Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Side 37
skoða hvaða síður þú hefur merkt að þér líki á Facebook. Gagnleg leit? Frá sjónarhóli Facebook-notenda er auðvelt að sjá hvernig þetta getur gagnast við að finna aftur efni sem þú hefur áður séð á Facebook, eða að flokka vini þína eftir breyt- um á borð við stjórnmálaskoðanir eða stað- setningu, en það á alveg eftir að reyna á það hversu gagnleg þessi leitarvél verður við að hjálpa þér að finna tannlækni, pípulagn- ingamenn eða aðra þjónustu, sem er það sem Facebook vonast til að hún geri. Undirritaður er til dæmis mjög ánægður með þjónustu tannlæknis hér í bæ, en hefur þó aldrei lagt það á sig að athuga hvort hann er á Facebo- ok til þess að geta líkað síðuna hans. Þetta kann því að þýða að þegar fram í sækir muni fyrirtæki og þjónustur sækja enn fastar að fá notendur til að líka síður sínar til að tryggja sér sýnileika í leitarniðurstöðum. Í máli for- svarsmanna Facebook hefur þegar komið fram að leitarvélin verður notuð til þess að koma skilaboðum frá auglýsendum áleiðis með einum eða öðrum hætti. Það kann aftur á móti að hafa neikvæð áhrif á notendur, sem sumum hverjum þykir innihaldslaust mark- aðsefni vera orði æði fyrirferðamikill þáttur þjónustunnar. Hörð keppni við Google framundan Leitarvél Facebook er enn á reynslustigi, og munu notendur líklega ekki verða varir við hana á næstu mánuðum. Það verður þó áhugavert að fylgjast með því hvort þessi til- raun Facebook til að skapa sér sérstöðu í leitarbransanum tekst, og hvort hún muni kalla á breytta notkun þjónustunnar í fram- tíðinni. Það er ljóst að Facebook býr yfir gríðarlegu magn upplýsinga um notendur og tengsl þeirra við umheiminn (Samkvæmt töl- um fyrirtækisins eru yfir trilljón tengingar í gagnasafninu), og fyrirtækið mun leggja mik- ið í sölurnar til þess að búa til vöru úr þeim upplýsingum sem gæti keppt við leitarrisann Google. * „Þetta kynni því aðvera ágætis tilefnitil þess að endurskoða hvaða síður þú hefur merkt að þér líki á Facebook“. Morgunblaðið/Styrmir Kári 27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 24 milljónum sterlingspunda, and- virði hátt í fimm milljarða króna, af almannafé verður á næstunni varið til þess að gera Glasgow að fyrstu „snjallborg“ Bretlands. Fénu verð- ur ekki síst varið til að gera upplýs- ingar um þjónustu, svo sem lesta og strætisvagna í borginni, aðgengi- legri fyrir almenning. Einnig verður tekið í notkun app sem gerir hinum almenna borgara kleift að tilkynna beint um ruslatunnur sem er sakn- að og holur í gatnakerfinu. VEGLEGUR FJÁRSTYRKUR Snjallborgin Glasgow George Lucas trúlofaðist kærustu sinni til sjö ára, Mellody Hobson, fyrr í mánuðinum. Spurning hvort hann hafi notað Star Wars- trúlofunarhringi en hægt er að velja um marga slíka á Etsy, að sögn Mashable.com. Hringirnir hér að ofan vísa í fræga ástarsenu úr The Empire Strikes Back þegar Lea prinsessa játar ást sína á Han Solo og hann svarar: „Ég veit“. Hringirnir eru sérsmíðaðir og kosta frá 50.000 krónum eftir því hvaða málmur er notaður. Nánar á www.etsy.com/shop/SwankMetal- smithing. STAR WARS-HRINGIR Ég veit að þú elskar mig Sumir veitingastaðir í New York banna gestum sínum að taka mynd- ir af matnum, að því er New York Times hefur eftir nokkrum kokkum í borginni. Ef fleiri veitingastaðir fylgja þeirra fordæmi gæti sú hefð að setja matarmyndir á Instagram nánast dáið út. Matur hefur verið eitt vinsælasta myndefnið á In- stagram en veitingastaðirnir segja að myndatökurnar séu farnar að trufla gesti sína og að þeir ættu að fá að njóta matarins í rólegheitum. Banna myndatökur VEITINGASTAÐIR GEGN INSTAGRAM Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Verð:154.990.- Mac mini t i l b o ð Mac mini Apple USB lyklaborð 23” Philips LED skjár Macally mús http://www.epli.is/macmini-tilbod B ir t m e ð fy ri rv a ra u m p re n tv ill u r o g v e rð b re yt in g a r. *T ilb o ð g ild ir m e ð a n b ir g ð ir e n d a st .

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.