Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Þ etta leit ekki vel út. Þegar á slysadeild Borgarspítalans kom sagði læknirinn á vaktinni að höndin yrði fjarlægð. Ég hvæsti á lækninn og sagðist vita það vel. Hafði annars mestar áhyggjur af því hvernig hjúkrunarfólkinu tækist að klæða mig úr peysunni. Og þar varð að fara mjög varlega, því höndin hékk á skinntætlu á milli þumalfingurs og vísifingurs og bein, sinar og taugar voru sundurskorin,“ segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir í Keflavík. Maður sem markaði skil Í því flóði tilkynninga sem berst ritstjórn Morgunblaðsins á degi hverjum kennir ým- issa grasa. Raunar má segja að fjölbreytni þessara sendinga endurspegli þjóðlífið. Sumt af þessu efni lendir neðanmáls en í öðrum tilvikum er fiskur undir steini og finna má sögur sem vert er gera skil. Á dögunum barst blaðinu afrit af bréfi fólks sem er áfram um að Rögnvaldi Þorleifssyni lækni verði veittur riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu. Orðunefnd hefur verið sent erindi þess efnis. Er rökstuðningur sá að Rögnvaldur hafi verið brautryðjandi í bæklunarskurðlækningum á Íslandi og markað skil með verkum sínum. „Árið 1981 framkvæmdi hann fyrstu ágræðslu útlims á Íslandi, þegar hann græddi á stúlku hönd sem hún hafði misst í vinnuslysi, og varð þjóðfrægur fyrir. Um áratugaskeið vann Rögnvaldur við meðferð margra erfiðustu slysatilfella á Íslandi og varð þekktur fyrir … einstakan árangur. Við undirrituð getum aldrei fullþakkað það sem Rögnvaldur Þorleifsson gerði ýmist fyrir okkur sjálf eða okkar nánustu,“ segir í bréfinu til Orðunefndar. Stúlkan sem Rögnvaldur græddi höndina á, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, var áber- andi á síðum dagblaðanna vorið 1981. Að- gerð þessi þótti mikið afrek. „Það var stórkostlegt að geta hreyft fing- urna og finna titringinn í þeim. Ég varð mjög undrandi þegar ég vaknaði eftir svæf- inguna og sá puttana á mér, því mér hafði verið sagt þegar ég kom á Borgarspítalann að þar yrði aðeins stúfur,“ sagði Ragnhild- ur í samtali við Morgunblaðið 8. maí 1981, þá sextán ára. Það var svo kona tæplega fimmtug sem sagði okkur sögu sína á dög- unum. Dagurinn er 4. maí 1981 og klukkan rúmlega 10 að morgni. Ragnhildur stendur við hausunarvélina í fiskvinnslustöð Miðness í Sandgerði. „Ég stóð við vélina og var í sjóstakk með brotið upp á ermarnar þegar ég rann til. Ermin flæktist og ég missti hægri höndina í hnífinn. Allt gerðist þetta mjög snöggt, meira að segja svo að ekki gafst ráðrúm til að slökkva á vélinni sem þó var hægt að gera með fótstigi. En skað- inn var skeður, ég reif höndina frá vélinni, hélt undir fingurna og hljóp á kontórinn og settist þar niður bölvandi og kveikti mér í sígarettu.“ Ragnhildur segir vinnufélaga sína hafa betur en hún sjálf gert sér grein fyrir al- vöru málsins. Einn kom með band og batt um höndina til að stöðva fossandi blóðrás. Innan stundar komu sjúkraflutningamenn og Kjartan Ólafsson læknir sem vafði bindi um höndina sem var í gúmmíhanska og spelka var lögð að. Svo var brunað á blikk- andi ljósum inn til Reykjavíkur og á slysa- deildina í Fossvogi. Þar tók Rögnvaldur Þorleifsson við sjúklingnum og tókst í fjór- tán tíma aðgerð að græða höndina á aftur. Sálin var í sárum Greint var ítarlega frá slysinu og aðgerð- inni í fjölmiðlum á þessum tíma. „Blaða- menn komu og ræddu við mig á sjúkrahús- inu þar sem ég lá inni á skoðunarherbergi. RAGNHILDUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR Í KEFLAVÍK SLASAÐIST ALVARLEGA, MISSTI HÖND Í FISKVINNSLUVÉL, ÁRIÐ 1981, ÞÁ SEXTÁN ÁRA. GÓÐUM LÆKNI TÓKST AÐ GRÆÐA HÖNDINA AFTUR Á OG HÉR ER SÚ EINSTAKA SAGA RIFJUÐ UPP. SKJÓLSTÆÐINGAR LÆKNISINS ERU ÁFRAM UM AÐ HONUM VERÐI VEITT FÁLKAORÐAN. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ragnhildur lærði fljótt að beita fyrir sig vinstri hendinni svo sem við skriftir. Morgunblaðið/Júlíus Ég fékk frábæra læknishjálp, segir Ragnhildur sem telur að enn í dag skorti á að fólk sem slasast fái nauðsynlega sáluhjálp. Á heimleið af sjúkrahúsinu í lok maímánaðar 1981. Ragnhildur var bjartsýn á framhaldið og að hún næði fullum bata, eins og sagði í Morgunblaðsfrétt. Fáum aldrei fullþakkað Viðtal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.