Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Föt og fylgihlutir V orið og sumarið verður línulaga. Helstu tísku- hönnuðir heims hafa gefið tóninn á tískupöll- unum undanfarin misseri og það þarf enginn að velkjast í vafa um hvernig tolla má í tísk- unni þegar daginn fer að lengja. Fjárfestu í röndum. Röndóttum flíkum; peysum, skyrtum, buxum, pils- um og kjólum bregður fyrir í tískutímaritum og stjörnurnar eru þegar farnar að spóka sig um í röndóttum spjörum; oftast svörum og hvítum eða dökkbláum og hvítum – ýmist með lóðréttum og láréttum strikum. Rendurnar eru breiðari en oft áður þegar randatískan hefur verið á kortinu. Af frægum stjörnum sem halda upp á þetta fallega mynstur má nefna Claudiu Schiffer, Kim Kardashian, Katie Holmes og Victoria Beckham. Þess má geta að konungur poppsins; Elvis Presley, átti teinótt jakkaföt. M ar c Ja co bs s um ar 2 01 3 AFP TÍSKUSUMARIÐ SEM Í VÆNDUM ER Að vera í teinóttu Blazer-jakki úr Zöru. 18.995 kr. Ba lm ai n vo r og s um ar 2 01 3 AFP D ol ce & G ab ba na v or o g su m ar 2 01 3 AFP Víður kjóll úr Zöru. Verð: 11.995 kr. „Ef þessar áberandi konur hefðu ekki látið sjá sig í fötunum okkar hefði fólk aldrei veitt okk- ur svona mikla athygli,“ segir fatahönnuðurinn Ingvar Helgason í viðtali við tískuvefritið The Cut í vikunni. Ingvar lýsir í viðtalinu þeim áhrifum sem það hafi haft á fatamerki sitt og sambýliskonu sinnar Susanne Ostwald, Ost- wald Helgason, að áhrifamiklar konur í tísku- heiminum skyldu klæðast fötunum þeirra. Nefnir hann sérstaklega tvær konur sem til- heyra hópi sem er þekktur í heimi tískunnar sem „rússneska mafían“, þær Miroslövu Duma, tískuskríbent og fyrrverandi ritstjóra rússneska Harper’s Bazaar, og Önyu Ziourovu, tískurit- stjóra hjá Tatler í Rússlandi. Báðar eru þær taldar í hópi þeirra sem hvað mest áhrif hafa á götutísku, en í grein The Cut um Ostwald Helgason er þessum rússnesku gyðjum götu- tískunnar þakkað fyrir að hafa komið merkinu á kortið. „Þetta var algjör tilviljun, eins og allt annað,“ segir Ingvar Helgason í viðtalinu. Duma hafi séð hönnun Ostwald Helgason á tískuvikunni í París á síðasta ári eftir að samstarfskona þeirra hafði fengið nokkrar flíkur að láni, en sú þekkti Dumu. Duma heillaðist af flíkunum og hafði í kjölfarið samband við Ostwald Helgason og vildi fá að klæðast þeirra hönnun. Eftir að Duma og Ziourova sáust klæddar flíkum frá hönnunarmerkinu á myndum þekktra ljós- myndara sem birta myndir sínar á tískusíðum tímarita og tískubloggum fóru hjólin að snúast hjá Ostwald Helgason. Vel hefur gengið að selja hönnunina í Bandaríkjunum og Ostwald Helgason-merkið hefur vakið athygli tísku- bloggara sem keppst hafa um að ausa merkið lofi. „Við værum ekki hér í dag ef ekki væri fyrir þær,“ segir Ingvar um Dumu og Ziurovu að lokum. MIROSLAVA DUMA OG ANYA ZIOUROVA Gyðjur götutískunnar komu Ostwald Helgason á kortið Miroslava Duma í Ostwald Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.