Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 40

Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2013 Kýrskýr Hobbiti Skýr Hobbitinn er sýndur í 24 ramma og 48 ramma útgáfum í bíó. AF KVIKMYNDUM Örn Þórisson orn@mbl.is Það hefur verið beðið með eftir-væntingu eftir mynd PetersJacksons, The Hobbit. Eftir gríðarlegar vinsældir og hrifningu fólks með Lord of the Rings-trílógíu Jacksons hafði spennan aukist enn frekar. Hér er ekki ætlunin að gagn- rýna myndina sem slíka heldur lang- ar mig að beina kastljósinu að mynd- tækni Hobbitans og hvað liggur að baki þeirri byltingartækni. Hobbitinn er tekinn upp með nýrri tækni, meiri filmuhraða en áð- ur eða 48 römmum á sekúndu í stað hefðbundinna 24 ramma á sekúndu á venjulegri kvikmynd. 24 ramma tæknin hefur verið staðallinn í kvik- myndatöku og sýningum síðan hljóð- rás kom á kvikmyndir á þriðja ára- tug síðustu aldar. Meiri filmuhraði skilar hins vegar hærri skerpu og meiri myndgæðum, sem skipta sköp- um þegar njóta skal þrívíddar- mynda. Margir þekkja þá tilfinningu að geta ekki fókuserað vel á þrívídd- armynd, sjá máðar útlínur eða óskýra mynd, fá jafnvel höfuðverk þegar myndavél færir sig hratt eða persóna á tjaldinu hreyfir sig of snöggt.    Hvernig hefur tekist til meðHobbitann? Fyrst sá ég mynd- ina í venjulegri þrívídd, 24 römmum á sekúndu. Myndin var ágætis upp- lifun en samferðafólk mitt og ég upp- lifðum óskýra mynd sem stundum virtist bókstaflega fljóta, sérstaklega var það áberandi þegar föruneytið kemur í Rofadal um miðja mynd. Laugarásbíó er eina bíó landsins sem sýnir Hobbitann á þann hátt sem Jackson vill helst; í þrívídd og 48 römmum á sekúndu. Gríðarlegur munur er á þessum tveimur útgáfum af Hobbitanum, nánast er um nýja kvikmynd að ræða. Frá fyrstu mín- útu sér maður skýrari og bjartari mynd, hvort sem er í miklum hasar- og átakaatriðum eða í rólegum sam- tölum leikara. Óskýr, máð eða hreyfð mynd hinnar venjulegu þrívíddar er horfin og enginn fær höfuðverk á 48 ramma þrívídd. Líkt og margir hafa bent á er skýrleikinn svo mikill að myndin líkist stundum tölvuleik á plasma- eða lcd-risaskjá, sérstaklega í bardögum dverganna við drýsla og varga.    Spyrja má sig hvort ofurskýr-leikinn sem fylgir 48 römm- unum, svo ekki sé talað um þá 60 ramma tækni sem James Cameron hyggst nota í næstu mynd sinni, spilli fyrir eða eyðileggi töfra kvikmynda eins og við þekkjum þær. Peter Jack- son lítur svo á að kvikmyndaáhuga- fólk þurfi að venjast tækninni, útliti og fókus. Það sé hins vegar útilokað að berjast við þróunina, myndum í framleiðslu muni aðeins fjölga og eft- irspurn aukast. 48 ramma útgáfa Hobbitans er vissulega tímamót í þróun kvik- myndaframleiðslu en það er áleitin spurning að áhorfinu loknu hvort Hobbitinn gangi ekki of langt í útliti á kostnað innihalds. Í bíómynd skipt- ir stundum ekki öllu hvað þú sérð heldur hvað þú sérð ekki. Það er engu logið um skýrleika 48 ramma útgáfunnar og hvet ég áhugafólk til að skoða þá útgáfu myndarinnar, helst sjá báðar útgáfur (jafnvel tví- víða útgáfu líka) og byrja þá glápið á 24 römmunum og færa sig upp. Sjón er sögu ríkari. » Í bíómynd skiptirstundum ekki öllu hvað þú sérð heldur hvað þú sérð ekki. Mexíkóski kvikmyndaleikstjórinn Guillermo del Toro afþakkaði boð um að leikstýra næsta þrí- leik um Stjörnustríð en ástæðan er sú að hann er hlaðinn verkefnum, skv. frétt á vef dag- blaðsins Guardian. Disney-fyrirtækið ætlar að gera þrjár kvikmyndir til viðbótar þeim sex sem gerðar hafa verið um Stjörnustríð, eða Star Wars. Þrír leikstjórar hafa afþakkað boð um að leikstýra næstu Stjörnustríðsmyndum, auk del Toro þeir JJ Abrams, Steven Spielberg og Brad Bird. Sá græni Hinn mikli meistari Yoda í Star Wars: Episode III. Afþakkaði Stjörnustríð Mossadegh Missagt var í umsögn um kvikmyndina Kjúklingur með plómum í gær að Mohammad Mossadegh forsætisráðherra hefði verið ráðinn af dögum í valdaráninu 1953. Hið rétta er að hann var settur í fangelsi í þrjú ár og síðan hafður í stofufangelsi til dauðadags, 1967. LEIÐRÉTT GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR m.a. BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS -EMPIRE -H.S.S., MBL -T.V., SÉÐ OG HEYRT -H.V.A., FBL SÉÐ OG HEYRT/VIKAN SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR NÁNAR Á MIÐI.IS GLEÐILEG NÝTT BÍÓÁR 2013 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 6 L THE HOBBIT 3D KL. 5.40 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 SÍÐUSTU SÝNINGAR 16 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 - 6 L THE HOBBIT 3D KL. 4.30 - 8 12 THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 4.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.45 10 LIFE OF PI KL. 8 - 10.45 10 GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 3.40 - 5.50 7 THE HOBBIT 3D KL. 5.50 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.20 10 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 5.50 L THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6-10 THE HOBBIT 3D Sýndkl.7-10:30 HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.6 LIFE OF PI 3D Sýndkl.8-10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan 12 12 10 7 FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM ANG LEE SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramm a) STÓRMYNDIN SEM ALLIR HAFA BEÐIÐ EFTIR! Vinsælasta bíómyndin á íslandi í dag „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er mikil upplifun. Augnakonfekt með sál““ -T.V., S&H „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is - EMPIRE - H.V.A., FBL -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar KORTIÐ GILDIRTIL 31. janúar 2013 – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR MOGGAKLÚBBURINN MOGGAKLÚBBURINN 25% AFSLÁTTUR Á STUNDARBROT Í BORGARLEIKHÚSINU Í JANÚAR „Ef ekki væri fyrir tímann mundi allt gerast í einu.“ Í Stundarbroti er teygt á tímanum, hann er beygður og afmyndaður þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum. Þetta er verk á mörkum vísinda, leikhúss og dans og framsækið nútímaleikhús sem hristir duglega upp í skynjun áhorfenda. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? Gegn framvísun Moggaklúbbskortsins í miðasölu Borgarleikhússins. Miðasala í síma 568 8000 fyrir áskrifendur. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1100 Almennt verð: 3.900 kr. Moggaklúbbsverð: 2.900 kr. Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á mbl.is/postlisti. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.