Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 53
„Nú reyni ég að bræða alla þessa þætti saman í eina heildstæða sýningu,“ segir Rósa Sigrún. Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjöll og fáein atviksorð nefnist sýningsem Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar í Salíslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í Tryggvagötu, hafnarmegin, á laugardag klukkan 16. Á sýningunni eru verk unnin í ýmsa miðla; málverk, teikningar, textíl og ljósmyndir en Rósa Sigrún segir þau öll eiga rætur í ára- langri útivist og fjallgöngum. „Myndlistin er mitt annað líf, í hinu er ég leiðsögumaður á fjöllum,“ segir hún. Í þessum verkum renna þessir tveir heimar saman. Meðal verkanna eru málverk sem byggja á GPS-ferlum úr gönguferðum. „Þau sýna fjöll- in í öðru ljósi en fólk er vant að sjá,“ segir Sigrún Rósa. „Ég hef alltaf hrifist af teikn- ingum erlendra ferðalanga sem komu hingað á fyrri öldum, hvernig þeir sveipuðu landið ævintýraljóma og ýktu hlutina, og kannski eru þessar myndir mínar skyldar þeim, sýna fjöllin sem kastala og álfaborgir.“ Í gönguferðunum gengur hún með skrefa- teljara sem lesið er úr í lok hverrar göngu. „Úr þeir tölum hef ég unnið textílverk með blandaðri tækni sem ég sýni hér.“ Og skrefin eru mörg: „Í fyrra gekk ég þrisvar á Hvanna- dalshnjúk. Það voru um 42.000 skref í hverri ferð.“ Rósa Sigrún segir það iðulega hlutverk sitt í fjallaferðum að takast á við jarðfræðileg hugtök og spurningar og þær rata inn á sýn- inguna og þá í tengslum við orðið ummyndun. „Þá safna ég iðulega steinum á göngu og þeir verða hluti af sýningunni, þegar ég reyni að búa þeim varanlegan og fallegan bústað,“ seg- ir hún. „Nú reyni ég að bræða alla þessa þætti saman í eina heildstæða sýningu.“ Sýninguna kennir Rósa Sigrún við fjöll og atviksorð og tengingin er þessi: Fjöll eru eins og atviksorð, óbeygjanleg og óútreiknanleg en þó staðföst. Þau eru ástand eins og fjall- gangan. efi@mbl.is UPPLIFUN LEIÐSÖGUMANNS Á FJÖLLUM ER EFNIVIÐUR SÝNINGAR Myndlist og fjallgöngur RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR SÝNIR Í SAL ÍSLENSKAR GRAFÍKUR MYND- VERK SEM SPRETTA AF GÖNGUM, LEIÐSÖGN OG NÁTTÚRUSKOÐUN. „Fljótt á litið gæti manni fundist að ekk- ert hefð breyst á þessum aldarfjórðungi en þegar betur er rýnt finnst manni allt hafa breyst,“ segir Guðmundur og bendir á eitt myndapar sem hann segir næstum eins, þar sem horft er eftir Pósthússtræti að Dóm- kirkjunni; þrjú skilti hafa bæst við á nýju myndinni. „Tvö húsanna hafa verið flutt innan svæð- isins, eru á nýjum stað á nýju myndunum. Fógetagarðurinn hefur breyst gífurlega mik- ið, rétt eins og Aðalstræti. Fischersund er ekki sama gata og það var,“ segir hann. Virðing fyrir miðli og viðfangsefni Þegar Guðmundur er spurður um gildi skráningar sem þessarar með ljósmyndum, þá segist hann löngum hafa hrifist af ljós- myndum frumkvöðlanna af borginni. „Eftir að hafa unnið sleitulaust að þessari sýningu í marga mánuði og sjá nú myndirnar hér á veggnum, þá liggur við að ég sé orðinn leið- ur á þessu,“ segir hann og brosir. „En ég gleðst alltaf yfir ljósmyndum manna eins og Sigfúsar Eymundssonar, Magnúsar Ólafs- sonar og Péturs Brynjólfssonar, sem eru vel teknar og ríkar heimildir, og ef þessar myndir ná að gleðja einhvern á þann hátt þá væri ég ánægður. En það kemur ekki að því nærri strax …“ Í sýningarskrá vitnar Guðmundur í orð bandaríska ljósmyndarans Garry Wino- grand, hvað varðar afstöðuna til ljósmynda- miðilsins og notkunina á honum; ann- arsvegar vill hann votta miðlinum virðingu með því að nota hann eins og hann nýtist best, með því að lýsa hlutum, og hinsvegar með virðingu fyrir viðfangsefninu, með því að lýsa því sem best. Þessar myndir Guð- mundar lýsa vel hjarta borgarinnar og hún breytist rétt eins og mennirnir sem hana byggja. „Já, margt hefur breyst á þessum árum,“ segir Guðmundur. „Sjáðu, það hefur verið reynt að beina umferð af gangstéttum með þessum steypujárnshlunkum. Blómakörfur hafa verið hengdar upp, ljósastaurar eru lægri en áður, svo eru komin auglýsingaskilti fyrir veitingastaði út á götur. Það er búið að fylla göturnar af drasli. Árið 1986 var hægt að finna tíma til að mynda göturnar tómar, ég myndaði mest snemma á morgnana, en nú er af og frá að hægt sé að reyna það. Nú eru enn fleiri bílar í miðborginni á nóttinni en á daginn.“ Hyggst Guðmundur endurtaka leikinn og taka nýjar myndir í Kvosinni árið 2036? Hann brosir. „Þá verð ég níræður og efast um að ég endurtaki þetta þá. En ef ég stend í lappirnar, þá er aldrei að vita.“ „Þegar gamla myndröðin var að verða 25 ára datt mér í hug að mynda sömu staðina aftur,“ segir Guðmundur Ingólfsson. Morgunblaðið/Einar Falur 27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Boðið er upp á ókeypis leið- sögn á sunnudag klukkan 14 um sýninguna Ljósmyndun á Íslandi 1970-1990 í Mynda- sal Þjóðminjasafnsins. Ívar Brynj- ólfsson ljósmyndari fræðir gesti um þá heima sem opnast í myndunum. 2 „Svartir sunnudagar“ í Bíó Paradís sýna á sunudags- kvöld klukkan 20 Morð- sögu eftir Reyni Oddsson. Kvikmyndin var gerð árið 1977 og hefur verið kölluð „vorboði“ í ís- enskri kvikmyndagerð. Hún þótti sæta tíðindum og fékk góða aðsókn á sínum tíma. 4 Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður leiðir gesti á sunnudag klukkan 15 um sýningu sína, Tón í öldu, í Gerðarsafni í Kópavogi. Ætti það að verða forvitnileg heimsókn í ævin- týralegan myndheim Helga. 5 Síðustu sýningar eru um þessa helgi og næstu á Mac- beth Shakespeares á stóra sviði Borgarleikhússins. Sýn- ingin hreyfir við áhorfendum og sýn- ist sitt hverjum um stefnu leikstjór- ans, en um afar áhugaverða leikhúsupplifun er að ræða. Gagnrýn- andi Morgunblaðsins segir sýninguna „höfða til vitsmuna …“ 3 Á sunnudag klukkan 14 opnar í Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá. Þar gefst tækifæri til að skoða það nýj- asta og besta í myndskreytingum ís- lenskra barnabóka og veitt verða ár- leg verðlaun, kennd við Dimmalimm. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.