Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Heilsa og hreyfing K ristján Már Gunnarsson er eini Íslendingurinn sem er titlaður atvinnubloggari í símaskránni. Hann er með síðuna AuthorityNutrition.com, sem hann opn- aði 1. desember en hann skrifar þar um næringu og heilsu. Áður hafði hann getið sér gott orð fyrir vefinn kris- kris.com, sem hann heldur ennþá úti en verður nú á per- sónulegri nótum. Áhugi hans á heilsu og næringu kom til vegna hans eigin leitar að betra lífi. „Ég kom út úr meðferð fyrir sex árum. Eftir það fékk ég mikinn áhuga á heilsu, fór í ræktina og að lesa mér mikið til á þessu sviði,“ segir Kristján en meðferðin var við áfengis- og eiturlyfjafíkn. „Á tímabili ætlaði ég mér að keppa í vaxtarrækt en það varð ekkert úr því en þá færðist áhugasviðið meira yfir í næringu,“ segir Kristján, sem frá þessum tíma hefur legið yfir vísindagreinum og viðað að sér ýmiss konar fróðleik. „Svo ákvað ég að stofna vefsíðu fyrir tveimur árum.“ Þetta er líka atvinna fyrir hann, titillinn í símaskránni er ekkert grín. „Svo er ég líka að þessu til að fá tekjur, ég er með auglýsingar á síðunni,“ segir Kristján, sem getur lifað á þessu núna. Hann leggur mikla vinnu í greinarnar sem hann skrifar en þær eru á ensku svo þær ná til mun stærri hóps en ef hann hefði skrifað á íslensku. „Ég vil hafa háan standard á nýju síðunni, vera duglegur að vitna í vísindagreinar og styðjast við heimildir,“ segir Kristján, sem er alls ekki bara að segja sína skoðun eins og er svo algengt á netinu. „Langflestir eru þannig, koma með fullyrðingar en nota ekkert til að bakka þær upp.“ Til viðbótar birtir hann viðtöl við sérfræðinga og fyrirlestra. „Ég passa upp á að þetta sé fólk sem veit hvað það er að tala um.“ Ennfremur virðist hafa myndast ákveðið samfélag í kring- um Kristján á netinu. „Ég fæ mjög mikið af kommentum, tölvupósti og Facebook-skilaboðum og reyni að svara öllu.“ Fór í nám í læknisfræði Kristján er læknanemi við Háskóla Íslands. Hann er búinn með tvö ár og var byrjaður á þriðja ári en ákvað að taka sér ársfrí. „Það var kominn námsleiði í mig, ég var eitt ár í Há- skólanum áður en ég fór í lækninn. Mér fannst vera kominn tími á smáhvíld.“ Hann segir læknanámið hafa hjálpað sér í því að lesa og túlka vísindagreinar. „Það er lítið af næringarfræði í lækn- isfræði en maður lærir mikið um efnaskipti líkamans.“ Hann rifjar upp tímann fyrir meðferðina. „Ég fór fimm sinnum á einu ári á Vog. Ég var í þessu í frekar mörg ár. Ég er 26 ára og er kominn heldur stutt í náminu miðað við það út af þessu.“ Núna er gamli lífsstíllinn orðinn fjarlægur, segir Kristján. „Fyrstu árin var þetta nálægt og maður var að rifja upp gamla lífið en núna er maður kominn með nýjar minningar og nýtt líf.“ Egg, smjör og lýsi er nokkuð sem vantar aldrei í ísskápinn hjá Kristjáni. Verið að ljúga að fólki KRISTJÁN MÁR GUNNARSSON SAGÐI SKILIÐ VIÐ ÁFENGIS- OG EITURLYFJAFÍKN FYRIR SEX ÁRUM. NÚNA HELDUR HANN ÚTI HEILSUVEFSÍÐU ÞAR SEM HANN REKUR KOSTI LÁGKOLVETNAMATAR- ÆÐIS MEÐ ÁHERSLU Á NÁTTÚRULEGAN MAT. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is KRISTJÁN SKRIFAR UM HEILSU Dæmigerður dagur hjá manneskju sem borðar samkvæmt lágkolvetnamat- aræði gæti litið svona út: Morgunmatur: Eggjakaka með blönduðu grænmeti, steikt uppúr smjöri eða kókosolíu. Hádegismatur: Jógúrt gerð úr mjólk úr kúm sem nærast á grasi með berjum, kókosflögum og valhnetum. Kvöldmatur: Kjöt og grænmeti. Kristján segir að fólk eigi endilega að hafa fjölbreytt grænmeti í fæði sínu. Ef takmarkið sé að vera undir 50 grömm- um af kolvetnum á dag sé nóg pláss fyrir grænmeti og einn ávöxt. Ef fólk er hraust og ekki með það takmark að létta sig má líka bæta inn kartöflum og sætum kartöflum, hrís- grjónum og höfrum. Morgunblaðið/Kristinn Dæmigerður dagur Kristján borðar mikið af eggjum og mælir með neyslu þeirra á síðu sinni AuthorityNutrion.com: „Egg eru með- al hollustu fæðutegunda á jörðinni og rauðan er langnær- ingarríkasti hlutinn. Athugaðu að næringin í einu eggi er nóg fyrir eina eggfrumu til að breytast í heilan unga. Þrátt fyrir hræðsluáróður seinustu áratuga valda egg EKKI hjartasjúkdómum. Það er vitleysa sem hefur aldrei verið sönnuð. Að borða egg breytir „slæma“ kólesterólinu úr „small, dense LDL“ í „large LDL“ – sem er skaðlaust. Einnig eyk- ur neysla á eggjum HDL (góða) kólesterólið. Egg eru líka rík af einstökum andoxunarefnum sem kallast lútein og zeaxanthín sem eru mjög mikilvæg fyrir augun. Fyrir utan þetta eru egg mjög rík af alls konar öðrum næringarefnum og það eru mjög fáar matartegundir sem jafnast á við egg hvað það varðar. Einnig eru egg mjög mettandi og valda saðningartilfinn- ingu. Í rannsókn á 30 of þungum konum kom í ljós að þær sem borðuðu egg í morgunmat borðuðu sjálfkrafa færri hitaeiningar næstu 36 tímana.“ Morgunblaðið/Kristinn Borðaðu egg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.