Morgunblaðið - 22.02.2013, Síða 21
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fallið er frá því að rífa framhús
gamla Sjálfstæðishússins við Aust-
urvöll og húsin Aðalstræti 7 og
Hótel Vík standa áfram á sínum
stað, samkvæmt tillögu að deili-
skipulagi fyrir Landsímareit í
Kvosinni sem kynnt var í vikunni.
Byggingarmagn verður 10% minna
en gert er ráð fyrir í gildandi deili-
skipulagi.
Deiliskipulag Landsímareitsins
hefur verið til endurskoðunar und-
anfarin ár. Reykjavíkurborg efndi
til samkeppni um framtíðarsýn fyr-
ir svæðið á síðasta ári.
Salurinn bjartur
Í þeirri tillögu að deiliskipulagi
sem nú hefur verið kynnt er tekið
mið af því að húsin Aðalstræti 7 og
Vallarstræti 4 (Hótel Vík) hafa ver-
ið friðuð, sömuleiðis framhús Thor-
valdsensstrætis 2 (gamla Sjálfstæð-
ishússins þar sem skemmtistaðirnir
Sigtún og Nasa voru til húsa).
Raunar er í tillögunum gefin heim-
ild til að hækka Aðalstræti 7 til að
fá nýtingu á kjallara. Við friðun
húsanna minnkar byggingarmagn á
reitnum verulega. Bakhús Nasa,
þar sem salurinn er, verður rifið og
nýtt hús byggt. Páll Gunnlaugsson,
arkitekt hjá ARK arkitektum, segir
að þar verði fjölnota salur í svipaðri
mynd. Þó verði gert ráð fyrir þeim
möguleika að opna salinn út í Vall-
argötu og hann verði þá bjartur.
Gert er ráð fyrir nýbyggingu sem
liggur að gafli Hótels Víkur en að
áfram verði opið sund á milli Ing-
ólfstorgs og Víkurgarðs.
Rishæð Gamla Landsímahússins
við Thorvaldsensstræti 4 verður
hækkuð. Settir verða kvistir þannig
að hæðin nýtist betur. Þakhæðinni
á Thorvaldsensstræti 6, yngra
Landsímahúsinu, verður einnig
breytt og hún hækkuð um rúman
metra. Gert er ráð fyrir þriggja
hæða viðbyggingu framan við hana,
við Kirkjustræti. Verður hún með
háu þaki og tekur þannig mið af
húsunum hinum megin götunnar.
Ekki hótel við Vallarstræti
Gert er ráð fyrir miðborgar-
starfsemi nema hvað nýting-
armöguleikar húsanna við Vall-
arstræti verða þrengdir. Þar er
gert ráð fyrir verslunum, skrif-
stofum og íbúðum, en ekki hóteli
eins og í fyrri tillögum. Heimilt
verður að koma upp hóteli eða ann-
arri miðborgarstarfsemi í Land-
símahúsunum og nýbyggingum.
Séð frá Alþingishúsinu Þaki gamla Landsímahússins við Austurvöll verður lyft og nýbygging gerð við Kirkju-
stræti, fyrir framan yngra Landsímahúsið. Mögulegt verður að reka hótel í húsinu, samkvæmt deiliskipulagi.
Gömlu húsin standa
Dregið úr byggingarmagni á Landsímareitnum í nýju
skipulagi Ekki gert ráð fyrir hóteli við Vallarstræti
Morgunblaðið/Jim Smart
Thorvaldsensstræti Gamla Landsímahúsið og gamla Sjálfstæðishúsið (Sig-
tún, Nasa) við Austurvöll. Framhús Sjálfstæðishússins verður ekki rifið.
Landsímareitur
» Deiliskipulag í hluta Kvos-
arinnar var kynnt í vikunni.
Hagsmunaaðilar geta gert at-
hugasemdir til 6. mars nk.
» Tillögurnar fara að nýju fyrir
umhverfis- og skipulagsráð
sem ákveður hvort þær verða
auglýstar sem skipulag svæð-
isins.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Unnur Þormóðsdóttir, formaður
færni- og heilsumatsnefndar heil-
brigðisumdæmis Suðurlands, segir
39 bíða eftir hjúkrunarrýmum á
Suðurlandi, þar af eru 19 í dval-
arrými og bíða eftir flutningi í
hjúkrunarrými miðað við stöðuna
20. febrúar sl. Eru þá ótaldir þeir
einstaklingar sem bíða eftir flutn-
ingi milli stofn-
ana og eru nú
þegar í hjúkrun-
arrýmum.
Rætt var við
Unni um málefni
aldraðra í
Morgunblaðinu
19. febrúar sl. en
þar kom m.a.
fram að 40 ein-
staklingar væru á
biðlista eftir hjúkrunarrými á Suð-
urlandi og 22 biðu eftir dvalarrými.
Velferðarráðuneytið gerði at-
hugasemd við þessar tölur í tilkynn-
ingu á vefsíðu sinni með þeirri um-
sögn að hið rétta væri að 25
einstaklingar biðu eftir hjúkrunar-
rými á Suðurlandi. Þá fylgdi með í
tilkynningunni samanburður á stöð-
unni á Suðurlandi og á höfuðborg-
arsvæðinu:
Tvö landsvæði borin saman
„Í árslok 2012 voru 244 hjúkrun-
arrými á Suðurlandi af þeim tæp-
lega 2.450 rýmum sem eru á landinu
öllu. Þetta svarar til þess að á svæð-
inu séu 79,6 hjúkrunarrými fyrir
hverja 1.000 íbúa sem eru 67 ára og
eldri. Til samanburðar má geta þess
að á höfuðborgarsvæðinu er þetta
hlutfall 65,9 rými,“ sagði orðrétt í
tilkynningu ráðuneytisins.
Spurð um þennan samanburð
bendir Unnur á að landsvæðin tvö
séu ólík. „Varðandi fjölda hjúkrun-
arrýma á svæðinu verður að taka til-
lit til þess að heilbrigðisumdæmi
Suðurlands ef mjög víðfeðmt og
þjónusta í heimahúsum af skornum
skammti miðað við höfuðborgar-
svæðið. Á stórum hluta svæðisins er
eingöngu dagþjónusta í boði.“
Þá var haft eftir Unni í Morg-
unblaðinu að síðast þegar ríkið út-
hlutaði fé úr Framkvæmdasjóði
aldraðra hefði til dæmis engu fé ver-
ið úthlutað á Suðurlandi en úthlutað
til Akraness og fleiri staða.
Samþykkti níu þeirra
Vill ráðuneytið af þessu tilefni
árétta að árið 2012 hafi 14 umsóknir
borist um framlög úr Framkvæmda-
sjóði aldraðra og mun velferðarráð-
herra hafa samþykkt fjárveitingar
úr sjóðnum til níu þeirra. Fjórar
umsóknir hafi borist af Suðurlandi
og voru þrjár þeirra samþykktar.
Spurð um þetta vill Unnur árétta
að hún hafi meint að við síðustu út-
hlutun hafi ekki komið framlag til að
fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu.
„Fé hefur komið til breytinga en
ekki til fjölgunar frá því 2008,“ segir
Unnur en tekið skal fram að hún
fékk að sjá viðtalið fyrir birtingu.
Telur Unnur að sá misskilningur
hafi orðið milli sín og blaðamanns að
sá síðarnefndi hafi ætlað að yfirfara
úthlutanirnar. baldura@mbl.is
Velferðarráðu-
neytinu svarað
Sérfræðingur svarar aðfinnslum
vegna fréttar um aldraða á Suðurlandi
Unnur
Þormóðsdóttir
þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335
caruso.is · caruso@caruso.is
við Erum líka á facebook
Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi
Lifandi tónlist
um helgar
Rómantískur og hlýlegur
veitingastaður á þremur hæðum í
miðbæ Reykjavíkur
Á föstudags- og laugardagskvöldum
töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari
Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur
tónlistarsögunnar.
Njóttu þess að borða góðan mat
og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu
umhverfi. Hjá okkur er notalegt í
skammdeginu.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Opnun kl. 17, föstudag 22. febrúar Allir velkomnir
Kristján
Eldjárn
22. febrúar – 10. mars