Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON Barack Obama var settur í embætti öðru sinni. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann til einingar og skoraði á andstæðinga sína að vera ekki með þvergirð- ingshátt þannig að ná mætti árangri í umhverf- ismálum, málefnum innflytjenda og takmörkun byssueignar í Bandaríkjunum.Talið er að milljón manns hafi safnast saman til að hlýða á ræðu forsetans. BRETLAND LONDON David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, flutti ræðu um samband Bretlands við Evrópusambandið og hét því að semja við það að nýju og leggja niðurstöðuna í dóm bresku þjóðarinnar yrði hann enn forsætisráðherra eftir kosningarnar 2015. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að Þjóðverjar og hún persónulega vildu að Bretar yrðu afgerandi og virkt aðildarríki ESB og hún væri tilbúin að ræða óskir þeirra. TAÍLAND BANGKOK Dómstóll í Taílandii dæmdi Som- yot Prueksakasemsuk, fyrrverandi ritstjóra tímarits í tíu ára fangelsi fyrir að móðga konunginn, Bhumibol Adulyadej. Slíkir dómar eru ekki einsdæmi í landinu og hafa mannrétt- indasamtök fordæmt þá. Ritstjórinn var sagður ábyrgur fyrir birtingu tveggja greina, sem reyndar eru skáldskapur, en dómstóllinn sagði að tengdust sögulegum atburðum. Blaðamaðurinn, sem skrifaði greinarnar, hefur flúið land og hefst við í Kambódíu. ALSÍR SAHARA Alsírskar öryggissveitir bundu enda á fjögurra daga árás um 30 íslamskra hryðjuverkamanna á Amenas-gasvinnslustöðina í Sahara í suðaust- urhluta Alsír og felldu nánast alla. Einnig létust að minnsta kosti 37 gíslar í árásinni, meðal annars frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Japan og Noregi. Frökkum varð ágengt í sókn sinni til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn í Malí næðu höfuðborginni, Bamako. Árásin á gasvinnslustöðina var gerð til að refsa Alsír fyrir að leyfa Frökkum að fara í gegnum lofthelgi landsins. Útgjöld til hermála fara vax- andi víðast hvar í heiminum þrátt fyrir samdrátt og kreppu. Þetta er niðurstaða Marinu Malenic í tímaritinu Jane’s Defence Industry. Hún spáir því að þessi aukning muni halda áfram á þessu ári þrátt fyrir að útgjöldin muni dragast lítillega saman í Evr- ópu eða um 1,6%, einkum vegna niðurskurðar Breta á fjárlögum. Malenic telur að fyrir utan Bandaríkin muni útgjöld í heiminum til hermála aukast um 1,9% og munar þar mest um aukninguna í Kína, 7,3%, og í Rússlandi, 3,9%. Kemur fram að útgjöldin dreifist nú meira um heiminn en áður. Erfið fjárlagadeila er fram-undan á Bandaríkjaþingi oghún mun verða snörpust þeg- ar kemur að útgjöldum til hermála. Þau tvöfölduðust á árunum milli 1998 og 2011 og eru komin yfir rúmlega 700 milljarða dollara (90 þúsund milljarða króna) á ári. Í fréttaskýringu í tímaritinu New Yorker segir að það séu meiri út- gjöld að teknu tilliti til verðbólgu en nokkru sinni frá síðari heimsstyrjöld og fullyrt að Bandaríkjamenn verji meira fé til varnamála en aðrar þjóðir heims samanlagt. Þegar Bandaríkjaþing setti lög til þess að koma böndum á fjár- lagahallann var kveðið á um að spara 487 milljarða dollara í hern- aðarútgjöldum á næstu tíu árum. Samkomulagið frá því um áramót kveður á um 55 milljarða dollara niðurskurð til viðbótar á ári. Enn hefur þó ekkert verið skorið niður og daginn eftir að samkomu- lagið var gert um áramótin til að sleppa undan hinni svokölluðu „snjó- hengju“, sem hefði getað lamað rík- isreksturinn vestra, lýsti Howard P. McKeon, fulltrúadeildarþingmaður og formaður hermálanefndar henn- ar, yfir að hann harmaði að mistek- ist hefði að „verja her á stríðstímum frá frekari niðurskurði“. McKeon hefur verið formaður nefndarinnar frá því að repúblik- anar náðu meirihluta í fulltrúadeild- inni í janúar 2011. Í haust hélt hann vitnaleiðslur um framtíð landvarna og Bandaríkjahers áratug eftir hryðjuverkin 11. september. Heilaaðgerð með keðjusög Þar líkti Edmund G. Giambastiani aðmíráll, sem var varaformaður bandaríska herráðsins 2005 til 2007 og nú er sestur í helgan stein, yfir því að fyrirhugaður niðurskurður væri eins og „heilaskurðaðgerð með keðjusög“ og bætti við að heimurinn væri „hættulegri og óvissari staður nú en hann hefði verið í áratugi“. Hæst setti demókratinn í nefnd- inni, Adam Smith, sem setið hefur í nefndinni frá 1997 var sammála um að varnarmál væru í viðkvæmri stöðu vegna niðurskurðar. Hann lagði fram spurningu: „Hvað ef við hefðum skyndilega enga hermenn í Evrópu, við hefðum enga hermenn í Asíu, við værum einfaldlega eins og flestar aðrar þjóðir í heim- inum?“ Í vitnaleiðslum þingsins komu ekki fram miklar efasemdir um þann hugsunarhátt að Bandaríkjamenn væru varðmenn heimsins. Þó kemur fram í áðurnefndri fréttaskýringu New Yorker að demókratinn John Garamendi hafi lesið kafla úr fyrstu meiriháttar ræðunni, sem Dwight D. Eisenho- wer flutti eftir að hann varð forseti 1953. Þá hafði kalda stríðið staðið í sex ár og Eisenhower hafði áhyggj- ur af því hvað vopnakapphlaup myndi kosta: „Hver einasta byssa sem er smíðuð, hvert einasta her- skip sem hleypt er af stokkunum, hver einasta eldflaug sem skotið er á loft er þegar öllu er á botninn hvolft til vitnis um þjófnað frá þeim sem svelta og fá ekki mat, þeim sem er kalt og fá ekki klæði. Þessi heimur er undir vopnum. Þessi heimur undir vopnum eyðir ekki bara peningum, hann eyðir svita verkamanna sinna, snilligáfu vís- indamanna sinna, vonum barnanna … Þetta er ekki lífstíll í neinni raunverulegri merkingu. Undir skýi ógnarinnar af stríði hangir mann- kyn á krossi úr járni.“ Oft er vitnað til þess að þegar Ei- senhower fór úr embætti 1963 sagði hann að stjórnvöld ættu að vara sig á áhrifum hers og iðnaðar. Leon Panetta hefur varist nið- urskurðarhugmyndum í tíð sinni sem varnarmálaráðherra. Nú hyggst Barack Obama gera Chuck Hagel að varnarmálaráðherra. Hagel vill skera niður Repúblikanar hafa veist að Hagel fyrir skort á hörku í garð Írana og gagnrýni hans á hagsmunabaráttu gyðinga í Bandaríkjunum. Minna hefur borið á umræðum um að hann hefur í málflutningi sínum verið stuðningsmaður niðurskurðar. Hann vill reyndar ekki fara hugsunarlaust í sjálfkrafa niðurskurð, en segir varnarmálaráðuneytið „útblásið“, hafa fengið „allt sem það vill í tíu ár eða meira“ og þurfa á niðurskurði að halda. Hagel er repúblikani, en repúblikanar gætu þó notað meiri- hluta sinn í fulltrúadeildinni til að koma í veg fyrir að hann verði varn- armálaráðherra. Verði hann skip- aður er hann hins vegar í betri stöðu en stjórnmálamenn, sem aldr- ei hafa verið í hernum, til að fá sitt fram því að hann barðist í Víetnam og fékk tvær orður, purpurahjörtu, fyrir framgöngu sína. Verða út- gjöld til her- mála hamin? Í HÖND FARA SAMNINGAR UM NIÐURSKURÐ Í BANDA- RÍKJUNUM. ÞAR VERÐUR HERINN Í BRENNIDEPLI. ÚTGJÖLD BANDARÍKJAMANNA TIL HERMÁLA HAFA EKKI VERIÐ HÆRRI SÍÐAN BANDAMENN BÖRÐUST VIÐ ÖXULVELDIN Í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD. Kínverskur líf- vörður mund- ar byssu. ÚTGJÖLD AUKAST Ómannað flugfar á þilfari bandaríska flugmóðurskipsins Harry S. Truman. Umræður um niðurskurð til hermála fara í hönd í Bandaríkjunum. Mikill þrýstingur er um að skera útgjöld til hersins ekki niður þótt um það sé samkomulag. AFP * Ég held að mjög langt sé síðan herinn skoðaði sjálfansig og hugmyndafræði sína gagnrýnum augum.Chuck Hagel, varnarmálaráðherraefni Baracks Obama.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.