Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 E kki er vitað hvar bókmenntalegir kvarðar eru samþykktir, en hitt er víst að þeir þykja álíka óskeikulir og fornar samþykktir kirkjuþinga kaþ- ólskra, blessaðar af páfanum, þóttu áður. Og þannig vill til að í bók- menntum hefur stundum verið talað um páfa, sem geta úrskurðað um hvort verk séu góð eða vond. Þeim úrskurðum verður ekki áfrýjað. Jafnvel ótví- ræð afstaða almennings, sem birtist í sölutölum bóka og lestrartölum bókasafna, þykir ekki marktæk. Þegar það rithöfundalega réttlætismál að greiða höf- undum fyrir útlán á bókasöfnum náði loks fram að ganga var ákveðið að greiðslur fyrir útlán bóka vin- sælla höfunda skyldu að mestu leyti ganga til „góðra höfunda“, sem skrifað höfðu bækur sem notendur safnanna höfðu heimskast til að fá ekki til láns og lesturs. Þessi stefna „kallaðist á“ við ákvarðanir um að kaupa jafnan flest eintök af bókum góðra höfunda en færri af bókum hinna. Það varð til þess að langur biðlisti myndaðist eftir bókum vinsælla en vondra höfunda. En á móti kom, sem ekki má vanmeta, að bækur góðu höfundanna geymdust vel og eru enn eins og nýjar, á meðan engin eða aðeins velkt eintök eru til af bókum vondu höfundanna. Fróðleiksmenn um bókmenntir gætu því bent á, og í leiðinni „kallast á“ hver við annan, að þetta sýnir auðvitað að góðar bókmenntir endast en þær vondu velkjast. Flokkanir fortíðar Einhverjir hafa haldið því fram að forðum hafi það mestu ráðið um hvort bækur væru góðar og slæmar hvert höfundurinn hallaði sér í pólitískum efnum, í bókunum sjálfum eða á mannamótum. Vitrir menn og fróðir svara því til, að þótt slíkt tal sé einkum ýkjur þá séu sannleikskornin í því að auki tengd kaldastríðinu, órum þess og undrum. Hinir muldra þá, að þótt kalda stríðið sé á bak og burt hafi ekki allir órar þess né undur slegist í för með því. Og svo voru og eru gæðin iðulega bundin við bókaflokka. Betri bækur, raunveruleg skáldverk, standa sér á einum stað, en annað á hinum. Sumt eru reyfarar og sumt aðeins afþreyingarbókmenntir, og fer stundum saman. Sagt er að slíkar bækur lesi menn sér til hvíldar eða skemmtunar, sem sé óþarfi að finna að, en ekki til endurnæringar og andlegra átaka. Vitrir menn og fróðir viðurkenna þó, þegar vel liggur á þeim, að ekki sé hægt að útiloka að góð skáldverk lesi menn einnig sér til hvíldar og afþrey- ingar, en þá verði menn að búa yfir nægilegum bók- menntalegum þroska, og vera með bókmenntaleg móttökuskilyrði. Það er alls ekki víst að nein af þessum bókmenntalegu viðhengjum geri mönnum til og ekki er útilokað að þau komi að gagni. Hitt er staðreynd að allur fjöldinn gerir lítið með þennan þátt og það er svo heppilegt, að þeim sem gera mest með hann þykir það fálæti fremur styrkja sinn mál- stað en hitt. Margir höfundar liggja ekki á því að þeirra bók- um sé ekki endilega ætlað mikið lengra líf en vor- flugunni. Líði lesendum þeirra bærilega þá stund sem þeir blaða í bókinni sé rithöfundarmetnaðinum fullnægt. Sú fullnæging fáist meira að segja stund- um á því augnabliki sem bókin sé borguð við kass- ann eða á tölvunni. Það sé auðvitað aðeins örskots- stund, en það á við á öðrum sviðum lífsins líka. Og aldrei sé hún svo stutt að hún hressi ekki. Aðrar bækur eru taldar lifa lengur. Þær fá að vera í bókaskápnum, á heimilum þar sem slíkar for- tíðarmublur eru enn til, eftir lestur eða bíða lesturs eftir atvikum. Svo eru þær sem fá að lifa í hinum hátimbraða heimi bókmenntapáfanna og hvergi nema þar, en það þykir þó unaðsleg eilífðartilvera fyrir hverja bók og höfund hennar. Sumar bækur verða að bíómyndum og þótt óvíst sé að bókinni sé greiði gerður með því, getur höf- undurinn oftast vel við unað. Og sumar bækur heið- rast með því að sniðugir menn eru með bút úr þeim á vörunum og vitna óspart til þegar tækifæri gefst. Meira að segja gamlir reyfarar geta fengið slíka upphefð og eru þá kannski einnig, aldurs síns vegna og lífsseiglu, komnir með annan fótinn inn fyrir dyr í hinn bókmenntalega helgidóm. Fleygar setningar fiðlufiktarans Sherlocks Holmes við trúfasta tryggðartröllið dr. Watson eru dæmi um þetta og raunar ummæli snillingsins við aðra en lækninn: Hin undar- lega hegðun hundsins um nóttina * Einhverjir hafa haldið því framað forðum hafi það mestu ráðiðum hvort bækur væru góðar og slæmar hvert höfundurinn hallaði sér í pólitískum efnum, í bókunum sjálfum eða á mannamótum. Reykjavíkurbréf 26.01.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.