Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Föt og fylgihlutir V orið og sumarið verður línulaga. Helstu tísku- hönnuðir heims hafa gefið tóninn á tískupöll- unum undanfarin misseri og það þarf enginn að velkjast í vafa um hvernig tolla má í tísk- unni þegar daginn fer að lengja. Fjárfestu í röndum. Röndóttum flíkum; peysum, skyrtum, buxum, pils- um og kjólum bregður fyrir í tískutímaritum og stjörnurnar eru þegar farnar að spóka sig um í röndóttum spjörum; oftast svörum og hvítum eða dökkbláum og hvítum – ýmist með lóðréttum og láréttum strikum. Rendurnar eru breiðari en oft áður þegar randatískan hefur verið á kortinu. Af frægum stjörnum sem halda upp á þetta fallega mynstur má nefna Claudiu Schiffer, Kim Kardashian, Katie Holmes og Victoria Beckham. Þess má geta að konungur poppsins; Elvis Presley, átti teinótt jakkaföt. M ar c Ja co bs s um ar 2 01 3 AFP TÍSKUSUMARIÐ SEM Í VÆNDUM ER Að vera í teinóttu Blazer-jakki úr Zöru. 18.995 kr. Ba lm ai n vo r og s um ar 2 01 3 AFP D ol ce & G ab ba na v or o g su m ar 2 01 3 AFP Víður kjóll úr Zöru. Verð: 11.995 kr. „Ef þessar áberandi konur hefðu ekki látið sjá sig í fötunum okkar hefði fólk aldrei veitt okk- ur svona mikla athygli,“ segir fatahönnuðurinn Ingvar Helgason í viðtali við tískuvefritið The Cut í vikunni. Ingvar lýsir í viðtalinu þeim áhrifum sem það hafi haft á fatamerki sitt og sambýliskonu sinnar Susanne Ostwald, Ost- wald Helgason, að áhrifamiklar konur í tísku- heiminum skyldu klæðast fötunum þeirra. Nefnir hann sérstaklega tvær konur sem til- heyra hópi sem er þekktur í heimi tískunnar sem „rússneska mafían“, þær Miroslövu Duma, tískuskríbent og fyrrverandi ritstjóra rússneska Harper’s Bazaar, og Önyu Ziourovu, tískurit- stjóra hjá Tatler í Rússlandi. Báðar eru þær taldar í hópi þeirra sem hvað mest áhrif hafa á götutísku, en í grein The Cut um Ostwald Helgason er þessum rússnesku gyðjum götu- tískunnar þakkað fyrir að hafa komið merkinu á kortið. „Þetta var algjör tilviljun, eins og allt annað,“ segir Ingvar Helgason í viðtalinu. Duma hafi séð hönnun Ostwald Helgason á tískuvikunni í París á síðasta ári eftir að samstarfskona þeirra hafði fengið nokkrar flíkur að láni, en sú þekkti Dumu. Duma heillaðist af flíkunum og hafði í kjölfarið samband við Ostwald Helgason og vildi fá að klæðast þeirra hönnun. Eftir að Duma og Ziourova sáust klæddar flíkum frá hönnunarmerkinu á myndum þekktra ljós- myndara sem birta myndir sínar á tískusíðum tímarita og tískubloggum fóru hjólin að snúast hjá Ostwald Helgason. Vel hefur gengið að selja hönnunina í Bandaríkjunum og Ostwald Helgason-merkið hefur vakið athygli tísku- bloggara sem keppst hafa um að ausa merkið lofi. „Við værum ekki hér í dag ef ekki væri fyrir þær,“ segir Ingvar um Dumu og Ziurovu að lokum. MIROSLAVA DUMA OG ANYA ZIOUROVA Gyðjur götutískunnar komu Ostwald Helgason á kortið Miroslava Duma í Ostwald Helgason.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.