Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 R ætur Jóns Bjarnasonar liggja á landsbyggðinni. Það fer ekkert á milli mála þegar komið er inn á heimilið, þó að húsið standi við Aragötu í einu rótgrónasta hverfi Reykjavíkur. Á stofuveggnum hangir málverk af Asparvík á Ströndum. Þar fæddist hann og ólst upp til sjö ára aldurs. Og á ganginum er málverk af föður hans við Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, en þangað flutti fjölskyldan frá Ströndum. „Maður er umkringdur æskustöðvunum,“ segir hann. Miklar væntingar Óhætt er að segja að kjörtímabilið hafi verið róstusamt hjá Jóni og einkennst af átökum, einkum innan flokks. Jóni var vikið úr stóli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á miðju kjörtímabili og svo fór að Jón sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna um miðja viku, en hafði í ársbyrjun tilkynnt að hann hygðist ekki taka þátt í prófkjöri flokksins fyrir næstu kosn- ingar. „Ég hugleiddi þetta fram á síðustu stundu – þetta vó salt í huganum,“ segir hann. Jón var kosinn á þing árið 1999 þegar flokkurinn var stofn- aður og það var því stór ákvörðun að hverfa á braut. „Ég hef helgað flokknum hugsjónir mínar og krafta, fyrst sem þing- maður Norðurlands vestra og svo Norðvesturlands,“ segir hann. „Landsbyggðin á sterk ítök bæði í mér og stefnu flokks- ins, sem ég hef átt þátt í að móta. Þess vegna hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina síðustu misserin, ekki aðeins vegna ESB heldur einnig í því hvernig haldið hef- ur verið á mörgum málefnum landsbyggðarinnar og þjóð- málum almennt. Mér finnst það ganga í berhögg við þær hug- sjónir og stefnu sem ég hef talið flokkinn standa fyrir. Ég var beggja blands hvort ég ætti að taka slaginn eða láta við svo búið sitja. Ákvörðun mín laut eingöngu að því að taka ekki þátt í þessu prófkjöri Vinstri grænna.“ Hann segir samstarfið hafa verið mjög erfitt innan þing- flokksins og ágreining um bæði stefnu og vinnubrögð. „Ég nefni sem dæmi að mínir nánustu samherjar hafa flestir horfið á braut, Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mós- esdóttir og allir vita hvernig komið var fram við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, þá miklu hugsjóna- og baráttukonu, sem að síð- ustu sagði af sér þingmennsku. Það þýðir ekkert að segja að þau hafi horfið á braut – af því bara. Það getur enginn leitt það hjá sér. Síðan hættu góðir félagar og jafnvel forystumenn víða í félögum flokksins, sögðu af sér ábyrgðarstöðum eða sögðu sig úr flokknum.“ Jón skýrir þessar hræringar innan flokksins með því, að mikill ágreiningurinn sé í grundvallarmálum sem hann var stofnaður um. Það hafi verið rótin að því að hann gaf ekki kost á sér fyrir VG í næstu kosningum. En hann útilokar ekki framboð. „Í svona stöðu útilokar maður aldrei neitt,“ segir hann. „Við lifum jú á tímum þar sem skiptir máli hvert stefnt verður. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að berjast áfram fyrir mínum hugsjónum með því fólki sem á samleið með mér. En ekkert liggur fyrir í þeim efnum, enda er það í sjálfu sér allt önnur ákvörðun.“ Ágreiningur frá fyrsta degi Strax frá fyrsta degi var verulegur ágreiningur í þingflokks- herberginu um ESB-umsóknina. „Þá þegar var gerð sú krafa að VG ætti í upphafi aðild að umsókninni, en því var hafnað af mörgum þingmönnum flokksins og þar með varð ljóst að ekki lægi fyrir meirihlutastuðningur stjórnarflokkanna. Lyktirnar urðu þær að Atli Gíslason lagði fram bókun sem við fleiri studdum um að þetta yrði ekki skilyrði í ríkisstjórnarsamstarf- inu og færi svo, þá áskildum við okkur allan rétt til að halda fram okkar sjónarmiðum og berjast fyrir frjálsu Íslandi innan þings sem utan. Þess vegna kom ESB-umsóknin inn í þingið sem einskonar þingmannamál sem utanríkisráðherra flutti og síðan var það Alþingis að greiða atkvæði um framhaldið.“ Jón segir að skýrt hafi verið tekið fram að það ætti að taka skamman tíma að fá úr því skorið hvort eitthvað væri að sækja inn í Evrópusambandið eða ekki. „Auk þess kom ekki til greina neinskonar aðlögun eða aðkoma ESB inn í íslenskt samfélag meðan á viðræðunum stæði. Á því hefur síðan orðið grundvallarbreyting og engan veginn verið staðið við þau fyr- irheit. Við erum komin í bullandi aðlögun á mörgum sviðum Jón Bjarnason segir unga fólkið hafa orðið verst úti í hruninu og að stjórnvöld hafi ekki staðið undir væntingum gagnvart því. Morgunblaðið/Árni Sæberg Berst fyrir mínum hugsjónum JÓN BJARNASON HEFUR STAÐIÐ Í STRÖNGU Á MÖRGUM VÍGSTÖÐVUM Á KJÖRTÍMABILINU. HANN ER AFAR GAGNRÝNINN Á STÖRF RÍKISSTJÓRNARINNAR, SEGIR HAFA VERIÐ ÁGREINING INNAN ÞINGFLOKKS VG FRÁ FYRSTA DEGI OG AÐ EKKERT SÉ ÁKVEÐIÐ UM HVORT HANN HALDI ÁFRAM ÞÁTTTÖKU Í STJÓRNMÁLUM. Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.