Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Þ etta leit ekki vel út. Þegar á slysadeild Borgarspítalans kom sagði læknirinn á vaktinni að höndin yrði fjarlægð. Ég hvæsti á lækninn og sagðist vita það vel. Hafði annars mestar áhyggjur af því hvernig hjúkrunarfólkinu tækist að klæða mig úr peysunni. Og þar varð að fara mjög varlega, því höndin hékk á skinntætlu á milli þumalfingurs og vísifingurs og bein, sinar og taugar voru sundurskorin,“ segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir í Keflavík. Maður sem markaði skil Í því flóði tilkynninga sem berst ritstjórn Morgunblaðsins á degi hverjum kennir ým- issa grasa. Raunar má segja að fjölbreytni þessara sendinga endurspegli þjóðlífið. Sumt af þessu efni lendir neðanmáls en í öðrum tilvikum er fiskur undir steini og finna má sögur sem vert er gera skil. Á dögunum barst blaðinu afrit af bréfi fólks sem er áfram um að Rögnvaldi Þorleifssyni lækni verði veittur riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu. Orðunefnd hefur verið sent erindi þess efnis. Er rökstuðningur sá að Rögnvaldur hafi verið brautryðjandi í bæklunarskurðlækningum á Íslandi og markað skil með verkum sínum. „Árið 1981 framkvæmdi hann fyrstu ágræðslu útlims á Íslandi, þegar hann græddi á stúlku hönd sem hún hafði misst í vinnuslysi, og varð þjóðfrægur fyrir. Um áratugaskeið vann Rögnvaldur við meðferð margra erfiðustu slysatilfella á Íslandi og varð þekktur fyrir … einstakan árangur. Við undirrituð getum aldrei fullþakkað það sem Rögnvaldur Þorleifsson gerði ýmist fyrir okkur sjálf eða okkar nánustu,“ segir í bréfinu til Orðunefndar. Stúlkan sem Rögnvaldur græddi höndina á, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, var áber- andi á síðum dagblaðanna vorið 1981. Að- gerð þessi þótti mikið afrek. „Það var stórkostlegt að geta hreyft fing- urna og finna titringinn í þeim. Ég varð mjög undrandi þegar ég vaknaði eftir svæf- inguna og sá puttana á mér, því mér hafði verið sagt þegar ég kom á Borgarspítalann að þar yrði aðeins stúfur,“ sagði Ragnhild- ur í samtali við Morgunblaðið 8. maí 1981, þá sextán ára. Það var svo kona tæplega fimmtug sem sagði okkur sögu sína á dög- unum. Dagurinn er 4. maí 1981 og klukkan rúmlega 10 að morgni. Ragnhildur stendur við hausunarvélina í fiskvinnslustöð Miðness í Sandgerði. „Ég stóð við vélina og var í sjóstakk með brotið upp á ermarnar þegar ég rann til. Ermin flæktist og ég missti hægri höndina í hnífinn. Allt gerðist þetta mjög snöggt, meira að segja svo að ekki gafst ráðrúm til að slökkva á vélinni sem þó var hægt að gera með fótstigi. En skað- inn var skeður, ég reif höndina frá vélinni, hélt undir fingurna og hljóp á kontórinn og settist þar niður bölvandi og kveikti mér í sígarettu.“ Ragnhildur segir vinnufélaga sína hafa betur en hún sjálf gert sér grein fyrir al- vöru málsins. Einn kom með band og batt um höndina til að stöðva fossandi blóðrás. Innan stundar komu sjúkraflutningamenn og Kjartan Ólafsson læknir sem vafði bindi um höndina sem var í gúmmíhanska og spelka var lögð að. Svo var brunað á blikk- andi ljósum inn til Reykjavíkur og á slysa- deildina í Fossvogi. Þar tók Rögnvaldur Þorleifsson við sjúklingnum og tókst í fjór- tán tíma aðgerð að græða höndina á aftur. Sálin var í sárum Greint var ítarlega frá slysinu og aðgerð- inni í fjölmiðlum á þessum tíma. „Blaða- menn komu og ræddu við mig á sjúkrahús- inu þar sem ég lá inni á skoðunarherbergi. RAGNHILDUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR Í KEFLAVÍK SLASAÐIST ALVARLEGA, MISSTI HÖND Í FISKVINNSLUVÉL, ÁRIÐ 1981, ÞÁ SEXTÁN ÁRA. GÓÐUM LÆKNI TÓKST AÐ GRÆÐA HÖNDINA AFTUR Á OG HÉR ER SÚ EINSTAKA SAGA RIFJUÐ UPP. SKJÓLSTÆÐINGAR LÆKNISINS ERU ÁFRAM UM AÐ HONUM VERÐI VEITT FÁLKAORÐAN. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ragnhildur lærði fljótt að beita fyrir sig vinstri hendinni svo sem við skriftir. Morgunblaðið/Júlíus Ég fékk frábæra læknishjálp, segir Ragnhildur sem telur að enn í dag skorti á að fólk sem slasast fái nauðsynlega sáluhjálp. Á heimleið af sjúkrahúsinu í lok maímánaðar 1981. Ragnhildur var bjartsýn á framhaldið og að hún næði fullum bata, eins og sagði í Morgunblaðsfrétt. Fáum aldrei fullþakkað Viðtal

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.