Morgunblaðið - 09.01.2013, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Segir nauðgunina konunni …
2. Íslendingar lágu fyrir Svíum …
3. Ná þeir að sættast?
4. „Þó ég sé skepna inn að beini“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Moderna listasafnið í Malmö opnar
í maí sýningu þar sem verki Ragnars
Kjartanssonar, „Scandinavian Pain“,
verður komið fyrir á
hlöðu í safninu en inni
í henni verða verk eft-
ir Edvard Munch. Sýn-
ingin verður hluti af
hátíðinni Malmö Nor-
dic 2013.
Verk Ragnars og
Munchs sýnd saman
Á fimmtudag Suðlæg átt, 3-8 m/s, en 8-13 m/s með A-
ströndinni. Rigning, slydda eða jafnvel snjókoma á stöku stað, en
þurrt NA-til. Styttir upp að mestu á V-verðu landinu eftir hádegi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 13-20 m/s S- og V-lands
og fer að rigna um hádegi, en 5-13 NA-til og þurrt. Fer að lægja í
kvöld, fyrst vestast á landinu. Hiti yfirleitt á bilinu 2 til 8 stig.
VEÐUR
Forráðamenn belgíska
knattspyrnufélagsins
Cercle Brugge eru ekki
hrifnir af áhuga granna
sinna og erkifjenda í Club
Brugge á Eiði Smára Guð-
johnsen. „Við viljum helst
ekkert af áhuga Club vita.
Við eigum á hættu að missa
okkar besta sóknarmann og
munum gera allt sem í okk-
ar valdi stendur til að halda
honum,“ segir talsmaður
Cercle Brugge. »1
Óhressir með
áhugann á Eiði
Íslenska landsliðið í handknattleik
mátti sætta sig við tveggja marka tap
gegn Svíum í vináttuleik í Helsing-
borg í gær en þetta var lokaundirbún-
ingur íslenska liðsins fyrir HM sem
hefst um næstu helgi. Þetta var um
leið fyrsta tap landsliðsins undir
stjórn Arons Kristjánssonar. »3
Fyrsta tap landsliðsins
undir stjórn Arons
Heil umferð fór fram í N1-deild
kvenna í handknattleik í gærkvöld.
Óvænt úrslit urðu í Mýrinni þegar HK
hafði betur gegn Stjörnunni. Aftur-
elding innbyrti sín fyrstu stig á
mótinu en eftir 10 tapleiki í röð náði
Afturelding að vinna lið Selfoss. Val-
ur og Fram héldu sínu striki og ÍBV
gerði góða ferð út á Seltjarnarnes og
lagði lið Gróttu. »2
Lið HK vann góðan
sigur í Mýrinni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Nú þegar leikarinn Gérard De-
pardieu er orðinn rússneskur ríkis-
borgari velta menn fyrir sér hvort
leikarinn flytji til Rússlands flenni-
stórt málverkið Íslenskir fiskar,
þriggja metra langt, sem hann keypti
fyrir nokkrum árum af Helga Þorgils
Friðjónssyni. Helgi opnar stóra sýn-
ingu á málverkum og skúlptúrum í
Gerðarsafni á laugardaginn kemur.
Fara Íslenskir fiskar
til Rússlands?
Gérard
Depardieu
Helgi Þorgils
Friðjónsson
Tónlistarmað-
urinn Snorri
Helgason hefur
tekið við stöðu
framkvæmda-
stjóra tónlistar-
hátíðarinnar
Reykjavík Folk
Festival sem Ólaf-
ur heitinn Þórðar-
son og hljómsveitin South River Band
stofnuðu. Hátíðin verður haldin á Kex
Hosteli 7.-9. mars nk.
Tekur við Reykjavík
Folk Festival
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég hef alltaf haft áhuga á tungu-
málum en þó ívið meiri á tölvum og
skráði mig því í tölvunarfræði við
Háskóla Íslands. Fyrir einskæra til-
viljun fékk ég sumarvinnu hjá Árna-
stofnun við stafsetningarleiðrétt-
ingu. Þá mættust þessir tveir
heimar sem ég hef mikinn áhuga á.
Út frá því varð frumgerðin af
Skramba til,“ segir Jón Friðrik
Daðason, tölvunarfræðingur, einn
höfunda nýs stafsetningar- og mál-
farsleiðréttingartóls fyrir íslenskan
texta.
Skrambi er fyrsta íslenska forritið
sem getur leiðrétt samhengisháðar
villur, eins og þegar líkur hefur ver-
ið skrifað í stað lýkur.
Jón rekur ekki minni til þess
hvaðan nafngiftin Skrambi er komin
því að hún hefur verið vinnuheiti í
nokkurn tíma, „ætli hana megi ekki
rekja til þess að þetta er skrambi
gott,“ segir Jón kíminn.
Skrambi er afrakstur nokkurra
rannsóknarverkefna, m.a. meist-
araverkefnis Jóns. Þá hefur styrkur
frá Nýsköpunarsjóði námsmanna
greitt götu hans. Þess má geta að
verkefnið hlaut fyrsta sæti í sam-
keppninni um Hagnýtingarverðlaun
Háskóla Íslands 2012.
Jón og Kristín Bjarnadóttir, rann-
sóknarlektor við Stofnun Árna
Magnússonar, héldu fyrsta fyr-
irlestur Máltækniseturs á þessu ári í
Árnagarði í gær. Þar kynntu þau að-
ferðir og gögn sem Skrambi notast
við.
Skrambi frír
Textasmiðir munu geta
nálgast Skramba sér að
kostnaðarlausu. Í vefútgáfu
forritsins verður textabox
sem hægt er að setja text-
ann inn í og leita að villum.
Skrambi verður seldur sem við-
bót við Office-pakkann fyrir Wind-
ows og einnig sem viðbót við helstu
vafra.
Aðferðirnar sem eru notaðar við
gerð forritsins eru að erlendri fyr-
irmynd. „Ég skoðaði aðferðirnar
sem notaðar eru í öðrum tungu-
málum, sérstaklega ensku, og að-
lagaði þær að einkennum íslensk-
unnar,“ segir Jón. „Niðurstaðan var
sú að leiðréttingarnákvæmni
Skramba var 94%, sem er sambæri-
legt því sem fæst í öðrum einfaldari
tungumálum.“
Kristín og Jón hafa starfað tölu-
vert saman á sviði máltækni. Ljóst
er að Skrambi hefði ekki litið dags-
ins ljós nema fyrir tilstuðlan styrkja
og þverfaglegs samstarfs.
Skrambi góður Skrambi
Íslenskt forrit
leiðréttir sam-
hengisháðar villur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Skrambar Jón Friðrik Daðason tölvunarfræðingur og Kristín Bjarnadóttir rannsóknarlektor við Stofnun Árna
Magnússonar að kynna Skramba, nýtt stafsetningar- og málfarsleiðréttingartól fyrir íslenskan texta, í Árnagarði.
Flest leiðréttingartól finna ein-
göngu orðleysur, þ.e. orð sem
ekki eru til í málinu eins og
fleirri, kanski og engann. Skrambi
bætir um betur og metur einnig
samhengi orðanna til að ákvarða
hvort þau séu rétt
stafsett.
Með því
móti get-
ur hann
einnig
fundið og
leiðrétt raunorðavillur, eins og
„ég vill“, „á næsta leyti“ og „af
ástæðulausu“. Jón segir að það
sé erfitt að finna þessar villur því
þessi orð eru öll til í íslensku
máli en samhengið sem þau
standa í skiptir máli.
Greining Stofnunar Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum gef-
ur til kynna að um það bil tvær
af hverjum þremur villum í rit-
gerðum íslenskra mennta-
skólanema séu raunorðavillur.
Skrambi finnur samhengið
LEIÐRÉTTIR ORÐLEYSUR OG RAUNORÐAVILLUR