Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 18
Lj ós m yn d/ Bj ör n Ó la fs so n HREYFING OG ÚTIVIST Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU Ótroðnar slóðir á fjallaskíðum ÍSLENDINGAR ÞURFA EKKI LENGUR AÐ GANGA NIÐUR AF FALLEGUM FJALLSTINDUM. ÞAÐ MÁ EINFALDLEGA RENNA SÉR NIÐUR Á SKÍÐUM. ÓLAFUR ÞÓR JÚLÍUSSON STENDUR FYRIR NÁMSKEIÐI Á VEGUM ÍSLENSKRA FJALLALEIÐSÖGUMANNA UM ÍÞRÓTT SEM NÝTUR SÍVAXANDI VINSÆLDA. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Æ fleiri Íslendingar leggja fyrir sig fjallaskíða- mennsku, enda opnar hún nýja möguleika í ósnort- inni náttúru fjarri alfaraleið. Ólafur Þór Júlíusson stendur fyrir nokkurra helga námskeiði í fjallaskíðamennsku sem hefst 16. febrúar og er það haldið á veg- um Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þar verður fólki kennt að renna sér niður ósnortnar brekkur og einnig leið- beint um skíðabúnað, öryggisþætti og annað sem máli skiptir. Ferðast verður vítt og breitt um landið á skemmtilega staði til að spreyta sig á þessu skemmti- lega útisporti. Námskeiðið er hugsað fyrir góða og miðlungs svigskíðamenn sem langar að blanda saman fjalla- mennsku og skíðum. „Þetta er til dæmis fólk sem hefur gengið til fjalla og er orðið leitt á því að labba niður flottustu skíðabrekkur landsins, svo sem Snæfellsjökul, Hvannadalshnjúk, Botnssúlur og Mósk- arðsshnúka austast í Esjunni,“ segir Ólafur. Alltaf farið á fallegan fjallstind Sjálfur kynntist Ólafur fjallaskíða- mennsku í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík fyrir tuttugu árum og hefur síðan stundað þessa íþrótt, bæði á fjalla- skíðum og telemarkskíðum. „Ég hef far- ið mikið á fjallaskíði, sótt námskeið í fjallaskíðamennsku og verið mikið í fjallamennsku og leiðsögn meðfram því,“ segir hann. Markmið námskeiðsins er að skíða sem flestar ósnortnar skíðabrekkur í góðum snjó. „Það eru valdar fallegar uppgönguleiðir, tignarlegir fjallstindar og í leiðinni farið yfir grunntækni í fjallaskíðamennsku, þ.e. leiðaval, mat á snjóflóðahættu og hvernig á að skíða ótroðnar brekkur,“ segir Ólafur. „Og markmiðið er að fara alltaf á fallegan fjallstind áður en fólk rennir sér niður.“ Það eru helst snjóflóðin sem ber að varast. „Það gerum við með því að meta snjóflóðahættu, réttu leiðarvali á fjallið og auðvitað að meta hvar við rennum okkur niður,“ segir hann. „En svo skipt- ir öryggisbúnaðurinn miklu máli, sem er hin heilaga þrenning, snjóflóðaýlir, skófla og snjóflóðastöng. Ýlirinn sendir stöðugt út merki og ef einn af ferða- félögunum lendir undir snjóflóði, þá geta hinir sett á móttöku og leitað að honum. Snjóflóðastöngin hefur meira að segja í þeirri leit en margir átta sig á.“ Ólympíufari og Everestfari Námskeiðið byggist upp á sex ferðum yfir veturinn. „Þegar við göngum til fjalla og skíðum þá miðlum við fróðleik í leiðinni, segir Ólafur. „Fyrsta kennslu- helgin hefst í Hlíðarfjalli 16. febrúar. Þar er aðalmarkmiðið að kenna hvernig á að skíða utanbrautar. Tómas Leifsson, tvöfaldur ólympíufari í alpagreinum, verður með okkur þar. Fleiri koma að námskeiðinu með mér, margreyndir fjallaleiðsögumenn á borð við Helga Benediktsson og Hallgrím Magnússon Everestfara.“ Fólk þarf að koma sér sjálft upp bún- aði fyrir námskeiðið, en skíðin, skórnir og bindingarnar eru frábrugðin hefð- bundnum skíðabúnaði. Skíðin eru léttari og breiðari en venjuleg skíði, bindingar lyfta hælnum á uppgöngunni og skinn sem sett eru undir skíðin koma í veg fyrir að þau renni. Þá eru fjallaskíða- skórnir sambærilegir við venjulega skíðaskó, nema botninn er líkari göngu- skóm og hægt að festa mannbrodda undir þá. Svo bætist öryggisbúnaðurinn við, en hann er lánaður fyrsta árið. „Vissulega kostar að koma sér upp þessum búnaði en þetta er frábær fjár- festing, ekki síst í góðri heilsu, gleði og hamingju til framtíðar, segir Ólafur. Þetta er annað árið sem námskeiðið er haldið og stefnan er að standa fyrir svona námskeiði á hverju ári. Auknar vinsældir fjallaskíðamennsku hér heima sem erlendis má skýra með því að þau opna nýja vídd í fjallamennsku, sem sameinar tvö áhugamál, skíði og fjalla- mennsku í ósnortinni náttúru, að sögn Ólafs. „Það er algengt að Íslendingar fari utan í fjallaskíðaferðir, til dæmis í Alpana. Eins er orðið algengt að erlend- ir hópar vilji upplifa íslenska náttúru með þessum hætti.“ Ólafur Þór Júlíusson leiðbeinir á námskeiðinu. Ljósmynd/KMAACK 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Ferðalög og flakk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.