Morgunblaðið - 22.02.2013, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Bílabúð Benna - Dekkjaþjónusta
Tangarhöfða • Sími: 590 2045
Skiptib.: 590 2000 • www.benni.is
Mætum
vetri á réttum
dekkjum
Jeppa- og fjórhjóladekk í miklu úrvali - umboðsmenn um land allt
Jeppa- og fjórhjóladekk
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, boðaði lækkun á tekjuskatti og að hætt verði
með þriggja þrepa skattkerfi ef flokkurinn kemst
til valda eftir kosningar í setningarræðu sinni á
landsfundi flokksins sem hófst í gær.
Formanninum varð tíðrætt um glötuð tæki-
færi og aðgerðaleysi fráfarandi ríkisstjórnar í
ræðu sinni. Þá sagði hann að til þess að ráðast að
rót vanda heimilanna ætluðu sjálfstæðismenn að
grípa til skulda- og skattalækkana. Fyrir utan
lægri tekjuskatt og einföldun á skattkerfinu sagði
Bjarni að kerfið yrði notað til þess að hjálpa fólki
að lækka húsnæðislán sín. Þannig yrði veittur sér-
stakur skattaafsláttur vegna afborgana á lánum
til eigin íbúðarkaupa. Auk þess vill hann að þeir
sem kjósa frekar að greiða af húsnæðislánum sín-
um en leggja fyrir í séreignarsparnað fái varan-
legan skattaafslátt líkt og tíðkast hefur með líf-
eyrissparnaðinn.
Skuldarar fái að skila lyklunum
Bjarni lofaði frekari uppstokkun á húsnæðis-
málum í ræðunni. Íbúðalánamarkaðurinn yrði
endurskipulagður og fólki tryggt val um lánakerfi
með það að markmiði að hægt væri að fá sam-
bærileg lán og í nágrannalöndunum á sann-
gjörnum vöxtum til lengri tíma, óverðtryggt. Þá
vildi hann koma upp hvötum til sparnaðar til að
létta undir með ungu fólki í íbúðarkaupum svo það
þyrfti ekki að byrja að búa með tvær hendur tóm-
ar, steypa sér í skuldir og treysta á vaxtabætur.
Róttækasta hugmyndin sem kom fram í máli
Bjarna var þó að skuldarar gætu skilað lyklunum
að húsnæði sínu þegar öll önnur úrræði þryti.
„Við viljum ekki að fólk sé gert upp vegna
skulda sem það hefur stofnað til vegna eigin íbúð-
arhúsnæðis. Sjái skuldari sér engan veginn fært
að standa undir rekstri húsnæðis síns, jafnvel með
ofangreindum úrræðum, á honum að vera heimilt
að skila lyklunum og losna undan skuldum sínum
án þess að það leiði til gjaldþrots,“ sagði hann.
Bjarni ræddi einnig um verðtrygginguna í
ræðunni og sagði að þau óverðtryggðu lán sem
bankarnir byðu nú upp á bæru háa vexti og væru
til tiltölulega langs tíma. Til að lækka vextina og
tryggja framboð á óverðtryggðum lánum með
föstum langtímavöxtum þyrfti stöðugleika. Hann
varaði einnig óbeint við hugmyndum um að af-
nema verðtrygginguna.
„Höfum einnig hugfast að daginn sem við
bönnum verðtryggð lán verður erfiðara að verja
lífeyrinn okkar fyrir verðbólgunni,“ sagði Bjarni.
Uppbygging á grundvelli krónunnar
Skynsamlegustu stefnuna sagði Bjarni vera
þá sem ýtti undir aukinn stöðugleika, minni verð-
bólgu og þar með lægri vexti og hærra atvinnu-
stig. Sá stöðugleiki ætti þó ekki að nást með aðild
að Evrópusambandinu eða upptöku annarrar
myntar en Bjarni útilokaði hvort tveggja í ræðu
sinni, að minnsta kosti til skemmri tíma litið að því
er varðar síðarnefnda kostinn.
„Krónan er og verður gjaldmiðill okkar í fyr-
irsjáanlegri framtíð. Það er mikið hættuspil að
taka upp nýjan gjaldmiðil þegar nauðsynlegar
forsendur skortir og sem stendur tel ég þær alls
ekki fyrir hendi. Verkefnið er að byggja upp efna-
hagslífið á grundvelli krónunnar,“ sagði hann.
Þjóðinni ekki haldið í spennitreyju hafta
Þá gagnrýndi Bjarni núverandi ríkisstjórn
harðlega fyrir að hafa brugðist þegar gjaldeyr-
ishöftin væru annars vegar. Hik og sleifarlag
hefðu einkennt allar aðgerðir hennar. Hann sagði
að áfram yrði staðinn vörður um eignarréttinn og
sanngjörn og eðlileg málsmeðferð yrði tryggð en
flokkurinn ætlaði ekki að sætta sig við að þjóðinni
allri væri haldið í spennitreyju haftanna fyrir það
eitt að erlendir aðilar hefðu eignast kröfur á
þrotabú föllnu bankanna.
„Nú er kominn tími til að setja afarkosti með
almannahag að leiðarljósi. Þessar kröfur þarf að
afskrifa að verulegu leyti,“ sagði Bjarni.
Skattar og skuldir lækki
Formaður Sjálfstæðisflokksins boðar „afarkosti“ um gjaldeyrishöftin í setn-
ingarræðu sinni á landsfundi Varar við afleiðingum afnáms verðtryggingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsfundur Sjálfstæðismenn taka á móti landsfundargögnum í anddyri Laugardalshallarinnar þar sem fundurinn fer fram. Hann stendur fram á
sunnudag. Á dagskránni er meðal annars kosning um formann og varaformann flokksins. Alls eiga 1.700 flokksmenn seturétt á landsfundinum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Setningarræða Bjarni Benediktsson formaður
setti landsfundinn síðdegis í gær.
„Sjálfstæðisflokkurinn verður að
horfast í augu við hver vandinn er og
gera tillögur á þessum landsfundi um
hvernig á að leysa hann,“ segir Hall-
dór Gunnarsson, sem ákveðið hefur
að gefa kost á sér í embætti for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Halldór
hefur áður gefið kost á sér í forystu
flokksins þegar hann bauð sig fram
til varaformanns fyrir tveimur árum.
Halldór segir ástæðu framboðs
síns vera þá baráttu sem hann hafi
staðið í frá síðasta landsfundi um að
fylgt sé eftir ályktun flokksins um að
færa niður höfuðstól verð- og geng-
istryggðra húsnæðislána. Hann segir
þingflokk Sjálfstæðisflokksins hafa
brugðist í að fylgja því eftir.
Halldór tók þátt í prófkjöri flokks-
ins í Suðurkjördæmi í janúar og í
tengslum við það
skrifaði hann
fjölda greina í
blöð um leiðir
sem hann sér til
lausna á vanda
heimilanna.
Hann er ósátt-
ur við þær til-
lögur sem efna-
hags- og
skattanefnd
flokksins leggur fyrir landsfund nú.
„Nú þegar kjörorð landsfundarins
er Í þágu heimilanna tel ég rétt að á
þetta verði reynt. Til að fylgja þessu
eftir hef ég lagt fram heildstæða
breytingatillögu um efnahags- og
viðskiptamál við þau drög sem fyrir
liggja á fundinum. Þar er lögð fram
skýr stefnumörkun um hvað gera
verður í þágu heimilanna og í þágu
þjóðarinnar til endurreisnar frá
eignaupptöku og aðför stjórnvalda
að atvinnuvegum og allri mögulegri
sókn í atvinnuuppbyggingu,“ segir
Halldór.
Hann vill að fundurinn setji fram
stefnu í samræmi við hin gömlu gildi
Sjálfstæðisflokksins „um réttlæti,
jafnræði, samábyrgð, grundvöll
eignamyndunar heimila og frelsi ein-
staklingsins til athafna með ábyrgð“,
segir Halldór.
Hann vill að hin gömlu kjörorð
Stétt með stétt verði virt til að ná
sátt um þessi úrlausnarefni. „Sem
bíða þess að Sjálfstæðisflokkurinn
komi að stjórn þessa lands,“ segir
Halldór. ipg@mbl.is
Býður sig fram til formanns
Leggur til heildstæða breytingu á ályktun um efnahags-
og viðskiptamál Vill skýrar tillögur um lausnir
Halldór
Gunnarsson
Á dagskrá landsfundar Sjálfstæð-
isflokksins í dag er meðal annars
fyrirspurnartími með forystu-
mönnum hans. Þar sitja fyrir svör-
um formaðurinn, fyrsti og annar
varaformaður, formaður þing-
flokksins og oddvitar kjördæm-
anna. Sá liður hefst kl. 13:30 og
stendur til 15:30.
Fyrr um morguninn skila vara-
formennirnir skýrslum sínum um
starf flokksins, stjórna hans og
ráða.
Þá verður byrjað að kjósa í mál-
efnanefndir en sú kosning stendur
fram til kl. 13 á morgun. Tekið er
við breytingartillögum við drög að
ályktunum til hádegis í dag.
Hægt er að fylgjast með beinni
útsendingu af landsfundinum á vef
Sjálfstæðisflokksins, xd.is.
Sitja fyrir
svörum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Stjórnmálamenn sem sjá enga
aðra leið til að bæta opinbera
þjónustu en stóraukna skattheimtu
og fjárútlát eru fulltrúar úreltra hug-
mynda. Fráfarandi ríkisstjórn, sem
sagðist ætla að kenna sig við nor-
ræna velferð, er sósíalískari í aðgerð-
um og hugsun en nokkurt annað nor-
rænt þjóðfélag.
’
Vinstrimönnum er ákaflega illa
við það að við tölum um nauðsyn
þess að stækka kökuna, svo allir fái
meira. Þau óttast að við fáum of
mikinn sykur, of mikla orku. Við höf-
um ekki áhyggjur af því. Þeir vilja, í
stað þess að stækka kökuna, skipta
henni endalaust upp á nýjan hátt, í
smærri og smærri sneiðar. Þá aðferð
kalla þeir að jafna lífskjörin. Við vilj-
um bæta lífskjörin. Í þágu heim-
ilanna.
’
Við höfum fjölmörg dæmi um að
útgerðarfyrirtæki þurfi að standa
skil á hærra veiðigjaldi en sem nem-
ur heildarhagnaðinum. Alvarleg hugs-
anavilla hrjáir þá sem reyna að rétt-
læta slíkt.
’
Þau [Samfylkingin] segja að Evr-
ópusambandið sé orðið þreytt á
EES-samningnum. Ja, ég er orðinn
þreyttur á Samfylkingunni og þeirra
sífellda brölti við að grafa undan
sjálfstæði okkar, þau tala niður gjald-
miðilinn og skilja hvorki né sjá að Ís-
land á sóknarfæri í allar áttir. Við
viljum ekkert í Evrópusambandið.
Orðrétt