Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 4
verkefninu og síðan var einangrað hvar væri heppilegast að koma því fyrir. En síðan dagaði það uppi.“ Kjarnorkuverið var í anda róttækra hugmynda þess tíma, að sögn Lárusar. „Menn voru virkilega að fara að virkja Gullfoss og Geysi, þannig að þetta var ekki vitlausara en hvað annað. Menn réðust í nauðsynlegan undirbúning og Björn Kristinsson starfsmaður Orku- stofnunar skoðaði þetta í fullri alvöru. Enda vissu menn ekki það sem vitað er í dag um kjarnorkuna sem orkugjafa, auk þess sem olían var dýr og fór bara hækkandi á fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum. Leitað var hagkvæmra lausna, þetta hafði gengið vel í Svíþjóð og í Noregi var þetta til skoðunar.“ Ekki þarf að spyrja að afleiðing- unum. „Þetta hefði getað orðið alvöru flugeldasýning,“ segir Lárus og hlær. „Nú þekkir maður ekkert inn á hvað þetta hefði verið stórt og mikið. En maður gefur sér að úraníum hafi nei- kvæð áhrif. Það þarf ekki kjarneðlis- fræðing til að átta sig á því.“ „Þetta er náttúrlega allt tæknilega mögulegt,“ segir Ágúst Valfells kjarn- Nú þegar 40 ár eru liðin frá eld-gosinu í Vestmannaeyjum ervert að rifja upp áform sem voru til skoðunar árið 1959 um að reisa kjarnorkuver í Eyjum. „Þetta átti að vera lítið og sætt kjarnorkuver,“ segir Lárus M.K. Ólafsson lögfræðingur, sem vann hjá Orkustofnun og segir að þetta sé orðinn hálfgerður innanhússbrandari þar á bæ. Í anda hugmynda þess tíma „Það var alltaf verið að leita að hent- ugri og ódýrri lausn til að mæta þess- um jaðarkjörnum eða landshlutum sem vantaði rafmagn og hita. Einhvern veg- inn kom það til að íslensk stjórnvöld fengu tilboð frá General Electric, sem var að markaðssetja lítil sæt kjarn- orkuver hér og þar, meðal annars í Skandinavíu.“ Lárus segir það hafa verið skoðað í fullri alvöru að leysa vanda Vest- mannaeyja með kjarnorkuveri. „Það átti að vera ódýr lausn til að skipta út jarðefnaeldsneyti. Gefnar voru út þrjár skýrslur um málið, allar árið 1959. Það var gerð hagkvæmniúttekt, lýsing á orkuverkfræðingur sem vann á Orku- stofnun sumarið 1959, en þá nefndist hún skrifstofa raforkumálastjóra, nánar tilgreint orkudeild. En þess má geta að sonur hans og alnafni er einnig kjarn- orkuverkfræðingur. „Það hlýtur að vera genetískt. Ég reyndi ekki að hafa nein áhrif í þá átt.“ Ágúst segir að þetta sumar hafi ver- ið miklar vangaveltur um hvað kjarn- orkan yrði ódýr og menn verið bjart- sýnir á framtíðina. „En síðan hafa komið upp mörg atriði, sem ekki var farið að íhuga á þeim tíma og gera kjarnorkuna miklu dýrari en menn höfðu væntingar um.“ Hann telur að það hafi aldrei verið raunhæft að reisa kjarnorkuver í Vest- mannaeyjum á þessum tíma. „Það hefði sýnt sig,“ segir hann. „Síðan kom raf- strengur frá landi sem var miklu ódýr- ari. Þá var vatnsaflið talið dýrara, en komið hefur á daginn að það er ódýr- asta orkuframleiðsluaðferðin.“ Strik í reikninginn? Ágúst er ófáanlegur til að kasta mati á hvað hefði gerst ef kjarnorkuver hefði verið reist í Vestmannaeyjum. „Það hefði sýnt sig að svona lítið kjarn- orkuver hefði aldrei komið til greina,“ segir hann. „Það var hægt tæknilega, en raforkan var miklu dýrari úr því. Það sama á við um kjarnorkuver og önnur orkuver að það gæti hagkvæmni stærðarinnar. Þau eru 1.000 megawött í rafmagnsframleiðslu, eins og ein og hálf Kárahnjúkavirkjun, og víða er það næstódýrasta orkan. En vatnsaflið er alltaf ódýrara og hagkvæmni stærð- arinnar gætir ekki í litlum kjarnorku- verum.“ En svo eru það hin vandamálin. „Ég geri ráð fyrir að kjarnorkueldsneytið, ef eldsneyti má kalla, hefði verið sent til Bandaríkjanna í endurvinnslu. Við hefðum því losnað við það vandamál hvað ætti að gera við geislavirkan úr- gang. Og víst hefði gosið getað sett strik í reikninginn.“ Hér er brugðið á leik með kjarnorkuver í Eyj- um í samsettri mynd, en fyrirmyndin að því leit öðruvísi út, eins og sjá má á innfelldu myndinni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kjarnorku- ver í Eyjum GENERAL ELECTRIC GERÐI RAFMAGNSVEITUM RÍKISINS TILBOÐ Í LÍTIÐ KJARNORKUVER ÁRIÐ 1958. ÁFORM VORU UM AÐ REISA ÞAÐ Í EYJUM. MÁLIÐ DAGAÐI UPPI ENDA AÐRAR LEIÐIR HAGKVÆMARI Í ORKUÖFLUN. Í LJÓSI SÖGUNNAR MÁ EF TIL VILL HRÓSA HAPPI YFIR ÞVÍ. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 * „Það vantaði orkuver í Vestmannaeyjum. Menn vildu þvíkanna aðra möguleika, þar á meðal kjarnorku. Þess vegna varóskað eftir tilboði frá General Electric.“ Björn Kristinsson prófessor emiritus ÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is „Kjarnorkuver fyrir Vestmannaeyjar“ er yfirskrift skýrslu sem Björn Kristinsson skrifaði fyrir orkudeild raforkumálastjóra í mars árið 1959 og er undirtitillinn „Lýsing á tilboði General Electric“. Skýrslan hefst á þessum orðum: „Í byrjun árs 1958 fengu raf- magnsveitur ríkisins tilboð í lítinn suðuvatnsreaktor [með léttu vatni og auðguðu úraníum] frá General Electric og voru þá Vestmannaeyjar einkum hafðar í huga sem væntanlegur staður fyrir reaktorinn. Með reaktor sem þessum mætti sjá eyjunum fyrir raforku, en jafnframt gæti hann verið undirstaða hitaveitu fyrir kaupstaðinn.“ Fram kemur að slík álver séu yfirleitt ofanjarðar, t.d. í Noregi og Svíþjóð, og þurfi 2 hektara landrými. Reaktor af svipaðri gerð hafi General Electric reist í Vallecitos í Kaliforníu. Það var reist árið 1957 og var það fyrsta sinnar tegundar hjá GE, en hætt var að nota það árið 1963. Reiknað er með úraníum- hleðslu upp á 2.680 kg, 52 eldsneytishylkjum og að varmaaflið sé 26,2 megawött. Áætlað er að 24 vinni við álverið, 15 við rekstur á reaktor og tækjum, átta við ýmiskonar þjónustu og skrifstofustörf og að þar sé einn yfirmaður. Auk þess muni þurfa öðru hvoru á auknu starfsliði að halda, níu manns við viðgerðir og lagfæringar og fjórum við verkfræðiþjónustu. FYRIRMYNDIN Í KALIFORNÍU „Í mjög stuttu máli kom þetta þannig til að kjarn- orkuveldin opinberuðu mikið af leyndarmálum sínum árið 1952,“ segir Björn Kristinsson prófessor em- eritus, sem vann skýrslurnar um kjarnorkuver í Vest- mannaeyjum fyrir orkudeild raforkumálastjóra. Orka úr krananum „Þá var haldin risastór ráðstefna í Genf og gefið út mik- ið bókasafn, þar sem kjarnorkuverum var lýst ítarlega. Í framhaldi af því héldu menn að kjarnorkan væri handan við hornið fyrir almenning. Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor orðaði það þannig, að það væri varla við því að búast að vatnsaflið yrði mikils virði þegar hægt væri að fá miklu meiri orku úr vatnskrananum heima hjá sér.“ Tvær aðferðir eru til að vinna kjarnorku, ann- arsvegar með sprengingu og úrani, en hinsvegar með því að hægja á því í kjarnorkuveri, að sögn Björns. „Svo er hægt að vinna hana líka með vetni, sameina vetn- isatóm og fá út helíum, en við það losnar geysimikil orka úr læðingi. Það hefur ekki tekist nema með sprengingu, en þarna héldu menn að þetta myndi leys- ast innan örskamms tíma.“ Ekkert rætt um virka eldstöð Fyrir lá að það vantaði orkuver í Vestmannaeyjum. „Þar var rafstöð með dísilvélum áður en rafstraum- urinn kom úr landi og það var mjög dýrt að keyra hana með olíu,“ segir Björn. „Menn vildu því kanna aðra möguleika, þar á meðal kjarnorku. Þess vegna var ósk- að eftir tilboði frá General Electric. Þá kom í ljós að þetta var mjög lítið kjarnorkurver, fá megavött, og að þau eru hlutfallslega mjög dýr. Þetta var því ekki nógu vænlegur kostur.“ Á þeim tíma var ekkert rætt um að hugsanlega væri virk eldstöð í Eyjum. „Nei, nei, menn töldu að þessi eldstöð væri kulnuð,“ segir Björn og bætir við að hann hafi ekki nennt að pæla í því hvað hefði gerst ef kjarn- orkuver hefði risið í Eyjum fyrir eldgos. „Þá hefðu menn þurft að slökkva og það hefði getað orðið óþægilegt,“ segir hann. „Að vísu var byggður utan um kjarnorkuverin mjög sterkur hlífðarskjöldur til að losna við að það lækju út geislavirk efni. En ég get ekki svarað spurningu þinni hvað væri líklegt að hefði skeð.“ MENN VILDU KANNA AÐRA MÖGULEIKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.