Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Mikið hefur verið rætt og ritað um gjána sem hefurmyndast hin síðari misseri milli bestu liðanna íensku knattspyrnunni og þeirra liða sem eru í næsta lagi fyrir neðan. Annað árið í röð stefnir í einvígi Man- chester-liðanna, United og City, um meistaratitilinn. Önnur félög virðast hreinlega ekki eiga möguleika. Líklega hefur enginn stakur gjörningur endurspeglað þessa gjá betur en vistaskipti Robins van Persies síðasta sumar en hann gekk sem kunnugt er í raðir Manchester United frá Arsenal. Tilgangurinn: Að vinna titla. Hollendingurinn er orð- inn 29 ára og eftir átta ár hjá Arsenal gafst hann upp á að bíða eftir meistaratign. Og hvar skyldi Arsenal hafa lokið keppni á liðnum vetri? Í 3. sæti. Það var ekki eins og félagið hefði lónað handan góðs og ills um miðja deild. Arsenal er eitt fjögurra félaga sem unnið hafa úrvalsdeild- ina, frá stofnun hennar 1992, fyrir utan Manchester United, og fyrir fáeinum árum hefði þetta verið óhugsandi. Thierry Henry, Patrick Vieira og Dennis Bergkamp hefðu aldrei gengið til liðs við Manchester United. En þá var öldin önnur, Ars- enal var að vinna titla og bestu leikmenn fé- lagsins þurftu ekki að leita annað til að svala sínum faglega þorsta. Breska ríkissjón- varpið, BBC, birti fyrir skemmstu forvitnilega töflu á heimasíðu sinni. Hún hverfist um vinn- ingshlutfall bestu lið- anna í ensku knatt- spyrnunni undanfarin fjörutíu ár. Athygli vekur að Liverpool, sem bar ægishjálm yfir önnur ensk félög á áttunda og níunda áratugnum, var ekki með nema um 55% sigurhlutfall á þeim tíma. Sigurhlutfall Manchester United, sem tók við keflinu á tíunda áratugnum, var lítið eitt hærra, 57%, en hækkaði upp í 67% á fyrsta áratugi þessarar aldar. Það er umtalsvert stökk. Lítil reynsla er vitaskuld komin á þennan áratug en hlutfallið hjá United hækkar samt, losar nú 70%. Liverpool vann ekki einn einasta meistaratitil á síðasta ára- tug, eigi að síður er vinningshlutfall liðsins ekki langt frá því sem það var á gullaldarárunum, 54%. Arsenal vann bara tvo meistaratitla á síðasta áratug en samt var sigurhlutfall liðsins, 60%, sumsé nokkru hærra en það var hjá Liverpool á níunda áratugnum, þegar liðið varð sex sinnum enskur meistari. Morgunblaðið lagðist í frekari rannsóknir, skoðaði meðal annars stigahlutfall ensku meistaranna fjóra áratugi aftur í tímann. Til að gera langa sögu stutta fer það vaxandi. Féll reyndar um 3 prósentustig frá áttunda áratugnum fram á þann níunda, úr 72% að meðaltali í 69%, en hækkaði aftur á þeim tíunda, upp í 70%. Á fyrsta áratug þessarar aldar fór stigahlutfall meistaranna upp í 77% að meðaltali. Aðeins eru tvö ár liðin af þessum áratug og meðaltalið því varla mark- tækt en til fróðleiks má geta þess að það er 74%. Chelsea náði hæstu hlutfalli stiga, 83%, þegar liðið setti stigametið í úrvalsdeildinni árið 2005, 95 stig. Frá árinu 1971 hefur þetta hlutfall aðeins fjórum sinnum náð 80%, Liverpool 1979 (81%), Manchester United 2000 (80%), Chelsea 2005 (83%) og Chelsea 2006 (80%). Lægsta stigahlutfall meistaraliðs á þessu sama tímabili er 63%, Derby (1975), Liverpool (1984) og Man. Utd (1997). Ekki kemur á óvart að sífellt færri félög komast að meist- aratitlinum. Á síðasta áratug unnu aðeins þrjú félög hann, fjögur félög á tíunda og ní- unda áratugnum en fimm á þeim áttunda. Á sjöunda áratugnum urðu hvorki fleiri né færri en sjö félög meistari. Annað sem fróðlegt er að skoða í þessu sambandi er munurinn á meistaraliðinu hverju sinni og liðinu sem hafnar í fimmta sæti deildarinnar (og verður þar af leiðandi af sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og fyr- irkomulagið er núna). Það bil hefur einnig verið að breikka. Á níunda áratugnum var þetta bil að meðaltali 18 stig og 19 stig á þeim tíunda. Á fyrsta áratug þessarar aldar jókst bilið hins vegar upp í heil 25 stig að meðaltali. Það sem af er þessum áratug er það 21 stig. Mestur varð þessi munur 2005, þegar Chelsea varð hvorki meira né minna en 37 stigum á undan liðinu í fimmta sæti, Liverpool. Minnstur varð munurinn á hinn bóginn 1983, þeg- ar meistarar Liverpool urðu ekki nema 13 stigum á undan lið- inu í fimmta sæti, Nottingham Forest. Á níunda áratugnum fór þessi munur aðeins tvisvar sinnum yfir 20 stig, fjórum sinnum á tíunda áratugnum en á síðasta áratug sjö sinnum, þar af í tvígang yfir 30 stig. Allt ber þetta að sama brunni. AFP Bilið bítur STIGAHLUTFALL GULLALDARLIÐS LIVERPOOL Á ÁTTUNDA OG NÍUNDA ÁRATUGNUM VAR UM 55%. Á SÍÐASTA ÁRATUG NÆLDI SIGURSÆLASTA LIÐIÐ, MANCHESTER UNITED, Í 67% MÖGULEGRA STIGA. ÞAÐ STAÐFESTIR AÐ BESTU LIÐIN Í ENGLANDI ERU AÐ RÍFA SIG ENN LENGRA FRÁ ÞEIM NÆSTU. Sigurhlutfall liða eftir áratugum Heimild: OPTA 1980-1989 2000-20091970-1979 1990-1999 2010-2012 70% 65% 60% 55% 50% 45% 40% 35% 30% 25% Arsenal Chelsea Liverpool Man. City Man. Utd 44% 55% 40% 39% 31% 70% 61% 55% 51% 41% Englandsmeistarar Ár Meistari Stig % Leikir 1971 Arsenal 65 77 42 1972 Derby 58 69 42 1973 Liverpool 60 71 42 1974 Leeds 62 74 42 1975 Derby 53 63 42 1976 Liverpool 60 71 42 1977 Liverpool 57 68 42 1978 N. Forest 64 76 42 1979 Liverpool 68 81 42 1980 Liverpool 60 71 42 1981 AstonVilla 60 71 42 1982* Liverpool 87 69 42 1983 Liverpool 82 65 42 1984 Liverpool 80 63 42 1985 Everton 90 71 42 1986 Liverpool 88 70 42 1987 Everton 86 68 42 1988 Liverpool 90 75 40 1989 Arsenal 76 67 38 1990 Liverpool 79 69 38 1991 Arsenal 83 73 38 1992 Leeds 82 65 42 1993 Man Utd 84 67 42 1994 Man Utd 92 73 42 1995 Blackburn 89 71 42 1996 Man Utd 82 72 38 1997 Man Utd 75 63 38 1998 Arsenal 78 68 38 1999 Man Utd 79 69 38 2000 Man Utd 91 80 38 2001 Man Utd 80 70 38 2002 Arsenal 87 76 38 2003 Man Utd 83 73 38 2004 Arsenal 90 79 38 2005 Chelsea 95 83 38 2006 Chelsea 91 80 38 2007 Man Utd 89 78 38 2008 Man Utd 87 76 38 2009 Man Utd 90 79 38 2010 Chelsea 86 75 38 2011 Man Utd 80 70 38 2012 Man City 89 78 38 *Þriggja stiga regla tekin upp 1981-1982 Wayne Rooney og félagar í Manchester United munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ryðja David Silva og þeim kempum í Manchester City úr vegi í vetur. „Ég er knattspyrnustjóri hjá frægasta félagi í heimi.“ Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Nærtækasta skýringin á því að bilið milli bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni og þeirra sem koma þar á eftir breikkar jafnt og þétt er auðvitað peningar. Manchester United, langsigursælasta félagið í sögu úrvalsdeildarinnar, hefur úr miklu fé að moða, mesta fylgið, bæði á lands- og heimsvísu, og það er engin tilviljun að félagið hefur unnið tólf meistaratitla á þeim tuttugu árum sem úrvalsdeildin hefur verið við lýði. Auðvitað má heldur ekki vanmeta framlag knatt- spyrnustjórans, Sir Alex Fergusons. Hann er löngu yfir alla gagnrýni hafinn. Undanfarinn áratug hefur veldi Rauðu djöflanna aðeins verið ógnað af nýríkum félögum, fyrst Chelsea og nú Manchester City. Fjármagnið sem Roman Abramovitsj dældi inn í Chelsea eftir að hann eignaðist félagið fyrir áratug var án fordæma á þeim tíma. Það skilaði strax tveimur meistaratitlum, 2005 og 2006, þeim fyrstu hjá félaginu í hálfa öld. Þriðji titillinn kom 2010. Fjárhagslegt bolmagn Manchester City varð jafnvel enn meira eftir að Sjeik Mansour bin Zayed bin Zayed Al Nahyan náði þar völdum árið 2007. Kappinn hefur varið hátt í 500 milljónum sterlingspunda í kaup á leikmönnum síðan og tryggði sér meistaratitilinn í fyrra. Síðasta félagið til að verða Englandsmeistari án þess að verja til þess yfirgengilegum fjármunum er Arsenal, 2004. Eins og veður hefur skipast í lofti virðist Lundúnafélagið eiga litla möguleika á að elta auðveldin uppi. Sama máli gegnir um annað stórveldi, Liverpool, sem fór síðast með sigur af hólmi í deildinni árið 1990. Tottenham Hotspur, sem í sögulegum skilningi er stórt félag, varð síðast enskur meistari árið 1961. Við núverandi skilyrði geta þessi félög í besta falli keppt um meistaradeildarsæti. Þarf frekari vitna við? LEYST FRÁ BUDDUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.