Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 51
27.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Einn daginn kom Helgi Pé og tók við mig viðtal fyrir eitthvert blað. Hjúkrunarkon- unum fannst hann óskaplega sætur og því ekki ná nokkurri átt að hann gæti ekki tyllt sér annars staðar niður með skrif- blokkina sína en á klósettsetu,“ rifjar Ragnhildur upp kímin á svip. Fljótt var sýnt að aðgerðin hefði tekist og hinn 21. maí var Ragnhildur útskrifuð af Borgarspítalanum. „Kannski verð ég far- in að spila á píanó um jólin,“ sagði Ragn- hildur í viðtali við Morgunblaðið þegar hún yfirgaf sjúkrahúsið. Fljótlega tók við end- urhæfing á Grensásdeild. Inntak hennar var að þjálfa hægri höndina – þá löskuðu – en lítt var hugað að þjálfun þeirrar vinstri eða andlegri líðan. Slíkt einfaldlega tíðk- aðist ekki þá. Eðlilega var sálin þó í sárum eftir slysið og tilveran á hvolfi. En smátt og smátt rofaði til. Í ágúst þetta sumar var Ragnhildur útskrifuð af Grensás, þá komin með nokkuð góða til- finningu í höndina enda voru sinar farnar að gróa. Gat svo brátt aðlagast aðstæðum; krækti verkfærum milli fingra ef eitthvað þurfti að gera. Fann lagið sem dugði við ýmsar daglegar athafnir. Fór svo að beita meira fyrir sig vinstri hendi í fínhreyf- ingum sem hún hefur gert æ síðan. Og fljótlega fann lífið sér farveg og farsæld. Ragnhildur kynntist eiginmanni sínum sama ár og hún slasaðist, 1981, og eiga þau nú fjögur uppkomin börn og vænan hóp ömmu- og afabarna sem fer fjölgandi. Festast ekki í gildru Já, svona er í stuttu máli saga Ragnhildar L. Guðmundsdóttur sem ekki löngu eftir slysið dreif sig í nám til að komast út á vinnumarkaðinn í stað þess að festast í gildru fátæktar og bótakerfis. „Ég tel nauðsynlegt að velferðarkerfið komi til móts við fólk sem hefur lent í áföllum en vill styrkja stöðu sína með því að afla sér menntunar. Farir fólk í nám missir það bótarétt sinn að nokkru leyti en fær námslán. Gangi námið svo ekki sem skyldi situr fólk hins vegar uppi með náms- skuldirnar og er í vondri stöðu. Þessu verður að breyta,“ segir Ragnhildur sem nam félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Aflaði sér síðan kennsluréttinda, hún starfar við grunnskólann í Sandgerði sem náms- og starfsráðgjafi og stefnir að meistaragráðu í þeim fræðum Kveðst starfa þar með frábæru fólki á vinnustað þar sem fullt tillit sé tekið til skertrar starfsgetu sinnar. Á sér stað í hjarta mínu Árið 2008 sendi Ragnhildur frá sér bók- ina Býrð þú í glerhúsi. Bókin er tvískipt; annars vegar saga eiginmanns hennar, Rögnvaldar Helgasonar, sem á æskuárum vistaðist á Kumbaravogi og Hlíðardalsskóla og átti þar allt annað en góða daga. Er sá vitnisburður í samræmi við ýmsar frásagnir síðustu vikna. Í bókinni segir Ragnhildur einnig frá þeirri reynslu sinni sem hér er að framan lýst – en einnig ýmsu öðru mót- læti – sem hafi bæði brotið en einnig gert sig megnugri til að mæta ýmsu á lífsins leið. En aftur að upphafi sögunnar. Ragnhild- ur L. Guðmundsdóttir segist ekki í vafa um að aðgerð Rögnvaldar Þorleifssonar séaf- reksverk. Ekkert minna. Það sé því inni- stæða fyrir því að hann fái fálkaorðuna; gullmola sem veittur er góðum Íslendingum sem unnið hafa af fórnfýsi í þágu sam- félagsins. „Ég fékk frábæra læknishjálp á sínum tíma. Tel hins vegar enn í dag skorta nokkuð á að unnið sé markvisst með and- lega líðan þeirra sem slasast alvarlega. Í dag er þó í boði áfallahjálp í meiriháttar tilvikum en slíkt var ekki fyrir hendi árið 1981. Rögnvald hef ég ekki hitt í áratugi; hans hlutverki lauk fljótt. Eigi að síður er hann áhrifavaldur í lífi mínu og þótt ekkert sé sambandið á hann stað í hjarta mínu.“ Fljótlega eftir slysið kynntist Ragnhildur eiginmanni sínum og stofnuðu þau fjölskyldu. Hér er hún á fæð- ingardeildinni í nóvember 1983 með soninn Daníel Frey. Ragnhildur náði sér ótrúlega fljótt, en endurhæfingin var bæði löng og ströng. * Ég tel nauðsynlegt að velferðarkerfiðkomi til móts við fólk sem hefur lent í áföllum en vill styrkja stöðu sína með því að afla sér menntunar Strax þegar stúlkan kom inn á slysadeild- ina taldi ég að minnsta kosti tilraunar- innar virði að reyna að græða höndina á. Ég hafði sótt námskeið í New Orleans í Bandaríkjunum, París og víðar og þekkti því aðeins til verka á þessum vettvangi, svo sem hvernig ætti að græða saman örsmáar æðar í fingrum sem og taugar. Það er vandasamast í svona aðgerðum,“ segir Rögnvaldur Þor- leifsson læknir þegar hann rifjar upp mál Ragnhildar frá árinu 1981. Finnst vænt um þetta Rögnvaldur lauk prófi frá læknadeild Há- skóla Íslands árið 1956. Eftir það hélt hann til Svíþjóðar til náms í skurðlækn- ingum, auk þess að afla sér þekkingar og sérfræði- reynslu í slysa- og bæklunarlækningum. Eftir heimkomuna var hann í nokkur ár yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað. Sinnti þar eystra ýmsum vandasömum aðgerðum, svo sem á sjó- mönnum sem slasast höfðu um borð í skipum á hafi úti. Hóf svo störf á Borg- arspítalanum árið 1968 þegar slysadeild- in þar var opnuð. Starfsemi hennar leiddi af sér stofnun bæklunarskurðdeild- ar og þar starfaði Rögnvaldur lengst af. „Handarágræðslan var aðgerð sem talsvert var slegið upp á sínum tíma og vissulega var hún á margan hátt ein- stök,“ segir Rögnvaldur Þorleifsson. Seg- ist aðspurður hafa nokkru fyrir sl. jól fengið að vita um bollaleggingar þeirra sem skrifað hafa Orðunefnd og óskað eftir því að hann fái fálkaorðuna. Hann vill þó lítið úr málinu gera. „Auðvitað finnst manni vænt um svona,“ segir Rögnvaldur sem nú er 82ja ára og fyrir löngu farinn úr hvíta sloppn- um og hættur læknisstörfum. Ekki verið endurtekið Aðgerð lík þeirri sem Rögnvaldur Þor- leifsson gerði árið 1981 hefur ekki verið endurtekin hér á landi, skv. heimildum Morgunblaðsins. „Ég veit raunar ekki til þess að þörf hafi verið á slíku, það er að svona slys eða líkur áverki hafi síðan þetta gerðist komið til meðhöndlunar hjá okkur,“ segir Björn Zoëga bækl- unarskurðlæknir og forstjóri Landspít- alans. Hann segir bæklunarlækna sem starfa hjá sjúkrahúsinu þó hafa menntun og þjálfun til að sinna svona aðgerðum. Þá sé öll aðstaða fyrir hendi. sbs@mbl.is Með flókinni aðgerð græddi Rögnvaldur Þorleifsson hönd- ina á Ragnhildi og varð þjóð- kunnur af. Ég taldi þetta vera tilraunarinnar virði, segir hann. Morgunblaðið/Golli EINSTÖK AÐGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.