Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 42
Jafnréttisráð Danmerkur úrskurð-aði nýlega að hársnyrtistofurlandsins mættu ekki rukka mis- munandi verð fyrir dömuklippingu og herraklippingu en ráðinu barst kvörtun þess efnis að konur þyrftu að greiða hærra verð fyrir klippingu en karlmenn. Danskir hárgreiðslumeistarar hafa mótmælt úrskurði ráðsins og segja engum mismunað en án árangurs þar sem jafnréttisráðið telur að mismun- andi verð brjóti í bága við jafnréttis- stefnu Danmerkur. Connie Mikkelsen, talsmanni danskra hárgreiðslumeistara, finnst niðurstaðan einkennileg og segir verðmuninn fólginn í mismunandi tíma og vinnu sem almennt fari í að klippa karlmenn og konur. Verðmun- urinn hafi því ekkert með mismunun að gera. „Það tekur einfaldlega lengri tíma að klippa konur en karlmenn. Auk þess krefst það meiri tækni og við notum að jafnaði meira af hár- snyrtivörum þegar við klippum konur en karlmenn,“ segir Mikkelsen sem telur niðurstöðu jafnréttisráðs Dana ekki í neinu samhengi við raunveru- leikann. Danskir hárgreiðslumeistarar sem hafa tjáð sig um málið hafa m.a. bent á að ef eitthvað þá sé herra- klippingin hlutfallslega dýrari enda fari minni tími í að klippa karlmenn og færri hársnyrtivörur notaðar. Algengt verð fyrir herraklippingu í Danmörku er um 430 danskar krónur eða rúm- ar 10.000 íslenskar krónur og dömu- klipping kostar 530 danskar krónur eða rúmar 12.300 íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Enn enginn kvartað á Íslandi Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeist- ari og eigandi Salon veh, segist ekki hafa fengið kvörtun vegna mismun- andi verðs á herraklippingu og dömuklippingu í þau 42 ár sem hún hefur rekið hársnyrtistofuna sína. „Það er ekki spurning að klipping herra kostar minna en dömuklipping. Hjá konum er allur frágangur eftir klippinguna tímafrekari eins og til dæmis þurrkun sem getur tekið allt upp í 40 mínútur,“ segir Elsa en að hennar sögn hefur þessi umræða ekki komið upp á Íslandi. Daði Hendricusson, hárgreiðslumeistari hjá Kompaniid, tekur í sama streng og segir mismunandi tíma fara í vinn- una eftir því hvort um herraklippingu eða dömuklippingu er að ræða. Al- mennt er gert ráð fyrir að herra- klipping taki um hálftíma en dömu- klipping tekur ekki minna en klukkutíma. DEILT UM VERÐ Á HÁRGREIÐSLU Jafnrétti eða jöfnuður? VERÐMUNUR Á MISMUNANDI ÞJÓNUSTU HÁRGREIÐSLU- MANNA ER TALINN BROT Á JAFNRÉTTI Í DANMÖRKU. EKKI MÁ RUKKA KONUR MEIRA EN KARLMENN. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Verð á herra- og dömuklippingu * Herraklipping miðar við 30 mínútur og dömuklipping 60 mínútúr Hársnyrtistofur Herraklipping Dömuklipping SalonVEH 4.500 kr. 7.000 - 8.500 kr. Kompaníið 6.400 kr. 7.900 kr. Beauty Bar 4.500 - 5.500 kr. 6.000 - 10.000 kr. Krista 5.200 kr. 6.900 kr. Solid hár 4.900 kr. 6.200 - 7.100 kr. *Fjármál heimilannaÞað getur margborgað sig að gera verðsamanburð áður en haldið er af stað í matarinnkaup Kaupmáttur íslenskra heimila hefur ekki enn náð þeim stað sem hann var á mánuðina fyrir hrun. Þá er enn of stór hluti þjóð- arinnar án atvinnu og því enn nauðsynlegra en áður að spara á þeim sviðum sem hægt er. Haukur Hilm- arsson heldur úti síðunni www.skuldlaus.is þar sem hann kemur inn á mann- legri þætti fjármála og gef- ur fólki góð ráð. Hann fer m.a. inn á einfaldar leiðir til að spara við innkaup en þau geta verið drjúgur hluti í heimilisbókhaldinu. Heilráð Hauks 1. Áður en farið er út í búð að setjast niður og ákveða hvað skal kaupa t.d. með því að fara yfir það sem þegar er til í ísskápnum og velja aðeins vörur sem vantar. 2. Allir ættu að gera innkaupalista áður en farið er út í búð og halda sig við listann í búðinni. 3. Velja sér lágverðsverslun í stað þess að skjótast alltaf út í næstu búð. Töluverð- ur verðmunur getur verið milli lágverðsverslana og þeirra sem eru t.d. opnar allan sólarhringinn. 4. Ekki fara svöng að versla, þreytt eða stressuð. Það ýtir undir óskynsamleg kaup. Veljum okkur frekar góðan tíma til að fara og gefum okkur þá tíma í að kaupa það sem raunverulega þarf og vantar. 5. Gerum verðsamanburð milli verslana. Það getur verið gagnlegt að bera saman verð af og til á milli verslana. Þannig má t.d. kaupa dósamat, klósettpappír og álíkar vörur í meira magni þar sem þær eru ódýrastar. 6. Það er ekkert að því að fylgjast með tilboðum og gera góð kaup í fleiri en einni verslun. 7. Skoðaðu strimilinn. Til langs tíma má spara umtalsverðar fjárhæðir með því að skoða strimilinn. Því miður er oft munur, jafnvel mikill, á hilluverði og á strimli. 8. Ekki kaupa tískuvörur, skartgripi, úr, raftæki, húsgögn o.s.frv. á fullu verði. Lág- verðsverslanir og „outlet“-verslanir selja sömu vörur á langtum betra verði. 9. Hægt er að gera góð kaup í jólagjöfum og leikföngum fyrir börn á útsölum eft- ir jól. Föt er hægt að kaupa á góðu verði þegar skipt er milli sumar- og vetr- arvöru. 10. Notaðar vörur eru ekki endilega ónýtar. Til dæmis er Kolaportið eitt best geymda leyndarmál þeirra sem vilja spara. Sparaðu við innkaupin Matarinnkaup eru stór hluti af útgjöldum flestra heimila á Íslandi. Morgunblaðið/Eyþór TÍU GÓÐ RÁÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.