Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 9
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Blær og Blær NAFNIÐ BLÆR HLJÓMAR NÚ KUNNUGLEGA Í EYRUM EFTIR AÐ DÓMSMÁL BLÆVAR BJARKARDÓTTUR UM AÐ FÁ AÐ BERA NAFNIÐ KOMST Í HÁMÆLI. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÉKK PILTINN BLÆ OG STÚLKUNA BLÆ OG TIL AÐ SEGJA FRÁ NAFN- INU SÍNU. FRÆG ER KVENPERSÓNAN BLÆR Í BREKKUKOTSANNÁL EN MANNANAFNA- NEFND TELUR NAFNIÐ ÞÓ HÆFA KARLI EN EKKI KONU. ORÐIÐ BLÆR VARÐ Í 7.SÆTI YFIR FEGURSTU ORÐ ÍSLENSKRAR TUNGU Í SAMKEPPNI SEM EFNT VAR TIL Á NETINU 2007. FIMM EINSTAKLINGAR BERA NAFNIÐ Í ÞJÓÐSKRÁ OG 101 HEFUR ÞAÐ SEM SÍÐARA NAFN. AÐ MINNSTA KOSTI NÍU KONUR NOTA NAFNIÐ EN FÁ ÞAÐ EKKI SKRÁÐ Í ÞJÓÐSKRÁ. Það var enginn vafi í huga hjónanna Elíasar Georgssonar og Birnu Ýrar Thorsdóttir þegar kom að skírn fyrsta sonarins. Þeim fannst orðið blær bæði merkilegt orð og flott nafn. Blær Elíasson er næstelstur fjögurra systkina sem öll heita fornum íslenskum einsatkvæðisnöfnum. Elst er Mist og yngri eru tvíburarnir Gnýr og Gná. Blær stundar nú nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann er sá eini á Suðurnesjum sem hefur Blær sem einnefni eða fyrra nafn, en í skólanum þekkir Blær nemanda sem hefur Blær sem seinna nafn. Blær segist ákaflega stoltur af nafninu sínu. „Mér finnst gott að það er einstakt,“ segir Blær sem alltaf hefur verið sá eini í sínu samfélagi sem hefur borið nafnið. „Þetta er líka stutt nafn og það er fallega bor- ið fram.“ Hann segir fólk þó stundum hvá við fyrstu kynni og að það sé ekki óalgengt að hann þurfi að segja nafnið sitt aftur þegar hann er spurður að nafni. Þótt kostirnir séu fleiri telur hann til þann galla á nafninu hversu mörg orð ríma við það, sennilega fleiri en gengur og gerist með mannanöfn, og það hafi skólafélagar hans í grunnskóla nýtt sér óspart. „Ég myndi segja að það væri eini gallinn við nafnið. Krakkarnir voru svolítið mikið að láta nafnið mitt ríma við hin ýmsu orð,“ segir Blær. Við snúum samtali okkar að Blævi Bjarkardóttur sem nú stendur í málaferlum vegna nafns síns, þar sem mannanafnanefnd hafði úrskurðað nafnið karl- mannsnafn þegar hún var skírð og gefið nafn. Blær segist reyndar ekki hafa fylgst mikið með málinu. „En mér finnst ekki sanngjarnt að fólk þurfi að berj- ast fyrir nafni sínu. Ég hef ekkert á móti því að stelpur beri þetta nafn, en mér finnst blær samt vera karlkynsorð,“ segir Blær. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Karlmannsnafn Hér er Blær Um Blæ Frá Blæ Til Blæs Ekki sanngjarnt að þurfa að berjast fyrir nafni sínu Blær Bjarkardóttir heitir eftir Blævi í Brekkukots- annál eftir Halldór Lax- ness, þeirri ægifögru snót. Hún segir móður sína, Björk Eiðsdóttur, hafa heillast af Blævar nafninu og verið búna að ákveða að eignaðist hún dóttur myndi hún skíra hana því nafni – löngu áður en Blær kom í heiminn. Blær, sem er 15 ára, kveðst lítið hafa velt nafninu fyr- ir sér framan af ævinni en hún bjó í Bandaríkjunum frá sex til tíu ára aldurs. „Þetta var lítið til umræðu þar en þó þurfti ég alltaf að muna, þegar við vorum að ferðast, að ég hét „Stúlka“ í vegabréfinu. Einu sinni lentum við í hálfgerðum vandræðum á flugvelli í Bandaríkjunum, starfsmaður í vegabréfsskoðun vildi vita hver í hópnum væri „Stulka“ og ég svaraði engu þar til mamma hnippti í mig. Það hefur eflaust vakið grunsemdir, eftir það var mér kennt að svara ef „Stulka“ var nefnd.“ Blær kveðst aldrei hafa orðið fyrir óþægindum hér heima vegna nafnsins. Henni er ljóst að það er algeng- ara karlmannsnafn en það truflar hana ekki. „Flestum sem ég þekki þykir nafnið mjög kvenlegt og finnst fá- ránlegt að ég fái það ekki staðfest í þjóðskrá,“ segir Blær sem fundið hefur fyrir miklum stuðningi við bar- áttu sína fyrir því að fá að heita Blær í opinberum plögg- um. Niðurstöðu er að vænta fyrir lok mánaðarins og verði hún óhagstæð munu Blær og móðir hennar fara með málið lengra. „Ég ætla að heita Blær áfram!“ Blær kannast við einn ungan dreng sem heitir Blær og með henni í Hlíðaskóla er piltur sem heitir Birkir Blær. Blær er mun algengara seinna en fyrra nafn hjá drengjum. Hún hefur fyrir vikið litla reynslu af því að umgangast nafna sína af hinu kyninu. Spurð hvort hún gæti hugsað sér að eiga síðar meir kærasta að nafni Blær skellir Blær upp úr. „Nei, ég vona að það gerist ekki. Það yrði bæði skrítið og vandræðalegt.“ Kvenmannsnafn Hér er Blær Um Blæ Frá Blævi (eða Blæ) Til Blævar (eða Blær) Morgunblaðið/Kristinn Vonandi verður kærastinn ekki nafni minn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.