Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 36
spjaldtölvur á meðan maður heldur sig í Metro-notendaskilunum, en um leið og maður er kominn í eldri skilin (með því að smella á desktop eða ræsa forrit sem ekki styðja Windows 8 notendaskilin) saknar mað- ur lyklaborðs og músar. Örgjörvinn í Tablet 2 er tveggja kjarna Intel Atom Z2760 (Clover- view), 1,80 GHz. Vinnsluminni í vélinni er 2 GB, en gagnaminni (minni fyrir forrit og gögn) 64 GB (e-MMC minni). Skjárinn er í hlutföllunum 16:9, 10,1" baklýstur LED- skjár og mjög góður, upplausnin HD WXGA (1366x768). Hann styður 5M multitouch. Bakið á tölvunni er stamt viðkomu og gott að halda á henni. Hún er líka létt, ekki nema rúm 500 gr., og nett, 26,2 x 16 sm að stærð og 9,8 mm að þykkt. Á henni eru ýmis tengi, eins og rakið er hér til hliðar, og einnig tengi fyrir lyklaborð, en hægt er að kaupa slík sérstaklega og nota vél- ina þá eins og fartölvu. Vélin verður fáanleg í þremur útfærslum, WiFi eingöngu, með WiFi og Digitizer-penna og með WiFi, Digitizer-penna og 3G/4G, sem er vitanlega eigulegasta græjan. Windows 8 var kynnt með húllumhæi víða um heim í lok októ-ber sl. Á þeirri kynningu var líka sýndur fjöldinn allur afnýjum spjaldtölvum sem keyra Windows 8 og bentu til þess að tækjaframleiðendur ætluðu að sækja inn á spjaldtölvumarkaðinn með látum. Ein af þeim græjum sem kynntar voru var spjaldtölva frá kínverska tölvuframleiðandanum Lenovo sem heitir því ófrum- lega nafni ThinkPad Tablet 2, en er vissulega frumleg og skemmtileg græja. iPad er ráðandi á spjaldtölvumark- aði og engum framleiðanda hefur tekist að skáka Apple sem neinu nemur, í það minnsta ekki stóru systur, 10" gerðinni. Það skortir þó ekki keppinauta og einn af þeim er Lenovo sem á óneitanlega sterkan leik með Tablet 2, léttir og meðfærilegri tölvu sem keyrir fullburða útgáfu af Windows og fyrir vikið legíó af allskyns hugbúnaði. Surface-spjaldtölva Microsoft keyrir Windows RT, takmarkaða út- gáfu af Windows 8, en Tablet 2 er með Windows 8 Professional og keyrir því allan Windows-hugbúnað. Windows 8 er fínt stýrikerfi fyrir FRUMLEG OG SKEMMTILEG GRÆJA WINDOWS 8 SPJALDTÖLVUM FJÖLGAR ÓÐUM Á MARKAÐI. FYRIR SKEMMSTU KOM NÝ SLÍK VÉL FRÁ KÍNVERSKA TÖLVUFRAMLEIÐANDANUM LENOVO SEM LOFAR GÓÐU UM FRAMHALDIÐ. Græja vikunnar * Á framhlið er 2 MPmyndavél sem tekur 720P víd- eó, á bakinu 8 MP myndavél með sjálfvirkum fókus og LED flassi. * Rafhlaðan stóð sig vel þádaga sem ég prófaði græjuna, en ekki get ég staðfest það sem Lenovo-menn gefa upp (25 tíma bið, 150 tíma MP3-spilun, 10 tímar vídeó). ÁRNI MATTHÍASSON * Það er eitt micro USB 2.0tengi á vélinni, eitt mini HDMI tengi og rauf fyrir MicroSD minniskort.Það er líka á henni fullvaxið USB-tengi sem hægt að stinga minnislykli í til að mynda eða utanáliggjandi hörð- um disk. Ekki má svo gleyma combo-tengi fyrir heyrnartól / hljóðnema, en það er líka hljóðnemi innbyggður í vélina og eins hátalarar. N ýja leitarvél Google kallast „Graph Search“ og er hönnuð til þess að leita í stöðufærslum og upplýsingum notenda. Leitarvél Facebook er því í grundvallaratriðum öðru- vísi en leitarvél Google, sem hefur lengi verið ráðandi í leit á vefnum. Facebook-leit mun ekki hjálpa þér að finna upplýsingar á vefn- um, heldur mun hún eingöngu hjálpa þér að vinna úr þeim upplýsingum sem eru þegar fá- anlegar á Facebook, svo sem tengsl á milli vina, vöru og þjónustu, eins og hvaða veit- ingastað vinir þínir mæla með. Hvaða vinir mínir hafa tekið myndir í New York? Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, lýsti þessari nýjung svona á blaðamannfundi í síð- ustu viku. „[þessi leit] er öðruvísi. Sem dæmi, þú þarft með auðveldum hætti að geta spurt „hvaða vinir mínir búa í San Francisco?““ Slík leit myndi þá skila þér lista yfir þá vini þína sem búa í San Francisco. Önnur leit sem má mynda sér að verði vinsæl er „hvaða mat- sölustöðum mæla vinir mínir með?“ Eða „Myndir af vinum mínum í New York“ sem myndi væntanlega skila þér myndum sem teknar hafa verið af vinum þínum í New York og merktar sem slíkar. Það er þegar hægt að finna slíkar upplýs- ingar á Facebook, en það hefur ekki verið hægt að nálgast þær á einum stað með þess- um hætti áður, heldur einungis með því að skoða Facebook-síður vina þinna og bera þær saman við leitarskilyrði, svo sem, hvaða veit- ingastöðum þeir mæla með. Þessi nýjung mun því gera þér kleift að henda reiður á, og finna mynstur í því gífurlega gagnasafni sem Facebook hefur yfir að ráða um þig og vini þína. Leitarniðurstöðurnar taka mið af þeim tengslum eða breytum sem þú leitar að og eru sérsniðnar fyrir þig, miðað við þær upp- lýsingar sem Facebook býr yfir. Ef svo fer að leit þín ber engan árangur innan Facebook tekur leitarvélin Bing við boltanum og leitar á netinu. Áhyggjur af friðhelgi einkalífsins Gagnrýnendur hafa þegar lýst áhyggjum sín- um af því að þessi nýi möguleiki kunni að ógna friðhelgi notenda og rétti til einkalífs. Víst er að Facebook hefur gert það umtals- vert auðveldara að nálgast upplýsingar um notendur en áður. Engar breytingar verða gerðar á friðhelgisstillingum Facebook þegar þessi nýja leitarvél verður opnuð fyrir al- menning, en fyrri friðhelgisstillingar eiga að halda. Það sem þú merkir sjáanlegt vinum þínum, muni vinir þínir geta séð, og svo fram- vegis. Eftir sem áður gildir sú gullna regla að Facebook (og aðrir samfélagsmiðlar) eru til að deila efni, og þar skyldi aldrei deila neinu sem þú vilt ekki að aðrir viti eða sjái. Þetta kynni því að vera ágætis tilefni til þess að endur- Leitið á Facebook og þér munið finna NÝVERIÐ KYNNTI FACEBOOK NÝJUNG Í REKSTRI FYRIRTÆKISINS SEM STJÓRNENDUR BINDA MIKLAR VONIR VIÐ OG HAFA LÝST SEM ÞRIÐJU STOÐINNI Í STARFSEMI FYRIRTÆKISINS. UM ER AÐ RÆÐA NÝJA LEITARVÉL SEM FORSPRAKKAR FACEBOOK VONAST TIL AÐ EIGI EFTIR AÐ BYLTA ÞVÍ HVERNIG VIÐ LEITUM Á NETINU Í FRAMTÍÐINNI. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Græjur og tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.