Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 23
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Hverju komstu svo að í heilsuvegferðinni? „Fyrst var ég frekar auðtrúa, las greinar á netinu og trúði þeim en fór svo að kynna mér vísindagreinarnar sjálfar. Þá komst ég fljótlega að því að flest af því sem er verið að segja á netinu og milli manna um næringu er ekki rétt. Opinberu næringarleiðbeiningarnar sem eru í gangi í dag eru ekki byggðar á sterkum vísindalegum grunni. Það eru margar rannsóknir sem benda til þess að margt af því sem verið er að halda fram sé kolrangt,“ segir hann og útskýrir nánar: „Einhvern tímann á 20. öldinni, í kringum 1970-80 var ákveð- ið að mettuð fita væri aðalorsakavaldurinn að hjartasjúkdóm- um. Rannsóknir sem voru framkvæmdar þá sýndu að mettuð fita hafði tengsl við hjartasjúkdóma. Á síðustu árum og ára- tugum hafa verið gerðar nýjar og miklu betri rannsóknir sem sýna að það eru engin tengsl þarna á milli. Síðan hefur líka komið í ljós að upphaflegu rannsóknirnar eru meingall- aðar.“ Stríðið á móti mettaðri fitu hefur haft slæm áhrif „Þessi stefna, stríð á móti mettaðri fitu, hefur mótað næring- arfræðina. Þess vegna var ákveðið að mæla með því að fólk minnkaði neyslu á kjöti og eggjum og færi að borða meira af kornmat. Þessi lágfitu-hákolvetnastefna byrjaði í kringum 1980, á sama tíma og offitufaraldurinn,“ segir hann og syk- ursýkisfaraldurinn fylgdi á eftir. „Margir vísindamenn telja að lágfitustefnan sé ekki lækn- ingin heldur orsakavaldurinn. Ég held að þetta eigi eftir að taka langan tíma að breytast, einhverja áratugi,“ segir Krist- ján sem aðhyllist lágkolvetnamataræði, byggt á því að borða óunninn náttúrulegan mat. „Ég held að það mataræði myndi henta flestum. Margar klínískar rannsóknir sýna að það er enginn vafi á því að lág- kolvetnamataræði er betra en lágfitumataræði og munurinn er sláandi,“ segir Kristján sem hræðist ekki fitu í mataræði sínu. Hann steikir upp úr smjöri og kókosolíu, notar heldur fituríkar mjólkurvörur og loks ólífuolíu á salatið. „Ég er bú- inn að vera á þessu mataræði að mestu síðustu fjögur ár,“ segir Kristján, sem finnur mikinn mun á sér eftir breytt mataræði. „Flestar rannsóknir á lágkolvetnamataræði hafa komið út á síðustu tíu árum og það er búið að rannsaka það mikið. Fólk er að deyja í milljónatali úr sykursýki og lífsstíls- tengdum vandamálum sem væri hægt að laga með breyttu mataræði. Fólk hefur í mörgum tilvikum læknast af syk- ursýki með lágkolvetnamataræði.“ Kristján er að tala um lífsstílsbreytingu en ekki pilluát og segir að fólk taki oft hratt við sér eftir að það breyti um mataræði. „Fólk finnur oft mun á sér eftir fyrstu vikuna. Því líður kannski skringilega fyrstu dagana því líkaminn er að skipta algjörlega um gír, búinn að brenna sykri og kolvetni í áratugi og fer svo allt í einu yfir í að brenna aðallega fitu. Aðlögunarferlið tekur nokkra daga eða jafnvel vikur.“ Góð ráð fyrir betri heilsu Hann segir lágkolvetnamataræði gott fyrir þá sem vilja létt- ast. „Helsti kosturinn við þetta mataræði fyrir fólk sem vill léttast er að maður þarf ekki að telja hitaeiningar og getur borðað eins mikið og maður vill ef kolvetnunum er haldið niðri og bara borðaður alvörumatur. Ef maður breytir ekki mataræðinu heldur bara skömmtunum og treystir á vilja- styrkinn verður maður svangur og þegar maður verður svangur borðar maður og hættir á mataræðinu. Það eru til einstaklingar sem geta þetta en flestir geta það ekki. Við er- um ekki vélmenni,“ segir hann. Ef maður ætlar að gera eitthvað eitt til að bæta heilsuna þá er það að taka út sykur, ávaxtasafa og þurrkaða ávexti, segir Kristján. „Það er betra að borða ferska ávexti. Það er auðveldara að borða tíu rúsínur en tíu vínber. Fólk þarf líka að lesa innihaldslýsingar. Margt sem er auglýst sem heilsu- vara er troðfullt af sykri. Það er bara verið að ljúga að fólki,“ segir hann. „Ef fólk hefur áhuga á að léttast er mikilvægast að minnka inntöku á kolvetnaríkum mat, aðallega sykri, hveiti og kornmat. Minnka þetta verulega eða útrýma þessu alveg. Í staðinn á það að borða kjöt, fisk, egg, grænmeti, ávexti, hnetur, fræ og kartöflur eru fínar í hófi. Það er best að halda sig við óunnar matvörur, matvörur sem eru með sem minnstum aukaefnum. Og það er engin ástæða til að vera hræddur við fituna, líkaminn þarf á fitu að halda. Svo eru allir sammála um gildi þess að taka lýsi.“ Morgunblaðið/Golli „Ég er matarfíkill og átti erfitt með að halda mig við ákveðið mataræði og var hætt við ofáti jafnvel oft í viku. Eftir að ég ákvað að hætta að borða sykur og glúten hef ég náð alveg 100% stjórn á þessu. Ég veit nákvæmlega hvað fíkn er og matarfíkn er nákvæmlega eins og önnur fíkn. Þetta er annað efni og líkamlegu og félagslegu af- leiðingarnar eru kannski ekki eins miklar en sömu stöðvarnar í heilanum stjórna þessu,“ segir Kristján sem er sem stendur að skrifa bók um matarfíkn. Bókin verð- ur rafbók á ensku og kemur út í næsta mánuði. „Sykurinn er verstur hvað varðar matarfíknina en svo er það mismunandi hjá fólki hvaða mat það lendir í vandræðum með en hveiti er algengt og líka mikið unn- ar vörur eins og kartöfluflögur. Þetta gerist ekki fyrir alla og þeim sem eru ekki með matarfíkn finnst þetta skrýt- ið,“ segir hann og útskýrir nánar: „Það er ekki hægt að segja alkóhólista að drekka í hófi. Það þurfa auðvitað all- ir að borða en það þarf enginn að borða sykur. Þau skilaboð til fólks sem getur ekki borðað sykur í hófi, um að það eigi samt að gera það og nota viljastyrkinn, eru skaðleg skilaboð. Það eina sem virkar á fíkn er að halda sig algjörlega frá efninu sem maður er háður.“ ER AÐ SKRIFA RAFBÓK UM MATARFÍKN Hófið skaðleg skilaboð Morgunblaðið/Ernir Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.