Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vísitala leiguverðs á höfuðborgar-
svæðinu fór í 118,7 stig í janúar 2013
og hækkaði um 0,5% frá fyrra mán-
uði. Vísitalan á sama tíma í fyrra var
111 stig og hefur hún því hækkað
um 6,9% á ársgrundvelli. Vísitalan
hefur þrátt fyrir það því sem næst
staðið í stað þegar horft er til síð-
ustu þriggja mánaða. Þetta kemur
fram á vef Þjóðskrár Íslands.
Þjóðskrá hefur einnig tekið sam-
an upplýsingar um leiguverð eftir
staðsetningu og stærðarflokkum
fasteigna á landinu í janúarmánuði.
Þær tölur benda til þess að með-
alleiguverð á fermetra sé að jafnaði
hæst í Reykjavík vestan Kringlu-
mýrarbrautar auk Seltjarnarness en
lægst á Vestfjörðum.
Stúdíóíbúðir skera sig þó úr í
þessum samanburði en samkvæmt
tölum þjóðskrár var meðalleiguverð
á hvern fermetra í slíkum íbúðum
2.757 krónur á fermetra í Garðabæ
og Hafnarfirði á móti 2.164 krónum
á fermetra í Reykjavík vestan
Kringlumýrarbrautar. Hins vegar
er erfitt að draga ályktanir af þess-
um tölum þar sem úrtakið er mjög
lítið. Einungis fjórar stúdíóíbúðir
eru á bak við tölur um meðalleigu-
verðið í Garðabæ og Hafnarfirði á
móti 15 í Reykjavík. Jafnframt er
staðalfrávikið á stúdíóíbúðum í
Reykjavík um 900 krónur.
972 leigusamningum var þinglýst
í janúarmánuði en við úrvinnslu
talnaupplýsinga var til dæmis sleppt
leigusamningum sem voru eldri en
60 daga við þinglýsingu og samn-
ingum þar sem herbergjafjöldi
íbúða var ekki þekktur. Upplýsing-
arnar eru því unnar upp úr 625
þinglýstum leigusamningum. Í jan-
úar 2012 var 867 leigusamningum
þinglýst og upplýsingar um meðal-
leiguverð voru unnar úr 556 samn-
ingum.
Í samræmi við verðlag
Svanur Guðmundsson, formaður
Félags löggiltra leigumiðlara, segir
að verð á leiguíbúðum hafi nær ekk-
ert hækkað í nokkra mánuði, þrátt
fyrir þá staðreynd að mikil eftir-
spurn sé eftir leiguíbúðum og fram-
boðið minna af eignum en áður.
Sú hækkun vísitölunnar sem sjá-
ist á ársgrundvelli komi sér á óvart
en bendi til þess að leiguverð hafi
haldist í hendur við verðlag: „Ég tek
undir heildarniðurstöðuna, sem er
að leiguverð hefur í raun ekkert
hækkað og haldið í við verðlag.
Leiguverðið undanfarna mánuði er
komið í þann topp sem greiðslugeta
fólks afmarkar.“
Svanur segir erfitt að nota tölur
þjóðskrár um meðalleiguverð vegna
þess að svo fáir samningar geti verið
á bak við þær. „Mér sýnist til dæmis
sem tölurnar um verðið á stúdíó-
íbúðum í Reykjavík séu of lágar.“
Svanur segir að mikil breidd sé á
gæðum leiguíbúða og verðmunurinn
á eignum þar af leiðandi líka mikill.
„Verðmunurinn á samskonar eign-
um getur verið mjög mikill innan
sama póstnúmers. Þú getur verið
með stúdíóíbúð í kjallara eða stúd-
íóíbúð á fimmtu hæð með svölum.“
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fasteignir Verð á leiguíbúðum er
hæst í Reykjavík.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu
(janúar 2011=100)
120
118
116
114
112
110
108
106
104
102
100
Janúar 2011 Janúar 2013
100
118,7
Janúar 2012
111,0
Verð á leiguíbúðum komið í topp
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 0,3% á þremur mánuðum Tæplega þúsund
leigusamningum þinglýst í janúarmánuði Meðalleiguverð lægst á Vestfjörðum og hæst í Reykjavík
Svanur Guðmundsson, formað-
ur félags löggiltra leigumiðlara,
bendir á að húsaleigubætur hafi
verið hækkaðar nýlega. Sú að-
gerð hafi samt sem áður ekki
skilað sér í hærri leigu. Það geti
bent til þess að annað hvort sé
fólk ekki búið að uppgötva að
bæturnar hafi hækkað eða að
það þinglýsi ekki leigusamn-
ingum.
Svanur segir að breytingar á
skattkerfinu ásamt bótaskerð-
ingum hafi haft letjandi áhrif á
vilja fólks til að þinglýsa leigu-
samningum. Sjálfur viti hann
um dæmi þess að það hafi ekki
borgað sig fyrir einstaklinga á
örorkubótum að leigja íbúð sína
út á löglegan hátt. Hann hafi
greint frá reynslu sinni á fundi
félagsmálanefndar Alþingis en
mætt þar vantrú þingmanna
annarra en Péturs Blöndal.
Skilar sér
ekki í verði
HÆKKUN HÚSALEIGUBÓTA
AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF.
VERÐUR HALDINN FÖSTUDAGINN 15. MARS 2013 KL. 9:00 AÐ GRJÓTHÁLSI 5, REYKJAVÍK
○○ WWW.OSSUR.COM
A. DRÖG AÐ DAGSKRÁ
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári.
2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2012.
3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar.
4. Skýrsla stjórnar félagsins um starfskjör.
5. Ákvörðun um starfskjarastefnu.
6. Ákvörðun um stjórnarlaun fyrir árið 2013.
B. REGLUR UM ÞÁTTTÖKU HLUTHAFA OG ATKVÆÐAGREIÐSLU
Hluthafar eiga rétt á að fá mál sett á dagskrá, leggja fram ályktunartillögur og spyrja spurninga, með skriflegum eða rafrænum hætti,
uns endanleg dagskrá og tillögur eru birtar föstudaginn 1. mars 2013. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á vefsíðu félagsins:
www.ossur.com/investors/agm
Hverjum hlut í félaginu fylgir eitt atkvæði, að frátöldum eigin hlutum sem ekki fylgir atkvæðisréttur. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn
verða afhent á fundarstað. Hluthafar, sem ekki sækja aðalfundinn, geta annaðhvort: a) kosið um dagskrármál með skriflegum eða rafrænum hætti,
eða b) veitt umboð.
Beiðni hluthafa um að kjósa með skriflegum eða rafrænum hætti þarf að berast félaginu eigi síðar en 5 dögum fyrir aðalfundinn.
Hluthafar geta óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og þeir geta einnig vitjað atkvæðaseðla í höfuðstöðvum félagsins og
greitt þar atkvæði alla virka daga á skrifstofutíma. Atkvæði þurfa að berast félaginu fyrir aðalfundinn. Hluthafar geta annaðhvort
veitt skrifleg eða rafræn umboð að uppfylltum ákveðnum formkröfum sem fram koma á vefsíðu félagsins. Rafræn umboð
þarf að senda í gegnum aðgangskerfi hluthafa hjá félaginu. Umboð þurfa að berast félaginu fyrir aðalfund eða á fundarstað.
Nánari upplýsingar um atkvæðareglur og notkun umboða er að finna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm
C. AÐRAR UPPLÝSINGAR
Aðalfundurinn fer fram á ensku. Skjöl sem lögð verða fyrir aðalfund, þ.m.t. endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2012 og ársskýrsla fyrir árið 2012,
auk ályktunartillagna og athugasemda við hvert dagskrármál er að finna á ensku á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm
Hluthafar geta einnig nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík, alla virka daga á skrifstofutíma.
Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar föstudaginn 1. mars 2013. Hluthöfum er hins vegar bent á að samkvæmt grein 63 a. í hlutafélagalögum
nr. 2/1995 er hægt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 dögum fyrir aðalfund. Af þeim sökum verða upplýsingar um alla
frambjóðendur til stjórnar kunngerðar eigi síðar en 2 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 8:30 á aðalfundardag. Aðalfundurinn hefst stundvíslega kl. 9:00.
Nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins: www.ossur.com/investors/agm
Reykjavík, 21. febrúar 2013,
Stjórn Össurar hf.
7. Kosning stjórnar félagsins.
8. Kosning endurskoðenda.
9. Tillaga um heimild til að kaupa eigin hluti.
10. Önnur mál sem borin hafa verið löglega fram eða aðalfundur hefur
samþykkt að taka til meðferðar.