimsókn hennar. Hún var sár- þjáð og vissi að hverju stefndi. Það var friður og ró yfir henni og hún gat talað við okkur. Þegar Guðlaugur las 23. Davíðssálm, sem hún kunni svo vel, tók hún undir sem og bæn hans. Ég þakka Guði mínum og frelsara að hafa átt þessa heilögu kveðju- stund með henni. Ég kynntist Svönu náið þegar ég réði mig sem vinnukonu á heimili foreldra hennar árið 1947. Svana var yngst af fimm systk- inum og mamma hennar mjög heilsulítil. Þess vegna þurftu þau á hjálp að halda. Svana ætlaði að gifta sig og fara að heiman og ég kom í hennar stað. Móðir hennar Guðlaug andaðist í nóvember það ár. Ég ílengdist á Þórsgötu 4 þar sem ég giftist Gunnari eldri bróð- ur hennar árið 1950. Eftir það var hún ekki aðeins mágkona mín heldur líka dýrmæt vinkona, ekki síst eftir að við vorum bara tvær eftir af þessari kynslóð sem hafði alist upp á Þórsgötu 4. Mikið og gott samband var á milli allra systkinanna og fjöl- skyldna okkar og systranna Obbu, Jónu og Svönu. Börnin okkar minnast með gleði og þakklæti margra góðra samveru- stunda á heimili hver annars. Svana eignaðist góðan mann, Heiðar Haraldsson. Þau voru í farsælu hjónabandi í meira en 60 ár. Alltaf var mjög gott að heim- sækja þau en Heiðar lést fyrir tveim árum. Heiðar bað þau systkinin oft um að taka upp söng þeirra sem varð loks haustið 1980. Þau komu heim á Þórsgöt- una þar sem Svana og Árni æfðu eitthvað en fóru síðan í KFUM húsið þar sem söngur þeirra var tekinn upp á kassettu. Þar syngja systkinin Árni og Svana einsöng en einnig nokkur lög saman. Gunnar spilaði undir. Þau voru ekki alveg ánægð og ætluðu að endurtaka þetta seinna en úr því varð ekki þar sem Gunnar lést í nóvember. Já, það er margs að minnast með þakklæti, ekki síst samveru um Guðs orð. Ég bið Guð að blessa og styrkja börn Svönu og fjölskyldur þeirra. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krists.“ 1 Kor 15,57. Vilborg Jóhannes- dóttir og fjölskylda. Minning Svanlaugar Sigur- jónsdóttur er björt og hlý. Upp í hugann koma minningabrot sem spanna hátt í fjóra áratugi: Svana og Árni bróðir hennar að syngja tvísöng. Altrödd Svönu er hrein og styrk en jafnframt mild og mjúk, rétt eins og per- sóna hennar sjálfrar. Svana á almennum mótum, kristniboðsþingum og biblí- unámskeiðum í Vatnaskógi. Hún og vinkonur hennar eru á góðum aldri, ég einn af unglingunum. En kynslóðabilið hverfur og Svana á stóran þátt í því með hlýlegri framkomu og yfirlætis- lausu fasi. Svana heima á Háaleitisbraut, við vitum af henni á bak við tjöld- in. Ólöf Inga býður KSS-vinum heim eftir fund eða samkomu. Andrúmsloftið á heimilinu er þægilegt og ungmennin finna sig hjartanlega velkomin þótt þau leggi undir sig hálft húsið. Við hjónin vorum einmitt bæði boðin inn á þetta heimili að kvöldi þess dags er við sáumst fyrst. Svana og Heiðar í messu í Grensáskirkju. Þau sóttu kirkj- una sína meðan heilsan leyfði. Ljúf nærvera þeirra gaf styrk og uppörvun. Svo komust þau ekki lengur og Heiðar var kallaður heim á undan. Svana fór á að- fangadag. Jól okkar gengu í garð með fjölskyldum og vinum en hún var kölluð til hinnar eilífu jólagleði sem hún vissi af og treysti á allt frá ungum aldri. Guð blessi minningu mætrar konu. Ólafur Jóhannsson. HINSTA KVEÐJA Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júl. Jóhannesson.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Sigurjón og Ólöf. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 ✝ Ásgeir Guð-bjartsson fædd- ist í Hafnarfirði 28. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans 26. desem- ber 2012. Foreldrar hans vor Herdís Guð- mundsdóttir, f. 30.5. 1898, d. 8.1. 1990, frá Skarði í Lund- arreykjadal, og Guðbjartur Vigfús Ólafur Ás- geirsson, f. 23.12. 1889, d. 18.10. 1965, frá Ísafirði. Systkini Ás- geirs eru Sveindís Ásgerður, f. 1918, d. 1937, Guðmunda, f. 1920, d. 2010, Magnús, f. 1921, d. 1994, Katrín, f. 1922, d. 2005, Guðný, f. 1925, d. 2010, Hallfríður, f. 1925, d. 1926, Sólveig, f. 1929, Þór- arinn, f. 1931, d. 1933, Jón Ás- sept. 1952. Börn hans eru Guð- rún Gerður, Guðmunda Rut og Arnar, barnsmóðir Gunnhildur Ísleifsdóttir, þau skildu. 3) Ás- mundur, f. 11. maí 1955. Börn hans eru Bryndís og Ásgeir, barnsmóðir Guðný Tómatsdóttir, þau skildu. Giftist Helgu Vil- mundardóttur, f. 13.5. 1952, d. 19.05. 2010. Í sambúð með Hönnu Lóu Kristinsdóttur. 4) Bára, f. 16. febrúar 1959. Börn hennar eru Sóley, Karen, Katrín, Heiða Rós og Dagný Ósk. Maki Árni Gúst- afsson. 5) Hafdís, f. 10 ágúst 1970. Barn hennar er Þórey Eva. Maki Marinó Albertsson. Ásgeir átti fyrir son í Danmörku, Guð- bjart Gade. Ásgeir ólst upp í Hafnarfirði í stórum systk- inahópi. Hann stundaði sjó- mennsku á yngri árum og hóf síðan nám í matreiðslu hér heima og í Danmörku. Hann hefur síð- an starfað sem matreiðslumeist- ari, lengst af með eigin rekstur, síðast með Smurbrauðsstofuna Björninn. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. geir, f. 1934, d. 1935, og Sveinn, f. 1938. Ásgeir giftist Guðmundu Guð- björnsdóttur frá Akranesi 2. sept- ember 1950. Hún var f. 17.3. 1931, d. 27.6. 1988. For- eldrar Guðbjörn Sigurðsson, f. 28.10. 1894, d. 30.7. 1955, og Sigurlaug G. Guðmundsdóttir, f. 24.1. 1895, d. 1.6. 1944. Þau bjuggu mestallan sinn búskap á Arnarhrauni 35 í Hafnarfirði. Börn þeirra eru 1) Sigurlaug, f. 25. maí 1951. Börn hennar eru Ásgeir Jamil, Diana, Hilda og Sara, barnsfaðir Ali All- ann Shwaiki, f. 29.12. 1943, d. 13.8. 1989. Í dag er maki Kristinn G. Bjarnason. 2) Guðbjörn, f. 18. Elsku pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna þín, þú varst svo stór hluti af mínu lífi. Eftir að mamma dó árið 1988, þá urðum við svo náin, þú heimsóttir mig nánast á hverjum degi, eða við töluðum saman í síma. Þegar þú fluttir af Arnarhrauninu, þá fluttir þú í litla íbúð sem við höfð- um útbúið í kjallaranum að Fagrabergi 6 og þar bjóst þú hjá mér í 14 ár. Þær voru yndislegar stundirnar sem við áttum saman í eldhúsinu, þú varst frábær kokk- ur og kenndir mér svo margt. Þú varst frábær listamaður, það lék allt í höndunum á þér, skarst út listaverk úr tré, hval- tönnum, plasti og gleri og ekki má gleyma vindlahringjunum, úr þeim gerðir þú ótrúleg listaverk. Þegar ég geng um húsið og skoða þessi fallegu verk sem þú gafst mér, vekja þau upp svo fallegar minningar um þig og þau munu minna okkur á þig um ókomin ár. Það var svo notalegt að vita af þér hér niðri hjá okkur og gaman að geta skotist niður eitt augna- blik og spjallað eða þú upp í einn kaffibolla. Dætrum mínum 5 fannst gott að vita af afa sínum niðri og fóru alltaf til þín með bil- að dót, brotnar dúkkur og alltaf náðir þú að gera við hlutina þann- ig að þeir litu út sem nýir. Í nóvember 2010 fluttir þú að Álfaskeiði 64b í litla þjónustuí- búð. Tröppurnar hjá mér voru margar og gátu verið erfiðar, þú vildir flytja áður en heilsan færi að bila, þú vildir ekki vera upp á aðra kominn. Þú hélst þó áfram að heimsækja mig í hádeginu, labbaðir þegar veðrið var gott eða þá komst á bílnum, þessar stundir voru okkur báðum dýr- mætar. Tveimur vikum fyrir and- látið komst þú í síðast sinn í heimsókn og þá keyrandi og með þessi líka gullfallegu glös sem þú varst nýbúinn að skera út í og hafðir málað sum. Aðfangadagskvöldið og gaml- árskvöldið voru tómleg án þín í Fagraberginu, þú hafðir verið hjá okkur yfir 20 ár. Elsku pabbi, ég kveð þig með miklum sökn- uðu, en allar minningarnar um þig mun ég varðveita í hjarta mínu. Bára. Elskulegur tengdafaðir minn, Ásgeir Guðbjartsson, er látinn. Mig langar að minnast hans í fá- einum orðum. Okkar kynni hóf- ust árið 1974 þegar við Bára byrj- uðum saman og hafa samskipti okkar einkennst af gagnkvæmri vináttu og virðingu. Hans helsta áhugamál var veiði og voru þær ófáar veiðiferð- irnar sem hann bauð mér með sér, í sjóveiði, Hlíðarvatn, Brúará og að Hrauni, svo einhverjir stað- ir séu nefndir og reyndi með mis- jöfnum árangri að kenna mér listina að veiða. Hann veiddi tíu meðan ég náði í einn og alltaf reyndi hann að hughreysta mig og sagði „Þú ert ansi efnilegur“. Hann var einstaklega hjálp- legur og vil ég þakka honum sér- staklega vel fyrir það. Ef hann frétti að ég væri að fara að mála, hvort sem það var utan dyra eða innan var hann alltaf mættur óbeðinn, hann var mjög vandvirkur og var hjálp hans vel þegin. Ásgeir var ótrúlega handlag- inn og liggja eftir hann mörg listaverk sem hann gaf sínum nánustu. Þegar ég varð 55 ára gaf hann mér mynd, gerða úr vindlahringjum, af loftskipinu Graf Zeppelin sem heimsótti Ís- land árið 1931 og er þessi mynd mér mjög kær. Ég hef ekki kynnst hlýrri og tillitssamari manni en Geira, hans verður sárt saknað og fjölskyldan í Fagra- berginu mun geyma um hann margar góðar minningar og varð- veita í hjörtum sínum. Árni. Elsku afi, núna ertu farinn til ömmu, ég veit að þú hlakkaðir svo til að hitta hana og ég get al- veg ímyndað mér fagnaðarlætin sem urðu eftir langan aðskilnað. Jólin í Fagraberginu voru ekki söm án þín. Þú varst svo laginn við matargerð, enda kokkur, og á ég margar minningar um þig og mömmu að elda saman hamborg- arhrygginn. Ég veit að mamma á eftir sakna þess að hafa þig til að skera jólasteikina. Þú varst miklu betri í því en hún mamma. Ég var mjög heppin að hafa fengið að kynnast þér svona vel, enda ekki allir sem áttu afa sem bjó á neðri hæðinni. Það var allt- af gott að vita af þér þarna niðri. Þú varst hluti af minni æsku og mun ég alltaf minnast þín sem brosandi í eldhúsinu hjá okkur með axlaböndin þín sem voru með fiskamyndunum. Þú og mamma sátuð alltaf saman í hádeginu og spjölluðuð, mamma talaði um hlaup og þú talaðir um veiði. Það var alltaf gaman að hlusta á ykkur og mik- ið hlegið. Mér fannst einmitt skemmtilegast hvað þú hlóst mikið að sjálfum þér, því að þá mannkosti hafa ekki allir. Eins og þegar þú sagðir okkur frá því þegar þú og félagi þinn fenguð það hlutverk að taka á móti bíl sem var með eldisfisk sem átti að losa út í Hvaleyrarvatn. Þið vor- uð búnir að bíða lengi þegar þið sáuð allt í einu bíl koma keyrandi eftir Kaldársselsveginum, þið bentuð honum að fylgja ykkur að Hvaleyrarvatni þar sem þið sögð- uð honum síðan að bakka að vatn- inu þar sem hann gæti síðan los- að farminn út í vatnið. Bílstjórinn sagði þá reiður „Hvað, á ég að sleppa hestunum ofan í vatnið?‘‘ Þarna hafði verið rangur bíll á röngum stað. Það voru margar sögurnar sem þú sagðir okkur sem við gát- um hlegið að. Þú varst líka svo listrænn og handlaginn, ef eitt- hvað brotnaði hjá manni þá hugs- aði maður bara, þetta er allt í lagi, hann Geiri afi getur lagað þetta. Elsku afi, nú kveð ég þig, ég vona að þú hafir það gott þarna uppi og fáir að kannski veiða nokkra fiska. Þú varst besti afi í heimi. Heiða Rós Árnadóttir. Ástkær bróðir minn og vinur, Ásgeir Guðbjartsson, hélt á vit feðra sinna þann 26. desember. Skömmu áður en kallið kom var hann á heimili okkar Svönu minnar. Þá ræddum við um handverk af ýmsu tagi o.fl. Við bræður átt- um alla tíð margt sameiginlegt t.d. veiðimennsku, á meðan við höfðum heilsu til, handverk, tón- list og það sem snéri að list á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir 10 ára aldursmun vorum við alla tíð í nánu sambandi. Síðustu árin sem bróðir minn lifði höfðum við reglulegt samband og fylgdumst með heilsu hver annars. Það er ákaflega margt sem flýgur gegn um hugann sem vert væri að minnast. Ég geymi það í huga mínum þar til við getum tekið upp þráðinn að nýju. Svan- hildur konan mín og ég söknum góðs vinar og mikilhæfs alþýðu- listmanns. Ásgeir var einstak- lega fjölhæfur í listsköpun sinni alla tíð. Það var sama hvort hann vann í tré, gler, hvaltennur, plex- igler eða úr vindlahringjum. Eft- ir hann liggja ótal verk sem kalla má einstök. Bróðir minn hafði ekki áhuga á að skoða bækur, blöð eða DVD diska, sem fjölluðu um handverk og annað í þeim dúr. Hann sagði við mig, Svenni minn ég verð að skapa mín verk eins og andinn blæs mér í brjóst hverju sinni. Hafðu í huga kæri bróðir að ef þú hefur tíma, þol- inmæði og heilsu þá leysast flest verk, trúðu mér. Þrátt fyrir að vera margoft beðinn um að selja listaverk þá kom það aldrei til greina. Segðu mér hvað ætti ég svosem að meta tímann sem fer í hvert verk sem ég geri ánægj- unnar vegna, kannski fimm krón- ur? Hann hafði mikla ánægju af að gefa vinnum og velgjörðar- fólki þau verk sem hann vann. Þegar bróðir minn missti elskulegu eiginkonu sína, Guð- mundu Guðbjörnsdóttur, árið 1988, varð það honum gríðarlega mikið áfall, þau höfðu verið mjög samrýmd t.d. unnu þau saman við að gera garðinn sinn að lista- verki sem þau fengu verðlaun fyrir. Saman fóru þau í veiðiferð- ir bæði til sjós og lands. Hann sagði mér að eftir fráfall konunn- ar hefði handverkið og veiðiskap- ur í kyrrð náttúrunnar breytt lífi sínu. Hinn hæsti höfuðsmiður tekur vel á móti góðum dreng, það er ég sannfærður um. Mikil eftirsjá hvílir á huga mínum, ættingjum hans og vinum. Nú þegar hann er horfinn til austursins eilífa, veit ég að í faðmi drottins og horfinna ættingja og vina líður bróður mínum og vini vel. Eftirlifandi börnum, öðrum ættingjum og vinum vottum við Svana, okkar fjölskylda og Sólveig systir hans, innilega samúð. Sveinn. Mig langar að kveðja með nokkrum orðum hann „Geira“ eins og hann var oftast kallaður. Ég kynntist honum 1965 þegar við Bára byrjuðum í tímakennslu eins og fyrsti bekkur hét þá. Næstu 10 árin var Arnarhraun 35 mitt annað heimili. Ég var allt- af velkomin á heimili þeirra Mundu og Geira. Oftar en ekki gisti ég þar og einnig borðaði ég oft þar, mér fannst maturinn hjá Geira svo góður, stundum sat ég við matarborðið en Bára uppi í herbergi. Garðurinn hjá þeim á Arnar- hrauninu var hreint listaverk, mjög stór með alls konar krókum og kimum sem gaman var að leika sér í. Þá var gróðurhús í garðinum sem við notuðum við leik og var þar ýmislegt brallað. Ég man eftir ferðum upp að Hlíðarvatni með hjólhýsið að veiða, og einnig á bátnum í vöfflu- kaffi upp á Akranes. Ég man hvað mér fannst gaman að vera fyrir innan afgreiðsluborðið á veitingastað sem Geiri átti á Lækjargötunni í Rvík. Þá vann ég einnig um tíma með skólanum hjá honum á Smurbrauðstofunni Birninum. Eftir að Geiri flutti í Fagra- bergið til Báru og Árna fór mað- ur aftur að hitta hann yfir kaffi- bolla og spjalli. Hann var bæði frábær kokkur og listamaður. Veislurnar hjá honum voru hreint listaverk. Einnig er fjöl- skyldan hans svo heppin að eiga fjöldann af listaverkum eftir hann, má þar nefna glös sem hann skar myndir í, málverk, frá- bærar myndir úr vindlamerkjum, tréútskurð og fleira. Hann var hógvær um verk sín og tregur til að sýna verk sín almenningi og ekki vildi hann selja þau. Ég var svo heppinn að geta talið hann á að gefa mér mynd í brúðargjöf 1992. Elsku Bára, Árni, Silla og aðr- ir fjölskyldumeðlimir, söknuður ykkar er mikill og megi góðar minningar hjálpa ykkur gegnum þennan tíma. Sigrún. Látinn er Ásgeir Guðbjartsson 85 ára að aldri. Mig langar að minnast hans með nokkrum orð- um. Ásgeir var einstakt ljúf- menni og höfðingi heim að sækja. Hann var glöggur veiðimaður sem ég lærði mikið af, góður sögumaður og listamaður af Guðs náð. Því bera vitni myndir sem hann málaði, listaverk búin til úr vindlamiðum og glerlistaverk. Við fórum mikið saman í veiði- ferðir, oftast í Hlíðarvatn í Sel- vogi, Hólsá og víðar. Hann var góður veiðifélagi og greiðvikinn með eindæmum. Síðastliðin ár komst hann ekki í veiði sjálfur en hafði gaman af því að fá fréttir og heyra sögur um afla eða aflaleysi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Ég sendi fjölskyldu Ásgeirs samúðarkveðjur og kveð með söknuði kæran vin. Ásgeir Þorsteinsson. Ásgeir Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.