Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 23

Morgunblaðið - 22.02.2013, Page 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi Fulltrúar fjörutíu fyrirtækja í Kópa- vogi sóttu stofnfund Markaðsstofu Kópavogs sem fram fór í bæjar- stjórnarsal Kópavogs í gær. Kosið var í stjórn markaðsstofunnar og verður á næstunni auglýst eftir framkvæmdastjóra. Tilgangur henn- ar er að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Kópa- vogi. Þetta mun félagið gera með því að efla samstarf atvinnulífsins, sveitar- félagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu innan Kópavogs og bæta ímynd svæðisins og auka eft- irspurn eftir hvers konar þjónustu og atvinnustarfsemi á svæðinu. Kópavogsbær leggur til stofnfé að fjárhæð 8 milljónir króna og er gert ráð fyrir því að stofnaðilar, fyrirtæk- in í bænum, komi með stofnfé á móti. Stjórn markaðsstofunnar mun út- færa starfsemina nánar en í aðal- stjórn eru: Sturla Eðvaldsson, Ari Þorvarðarson, Eygló Karólína Bene- diktsdóttir, Theódóra Þorsteinsdótt- ir, Sigurjón Jónsson, Garðar H. Guð- jónsson og Pétur Ólafsson. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, setti fundinn og Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, stýrði fundinum. Vilhjálmur lýsti yfir mik- illi ánægju sinni með stofnun þessa samstarfsvettvangs fyrirtækja og stofnana í Kópavogi, að því er segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Stofnfundur Fulltrúar um 40 fyrir- tækja sóttu stofnfundinn í gær. Markaðsstofa Kópavogs stofnuð  Fulltrúar fjöru- tíu fyrirtækja sóttu stofnfundinn Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hátt í 50 milljarðar Bandaríkja- dala voru millifærðir frá Rússlandi með ólögmætum hætti á síðasta ári. Meira en helmingur þeirrar upphæðar tengdist fjármagns- flutningum sem er stjórnað af að- eins „einum vel skipulögðum hópi manna“. Þetta kom fram í viðtali rúss- neska fjármálablaðsins Vedomosti við seðlabankastjóra Rússlands, Sergey Ignatyev, en hann mun láta af embætti í júní á þessu ári. Hann útskýrði þó ekki nánar hvaða einstaklingar stæðu að baki hinum „vel skipulagða hópi“. Um- mæli Ignatyev, sem fram til þessa hefur að mestu aðeins tjáð sig um peningamál og vaxtaákvarðanir við fjölmiðla, þykja hins vegar til marks um gagnrýni hans í garð þeirrar opinberu spillingar sem hefur fengið að þrífast í valdatíð Vladimír Pútíns Rússlandsforseta. Að sögn seðlabankastjórans er meðal annars um að ræða fjár- magnsflutninga sem tengjast inn- flutningi á fíkniefnum, undanskot frá skattlagningu og mútu- greiðslur til embættismanna og stjórnenda hjá opinberum fyrir- tækjum. 60% af hreinu fjármagnsútflæði Ignatyev vakti einnig athygli á því sem hefur verið nefnt í Rúss- landi sem „eins dags fyrirtæki,“ en það eru félög sem eru aðeins stofn- uð í þeim eina tilgangi að milli- færðir eru inn á þau fjármunir. Strax í kjölfarið hverfa þau af skrá án þess að hafa greitt neina skatta né gjöld til hins opinbera. Seðla- bankastjóri Rússlands áætlar að um helmingur allra félaga sem eru á skrá í landinu, um 3,9 milljónir talsins, gegni í raun engu hlutverki öðru en að vera milligönguaðilar fyrir slíka fjármagnsflutninga. Sú fjárhæð sem Seðlabanki Rússlands telur að hafi verið flutt úr landi með ólögmætum hætti á liðnu ári, ríflega 49 milljarðar dala, nemur um 2,5% af allri landsfram- leiðslu Rússlands. Af þeirri upp- hæð voru 14 milljarðar dala vegna vöruskipta, en afgangurinn, um 35 milljarðar dala, tengist margvís- legum ólöglegum fjármagnsflutn- ingum. Sé litið til þess að hreint fjár- magnsútflæði frá Rússlandi á síð- asta ári, samkvæmt opinberum hagtölum, nam 56,8 milljörðum dala, þá er ljóst að um 60% þeirrar upphæðar eru tilkomin vegna ólög- mætra viðskipta. 50 milljarðar dala flutt- ir ólöglega úr landi  Stórfellt ólögmætt fjármagnsútflæði úr Rússlandi á liðnu ári Rússlandsforseti Ummæli seðlabankastjórans eru talin beinast að þeirri útbreiddu spillingu sem hefur fengið að þrífast í valdatíð Vladimír Pútíns. AFP Stórfellt útflæði » 50 milljarðar Bandaríkjadala voru millifærðir frá Rússlandi með ólögmætum hætti árið 2012. » Seðlabankastjóri landsins telur að helmingur þeirrar upp- hæðar tengist fjármagnsflutn- ingum sem sé stjórnað af að- eins „einum vel skipulögðum hópi manna“. » 60% af nettó fjármagns- útflæði Rússlands 2012.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.