Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum
sem þetta kann að valda.
Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið
upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að
nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál.
Lokað í dag !
Föstudaginn 22. febrúar
er lokað hjá ríkisskattstjóra
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við erum í raun og veru alveg búin.
Það er skjalavinnsla eftir og svo eru
lausir endar í nokkrum málum þar
sem nefndin á eftir að ákveða hvað
hún gerir. Það hafa engar greinar
verið valdar úr stjórnarskrárfrum-
varpinu. Þær verða allar inni,“ segir
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar, um stöðu málsins
hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Nefndin fór yfir málið á fundi í
gærmorgun og segir Margrét, sem
er einn fimm fulltrúa meirihlutans,
stefnt að því að þingið taki frum-
varpið aftur til 2. umræðu á mánu-
dag eða þriðjudag í næstu viku.
„Þetta var síðasti formlegi fund-
urinn um frumvarpið áður en það
verður tekið úr nefndinni með nefnd-
aráliti. Þannig að við sjáum til
lands,“ segir Margrét og útskýrir
hvernig landsfundur VG um helgina
kunni að leiða til þess að yfirferð full-
trúa flokksins í nefndinni færist að
hluta yfir á mánudaginn kemur.
Á hún þar við Álfheiði Ingadóttur,
varaformann nefndarinnar.
Líka horft til sérfræðingahóps
Spurð út í álit Feneyjanefndarinn-
ar á frumvarpinu og áhrif þess á
framvindu málsins segir Margrét að
það hafi verið tekið alvarlega eins og
önnur álit sem hafi borist.
Sérfræðingahópur sem ráðlagði
nefndinni um smíði frumvarpsins
skilaði inn áliti vegna umsagnar
Feneyjanefndarinnar og segir Mar-
grét að það verði að sjálfsögðu líka
horft til þess álits. Hún telur raun-
hæft að afgreiða frumvarpið fyrir
áformuð þinglok 15. mars. Engir
samningar liggja fyrir milli stjórnar
og stjórnarandstöðu um meðferð
málsins.
Hvorki náðist í Valgerði Bjarna-
dóttur, formann nefndarinnar, né
varaformanninn Álfheiði Ingadóttur.
Ferlið hefst á ný
verði breytingar
Hafsteinn Þór Hauksson, lektor
við lagadeild Háskóla Íslands, var í
hópi fjögurra sérfræðinga sem
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
óskaði eftir að færu yfir frumvarpið.
Eftir að álit Feneyjanefndarinnar
barst óskaði þingnefndin eftir því að
Hafsteinn Þór færi yfir umsögn er-
lendu sérfræðinganna um 113. grein
frumvarpsins um stjórnarskrár-
breytingar. Kveðið er á um stjórnar-
skrárbreytingar í 79. grein núver-
andi stjórnarskrár en samkvæmt
henni verður að bera allar breyting-
ar á stjórnarskrá, eða tillögu að nýrri
stjórnarskrá, undir tvö þing með
kosningum á milli áður en þær geta
tekið gildi, að uppfylltu samþykki
beggja þinga.
Spurður hvort þetta ákvæði verði
enn í gildi ef meirihluti á núverandi
þingi samþykkir stjórnarskrárfrum-
varpið segir Hafsteinn Þór svo vera.
Ef næsta ríkisstjórn geri athuga-
semdir við einstakar greinar eða
frumvarpið í heild verði því að hefja
ferlið á ný samkvæmt 79. greininni
og sama stjórn að samþykkja breytt
frumvarp áður en það kemur til
kasta næsta þings þar á eftir. »26
Umfjölluninni lokið í bili
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lýkur vinnu við stjórnarskrárfrumvarpið
Öllum greinum frumvarpsins haldið inni Tekið tillit til Feneyjanefndar
Morgunblaðið/Kristinn
Á þingi Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, tilkynnti vantrauststillögu sína í fyrradag. Hann dró hana til baka en útilokar þó ekki aðra tillögu.
„Það er hreint
ótrúlegt að þeir
þingmenn séu til,
sem trúi því í
hjarta sínu að
framþróun sjáv-
arútvegs, auk-
inni verðmæta-
sköpun og ekki
síst lífsgæðum
þeirra er koma
til með að starfa í
greininni í framtíðinni sé best borg-
ið með því að ganga sífellt lengra í
því að skerða rekstrargrunn þeirra
fyrirtækja sem bestum tökum hafa
náð á rekstri í sjávarútvegi.“
Þannig segir í nýrri umsögn Far-
manna- og fiskimannasambands Ís-
lands um frumvarp til laga um
stjórn fiskveiða, sem send hefur
verið atvinnuveganefnd Alþingis.
Stöðugleiki er lykillinn
Í umsöginni segir: „Yfirlýstur til-
gangur er að efla útgerð og stuðla
að nýliðun í þeim útgerðarflokki
sem útilokað er að skilað geti
nokkru sinni hliðstæðri hagkvæmni
og arðsemi og hinn hefðbundni floti
hefur verið fær um að gera. Þótt
ekki sé vísað til annars en legu
landsins og þeirra veðurfars-
aðstæðna sem ríkja á Íslands-
miðum. Stöðugleiki í framboði sjáv-
arafurða til viðskiptavina um allan
heim er lykillinn að velgengni í
matvælaframleiðslu.
Slíkur stöðugleiki verður aldrei
tryggður á ársgrundvelli með út-
gerð smárra báta sem ekki eiga er-
indi út á sjó þegar illa viðrar, þótt
því miður séu allt of mörg dæmi um
að smábátar séu á sjó þegar tog-
arar leita vars. Engin dæmi eru til
svo vitað sé, þar sem stóraukin rík-
isafskipti af sjávarútvegi hafi leitt
til annars en bölvunar fyrir at-
vinnugreinina.“ aij@mbl.is
Ríkisafskipti til
bölvunar
Árni Bjarnason,
formaður FFSÍ.
„Ég dró tillöguna til baka og
hún er ekki lengur til sem fram-
lagt þingskjal en ég get lagt
hana fram aftur ef ég vil. Ég hef
ekkert útilokað að leggja hana
fram aftur. Það var líka meðal
annars þess vegna sem ég vildi
ekki að hún færi í atkvæða-
greiðslu í dag. Það var meiri-
hluti til að fella hana en það má
ekki leggja tillögu sem er felld
aftur fram á sama þingi,“ sagði
Þór Saari, þingmaður Hreyf-
ingar, um vantrauststillögu sína
á stjórnina. Hann dró tillöguna
aftur þegar stjórnarflokkarnir
vildu taka hana fyrir á Alþingi í
gær.
Ekki hættur
við tillöguna
MÁLINU EKKI LOKIÐ
Tillaga þess efnis að umsækjendur
um félagslegt leiguhúsnæði í Árborg
þurfi að hafa átt lögheimili í sveitar-
félaginu í samfellt þrjú ár fyrir um-
sókn var samþykkt á fundi bæj-
arstjórnar á miðvikudag. Áður gat
fólk sótt um eftir að hafa búið í Ár-
borg í eitt ár.
Tillagan var samþykkt með sex
atkvæðum fulltrúa Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks en
fulltrúar minnihlutans greiddu at-
kvæði gegn tillögunni sem áður
hafði verið samþykkt samhljóða í fé-
lagsmálanefnd bæjarins. Samsvar-
andi skilyrði eru fyrir umsóknum
um félagslegt húsnæði í Reykjavík.
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn, segir að ýms-
ar ástæður liggi að baki þessari nýju
tilhögun. „Það hefur mikið að segja
hvað Reykjavík, okkar stóra ná-
grannasveitarfélag, setur sem skil-
yrði. Við erum einnig með mjög mik-
ið af félagslegum íbúðum, því má
segja að okkar aðstæður ráðist bæði
af skilyrðum í Reykjavík og af því
hvað við erum með mikinn fjölda fé-
lagslegra íbúða miðað við önnur
sveitarfélög,“ segir Eyþór.
Hann tekur fram að umsækjendur
hafi ekki verið greindir í smáat-
riðum, þ.e. hvaðan þeir koma. Hins-
vegar sé klárt að Árborg eigi mikið
af félagslegum íbúðum, dæmi séu
um að önnur sveitarfélög hafi engin
félagsleg úrræði. „Það má segja að
við höfum tekið ansi stórt hlutverk
að okkur í þessum efnum,“ segir Ey-
þór og tekur fram að mikil eft-
irspurn sé eftir leiguhúsnæði í bæn-
um, bæði félagslegu og á almennum
markaði. heimirs@mbl.is
Aðfluttir þurfa að bíða
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skortur Mikil eftirspurn hefur ver-
ið eftir leiguhúsnæði í Árborg.
Breyta reglum
um félagslegt
húsnæði í Árborg
Lögreglan á
Eskifirði fór í
tvær húsleitir í
Fjarðabyggð í
gær vegna fíkni-
efnamála. Tveir
menn voru hand-
teknir í þágu
rannsóknar og
var þeim báðum
sleppt að loknum
yfirheyrslum að
því er segir í tilkynningu frá lög-
reglu.
Í annarri húsleitinni var lagt hald
á kannabisplöntur á ýmsum stigum
ræktunar, en í hinni var lagt hald á
lítilræði af maríjúana auk neyslu-
áhalda. Um tvö óskyld mál er að
ræða að sögn lögreglu.
Fundu kannabis-
plöntur í tveimur
húsum fyrir austan
Kannabisplanta