Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 39
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 E ftir að hafa skoðað Haute Couture-línur helstu hönnuða heims fyrir vor 2013 reikaði hugurinn ósjálfrátt aftur til sokkabands- áranna. Ekki klæddist maður skó- síðum síðkjólum með „empire“ sniði eða fjaðrakjólum, en efnis- valið hjá sumum hönnuðum minn- ir töluvert á efni fortíðarinnar. Á árunum 1992-1996 var ógurleg plast- og glansefnatíska sem á sér nánast enga hliðstæðu. Það var meira að segja verslun í Borg- arkringlunni sem seldi eiginlega eingöngu föt úr plastefnum og það þótti bara mjög eðlilegt. Þetta hljómar kannski pínulítið eins og að „next stop“ sé Hrafn- ista og ég bíði bara eftir því að það verði mokað yfir mig. Það er samt þannig að það er hægt að vera svo óendanlega þakklátur fyrir svo margt (sælir eru einfaldir) þegar horft er yfir farinn veg. Ég er til dæmis mjög hamingjusöm að hafa aldrei dansað fáklædd í búri á Tunglinu og að hafa aldrei orðið svo fræg að komast til Hemma Gunn. Ég veit að margir svitnuðu yfir þessum blessaða endurflutn- ingi og verst af öllu var þegar gömul skólasystir mín, sem er mikill femínisti, upp- ljóstraði því á Facebook að bróð- ir hennar hefði ver- ið einn af mennta- skólastrippurunm sem komu fram í þætt- inum. Við- komandi hefði líklega viljað sleppa því í dag … Þegar vinkonur mín- ar rifja upp sín mennta- skólaár finnst mér stundum eins og mín eigin hafi verið eins og sam- felld kóræfing með nokkrum kór- ferðalögum. Á meðan þær skemmtu sér ær- lega, sumar plastklæddar frá toppi til táar, sötraði ég Swiss Mokka á Café Au Lait eins og viti- borinn heimsborgari í heima- saumuðum fötum, las „Mikael handbókina“ og heklaði reggy húfur. Á dögunum hnaut ég um uppskrift af Swiss Mokka í blaðinu og áttaði mig skyndilega á því hvers vegna ég hafði aldrei verið í kjörþyngd á þessum árum. En svo kom að því að plastið kom inn í líf mitt og Swiss Mokka var skipt út fyrir meira svalandi drykki. Og þá var ekkert annað í stöðunni en að hanna og sauma glæran plastjakka úr borð- dúkaplasti. Ég þreytist ekki á því að segja frá þessum jakka því hann sló í gegn. Hann var lánaður út og suður því hann laðaði að glysgjarna ævintýraprinsa. Á þessum árum voru vinsæl- ustu gæjarnir með símboða og klæddust Boss-ullarjökkum. Þá voru engir samskiptamiðlar eða Instragrömm þar sem hægt var að sýna með alls kyns fílterum hvað daman var spennandi. Dömurnar neyddust því til að nýta þau tækifæri sem gáfust og vinna vel úr aðstæðum. Það tókst ekki alltaf og það skiptir heldur engu máli því lífið er svo langt frá því að vera fullkomið. Aðalmálið er að geta hlegið svolítið að öllu eftir á og þykj- ast vera á miklu betri stað í dag en í gær. Mundu bara að ef það er ekki á Inst- ragram þá gerðist það ekki! marta- maria- @mbl.is Þessi Chanel-stígvél hefðu getað prýtt ein- hverja Tungl-dömuna. Glansandi dragt frá Versace var sýnd í París. Glær plastkápa frá On Aura Tout Vu var sýnd í París í vikunni. Hátíska sem minnir á vand- ræðaleg augnablik Glansefni voru áberandi hjá On Aura Tout Vu. Haute Couture lína Jean Paul Gault- ier minnir á gamla tíma. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI NÝTT META THERAPY NÝJUNG Á SNYRTIMARKAÐNUM FYRIR: • Endurnýjun húðarinnar • Bætt ásýnd húðarinnar • Rakameðferð • Enduruppbygging húðarinnar Meta Therapy er eina 100% náttúrulega meðferðin þar sem sprautur koma hvergi nætti. Hægt er að hægja á ferli öldrunar húðarinnar töluvert og merki öldrunar minnka umtalsvert. PANTAÐU Í DAG! Áður Eftir BONITA SNYRTISTOFA Hæðasmára 6 201 Kópavogi Sími 578 4444 CARITA SNYRTING Dalshrauni 11 220 Hafnarfirði Sími 555 4250 DEKURSTOFAN/NÝ ÁSÝND Kringlunni 8 103 Reykjavík Sími 568 0909/899 7020 ÞÚ FINNUR META THERAPY SÉRFRÆÐING Á EFTIRTÖLDUM SNYRTISTOFUM: www.dermatude.is GALLERÍ ÚTLIT Bæjarhrauni 6 220 Hafnarfirði Sími 555 1614 SNYRTINGAR MARGRÉTAR Borgartúni 8-16 Höfðatorgi 105 Reykjavík Sími 556 6100 SNYRTISTOFA ÁGÚSTU Hafnarstræti 5 101 Reykjavík Sími 552 9070 SNYRTISTOFAN DÖGG EHF Smiðjuvegi 4 200 Kópavogi Sími 552 2333 SNYRTISTOFAN EVA Austurvegi 4 800 Selfossi Sími 482 3200 SNYRTISTOFAN JÓNA FÓTAAÐGERÐA- OG SNYRTISTOFA Hamraborg 10 - 200 Kópavogi Sími 554 4414 SNYRTISTOFAN ÞEMA SNYRTI- OG FÓTAAÐGERÐASTOFA Dalshrauni 11 - 220 Hafnarfirði Sími 555 2215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.