Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
ekkert nema ostur
Fullkomnaðu réttinn með góðum hráefnum. Rifnu ostarnir frá MS
innihalda 100% ost. Þú finnur spennandi og girnilegar uppskriftir
á gottimatinn.is.
ÍSLENSKUR
OSTUR
Tillaga uppstillingarnefndar Dög-
unar að skipan efstu sæta á listum
framboðsins í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður, Reykjavíkurkjör-
dæmi suður og Suðvesturkjördæmi
hefur verið lögð fram.
Listinn í Reykjavík norður: 1.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arki-
tekt 2. Jóhannes Björn Lúðvíksson,
sjálfstætt starfandi 3. Ása Lind
Finnbogadóttir framhaldsskóla-
kennari 4. Friðrik Þór Guðmunds-
son, kennari og blaðamaður 5.
Hólmfríður Berentsdóttir hjúkr-
unarfræðingur.
Listinn í Reykjavík suður: 1.
Þórður Björn Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri 2. Ragnar Þór Ing-
ólfsson sölustjóri 3. Helga Þórð-
ardóttir kennari 4. Rannveig
Óskarsdóttir, meistaranemi í trúar-
bragðafræðum 5. Hólmsteinn
Brekkan réttarráðgjafi. Listinn í
Suðvesturkjördæmi: 1. Margrét
Tryggvadóttir þingmaður 2. Álf-
heiður Eymarsdóttir stjórnmála-
fræðingur 3. Jón Jósef Bjarnason,
ráðgjafi og bæjarfulltrúi 4. Baldvin
Björgvinsson, raffræðingur og
kennari 5. Guðrún Lilja Guðmunds-
dóttir viðskiptafræðingur.
Á næstu dögum verður tillaga
uppstillingarnefndar um skipan
efstu sæta á listum framboðsins í
Norðvesturkjördæmi, Norðaust-
urkjördæmi og Suðurkjördæmi
kynnt, segir í tilkynningu frá Dög-
un.
Tillaga að fullskipuðum fram-
boðslista verður lögð fyrir fé-
lagsfund í hverju kjördæmi fyrir
sig. Endanleg skipan framboðslista
er á valdi félagsfundar.
Dögun
kynnir
skipan
efstu sæta
Góu verður fagn-
að á Hallveig-
arstöðum, Tún-
götu
14,laugardaginn
23. febrúar kl. 14
með dagskrá um
Rannveigu Þor-
steinsdóttur. Hún
ruddi braut fyrir
konur varðandi,
nám félagsstörf
og stjórnmál. Hún sat á Alþingi 1949
til 1953. Fulltrúar, frá Kvenfélaga-
sambandi Íslands, Félagi háskóla-
kvenna og kvenstúdenta, Sóroptim-
istum, UMFÍ, Lögfræðingafélaginu,
Glímufélaginu Ármanni og Félagi
framsóknarkvenna í Reykjavík,
varpa upp svipmyndum um hana og
störf ásamt skólabræðrum og öðru
samferðafólki. Góugleði í boði fram-
sóknarkvenna hefst að lokinni dags-
skrá. Ungir glímumenn frá Ármanni
koma og sýna glímutökin.
Góudagskrá
um braut-
ryðjanda
Rannveig
Þorsteinsdóttir
Talsvert færri sóttu um leyfi til að veiða hreindýr í ár en í
fyrra. Bjarni Pálsson, líffræðingur hjá Umhverfisstofnun,
telur líklegt að krafa um að veiðimenn standist skotpróf
eigi þátt í að færri sæki um leyfi.
Verið er að taka saman endanlegar tölur um umsóknir
en Bjarni segir að tæplega 3.600 gildar umsóknir hafi bor-
ist. 4.270 gildar umsóknir bárust í fyrra. Í ár verður leyft
að fella 1.229 hreindýr, sem er nokkur fjölgun milli ára, en í
fyrra var leyft að fella 1.009 dýr. Nokkur tilflutningur leyfa
er einnig milli svæða.
Dregið verður úr hreindýraveiðileyfum á morgun kl. 14 í
húsakynnum Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum.
Eins og undanfarin ár verður hægt að fylgjast með út-
drættinum á veraldarvefnum og má nálgast slóðina á vef
Umhverfisstofnunar þegar þar að kemur. Niðurstöður út-
dráttar verða sendar á sunnudegi eða mánudegi til um-
sækjenda.
Í fyrra var í fyrsta skipti krafist þess að veiðimenn færu
í skotpróf. Ekki stóðust allir prófin. Bjarni telur líklegt að
þessi próf hafi leitt til þess að færri sæki um veiðileyfi í ár.
Tilgangur skotprófanna hafi ekki verið að fækka umsókn-
um heldur að herða kröfur til veiðimanna, en fram til þessa
hafi mun minni kröfur verið gerðar til veiðimanna hér á
landi en í nágrannalöndunum. egol@mbl.is
Færri sækja um veiðileyfi
Morgunblaðið/Friðrik
Hjörð Hreindýr á Fljótsdalsheiði. Leyft verður að fella 1.229 dýr í ár.
3.600 hafa sótt um í ár en 4.270 umsóknir voru í fyrra
Krafa um skotpróf talin eiga þátt í fækkuninni