Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 8
Fréttamaðurinn Andri Ólafsson og Bryndís Sigurðardóttir, vöru- stjóri hjá Gagnaveitu Reykjavík- ur, eignuðust stúlku á dögunum. Er þetta þeirra fyrsta barn en stúlkan vó 13 merkur og var 50 cm að lengd en hún fæddist 18. janúar. Svo skemmtilega vildi til að stúlkan ákvað að mæta í heiminn á afar táknrænni stundu fyrir föð- urinn. Hún kom í heiminn á slag- inu 18.30 – um leið og kvöld- fréttatími Stöðvar 2 hófst en á þeirri stundu er Andri vanur að vera við vinnu og flytja lands- mönnum fréttir af líðandi stundu. Bryndís Sigurðardóttir og Andri Ólafsson. Skemmti- leg tíma- setning Vettvangur 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Samþykkt hefur verið á Alþingi rammaáætlun,sem kveður á um nýtingu orkulinda. Hið já-kvæða við rammaáætlun er að með henni eru ákvarðanir um virkjanir settar í markvissara ferli en verið hefur og þeim sem fara með ákvörð- unarvald gert nauðsynlegt að skoða kosti og galla með skipulegri hætti en áður hefur tíðkast. Því ber að fagna. Eftir sitja hins vegar ýmsir sárir en ekki sáttir, til að mynda þeir sem unna náttúruperlum á Reykjanesskaga. Nokkuð var tekist á um rammaáætlun. Sumir hefðu viljað koma fleiri náttúruperlum í vernd en gert var ráð fyrir í áætluninni. Aðrir hefðu viljað rýmri heimildir til virkjana. Hinum síðarnefnda hópi varð tíðrætt um að þörf væri á „faglegri vinnu- brögðum“ en nú væri boðið upp á og vísuðu þá til þess að stjórnmálamenn á Alþingi hefðu takmark- að þá virkjunarmöguleika sem áður hefðu verið lagðir fram. Slíkt væri ólíðandi og ófaglegt! En hvar liggja landamærin á milli fagmennsku og stjórnmála? Eru þessi landamæri skýr? Er fag- mennskan ópólitísk? Að hvaða marki er hún háð tíðarandanum? Getur pólitík ekki verið fagleg? Við viljum hafa aðgang að sérfróðu kunnáttufólki til að benda á staðreyndir sem okkur eru ekki endi- lega ljósar; fólki sem kann öðrum betur, sérhæf- ingar sinnar vegna, að setja á vogarskálar rök með og á móti, greina kosti og galla, sjá framvinduna fyrir sér. Þess vegna er vísað til þess sem fagfólks. En hvað um aðra þætti? Hvað um skynbragðið sem við berum á náttúruna og fegurð hennar, jafnvel væntumþykju í hennar garð? Sigríður í Brattholti sem kom í veg fyrir virkjun Gullfoss á sínum tíma bjó í námunda við fossinn. Hún var kannski ekki fagmaður í nútímaskilningi þess orðs, en þekkti fossinn eflaust betur en flestir. Sennilega var það þó ekki af faglegum ástæðum sem Sigríður í Bratt- holti hótaði að fyrirfara sér í fossinum, ef hann yrði virkjaður, heldur einfaldlega vegna væntumþykju í garð þessa granna síns. Sennilega hefur lítið verið farið að hugsa um arðsemi af ferðmennsku á henn- ar dögum þótt þar hefði að sönnu mátt finna „fag- leg“ rök fyrir náttúruvernd. Mér bíður í grun að Sigríður í Brattholti hafi ein- faldlega ekki getað hugsað sér að þessari nátt- úruperlu yrði fórnað. Faglegt eða ófaglegt? Var hótun Sigríðar fagleg eða pólitísk? Og í framhaldinu hljótum við að spyrja hvort nýt- ingu auðlinda sé hægt að skipuleggja með reglu- stikuna og vasareikni að vopni, eða eiga ef til vill fleiri sjónarmið upp á pallborðið? Þarf ekki nýting náttúrunnar að taka mið af því að ef hin „faglegu“ sjónarmið virkjanasinna hefðu engri andstöðu mætt þá ættum við engan Gullfoss? Þess vegna eiga mörg sjónmið að vera til staðar við alla ákvarð- anatöku um nýtingu náttúrunnar. Staðreyndin er sú að enn þann dag í dag erum við að taka ákvarð- anir um nýtingu á alltof veikum og þröngsýnum grunni. Ég hygg að eftir 100 ár muni tíðarandinn fremur álíta að alltof veik fagleg rök hafi verið fyrir fjölda virkjana sem rammaáætlun hefur enn að geyma. Og eru þá ótalin hin svokölluðu ófaglegu rök væntumþykjunnar sem ef til vill hafa bjargað fleiri náttúruperlum á Íslandi heldur en nokkur faglegheit í gegnum áratuga baráttu náttúruvernd- arfólks eins og Sigríðar í Brattholti. Var Sigríður í Brattholti fagleg eða pólitísk? *Ófagleg rök væntum-þykjunnar hafa bjargaðnáttúruperlum á Íslandi. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Kynjahlutfallið í Gettu betur var til umræðu í vikunni en í sjónvarps- hluta spurn- ingakeppni fram- haldsskólanna er kynjahlutfall kepp- enda 23 strákar á móti einni stelpu. Stefán Pálsson sagnfræðingur vakti athygli á þessu upphaflega. Rit- höfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson segir á FB-síðu sinni: „BTW, mér finnst meira en eðlilegt og löngu tíma- bært að huga að kynjahlutfalli í Gettu betur.“ Blaðamaðurinn Jak- ob Bjarnar Grétarsson tekur í ann- an streng: „Við lifum á sturluðum tímum og maður þykist öllu vanur en þetta var ekki hægt að sjá fyrir; að glórulaus hugmynd frá Stefáni Pálssyni um kynjakvóta í Gettu bet- ur yrði frétt dagsins.“ Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hafnaði nýlega umsókn sjónvarps- kokksins Völundar Snæs Völund- arsonar um leyfi til að hanna eldhús og veitingasal á jarðhæð heimilis síns við Bókhlöðustíg 2. Um þetta spunnust fjör- ugar umræður, meðal annars á facebooksíðu Gísla Marteins Baldurssonar. „Það er þver- girðingsháttur hjá meirihlut- anum að hafna þessu erindi. Þetta unga fólk er að flytja heim, með reynslu af veitingahúsarekstri. Þau kaupa og gera upp af miklum metnaði hús sem hefur staðið tómt neðst í Þingholtunum. Búa á efri hæðinni og vilja opna lítinn veitingastað í kjallaranum, þar sem áratugum saman hefur verið ým- iskonar þjónusta. Ég hélt að þetta væri einmitt það sem við vildum í borginni okkar! Ég vil að þau fái leyfi til að opna þennan stað.“ Gísli Marteinn uppskar 392 „like“ við stöðuuppfærsluna og Edda Björg- vinsdóttir leik- kona sagðist gjarnan vilja fá þennan veit- ingastað í hverfið sitt. „101 verður bara betra og meira aðlaðandi.“ AF NETINU Íslenska lopapeysan er ítarlegt umfjöllunarefni í grein sem birtist í netútgáfu eins stærsta dagblaðs Bandaríkjanna, Huff- ington Post. Í greininni birtast ótal myndir af ótal afbrigðum lopapeysunnar auk fjölda mynda af götulífinu í Reykja- vík þar sem Íslendinga og er- lenda ferðamenn í peysunni ber fyrir augu. Þá er stutt viðtal við Berg- þóru Guðnadóttur og Jóel Páls- son, eigendur Farmers Market og þá er verslunin Geysir, sem býður upp á breitt úrval af ull- arvöru, sögð ein svalasta versl- un Reykjavíkurborgar. Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hjá Farmers Market. Bergþóra og Jóel í Huffington Post
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.