Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 37
skoða hvaða síður þú hefur merkt að þér líki á Facebook. Gagnleg leit? Frá sjónarhóli Facebook-notenda er auðvelt að sjá hvernig þetta getur gagnast við að finna aftur efni sem þú hefur áður séð á Facebook, eða að flokka vini þína eftir breyt- um á borð við stjórnmálaskoðanir eða stað- setningu, en það á alveg eftir að reyna á það hversu gagnleg þessi leitarvél verður við að hjálpa þér að finna tannlækni, pípulagn- ingamenn eða aðra þjónustu, sem er það sem Facebook vonast til að hún geri. Undirritaður er til dæmis mjög ánægður með þjónustu tannlæknis hér í bæ, en hefur þó aldrei lagt það á sig að athuga hvort hann er á Facebo- ok til þess að geta líkað síðuna hans. Þetta kann því að þýða að þegar fram í sækir muni fyrirtæki og þjónustur sækja enn fastar að fá notendur til að líka síður sínar til að tryggja sér sýnileika í leitarniðurstöðum. Í máli for- svarsmanna Facebook hefur þegar komið fram að leitarvélin verður notuð til þess að koma skilaboðum frá auglýsendum áleiðis með einum eða öðrum hætti. Það kann aftur á móti að hafa neikvæð áhrif á notendur, sem sumum hverjum þykir innihaldslaust mark- aðsefni vera orði æði fyrirferðamikill þáttur þjónustunnar. Hörð keppni við Google framundan Leitarvél Facebook er enn á reynslustigi, og munu notendur líklega ekki verða varir við hana á næstu mánuðum. Það verður þó áhugavert að fylgjast með því hvort þessi til- raun Facebook til að skapa sér sérstöðu í leitarbransanum tekst, og hvort hún muni kalla á breytta notkun þjónustunnar í fram- tíðinni. Það er ljóst að Facebook býr yfir gríðarlegu magn upplýsinga um notendur og tengsl þeirra við umheiminn (Samkvæmt töl- um fyrirtækisins eru yfir trilljón tengingar í gagnasafninu), og fyrirtækið mun leggja mik- ið í sölurnar til þess að búa til vöru úr þeim upplýsingum sem gæti keppt við leitarrisann Google. * „Þetta kynni því aðvera ágætis tilefnitil þess að endurskoða hvaða síður þú hefur merkt að þér líki á Facebook“. Morgunblaðið/Styrmir Kári 27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 24 milljónum sterlingspunda, and- virði hátt í fimm milljarða króna, af almannafé verður á næstunni varið til þess að gera Glasgow að fyrstu „snjallborg“ Bretlands. Fénu verð- ur ekki síst varið til að gera upplýs- ingar um þjónustu, svo sem lesta og strætisvagna í borginni, aðgengi- legri fyrir almenning. Einnig verður tekið í notkun app sem gerir hinum almenna borgara kleift að tilkynna beint um ruslatunnur sem er sakn- að og holur í gatnakerfinu. VEGLEGUR FJÁRSTYRKUR Snjallborgin Glasgow George Lucas trúlofaðist kærustu sinni til sjö ára, Mellody Hobson, fyrr í mánuðinum. Spurning hvort hann hafi notað Star Wars- trúlofunarhringi en hægt er að velja um marga slíka á Etsy, að sögn Mashable.com. Hringirnir hér að ofan vísa í fræga ástarsenu úr The Empire Strikes Back þegar Lea prinsessa játar ást sína á Han Solo og hann svarar: „Ég veit“. Hringirnir eru sérsmíðaðir og kosta frá 50.000 krónum eftir því hvaða málmur er notaður. Nánar á www.etsy.com/shop/SwankMetal- smithing. STAR WARS-HRINGIR Ég veit að þú elskar mig Sumir veitingastaðir í New York banna gestum sínum að taka mynd- ir af matnum, að því er New York Times hefur eftir nokkrum kokkum í borginni. Ef fleiri veitingastaðir fylgja þeirra fordæmi gæti sú hefð að setja matarmyndir á Instagram nánast dáið út. Matur hefur verið eitt vinsælasta myndefnið á In- stagram en veitingastaðirnir segja að myndatökurnar séu farnar að trufla gesti sína og að þeir ættu að fá að njóta matarins í rólegheitum. Banna myndatökur VEITINGASTAÐIR GEGN INSTAGRAM Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Verð:154.990.- Mac mini t i l b o ð Mac mini Apple USB lyklaborð 23” Philips LED skjár Macally mús http://www.epli.is/macmini-tilbod B ir t m e ð fy ri rv a ra u m p re n tv ill u r o g v e rð b re yt in g a r. *T ilb o ð g ild ir m e ð a n b ir g ð ir e n d a st .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.